Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Arnór Atlason, fyrrverandi lands-
liðsmaður í handknattleik, hefur fram-
lengt samning sinn við danska meist-
araliðið Aalborg og verður því áfram
aðstoðarþjálfari þar til sumarsins
2023. Arnór hefur starfað hjá félaginu
við hlið aðalþjálfarans Stefans Mad-
sens frá því hann lagði skóna á hilluna
árið 2018 en frá þeim tíma hefur liðið
tvisvar orðið danskur meistari og einu
sinni bikarmeistari. Þá er Arnór þjálfari
danska U19 ára landsliðsins í karla-
flokki.
Hætt hefur verið við að leggja niður
meistaralið Gautaborg í knattspyrnu
kvenna. Tilkynnt var að liðið yrði lagt
niður síðasta þriðjudag en á undan-
förnum dögum hefur fjöldi fjárfesta
stigið inn og það nægir til þess að
snúa við ákvörðuninni um að leggja lið-
ið niður. Í gær tilkynntu forsvarsmenn
Gautaborgarliðsins að viðbrögð fjár-
festa hefðu verið „yfirþyrmandi“ eftir
að liðið lagði upp laupana og því hefðu
þessi umskipti verið möguleg. Í til-
kynningunni ítrekuðu forsvarsmenn
þess að félagið hefði þó enn áhyggjur
af því að það tengdist ekki félagi sem
er með meistaraflokk hjá körlum. Við-
ræður við IFK Gautaborg þar að lút-
andi hafa ekki borið ávöxt til þessa.
Gunnar Örvar Stefánsson, sókn-
armaður úr KA, hefur verið lánaður til
knattspyrnuliðsins St. Andrews á
Möltu. Hann staðfesti þetta við fot-
bolta.net og verður hjá félaginu út
tímabilið sem á að ljúka í apríl. St.
Andrews er í 13. sæti af 15 liðum í
maltversku B-deildinni. Gunnar er 26
ára og lék sex leiki með KA í úrvals-
deildinni á síðasta ári en hefur skorað
45 mörk fyrir Magna og Þór í B-
deildinni.
Omar Elabdellaoui, leikmaður Gala-
tasaray í Tyrklandi og norska lands-
liðsins í knattspyrnu, slasaðist í andliti
í Istanbúl á gamlárskvöld þegar flug-
eldur sprakk í höndum hans. Elabdella-
oui skaddaðist á auga og fékk bruna-
sár í andliti en ekki er ljóst hve
alvarlegur augnskaðinn er fyrr en eftir
nánari skoðun, samkvæmt tilkynningu
frá Galatasaray.
Kamerúnski miðvörðurinn Joel Mat-
ip missir af næstu leikjum Liverpool en
knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp
staðfesti þetta eftir jafnteflið við New-
castle á miðvikudagskvöldið. Hann
meiddist í nára gegn WBA um jólin og
nær væntanlega ekki stórleiknum
gegn Manchester United 17. janúar.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri
Manchester City, segir að fimm leik-
menn liðsins séu smitaðir af kór-
ónuveirunni og verði ekki með í stór-
leik liðsins gegn Chelsea í ensku
úrvalsdeildinni á Stamford Bridge á
morgun. Kyle Walker og Gabriel Jesus
eru tveir þeirra en þeir greindust smit-
aðir um jólin og eru í einangrun en Gu-
ardiola gaf ekki upp á fréttamanna-
fundi í gær hverjir hinir þrír væru.
Æfingasvæði City
var lokað um
skeið vegna
smita hjá félag-
inu en var opnað
á ný á mið-
vikudag
eftir
að
engin
ný smit
greind-
ust.
Eitt
ogannað
Emil Pálsson knattspyrnumaður
frá Ísafirði hefur yfirgefið norska
úrvalsdeildarfélagið Sandefjord
eftir að hafa leikið með því í þrjú
ár. Emil staðfesti þetta við
fótbolta.net um áramótin og kvaðst
vera að skoða næsta skref með um-
boðsmanni sínum. Emil er 27 ára
miðjumaður og lék með FH í sjö ár
áður en hann fór til Noregs. Hann
lék 24 leiki með Sandefjord í úr-
valsdeildinni á síðasta ári og hefur
samtals spilað 217 deildaleiki á ferl-
inum á Íslandi og í Noregi auk þess
að eiga einn A-landsleik að baki.
Emil er farinn
frá Sandefjord
Ljósmynd/Sandefjord
Skiptir Emil Pálsson kvaddi lið
Sandefjord um áramótin.
Körfuknattleiksstjarnan LeBron
James hélt upp á 36 ára afmælið sitt
aðfaranótt gamlársdags með því að
skora 26 stig, taka fimm fráköst og
gefa átta stoðsendingar fyrir LA
Lakers í 121:107-sigri á San Anton-
io Spurs í NBA-deildinni. Um leið
náði James þeim ótrúlega árangri
að hafa skorað 10 stig eða meira í
þúsund leikjum í röð. Er hann fyrsti
og eini leikmaðurinn í sögu deild-
arinnar sem hefur afrekað slíkt.
Síðast gerðist það í janúar 2007 að
James skoraði aðeins átta stig í leik
í deildinni.
Þúsund sinnum
í röð náð tíu
AFP
Þúsund LeBron James skorar í
leiknum gegn San Antonio.
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Jón Axel Guðmundsson landsliðs-
maður í körfubolta hefur leikið vel á
sínu fyrsta tímabili í atvinnu-
mennsku en hann gerði eins árs
samning við Fraport Skyliners frá
Frankfurt í efstu deild Þýskalands í
júlí á síðasta ári.
Jón hafði úr mörgum tilboðum að
velja eftir fjögur góð ár í bandaríska
háskólaboltanum með Davidson í
Norður-Karólínu, en kaus að lokum
að fara til Þýskalands. Leikstjórn-
andinn hefur skorað rétt tæp 14
stig, gefið fjórar stoðsendingar og
tekið þrjú fráköst að meðaltali í leik
með Fraport í deildinni á leiktíðinni.
„Ég er mjög sáttur. Maður gæti
alveg verið stöðugri en ég er enn að
venjast því að spila á móti þessum
liðum sem eru mörg með miklar og
strangar varnarfærslur. Það tekur
smá tíma að venjast því að spila á
móti þessum varnarleik í Evrópu.
Það eru mismunandi áherslur hjá
hverju liði og mismunandi hvað
hentar fyrir mig að spila á móti.
Maður þarf að aðlagast hverjum leik
fyrir sig og hverri vörn fyrir sig,“
sagði Jón Axel í samtali við Morg-
unblaðið.
Vill að ég geri nánast allt
Hann segir körfuboltann í Þýska-
landi ekki ósvipaðan bandaríska há-
skólaboltanum.
„Þetta er svipað og í háskólanum
nema þar var ég orðinn vanur því að
spila í mínu kerfi. Maður var fyrir
löngu farinn að lesa allar varnir og
vissi hvað maður átti að gera þegar
eitthvað kom upp á. Nú er ég að
venjast nýju umhverfi,“ sagði Grind-
víkingurinn.
Jón Axel getur spilað báðar bak-
varðarstöðurnar, en til þess þarf
bæði hæfileika til að skora sjálfur og
finna liðsfélagana í góðum stöðum.
Hann spilar því til skiptis sem svo-
kallaður ás, eða leikstjórnandi, og
sem tvistur, eða skotbakvörður.
„Þjálfarinn vill að ég geri nánast
allt. Ég á að vera leikstjórnandi sem
spilar ás og tvist. Þegar ég spila ás-
inn á ég meira að vera í því að skapa
fyrir liðsfélagana. Um miðjan fyrsta
leikhluta skiptir þjálfarinn mér yfir í
tvistinn og þá vill hann að ég skjóti
meira og reyni meira sjálfur í sókn-
inni. Mér líkar vel við báðar stöður,
leikstíllinn minn er þannig að ég get
skotið boltanum og líka gefið á liðs-
félaga mína. Ég get gert allt það
sem þjálfarinn minn biður um og
mér er sama hvort mér er sagt að
gefa boltann eða skjóta.“
Jón Axel var ekki lengi að láta að
sér kveða hjá nýju liði og í nýrri
deild og skoraði hann m.a. 25 stig á
móti Bayreuth í sínum fimmta leik
með liðinu. Landsliðsmaðurinn er
með sjálfstraustið í lagi og hefur lít-
ið fyrir því að taka mikilvæg skot.
„Upp alla yngri flokka, í meistara-
flokki og í háskólaboltanum, þá var
ég alltaf í lykilhlutverki þannig að
maður er orðinn vanur þessu,“ sagði
Jón Axel. En ef hann hittir ekki úr
mikilvægu skoti? „Þá fer maður á
æfingu daginn eftir og æfir meira og
reynir sama skot þangað til ég hitti
nokkrum sinnum í röð. Það er alltaf
hægt að klikka og maður verður bú-
inn að gleyma þessu strax næsta
dag.“
Ekki ósáttir við fyrstu leikina
Fraport tapaði þremur fyrstu
deildarleikjum tímabilsins en liðið
mætti tveimur af bestu liðum Þýska-
lands síðustu ár í fyrstu tveimur um-
ferðunum; Alba Berlín og Bayern
München. Síðan þá hefur Fraport
leikið sex leiki og unnið og tapað til
skiptis og er liðið í 13. sæti af 18 lið-
um með sex stig úr níu leikjum.
„Við byrjuðum á móti bestu liðum
deildarinnar undanfarin ár. Við
sögðum við sjálfa okkur að við
myndum ekki verða pirraðir þótt
fyrstu leikirnir töpuðust. Við vissum
að það gæti gerst. Við hefðum samt
auðvitað þegið sigur úr þeim leikj-
um. Við vorum ekki ósáttir við þessa
fyrstu leiki þar sem mér fannst við
bæta okkur með hverjum leiknum.
Við höfum sýnt það á móti liðunum
sem eru neðar í deildinni, þar sem
við höfum gert mjög vel á móti
þeim.“
Lítið hægt að gera í Frankfurt
Líkt og nánast alls staðar í Evr-
ópu er lítið hægt að gera í Frankfurt
um þessar mundir vegna kórónu-
veirunnar. Nánast allur frítími Jóns
Axels fer því í að hanga heima hjá
sér. Hann viðurkennir að það taki á.
„Það var aðeins hægt að skoða í
byrjun þegar veiran var rólegri, þá
fékk ég að sjá borgina, fara í golf og
skoða búðir en núna er allt saman
lokað. Ég rétt svo fer út að ná mér í
mat og svo er ég kominn aftur heim.
Maður er að rotna hérna en ég held
mér gangandi með því að spila tölvu-
leiki með landsliðsfélögum og fé-
lögum í Grindavík og Bandaríkj-
unum. Annars er ég bara einn
hérna, fyrir utan að pabbi kom um
jólin. Það var mjög fínt,“ sagði Jón
Axel.
Hann fylgist enn betur með
körfubolta en áður, enda lítið annað
hægt að gera um þessar mundir.
„Ég reyni að horfa á eins mikinn
körfubolta og ég get, annars verð ég
orðinn gráhærður fljótt og sennilega
klikkaður á sjálfum mér á því að
vera alltaf einn. Ég horfi alltaf á
Martin í Euroleague og svo horfi ég
á Íslendingana á Spáni líka,“ sagði
Jón.
NBA er áfram möguleiki
Jón Axel fór í nýliðaval NBA-
deildarinnar fyrir þessa leiktíð en
var ekki boðinn samningur að þessu
sinni í sterkustu deild heims. Hann
er hins vegar langt frá því að vera
búinn að gefa NBA-drauminn upp á
bátinn.
„Ég er klárlega enn þá með augun
á NBA. Ég var að tala við umboðs-
manninn í vikunni og hann var að
ræða við fjögur til fimm NBA-lið.
Þau eru tilbúin að bjóða mér í æf-
ingabúðir á þessu ári. Það er enn
áhugi fyrir mér í NBA og þess
vegna er það enn meira pirrandi að
vera ekki stöðugri í mínum leik. Þeir
vita hins vegar að ég er nýliði og sjá
að ég er að gera vel miðað við nýliða
í svona góðri deild í Evrópu. Maður
lærir með leiknum og vonandi verð
ég orðinn stöðugri seinni hluta tíma-
bilsins,“ sagði Jón.
NBA-félög hafa leitað til Evrópu í
auknum mæli síðustu ár og því gott
tækifæri fyrir Jón Axel að spila í
efstu deild Þýskalands strax á fyrsta
ári í atvinnumennsku.
„Þau eru byrjuð að horfa meira til
Evrópu og það er fullt af virkilega
góðum leikmönnum að spila í Evr-
ópu. Það hentar liðunum vel að vera
með nokkra Evrópubúa í sínum lið-
um. Það er öðruvísi stíll í Evrópu og
hann hentar mjög vel í NBA-
deildinni. Þjálfarinn minn í háskóla-
boltanum leitaði alltaf til Evrópu og
var með 6-7 Evrópubúa í sínu liði.
Evrópskir leikmenn lesa leikinn
mjög vel og það er oft sagt að þeir
lesi leikinn betur en þeir banda-
rísku,“ sagði Jón Axel.
Þá æfir maður meira
og reynir sama skot
Jón Axel Guðmundsson hefur farið
vel af stað í Frankfurt Stefnir
áfram á að komast að í NBA-deildinni
Ljósmynd/FIBA
Þýskaland Jón Axel Guðmundsson hefur skorað allt að 25 stigum í leik fyr-
ir sitt nýja lið, Fraport Skyliners, og verið í stóru hlutverki sem bakvörður.