Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur:
• skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 24. janúar 2021) og alla breytingarseðla
þar á eftir
• skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
• gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur
• óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða,
líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-78 ára
• sent inn erindi vegna fasteignagjalda
Fasteignagjöld ársins 2021, yfir 25.000 kr., greiðast með ellefu jöfnum greiðslum á eftirfarandi
gjalddögum: 1. febrúar, 7. mars, 3. apríl, 2. maí, 1. júní, 4. júlí, 2. ágúst, 1. september,
2. október, 1. nóvember og 4. desember.
Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar.
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt
bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum og boðgreiðslur af greiðslukortum.
Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2021 verða aðeins
birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á árinu 2021.
Álagningar- og breytingarseðlarnir verða ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem
gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að
senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Ferjusamgöngur um Ermarsund,
daginn eftir fullnaðarútgöngu
Breta úr Evrópusambandinu
(Brexit), gengu snurðulaust og lið-
lega fyrir sig í gær. Spádómar um
flækjur og óreiðu frá fyrsta degi í
hafnarborgunum Dover og Calais
reyndust innistæðulausir.
Hundruð breskra flutningabíla
til og frá Bretlandi fóru um Erm-
arsundsgöngin auk tuga vörubíla
sem fóru yfir sundið með ferjum.
Engar fregnir fóru af töfum sem
orð er gerandi á, að sögn ferju-
fyrirtækisins Getlink. Fyrsta ferjan
yfir sundið, The Pride of Kent í
eigu P&O Ferries, lagði að bryggju
í Calais um miðja nótt.
„Umferðin var öflug á sögulegri
nóttu og allt gekk vel fyrir sig,“
sagði talsmaður Getlink við AFP-
fréttastofuna. „Allir flutningabíl-
arnir kláruðu formlegheitin,“ sem
krafist er þar sem Bretar eru ekki
lengur aðili að tollabandlagi ESB.
„Engan flutningabíl þurti að senda
til baka.“
Franskir embættismenn hafa
sagt að tafir á landamærunum hafi
verið fyrirbyggðar með svonefnd-
um „snjalllandamærum“. Í þeim
felst að skrá á netinu upplýsingar
um hið flutta innihald fyrir ferð
þannig að örstutt skönnun er hið
eina sem gera þarf við komuna til
landamæranna.
Embættismenn segja að bresk
fyrirtæki hafi hamstrað vörur fyrir
janúarmánuð sem er yfirleitt hlut-
fallslega annasmár svo skömmu
eftir jól.
Fyrsti flutningabíllinn á leið til
Bretlands eftir að nýársdagur var
genginn í garð var rúmenskur.
Flutti hann póst og pinkla sem
þótti táknrænt er Natacha Bouch-
art, bæjarstjóri í Calais, gaf honum
grænt ljós á að halda ferðinni
áfram. „Þetta voru forréttindi fyrir
mig, ég er mjög ánægður,“ sagði
bílstjórinn Toma Moise.
Bouchart sagði um „sögulegt
augnablik“ hafa verið að ræða er
hún kveikti græna ljósið.
Langar biðraðir flutningabíla
mynduðust í Bretlandi í jóla-
mánuðinum er Frakkar lokuðu
landamærum sínum eftir að nýtt
afbrigði kórónuveirunnar fannst
þar. Leystist hnúturinn rétt fyrir
áramótin og taka nú allir bílstjórar
smitpróf við komuna til Frakk-
lands. Úkraínskur flutningabílstjóri
fór fyrstur í próf í gærmorgun. Af
36 flutningabílum sem fóru yfir
sundið með Pride of Kent töfðust
þrír sem teknir voru til skoðunar
við komuna til Frakklands.
Mikilvægi snurðulausra flutninga
yfir Ermarsundið lýsir sér í því að
um 70 prósent allra vöruviðskipta
Breta og ESB fara um hafnirnar
Calais og Dunkirk í Frakklandi.
Um þær hafa að jafnaði farið
60.000 farþegar og 12.000 flutn-
ingabílar á degi hverjum.
Bretar hófu nýja árið með lífi
utan ESB sem eftir á að koma í
ljós hvernig rætist úr. Þrátt fyrir
óvissu var Boris Johnson bjartsýnn
í grein sem hann skrifaði í Daily
Telegraph í gær. Þar sagði hann
brexit bjóða upp á tækifæri sem
ættu enga sína líka í mannaminn-
um. „Veröldin hefur stórlega
breyst eins og við þekkjum hana og
það sama er að segja um konungs-
ríkið frá því það gekk í ESB árið
1973.“
Djúpstæður klofningur, bæði
pólitískur sem félagslegur, ríkir í
afstöðu Breta til brexit og mun svo
verða um mörg ókomin ár. AFP-
fréttastofan segir kórónuveiru-
kreppuna skyggja á allt annað og
því verði tæplega hart deilt um
brexit í bráð.
AFP
Bretland Toll- og landamæraverðir kanna pappíra skosks vöruflutningabíls
sem var á leið um borð í ferju í Larne á Norður-Írlandi um áramótin.
Snurðulaust start á fyrsta degi
Spádómar um flækjur og óreiðu frá fyrsta degi reyndust innistæðulausir
Johnson segir brexit bjóða upp á tækifæri sem engu líkist í mannaminnum
Um miðjan dag í gær fannst maður
látinn í jarðskriðunni í þorpinu Ask
skammt norður af Osló en lögreglan
hefur ekki gefið upp von um að enn
megi finna á lífi þá níu sem enn er
saknað eftir jarðskriðu sem féll í bæn-
um aðfaranótt miðvikudagsins 30.
desember.
Leitar- og björgunarmenn voru
sendir inn á hamfarasvæðið um miðj-
an dag í gær og fannst líkið fljótlega,
en ekki var skýrt frekar frá málavöxt-
um þar sem eftir var að tilkynna að-
standendum. Síðdegis birti lögreglan
svo nöfn allra sem saknað er, en þau
eru á aldrinum tveggja til fimmtugs.
Það hefur gert björgunarmönnum
erfitt fyrir að jaðrar skurðanna sem
skriðan gróf í fallinu voru enn óstöð-
ugir í gær. Þeir sem fóru inn á svæðið
í gær fleyttu sér um aurinn á þykkum
einangrunarplastsplötum.
Flóðið tók með sér níu byggingar
með samtals 31 íbúð. Engin lík höfðu
fundist um miðjan dag í gær en 10
manns er saknað, kvenna, karla og
barna. Tíu slösuðum var bjargað úr
skriðunni að morgni miðvikudagsins,
þar af einum alvarlega meiddum. Alls
hafa um eitt þúsund íbúar á hamfara-
svæðinu verið fluttir burt. Bæjar-
stjórnin í Gjerdrum, sem Ask er hluti
af, sagði í gær að um 1.500 manns
gætu þurft að reisa sér heimili annars
staðar vegna skriðuhættu.
„Vandinn hér er að aðstæður geta
verið hættulegar. Við verðum að hafa
öryggið í fyrirrúmi,“ segir Philip Mil-
ford, sem stjórnað hefur leitarhund-
um við björgunarstörfin. Þeim var
ætlað að merkja bletti þar sem hugs-
anlega lægju einhverjir undir. Þeir
voru bundnir línu í umsjónarmenn
sína en sleppt lausum inni í húsum í
skriðunni. Vefmyndavélar voru festar
á hundana svo sjá mætti hvað við
þeim blasti í byggingunum.
„Það er ennþá von okkar að finna
fólk á lífi. Hundarnir eru þjálfaðir í að
finna lifandi sem látna,“ sagði Mil-
ford. Hann hafði ekki heimild til að
segja hvað fundist hefði en sagði að
sveitin héldi áfram leit meðan von
væri um að finna fólk á lífi.
Norska lögreglan sagði að leitar-
störf myndu halda áfram allan gær-
daginn. Hafa norskar björgunarsveit-
ir fengið liðsauka frá Svíþjóð, en auk
leitar- og björgunarmanna eru til að-
stoðar á vettvangi hjúkrunarfræðing-
ar, jarðfræðingar og lögreglumenn.
„Við lifum í trúnni á að finna megi fólk
á lífi,“ sagði aðgerðastjóri á vettvangi,
lögreglumaðurinn Bjørn Nuland, í til-
kynningu.
Jarðvegurinn á hamfarasvæðinu er
svonefndur kvikleir sem breyst getur
úr föstu formi í fljótandi við spennu í
jarðveginum. Byggðin í Ask mun hafa
verið reist á leirsvæði og hafði vatns-
og orkustofnun Noregs ráðgert
skömmu fyrir jól að kortleggja á nýju
ári 37 svæði í Raumaríki með tilliti til
skriðuhættu, þar á meðal var Ask.
Stofnunin sagði í gær að hættan á
frekari skriðuföllum kvikleirsins væri
hverfandi.“ agas@mbl.is
Leita lifandi
í skriðunni
Björgunarmenn leita í braki húsa
sem jarðhlaupið í Ask tók með sér
AFP
Ask Björgunarmenn leita í braki
húsa eftir jarðhlaupið í bænum.
Franska stjórnin hefur ákveðið að
lengja útgöngubann í 15 sýslum af
101 í baráttunni við kórónuveiruna
sem enn breiðir sér út af krafti í
Frakklandi.
Verður bannið lengt um tvær
stundir og gildir frá sex á kvöldin
til sex að morgni. Meðal sýslnanna
er Les Alpes-Maritimes þar sem
borgina Nice er að finna. Sýslurnar
15 eru í austurhluta landsins.
„Veiran er í sókn í Frakklandi en
misjafnlega kröftuglega eftir svæð-
um,“ sagði Gabriel Attal, talsmaður
ríkisstjórnarinnar. „Haldi hún inn-
reið sinni áfram verður gripið til
frekari aðgerða.“
FRAKKLAND
AFP
Frakkland Bólusetning vegna kórónu-
veirufaraldursins hefur gengið hægt.
Frakkar lengja
útgöngubann
Ólympíuleikunum 2020 sem frestað
var á nýliðnu ári vegna veirufarald-
ursins verða háðir í júlí nk., að sögn
Yoshihides Suga, forsætisráðherra
Japans. „Leikarnir verða í sumar,
óhultir og tryggir,“ sagði Suga í
gær þrátt fyrir vaxandi áhyggjur
um að ekki verði búið að bæla kór-
ónuveiruna niður. Leikarnir eiga
að hefjast 23. júlí nk. agas@mbl.is
JAPAN
Leikarnir í Tókýó
fara fram