Morgunblaðið - 02.01.2021, Qupperneq 25
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BETA GUÐRÚN HANNESDÓTTIR,
áður til heimilis í Hamrabergi 7,
Reykjavík,
lést mánudaginn 28. desember á Hrafnistu
í Reykjavík. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn
8. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu
ættingjar viðstaddir. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á
Vitatorgi Hrafnistu í Reykjavík.
Útförinni verður streymt á slóðinni: http://nn.is/x3P2Y
Börn, tengdabörn
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Faðir minn, sonur, bróðir og mágur,
KRISTINN ÓLAFUR KRISTINSSON
líffræðingur,
Fellabrekku 19, Grundarfirði,
varð bráðkvaddur að morgni
miðvikudagsins 30. desember.
Skúli Jón
Árdís Sveinsdóttir Kjartan Gunnarsson
Sigrún Kristinsdóttir Bjarki Sveinbjörnsson
Valdís Kjartansdóttir Bragi Karlsson
Gunnhildur Kjartansdóttir Ólafur Erlendsson
Okkar ástkæra
INGIGERÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
Borgarnesi,
áður Kolsstöðum,
lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð
fimmtudaginn 24. desember. Útför hennar
fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn
6. janúar klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir útförina en athöfninni verður streymt á kvikborg.is.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
Brákarhlíðar, Borgarnesi.
Sigurður Guðmundsson Margrét Gyða Jóhannsdóttir
Jakob Guðmundsson Dóra S. Gísladóttir
og fjölskyldur
Elsku hjartans dóttir mín, mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
MARÍA J. VALGARÐSDÓTTIR
frá Sauðárkróki,
lést á annan dag jóla, 26. desember, á
lungnadeild Landspítalans.
Jakobína R. Valdimarsdóttir
Finna Guðrún Ragnarsdóttir Garðar Smárason
Valgarður I. Ragnarsson Jórunn Sigurðardóttir
Ragna María Ragnarsdóttir Guðmundur Hreinsson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS BJÖRNSSON
veitingamaður,
Sólvangi, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi hinn 23.
desember 2020. Útför Magnúsar fer fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 5.
janúar 2021 klukkan 13. Vegna aðstæðna
verða eingöngu nánustu aðstandendur
viðstaddir.
Unnur Birna Magnúsdóttir Gísli G. Gunnarsson
Unnur Louisa Thøgersen
barnabörn og barnabarnabörn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HANNES LÁRUSSON
bóndi,
Óspaksstöðum,
Hrútafirði,
lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð 25. desember. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju miðvikudaginn 6. janúar klukkan 13. Vegna
aðstæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir.
Streymi frá athöfn verður á www.akraneskirkja.is.
Sólveig Sigurbjörnsdóttir
Jón Ingi Hannesson Anja Arai
Sigrún Lára Hannesdóttir
Hjörleifur Þór Hannesson Guðrún Jóhanna Halldórsd.
Rúna Björg Hannesdóttir Aron Ingi Agnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍS JÓN SÆMUNDSSON,
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 20. desember.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 5. janúar
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu
aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/KJIcscDzhQM
Sólveig Árnadóttir
Ólafur Ragnar Elísson Hrafnhildur Bjarnadóttir
Sæmundur Bjarni Elísson Kristinn Sigurður Jónsson
Karen Mjöll Elísdóttir Rúnar Þór Björgvinsson
Vilborg Elísdóttir Ómar Björn Jensson
Árni Sigurðsson Guðrún Stefánsdóttir
Sigurlaug Sigurðardóttir Halldór Einarsson
Gunnar Sigurðsson Anna Guðmundsdóttir
Kristján Sigurðsson Rannveig Böðvarsdóttir
Viðar Smári Sigurðsson Sigurbjörg Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Við kveðjum glæsilega unga
frænda okkar, yngri drenginn
hennar Helgu litlu systur, með
djúpri sorg. Hann kom í heiminn
– í hendur Styrmis bróður síns –
fyrir 27 árum á bjartasta tíma
ársins, langþráður af foreldrum
sínum og fagnað af öllu sínu
skyldfólki. Við áttum öll hlut í
þessum broshýra, tilfinningaríka
og tónelska dreng og hann átti
hlut í okkur öllum. Í fórum okk-
ar eigum við skráðar minningar
um skemmtileg atvik í bernsk-
unni. Á barnsárunum var hann
oft með mér (MM) í för, kom í
sumarbústaðinn og bjó til stund-
arkorn sem settust í hjartastað.
Hann var svo næmur og fróð-
leiksfús lítill krakki, spurull og
langaði að prófa allt: „Viltu
koma með mér að róa? Viltu
koma með mér í fjallgöngu?
Viltu kenna mér að veiða?“
spurði hann einn máginn og
sagði svo vonsvikinn við und-
irtektunum: „Kanntu bara ekk-
ert nema borða vöfflur?“ Og
undrunin og uppnámið þegar
hann, fjögurra eða fimm ára,
frammi fyrir litsterku kröftugu
abstraktmálverki, snerist á hæli
og hrópaði: „Hvað kom fyrir?“
Meira en hálf skamma ævin
hans Úlfars okkar var bernskan,
tími væntinga og fyrirheita.
„Það var svo gaman að heim-
sækja þau, Úlli var alltaf svo
glaður og Helga og Stjáni voru
svo góð við mann,“ segir Magn-
ús Skúlason, frændi og vinur.
Þessi litla fjölskylda varð fyr-
ir miklu áfalli sem breytti hög-
um hennar til frambúðar þegar
Kristján, faðir hans, slasaðist
óbætanlega.
Á unglingsárunum, tíma
Úlfar Örn
Kristjánsson
✝ Úlfar Örnfæddist 22. júní
1993. Hann lést 17.
nóvember 2020.
Foreldrar hans
voru Helga Magn-
úsdóttir, prófarka-
lesari á Morgun-
blaðinu, látin, og
Kristján Þorvalds-
son sjómaður.
Bróðir Úlfars er
Styrmir Bolli Krist-
jánsson.
Eftir skólaskyldu stundaði
hann nám í myndlistardeild
Fjölbrautaskólans í Breiðholti
og síðar við Kvikmyndaskóla Ís-
lands.
Útförin fór fram í kyrrþey.
drauma og nýrra
slóða, las Úlfar
mikið af öllu tagi,
samdi ljóð og texta
og fékk brennandi
áhuga á kvikmynd-
um, leiklist og kvik-
myndasögu og byrj-
aði þá í
Kvikmyndaskólan-
um þótt ekki lyki
hann námi. Vel inn-
an við tvítugt skrif-
aði hann leikþátt sem var marg-
ræður og svo fjarri unglingslegri
einfeldni að mér (ÞM) hefur oft
orðið hugsað til þess sem hann
vildi segja. Við hittumst stund-
um – allt of sjaldan – og rifj-
uðum upp gamlar merkilegar
kvikmyndir, man sérstaklega
eftir spjalli um Orðið eftir
Dreyer – deildum meiningum
þótt á milli okkar sé meira en
hálf öld; gamalt fólk getur lært
svo margt af tilfinningum ungs
gáfaðs fólks.
Og svo misstu þeir feðgar
Helgu.
Við vonum að hann hafi skilið
hve sárt við fundum til með hon-
um, fólkið hans, ekki síst nán-
ustu frænkurnar, sem sannar-
lega létu sér annt um hann, en
ekkert getur bætt viðkvæmum
ungum dreng slíkt tjón að missa
mömmu sína óvænt fyrir aldur
fram. Margir honum óskyldir,
t.d. samstarfsfólk mömmu hans,
minnast hans og nefna hvernig
stafaði af honum einlæg gleði og
hvað hann hafði ljúfa framkomu.
Sorgin og söknuðurinn eftir
unga frændann okkar, sem
missti of mikið, getur samt ekki
bugað þakklætið fyrir gjafirnar
sem hann gaf okkur.
Kristjáni og Styrmi vottum
við innilega samúð og óskum
þeim huggunar.
Matthildur og Þuríður
Magnúsdætur.
Þann 9.12. sl. lést
kær Sinawiksystir
og vinkona, Val-
gerður Einarsdótt-
ir.
Sú fjórða af hópnum okkar á
skömmum tíma. Náði hún níutíu
ára aldri um mánuði fyrir andlát-
ið. Vegna heilsubrests gat hún
ekki verið með okkur þessa síð-
ustu fundi okkar, sem við héldum
áður en Covid-19 stoppaði allt
fundarhald hjá öllum. Þessi
hressa, káta og duglega fé-
lagskona var ætíð til í að taka þátt
í hverju sem var í starfinu okkar.
Valgerður
Einarsdóttir
✝ Valgerður Ein-arsdóttir fædd-
ist 4. nóvember
1930. Hún lést 9.
desember 2020.
Útför Valgerðar
fór fram 18. desem-
ber 2020.
Alltaf var glatt á
hjalla bæði í leik og
starfi. Gott að hafa
hana með í alls kon-
ar nefndum í félag-
inu – aldrei leiðin-
legt. Stutt í bros.
Nú söknum við
mætrar vinkonu.
Trúi ég því að
þær sem komnar
eru til Sumarlands-
ins hafi haldið sinn
jólafund í sátt og samlyndi, með
gleði eins og þeim var lagið.
Þökkum við samfylgdina til
margra ára, allar sem ein.
Sendum innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Guð blessi minningu Valgerð-
ar Einarsdóttur.
Fyrir hönd Sinawik Reykja-
vík,
Dagný Heiða Vilhjálms-
dóttir formaður.
Mig langar að
minnast Ómars
stóra frænda míns
en hann var föður-
bróðir minn og var sex árum eldri
en ég. Hann var mér mjög góður
og gerði margt fyrir mig. Einn
sunnudag, ég hef verið um það bil
átta ára, tók hann mig með sér í
bíó að sjá bítlamynd, við ætluðum
með strætó en þegar við komum á
strætóstoppistöðina sagði Ómar
að við skyldum taka leigubíl en ég
mætti ekki segja afa frá því. Þegar
hann hætti að nota reiðhjólið sitt
fékk ég það en þannig var, Ómar
gjafmildur og góður. Þegar ég var
orðinn unglingur var Ómar farinn
að vinna hjá matvöruverslun við
útkeyrslu á vörum til viðskipta-
vina. Hann kom oft á föstudögum
heim til mín og bauð mér að koma
með sér að keyra út, það fannst
mér spennandi og skemmtilegt og
þá var mikið spjallað. Dagurinn
Ómar Magnússon
Waage
✝ Ómar Magn-ússon Waage
fæddist 25. október
1952. Hann lést 12.
desember 2020.
Útför Ómars fór
fram 22. desember
2020.
endaði svo heima hjá
Ómari sem var far-
inn að búa með
Birnu á Fálkagöt-
unni og eldaði hún
handa okkur veislu-
mat, það var góður
endir á góðum degi.
Ómari þótti gaman
að tónlist og hann
kynnti fyrir mér m.a.
Creedence Clear-
water Revival sem
var þrusugrúppa. Hann var líka
mikill aðdáandi Bítlanna og kynnti
mér þá líka. Árin liðu og þegar ég
hafði aldur til fórum við saman út
að skemmta okkur, það var gaman
og naut ég samverunnar með hon-
um og þá margt brallað. Þegar ég
fór að búa með Fríðu og eignaðist
börn þá fækkaði samverustundun-
um. Ómar var í heimsókn hjá for-
eldrum mínum hinn 6. desember
1986 og fóru pabbi og hann út í
sjoppu en þar hné pabbi niður,
hann hafði fengið hjartaáfall og
þar með var hann allur. Þessi
stund var Ómari mjög erfið. Ég vil
þakka Ómari fyrir samfylgdina og
allar góðu stundirnar en hann var
góður drengur. Ég vil votta þér
Steinunn samúð mína.
Magnús Waage.