Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 22

Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 Knattspyrnumarkvörðurinn Ce- cilía Rán Rúnarsdóttir er í við- ræðum við enska úrvalsdeildar- félagið Everton um að ganga til liðs við félagið, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft talsverð áhrif á skipti Ceci- líu til félagsins og því líklegt að markvörðurinn verði lánaður til liðs í Skandinavíu á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul hefur Cecilía leikið 30 leiki í efstu deild og einn A- landsleik. Cecilía á leið til Englands Ljósmynd/Sigfús Gunnar Markvörður Cecilía Rán virðist vera eftirsótt erlendis. Stefán Rafn Sigurmannsson er án félags eftir að hann rifti samningi sínum við ungverska handknatt- leiksfélagið Pick Szeged. Stefán, sem hefur lítið spilað síðustu mán- uði vegna meiðsla, er staddur hér á landi til að ná sér að fullu undir handleiðslu íslenskra lækna og sjúkraþjálfara. Stefán hefur orðið landsmeistari í Þýsklandi, Dan- mörku, Ungverjalandi og á Íslandi, en hann er þrítugur vinstri horna- maður sem er uppalinn hjá Hauk- um. Stefán hefur farið á fimm stór- mót með íslenska landsliðinu. Morgunblaðið/Hari Á krossgötum Stefán Rafn mun reyna fyrir sér hjá öðru liði. Stefán riftir í Ungverjalandi FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðið í handknattleik mætir Portúgal í kvöld í borginni Matosinhos í 4. riðli undankeppni EM 2022 og er þetta annar leikur Íslands í undankeppninni en sá þriðji hjá Portúgal. Íslenski hópurinn ferðaðist til Portúgal á mánudag og tók ferða- lagið frá Keflavík um fjórtán klukkustundir en heldur torsóttara er að komast um Evrópu með flugi á tímum kórónuveirunnar en við höfum átt að venjast á umliðnum árum. Liðið flaug til Amsterdam í Hollandi og þaðan til Zürich í Sviss áður en það komst til Portúgal. Það má því gera ráð fyrir einhverri ferðaþreytu hjá íslensku landsliðs- mönnunum í kvöld en vonandi verð- ur hún ekki of íþyngjandi því and- stæðingurinn er öflugur. Portúgal hafnaði jú í 6. sæti á EM fyrir ári. „Ferðalagið gekk vel en var langt því það tók fjórtán tíma. Þetta voru þrír leggir en reyndar var lítil bið á milli þess sem við flugum og við sluppum ágætlega við seinkanir. Ferðalagið gekk því vel fyrir sig þrátt fyrir að hafa vera tímafrekt,“ sagði Róbert Geir Gíslason, fram- kvæmdastjóri HSÍ og fararstjóri, þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum í gær. Hann var þá við störf á hótelher- bergi sínu og sagði það vera skyn- samlegast í stöðunni þar sem smit væru tíð í Portúgal um þessar mundir. Um fjögur þúsund manns hefðu smitast í landinu á mánudag. Allur farangurinn skilaði sér með landsliðshópnum og því urðu engin skakkaföll er varða ferðalagið út. Hópurinn fékk auk þess góðar fréttir í gær þegar í ljós kom að all- ir í íslenska hópnum fengu nei- kvæða niðurstöðu úr kórónuveiru- prófi og þar með jákvæða fyrir landsliðið. Ekki er slíkt alveg sjálf- gefið þegar ferðast er um Evrópu um þessar mundir. Prófið var fram- kvæmt um morguninn en hópurinn fer svo aftur í kórónuveirupróf á morgun. Fyllsta öryggis gætt Spurður um aðbúnaðinn og skipulagið í kringum leikinn sagði Róbert að Íslendingarnir hefðu ekki yfir neinu að kvarta. „Við erum á mjög fínu hóteli ásamt portú- galska liðinu og höfum ekki undan neinu að kvarta. Við erum út af fyr- ir okkur með eina hæð á hótelinu. Auk þess eru fundarsalur og mat- salur á annarri hæð sem við notum. Við erum á ráðstefnuhóteli og portúgalski hópurinn notar aðrar tvær hæðir fyrir sig og sín funda- höld. Hér er nægt pláss og það virð- ast ekki vera margir gestir á hót- elinu fyrir utan þessi tvö handboltalið sem þurfa tvær hæðir hvort vegna sóttvarnaráðstafana,“ útskýrði Róbert. Eins og áður hefur verið nefnt gengur glíman við veiruna ekki of vel í Portúgal eins og staðan er núna. Ekki er þó útgöngubann í landinu á daginn en slíkt er í gildi yfir nóttina. „Staðan er þannig að við megum fara í göngutúra fimm saman í hóp. Hér er grímuskylda bæði innan- dyra og utandyra. Eftir klukkan 23 á kvöldin er útgöngubann og gildir það til klukkan 5,“ sagði Róbert. Útlit fyrir einfaldari heimferð Þegar rætt var við Róbert um miðjan daginn í gær hafði íslenski hópurinn ekki séð keppnishöllina. Til stóð að liðið myndi æfa í höllinni í gærkvöldi enda er slíkt ekki leyft fyrr en niðurstöður úr skimuninni hafa skilað sér. Engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum í kvöld en fyrir liggur að á HM síðar í mán- uðinum verður gefið leyfi fyrir því að selja 20% þeirra sæta sem keppnishallirnar hafa. Liðin halda til Íslands á morgun og munu taka sömu vél til landsins frá Amsterdam. Þau munu eigast aftur við í undakeppninni á Ásvöll- um á sunnudag en eins og fram hef- ur komið keppa þau í þriðja skipti í fyrsta leik liðanna á HM í Egypta- landi. „Þökk sé Icelandair verður auð- veldara að komast heim. Við náum tengingu í Amsterdam á heimleið- inni vegna þess að Icelandair breytti tímasetningum. Okkur tekst þar af leiðandi að ferðast heim á fimmtudag. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir og þau gerðu þetta frá- bærlega. Annars hefðum við þurft að gista á leiðinni með tilheyrandi vandræðum sem fylgja þessu ár- ferði,“ sagði Róbert Geir enn frem- ur við Morgunblaðið.“ Tveir sigrar hjá Portúgal Eins og rifjað var upp í blaðinu í gær gekk Portúgölum betur en Ís- lendingum þegar upp var staðið á EM í fyrra en Ísland vann hins veg- ar leik þjóðanna í keppninni í Malmö, 28:25. Portúgal hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM. 31:22 gegn Ísrael á heimavelli og 34:26 gegn Litháen á útivelli. Ís- land hefur leikið gegn Litháen heima til þessa í undankeppninni og vann stórsigur, 36:20. Mun fjórtán tíma ferðalag hafa áhrif? AFP Foringinn Mikið mun mæða á Guðmundi landsliðsþjálfara á næstunni.  Íslensku landsliðsmennirnir ósmit- aðir og tilbúnir í slaginn í Portúgal England Deildabikar, undanúrslit: Tottenham – Brentford ........................... 2:0 Holland B-deild: Jong PSV – Go Ahead Eagles ................ 2:3  Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 81 mínútuna með PSV og skoraði. Oss – Jong Ajax........................................ 1:0  Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Ajax.  Undankeppni EM 2022 karla 1.riðill: Serbía – Frakkland .............................. 27:24 6. riðill: Hvíta-Rússland – Noregur.................. 33:25   Meistaradeild Evrópu D-riðill: Nizhny Novgorod –Zaragoza.......frl. 92:98  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 15 mínútum hjá Zaragoza. Staðan: Zaragoza 9, Novgorod 8, KC- Szombathely 6, Start Lublin 4. Litháen Bikarkeppni 16-liða úrslit, seinni leikur: Siaulai – Alytaus Dzukija ................. 101:74  Elvar Már Friðriksson skoraði 27 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 1 frákast á 27 mínútum hjá Siaulai.  Siaulai áfram 172:170 samanlagt. NBA-deildin Orlando – Cleveland........................... 103:83 Philadelphia – Charlotte.................. 118:101 Atlanta – New York ......................... 108:113 Miami – Oklahoma ............................. 118:90 Toronto – Boston.............................. 114:126 Houston – Dallas .............................. 100:113 Milwaukee – Detroit ........................ 125:115 New Orleans – Indiana .................... 116:118 Golden State – Sacramento ............. 137:106   Sonný Lára Þrá- insdóttir, lands- liðsmarkvörður í fótbolta, hefur lagt markvarðar- hanskana á hill- una eftir langan og farsælan feril. Sonný lék 197 leiki í efstu deild á ferlinum og er á meðal leikja- hæstu leikmanna deildarinnar frá upphafi. Þá lék hún sjö A- landsleiki. Sonný er uppalin hjá Fjölni og lék með liðinu frá 2002 til 2013 að undanskildu einu ári hjá Haukum 2010. Varð hún þrisvar Ís- landsmeistari með Breiðabliki og tvisvar bikarmeistari og var fyr- irliði liðsins. Sonný fékk aðeins þrjú mörk á sig í 15 leikjum í deildinni síðasta sumar. „Ég hef tekið þá ákvörðun að þetta sé komið gott hjá mér og ég ætla að snúa mér að einhverju öðru. Ég er orðin 34 ára og þetta hefur verið frábær tími hjá Breiðabliki,“ sagði Sonný við Morgunblaðið, en hún hefði að öllum líkindum verið í landsliðshópnum á EM á Englandi á þessu ári, en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar og það setti strik í reikninginn. „Það spilar inn í að EM hafi verið frestað. Ég hefði örugglega tekið eitt tíma- bil í viðbót ef EM hefði verið á þessu ári,“ sagði hún, en hún lauk þó ferlinum á jákvæðum mótum, en Breiðablik varð Íslandsmeistari eft- ir harða keppni við Val síðasta sum- ar. „Að enda þetta sem Íslandsmeist- ari var geggjað. Ég hefði viljað verða tvöfaldur meistari, en því miður var það ekki hægt þar sem hætt var við bikarinn. Það er hins vegar gott að hætta eftir gott tíma- bil og hætta þegar maður gat eitt- hvað enn þá,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir Sonný leggur hanskana á hilluna Tottenham er einu skrefi frá fyrsta bikar félagsins frá árinu 2008 eftir 2:0- sigur á heimavelli gegn Brentford í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í gærkvöldi. José Mourinho stillti upp sínu sterkasta Tottenham- liði og það reyndist of stór biti fyrir Brentford, sem er í fjórða sæti B- deildarinnar. Moussa Sissoko kom Tottenham yf- ir á 12. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Heung-Min Son tvöfaldaði forskot Tottenham á 70. mínútu og tryggði lið- inu sigurinn í leiðinni. Josh Da Silva fékk beint rautt spjald á 84. mínútu hjá Brentford og voru lokamínúturnar formsatriði fyrir Tottenham. Í úrslitum mætir Lundúnaliðið ann- aðhvort Manchester United eða Man- chester City en þau eigast við í kvöld klukkan 19:45 á Old Trafford. Er venjulega leikið heima og að heiman á þessu stigi keppninnar en vegna kórónuveirunnar verður aðeins einn leikur í hvoru einvígi í undanúrslitum í ár. Skrefi nær fyrsta bikarnum í 13 ár AFP Mark Heung-Min Son skorar annað mark Tottenham í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.