Morgunblaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Fitueyðing Eyðir fitu á erfiðum svæðum Laserlyfting Háls- og andlitslyfting NÝTT ÁR – NÝMARKMIÐ Frábær tilboð og fleiri meðferðir í vefverslun okkar! TILBOÐ 20% afslátturí janúar Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is Prestar og tónlistarfólk hafa uppi ýmsar spurningar og efasemdir nú þegar gilda samkomutakmarkanir á tímum kórónuveirunnar um að útfarir í kirkjum landsins séu í beinu streymi og jafnvel aðgengi- legar til lengri tíma á netinu. Flestir telja mikilvægt að komið sé til móts við vini og aðstandendur látinna við ríkjandi aðstæður með útsendingum, en í stóra samheng- inu kalli þessar ráðstafanir á um- ræður. Þess eru dæmi nú að tón- listarfólk hækki gjald fyrir sína þjónustu við útfarir um 30% frá skráðum taxta sé þeim streymt og þær sýndar. Orðið meira en augnablikið „Mitt fólk er hugsandi yfir þess- ari þróun. Eitt er að spila við út- för, sem er orðin talsvert stærri í eðli sínu en áður var þegar henni er sjónvarpað,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags ís- lenskra hljómlistarmanna. „Eigi að varðveita upptöku um lengri tíma þarf tónlistarflutningurinn að standast tímans tönn. Athöfnin er orðin meira en augnablikið.“ Samkvæmt taxta Félags ís- lenskra hljómlistarmanna er lág- marksgjald fyrir þjónustu organ- ista við útför 33 þúsund, það er aðeins sálmaspil án séróska. Leiki organistinn með einsöngvara eða -leikara er gjaldið 48 þúsund. Taxtinn fyrir einsöng við útför er að lágmarki 43 þúsund og borga þarf 114 þúsund fyrir kvart- ettsöng. Sé athöfnin um helgi, laugardag eða sunnudag, bætast við 42%, nema þar sem laugardag- sútfarir eru hefð. Í samningum FÍH er ákvæði um að leggja skuli 30% ofan á fyrir streymi eða upptöku. Slíkt ákvæði kemur meira til framkvæmda nú þegar flestum athöfnum er streymt. Gunnar segir álag fyrir upptöku eða streymi eiga sér fyr- irmynd í samningi við RÚV en þar gildir 30% álag. „Við vitum af fjöl- mörgum dæmum þar sem tónlist- arflutningurinn er enn þá á sam- félagsmiðlum, löngu eftir athöfn. Þetta er alveg nýr veruleiki sem þarf að bregðast við.“ Eigi sér ekki framhaldslíf „Sumar athafnir eru bara stað- urinn og stundin og ættu ekki að eiga sér framhaldslíf,“ segir Guð- rún Helgu Karlsdóttir, sóknar- prestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Algengt hefur verið um langan tíma að þar séu að jafnaði 10-12 útfarir í mánuði og frá því samkomutakmarkanir voru settar hafa flestar þeirra verið í beinu steymi. „Þegar ekki fleiri en 30 manns mega koma saman kemur sér því vel og er í raun nauðsynlegt að útfarir séu í beinu streymi úr kirkjunni. Þótt fjöldi gesta væri kannski tak- markaður við 50, 100 eða jafnvel 200 manns þá er ágætt að steyma frá athöfn, því sú hefð að sækja jarðarfarir er mjög rík meðal Íslendinga. Eigi hinn látni mjög stóra fjölskyldu er út- sending nauðsynleg svo allir sem henni tilheyra nái að fylgjast með kveðjustundinni. Reyndar tel ég að þau fylgist helst með útförinni sem þekkja þann eða þá sem verið er að kveðja, þá fjölskylda, ættbogi, vinir, samstarfsfólk og svo fleiri. Einnig ástvinir sem eru erlendis sem ekki komast heim til að kveðja,“ segir Guðrún og bætir við: „Mér finnst allt í góðu með að athöfnin sé fólki svo aðgengileg í kannski eina til tvær vikur. Að þeim tíma liðnum ætti hins vegar að taka hana af myndbandarásun- um. Ef ekki, kallar slíkt á umræðu eða að settur sé einhver rammi, til dæmis út frá þeirri menningu nú- tímans að stöðug skrásetning fer fram með sjálfvirkum myndavél- um, hljóðupptökum og svo fram- vegis.“ Ágætt viðbragð við óvenjulegum aðstæðum Sveinn Valgeirsson, sóknar- prestur við Dómkirkjuna í Reykja- vík, segir streymi frá jarðarförum ekki trufla sig, enda sé þetta ágætt viðbragð við óvenjulegum aðstæð- um. „En eðlilega koma upp ýmis álitamál, segir Sveinn og bætir við: „Andláti fylgir alltaf sorg sem þarf að fá að umbreytast. Útförin á sinn stað í sorgarferlinu og er mjög bundin við þann stað og þá stund en svo verður lífið að hald áfram. Álitamálið felst fyrst og fremt í því hvort viðkvæmar stund- ir, þar sem syrgjendur eru býsna berskjaldaðir, eigi að vera öllum stundum aðgengilegar í netheim- um. En auðvitað veldur hver á heldur og kannski er allt í lagi að þetta verði áfram til eins og hver önnur spóla í vídeóhillu minning- anna. Áfram skiptir þó mestu máli að umgangast svona efni af virð- ingu fyrir þeim sem syrgja.“ Innheimta álag fyrir streymi  Jarðarfarir í beinni útsendingu  Prestar hafa efasemdir  Tónlistarfólk rukk- ar aukalega  Sorgin fái að umbreytast  Berskjaldað fólk á viðkvæmri stundu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kirkjugarður Útfarir eru heilagar kveðjustundir en þær eru nú sjónvarpsefni og vekur það spurningar margra. Gunnar Hrafnsson Sveinn Valgeirsson Guðrún Karls Helgudóttir Gert er ráð fyrir að Íslendingar fái alls 5 þúsund bóluefnaskammta í janúar og febrúar frá lyfjafyrirtæk- inu Moderna. Fyrirtækið er að auka framleiðslugetu og gefur vonir um örari afhendingu eftir það. Sam- kvæmt samningum eiga Íslend- ingar von á alls 128 þúsund bólu- efnaskömmtum frá þessu fyrirtæki og dugir það fyrir bólusetningu 64 þúsund manns. Reiknað er með að Lyfjastofnun Evrópu veiti Moderna markaðsleyfi fyrir bóluefnið á fundi í dag og að Lyfjastofnun Íslands gefi strax í kjölfarið út markaðsleyfi fyrir Ís- land. Eina bóluefnið sem enn er komið til landsins er frá Pfizer. Komu 10 þúsund skammtar fyrir áramót og voru þeir strax notaðir til að bólu- setja fólk í helstu forgangshópum. Fram hefur komið að næsta af- hending fer fram 20. þessa mán- aðar. Ekki hefur verið upplýst hversu hratt Pfizer getur afhent bóluefnið en í tilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu í gær kom fram að afhentir verða að lágmarki 45 þúsund skammtar til viðbótar á fyrsta ársfjórðungi. Ráðuneytið tel- ur ekki útilokað að meira bóluefni berist frá Pfizer á þessum tíma vegna samnings sem gerður var við fyrirtækið um að bæta 80 þúsund bóluefnaskömmtum við þá 170 þús- und sem áður hafði verið samið um. helgi@mbl.is Afhendir 5 þúsund skammta  Fyrsta sendingin frá Moderna í janúar AFP Bóluefni Von er á fyrstu skömmt- unum frá Moderna á næstunni. Boðað hefur verið til aukafundar í sveitarstjórn Múlaþings í dag þar sem á að ræða hvort byggð eigi að rísa á sama stað og aurskriður féllu á Seyðisfirði á dögunum. Björn Ingi- marsson sveitarstjóri kvaðst ekki geta upplýst nákvæmlega hvernig tillögur sem lagðar verði fram muni hljóma. Hann staðfesti hins vegar að tillögurnar muni snúa að því hvort sveitarfélagið muni heimila að byggt eða búið verði á ákveðnum svæðum í bænum og þá í hlíðunum þar sem skaði varð í skriðunum. „Málið er til umfjöllunar á aukafundi sveitar- stjórnar. Þá er verið að fjalla um mögulega endurbyggingu á þessu svæði,“ segir Björn. Hann segir að ekki sé búið að taka neina ákvörðun í málinu og að hann geti ekki úttalað sig um málið fyrr en búið er að taka það fyrir í sveit- arstjórn. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði en hann hleypur á hundruðum millj- óna króna miðað við grófa áætlun. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórn- arráðsins má ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir en þar sé að- eins um grófa áætlun að ræða varð- andi tiltekna þætti hreinsunarstarfs- ins. Þá ákvað ríkisstjórnin að veita fimm milljónir króna til björgunar- sveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. „Starfshópi ríkisstjórnarinnar, undir forystu forsætisráðuneytisins, er ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný,“ sagði í tilkynn- ingunni. vidar@mbl.is Munu ræða fram- tíð byggðarinnar  Aukafundur í sveitarstjórn í dag Morgunblaðið/Eggert Eyðilegging Mikið verk er fyrir höndum á Seyðisfirði á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.