Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 2
Hlýtt hefur verið í veðri á höfuðborgarsvæðinu
síðustu daga og það hafa verktakar nýtt sér vel.
Fyrir framan hið sögufræga Landssímahús við
Austurvöll var unnið að malbikssögun í vikunni en
þar eru framkvæmdir við gerð hótelsins Curio by
Hilton í fullum gangi. Til stendur að opna hótelið
næsta sumar en framkvæmdir hafa tafist nokkuð
á liðnum misserum. Guðjón Samúelsson, húsa-
meistari ríkisins, teiknaði Landssímahúsið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Malbikssögun á blíðviðrisdegi í miðbænum
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skipulagsstofnun telur að umhverf-
isáhrif áformaðrar Svartárvirkjunar
í Bárðardal verði í heild verulega
neikvæð. Gengur álit stofnunarinnar
þvert á niðurstöðu umhverfismats
ráðgjafa SSB orku sem áformar að
virkja. Þeir telja ekki líklegt að
Svartárvirkjun hafi umtalsverð um-
hverfisáhrif í för með sér.
SSB orka áformar að virkja neðri
hluta Svartár. Gert er ráð fyrir upp-
settu afli um 9,8 MW. Samið hefur
verið við HS orku um kaup á
orkunni.
Mikið verndargildi
Skipulagsstofnun bendir á að
Svartárvirkjun muni raska votlendi
og jarðminjum sem njóta sérstakrar
verndar samkvæmt lögum um nátt-
úruvernd. Helstu áhrif framkvæmd-
arinnar felist þó í áhrifum á vatnafar
og lífríki vatnsfalls með mikið vernd-
argildi. Auk þess muni virkjunin
raska sérstæðu landslagi sem ætla
megi að hafi mikið upplifunargildi.
Skipulagsstofnun vekur athygli á
því að þótt uppsett afl sé undir 10
MW muni virkjunin hafa í för með
sér að náttúruverðmæti raskast
verulega.
Áformin kalla á breytingu á aðal-
skipulagi Þingeyjarsveitar en þar
hefur ferlið verið í biðstöðu á meðan
unnið hefur verið að umhverfismati.
Skipulagsstofnun telur niðurstöður
umhverfismatsins gefa tilefni til að
endurskoða áform um að gera ráð
fyrir Svartárvirkjun í aðalskipulagi
sveitarfélagsins. helgi@mbl.is
Mælt á móti Svartárvirkjun
Ljósmynd/Skipulagsstofnun
Svartá Ætlunin er að virkja neðri hluta Svartár í Bárðardal.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fjögur nýleg dauðsföll meðal fólks
sem farið hefur í bólusetningu við
kórónuveirunni hafa skiljanlega vak-
ið mikla umræðu, jafnvel ugg, en
sérfræðingar eru á einu máli um að
engar vísbendingar séu um að þar á
milli séu bein tengsl. Öll áhersla hafi
verið á að bólusetja viðkvæmasta
aldurshópinn, en þar séu dauðsföll
ekki ótíð undir hvaða kringumstæð-
um sem er. Um 5.000 manns hafa
verið bólusett á Íslandi.
Ólafur Samúelsson, öldrunar-
læknir á hjúkrunarheimilinu Eir í
Grafarvogi, bendir á að þegar litið sé
til þessa hóps, viðkvæmra einstak-
linga yfir áttræðu, alls um 5.000
manns, þá megi að öllu jöfnu heita
ólíklegt að þrír láti ekki lífið á einni
viku. Gróflega megi áætla að um 10-
15 manns deyi á hjúkrunarheimilum
á viku, undir venjulegum kringum-
stæðum.
„Það sem gerist með bólusetningu
er að ónæmiskerfið ræsist og það
getur komið svokallað bólgusvar.
Þess vegna fá sumir hita og svoköll-
uð flensulík einkenni. Það gæti vel
verið að fólk með undirliggjandi
sjúkdóma, sem er í afar viðkvæmu
ástandi, finni fyrir slíku en það er af-
ar ólíklegt,“ segir Ólafur í samtali við
mbl.is.
Ólafur minnir á að á hverju ári sé
nákvæmlega sami hópur bólusettur
við inflúensu: „Það hefur aldrei sýnt
sig að sú bólusetning auki dánarlíkur
og það er ólíklegt að bóluefnið við
Covid-19 geri það,“ segir hann.
Þó þurfi vitaskuld að rannsaka
andlátin gaumgæfilega og halda ut-
an um upplýsingar um aukaverkanir
líkt og Lyfjastofnun hefur gert, og
hefur því Embætti landlæknis skip-
að starfshóp sem mun kanna tildrög
andlátanna sem tilkynnt hefur verið
um.
„Þegar svona gerist er það skoðað
ofan í kjölinn. Ef ég á að segja mína
skoðun þá tel ég ekki ástæðu til að
hafa áhyggjur af bólusetningunni.
En það þarf að skoða þetta því þetta
er í tímalegu samhengi,“ segir Ólaf-
ur.
Engin tengsl bóluefnis og dauðsfalla
Dauðsföll ekki ótíð í elsta og viðkvæmasta hópnum Um 10-15 deyja á hjúkrunarheimilum í viku hverri
Dauðsföllin fjögur verða rannsökuð gaumgæfilega Vendilega fylgst með öllum aukaverkunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Um 5.000 manns hafa verið bólusett við kórónuveirunni á Ís-
landi að svo stöddu, heilbrigðisstarfsfólk og elsti og viðkvæmasti hópurinn.
Vísbendingar eru um að líklegra sé
að börn smitist af nýjum og bráð-
smitandi stofni kórónuveirunnar en
af fyrri afbrigðum. Þetta kemur
fram í frétt danska blaðsins Børsen
í gær þar sem vitnað er til Astrid
Iversen, prófessors við Oxford-
háskóla. Iversen segir að fram til
þessa hafi börn á aldrinum 0-10 ára
smitast minna en fullorðnir. Hún
segir að þeir yngstu virðist ber-
skjaldaðri nú en áður. Áhyggjur
prófessorsins lúta ekki að veik-
indum barnanna sjálfra heldur því
að þau geti aukið smithættu í sam-
félaginu. Það geti haft víðtækar af-
leiðingar í sambandi við umönnun
og skólastarf. „Það er alvarlegt fyr-
ir samfélagið ef ekki er hægt að
hlúa að yngstu börnunum eða láta
þau fara í skóla. Rannsókn á þessu
er í forgangi núna,“ segir hún.
Óttast að börn smit-
ist af nýju afbrigði
Vinnumálastofnun barst 141 til-
kynning um hópuppsagnir á ný-
liðnu ári, þar sem 8.789 manns var
sagt upp störfum. Þetta er mesti
fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur
hefur verið til stofnunarinnar á
einu ári. Þrjár tilkynningar um
hópuppsagnir bárust í desember
2020 þar sem 137 starfsmönnum
var sagt upp störfum. Af þeim voru
94 starfsmenn í menningar-,
íþrótta- og tómstundastarfsemi, 32
í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi.
Uppsagnirnar koma allar til fram-
kvæmda í apríl.
Mesti fjöldi hóp-
uppsagna á einu ári