Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 36
Dalalæða er sveitin, Dysjar er platan og verkefnið einstakt sam- krull tónlistar, ljóðlistar og samfélagssögu Ís- lands hvar aftökur fyrri alda spila burðarrullu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tónlist plötunnar er samin afHannesi Helgasyni en umljóðagerð sér Jóhannes Birgir Pálmason. Dalalæða er svo skipuð: Hannes Helgason (píanó), Jóel Pálsson (bassaklarínett, kontrabassaklarínett, sópran- saxófónn), Jóhannes Birgir Pálma- son (ljóðagerð og ljóðalestur, hljóðsmölun), Magnús Trygva- son Eliassen (trommur) og Valdimar Kol- beinn Sigurjóns- son (kontrabassi). Í tónlistinni má finna samslátt ólíkra þátta. Tónlistin er drunga- leg, myrkradjass nánast. Blástur Jóels tónar draugalega yfir naum- hyggjulegum bassa og trommum, klingjandi píanó lúrir á bak við og ókennileg rafhljóð brjóta upp. Ljóða- og kvæðahefð Íslendinga fær einnig sess en Jóhannes les upp hrollvekjandi rímur sem tengjast inn í miður skemmtilega atburði úr Íslandssögunni. Ljóð Jóhannesar koma inn á atburði sem gerð er grein fyrir í verkefninu Dysjar hinna dæmdu sem segir frá aftök- um sem áttu sér stað á Íslandi frá 16. öld fram á 19. öld. Það er Stein- unn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem stýrir því verkefni og eru hún og tónlistarmennirnir í virku sam- tali. Dysjar er því í raun beint sam- starf lista- og fræðaheims. Í samtali við albumm.is lýsir Hannes því hvernig hann og Jóhannes vinur hans byrjuðu að skissa upp hugmyndir um mitt ár 2019. Um haustið var svo hóað í restina af hópnum og verkið frum- flutt á Jazzhátíð í ágúst á þessu ári. Upptökur sjálfrar plötunnar fóru fram í Sundlauginni í febrúar og var það hinn mæti Albert Finn- bogason sem upptökustýrði og hljóðblandaði. Finnur Hákonarson hljómjafnaði en Þórir Georg sá um umslagshönnun. Ekki er loku fyrir það skotið að Dalalæða og Steinunn muni út- víkka þetta verkefni enn frekar og það verði flutt á áhugaverðum stöðum í nágrenni Reykjavíkur, stöðum sem myndu henta vel undir rétta stemningu, og er Albert þeim innan handar um þá hljóðhönnun. Heimsfaraldurinn mun þá stýra þeim málum líka. Ný plata eður verkefni er þá einnig í burðar- liðnum og yrði það gefið út fyrir jólin 2021. Það er hið nýstofnaða VAX sem gefur út og er þetta fyrsta útgáfa þess. Vínillinn kemur bara út í 150 eintökum en þar er m.a. að finna forláta upplýsinga- blað hvar þema hvers lags er lýst af nákvæmni. Hannes er einn af stofnendum VAX og segir hann í samtali við albumm.is að VAX eigi að vera „regnhlíf utan um hljóm- sveitir og verkefni tengd þeim sem standa að félaginu. Megintilgang- urinn er að skapa umgjörð utan um verkefnin, bæði hvað varðar tón- listarútgáfu en einnig til þess að standa að öflugu kynningar- og markaðsstarfi á Íslandi og erlend- is.“ Stefnt er að nokkuð blómlegri útgáfu á þessu ári, 2021. Dysjar er að sönnu einstakt verkefni. Það er ekki oft sem unnið er beint með texta og í raun hrein fræði úr háskólamenningu lands- ins. Hér er í raun verið að byggja brú. Háskólafólk á nú færi á að sjá að hægt er að matreiða þá vinnu sem þar fer fram með smekklegum hætti ofan í almenning. Að sama skapi fá unnendur jaðarbundins spunadjass og tilraunatónlistar óvænta innsýn í hörmungarhliðar Íslandssögunnar. Vakna hressilega til vitundar um ósanngirni og rang- indi sem þar þrifust af krafti – allt saman við hrynbundinn og þéttan undirleik Dalalæðu! Tvær flugur slegnar í einu kraftmiklu og glæsi- legu höggi. Ómur hinna fordæmdu »Dysjar er að sönnueinstakt verkefni. Það er ekki oft sem unnið er beint með texta og í raun hrein fræði úr háskóla- menningu landsins. Dularfullir Hljómsveitin Dalalæða stillir sér upp, mögulega við gamla dys. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Vefsíðan Meta- critic hefur nú tekið saman lista hinna ýmsu gagnrýnenda og miðla yfir bestu hljómplötur árs- ins og er plata Fionu Apple, Fetch the Bolt Cutters, í efsta sæti. Alls voru 173 listar teknir saman og stig gefin eftir því í hvaða sæti plötur voru settar. Hlaut plata Apple 157,5 stig í heildina en platan í öðru sæti, Punisher með Phoebe Bridgers, 104 stig. Meðaleinkunn Metacritic er líka hæst fyrir plötu Apple, eða 98 af 100 mögulegum stigum. Í þriðja sæti á gagnrýnendalist- anum er Folklore, plata Taylor Swift, og í því fjórða RTJ4 með Run the Jewels. Future Nostalgia með Dua Lipa kemur þar á eftir og svo Untitled (Black Is) með Sault í 6. sæti. Bob gamli Dylan er í sjöunda sæti með Rough and Rowdy Ways. Plata Apple á toppi gagnrýnendalista Fiona Apple Vegna sívaxandi fjölgunar Covid- smita í Kaliforníu hafa heilbrigðis- yfirvöld í Los Angeles hvatt fram- leiðendur afþreyingarefnis í Holly- wood til að íhuga alvarlega að stöðva framleiðslu á tónlistar-, kvikmynda- og sjónvarpsefni í nokkrar vikur, að því er fram kem- ur á Variety-vefmiðlinum. Bent er á að þótt leyft sé að halda áfram að kvikmynda og hljóðrita séu þeir sem stjórna framleiðslunni beðnir að íhuga alvarlega að gera á henni hlé vegna skelfilegs ástands mála hvað fjölg- un smita í borg- inni varðar, og reyna að minnsta kosti að leggja áherslu á þá þætti vinnunnar þar sem mögu- leikar á smiti séu minnstir. Fyrir viku varð Kali- fornía fyrst ríkja vestanhafs þar sem yfir tvær milljónir manna hafa smitast. Framleiðendur hvattir til að gera hlé Í Hollywood. Kvikmyndarýnir The Guardian, Cath- erine Shoard, veltir því fyrir sér, í grein um það sem fram undan er á menningarárinu 2021, hvort söng- leikjamyndir komi til með að bjarga bíóhúsunum og lyfta fólki upp úr lægð ársins 2020. Bendir hún á vinsældir slíkra mynda í kreppunni miklu þegar fólk þurfti að flýja dapurlegan veru- leikann. Árið 2020 hafi kvikmyndahús lokað dyrum sínum og nær öllum frumsýningum verið frestað nema á einni mynd, söngleikjamyndinni Ha- milton, sem var flýtt um heila 17 mán- uði. Hana átti að frumsýna í október 2021 en myndin var þess í stað frum- sýnd í júlí í fyrra á Disney+. Var hún ein vinsælasta kvikmynd ársins í streymisveitum og á árinu 2021 verða söngleikjamyndir áberandi. Má nefna Öskubusku, Everybody’s Talking Abo- ut Jamie, Wicked, West Side Story, In the Heights og rokkóperuna Annette. Kvikmyndasagnfræðingurinn Neil Brand bendir á að á tímum kreppu þurfi fólk léttmeti á borð við söngleiki og þá háværa, fjölmenna og jákvæða en ekki dapurlega. Bjarga söngleikir kvikmyndahúsum? Smellur Hamilton sló í gegn árið 2020.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.