Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Tunguhálsi 10
Sími 415 4000
www.kemi.is
kemi@kemi.is
„HANN MÁLAÐI ÞESSA EFTIR
SAMBANDSSLITIN.”
„OPNAÐU MUNNINN! ÉG ÆTLA AÐ LÍTA Á
HÁLSINN Á ÞÉR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá knús hjá
mömmu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MIKIÐ RÉTT!
MIKIÐ RÉTT!
HVER ER BESTUR?!
HVER ER BESTUR?!
ÉG
ER BESTUR!
LOKSINS
KLÁRAÐI HANN
AÐ MÁLA EFTIR
NÚMERUNUM Á
SÍÐUNNI
MÉR ÞYKIR ÞAÐ AFAR LEITT EN VIÐ ERUM
MEÐ STRANGAR REGLUR UM KLÆÐABURÐ!
ÉG GET
EKKI
LÁTIÐ
YKKUR FÁ
BORÐ!
ákvað að vera með á listanum. Ég er
nú ekkert virkur í þessu núna, en hef
frekar fylgst með úr fjarlægð skulum
við segja.“
Eiður Fannar hefur brennandi
áhuga á flugi og lauk einkaflug-
mannsnámi frá Flugskóla Íslands ár-
ið 2011 og reynir að komast í flug eins
oft og tækifæri gefast. „Pabbi er
einkaflugmaður og þar kynntist ég
fluginu fyrst og þaðan kemur áhug-
inn á flugi. Ég var mikið með honum í
flugvélinni í gamla daga, en hann
fékk sitt einkaflugmannsskírteini um
1985 og þá strax byrja ég að fara með
honum. Pabbi átti líka og rak fyrir-
tækið Suðurflug í Keflavík um tíma.“
Eiður hefur líka gaman af því að
setja saman flugmódel og á nokkur
feikna stór módel sem hann hefur
sett saman og flogið með fjarstýr-
ingu. Núna eru synir Eiðs Fannars
farnir að fara í flug með honum svo
heita má öruggt að flugáhuginn mun
erfast til þriðju kynslóðarinnar í
framtíðinni. „Það er svo gaman að
skoða landið frá öðru sjónarhorni og
fljúga frjáls eins og fuglinn.“
Fjölskylda
Eiginkona Eiðs Fannars er María
Vestergaard Guðmundsdóttir, f. 8.4.
1977, sérfræðingur í hjúkrun hjarta-
sjúklinga. Foreldrar hennar eru Guð-
mundur Gunnar Haraldsson, prófess-
or við Háskóla Íslands, f. 24.2. 1953,
og Maj-Britt Vestergaard, f. 5.1. 1957,
sjúkraliði á Landspítalanum.
Börn Eiðs Fannars og Maríu eru
Guðmundur Gunnar, f. 20.7. 2005;
Erlendur Fannar, f. 30.7. 2011, og
Kristján Jens, f. 25.6. 2014. Síðan á
fjölskyldan hundinn Draum sem
fæddist 7.5. 2020 og er mikill gleði-
gjafi.
Foreldrar Eiðs Fannars eru Unnur
H. Kristjánsdóttir, f. 17.8. 1954, vann
hjá Flugleiðum og leiðbeinandi á leik-
skóla í Mosfellsbæ, og Erlendur Frið-
riksson, f. 17.4. 1953, fv. verkstjóri í
Keflavík og fyrirtækjaeigandi og nú-
verandi leigubílstjóri í Reykjavík.
Eiður Fannar
Erlendsson
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja í Vattarnesi í Gufudalssókn,A-Barð.
Finnbogi Jónsson
bóndi í Vattarnesi í Gufudalssókn,
A-Barð.
Guðbjörg Jónína Finnbogadóttir
var í Vattarnesi í Gufudalssókn,A-Barð.
Kristján Árnason
frá Kollsá í Grunnavíkurhreppi
Unnur H. Kristjánsdóttir
vann hjá Flugleiðum og
leiðbeinandi á leikskóla í Rvk.
Jasína Elísabet Guðlaugsdóttir
húsfreyja á Látrum
í Hesteyrarsókn,N-Ís.
Árni Arnfinnsson
sjó- og daglaunamaður á Látrum
í Hesteyrarsókn,N-Ís.
Guðlaug Runólfsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Guðmundur Jónsson
vélstjóri á Ísafirði, síðar sjómaður í Rvk.
Jóhanna Rósa Guðmundsdóttir
húsfreyja í Sandgerði, síðar Rvk.
Friðrik Sigurðsson
vélgæslumaður í Sandgerði
Ólína Jónsdóttir
húsfreyja og aðventisti í Fagurhlíð,
Hvalsnessókn, síðar í Sandgerði
Marinó Jónasson
sjómaður í Reykjavík
Úr frændgarði Eiðs Fannars Erlendssonar
Erlendur Friðriksson
verkstjóri í Keflavík,
núna leigubílstjóri í Rvk.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Myrkur nú hef ég í huga.
Höfuð á kappanum skreytir.
Þjófunum þessi má duga.
Þjóðsagnapersóna heitir.
Hér er lausnin frá Hörpu á
Hjarðarfelli:
Myrkur grátt mun gríma vera.
Grímubúning karlinn bar.
Þjófar gjarna grímu bera.
Gríma skessa í sögum var.
Helgi R. Einarsson svarar:
Gríma er myrkur góurinn,
gríma er líka hjálmurinn,
grímu notar þjófurinn,
Grímu í þjóðsögunum finn.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Gríma hylur mold og mar.
Margur kappi grímu ber.
Þjófum gagnast grímurnar.
Gríma ferleg skessa er.
Þá er limra eftir Guðmund:
Er Grímur fékk sér einn gráan
og Grímhildur vildi ekki sjá’ann,
en rauk út í hasti
í reiðikasti
þá runnu tvær Grímur á’ ann.
Og síðan kemur ný gáta eftir
Guðmund:
Daginn lengir smátt og smátt,
smýgur ljósið inn um gátt,
einnig gátan á sinn hátt
inn sér laumar til þín brátt:
Sokknum þínum er hún á.
Út sig teygir landi frá.
Stígur eða stétt er þá.
Stafur grískur vera má.
Í Vísnasafni sínu segir Jóhann
frá Flögu frá því, að Vigfús Jóns-
son, sem oftast gengur undir nafn-
inu Leirulækjar-Fúsi, mælti svo við
barn:
Varastu, þegar vits fær gætt,
til vonds að brúka hendur.
Það er gjörvallt þjófaætt
það sem að þér stendur.
Faðir og móðir furðu hvinn,
frændur allir bófar,
ömmur báðar og afi þinn,
allt voru þetta þjófar.
Eyjólfur ljóstollur orti:
Reykjavíkur breiður bær
bestum kostum hlaðinn.
Heilagsanda blíður blær
breiðist yfir staðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það renna á tvílráðan tvær
grímur