Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 18

Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Borðað of mikið yfir hátíðarnar ?, og er erfitt að gera það sem þarf að gera ? Tek að mér ýmisskonar húsaviðhald ofl.,ofl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Gleðilegt ár, við hefjum árið á göngutúr frá Bústaðakirkju kl 13 í dag. Virðum millibilið og njótum þess að hittast. Kveðja Hólmfríður djákni Korpúlfar Sundleikfimi með Brynjólfi í Grafarvogssundlaug kl.14 í dag 5. janúar 2021. Með hjartans ósk um gleðilegt ár til ykkar allra og minnum alla á að fara varlega. Seltjarnarnes Vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana þá eru öll námskeiðin vegum félags og tómstundastarfsins í samráði við leiðbeinendur. Kaffikrókurinn er eingöngu opinn fyrir íbúa Skólabrautar. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Deiliskipulag Auðarskóli og íþróttamiðstöð í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. desember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð, þ.e. íþróttahús og sund- laug. Skipulagssvæðið er um 17.839 m² að stærð og er staðsett við Miðbraut 6B, 8 og 10 í Búðardal og eru þar fyrir grunn- og leikskóli og félagsheimilið Dalabúð. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 04.12.2020 og greinargerð/umhverfisskýrslu dags. 04.12.2020 og munu gögnin vera til sýnis frá 6. janúar 2021 á skrifstofu Dala- byggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Umsagnir, ábendingar og athugasemdir skal vinsamlegast skila til skrifstofu Dalabyggðar í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 18. febrúar 2021. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir skipulags- tillögunni. Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi Tilkynningar mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Bryndís Jóns-dóttir fæddist á Skagen í Dan- mörku 7. sept- ember 1925. Hún lést á líknardeild Landspítalans 26. desember 2020. Foreldrar hennar voru Sigríður Zoëga ljósmynd- ari, f. 14. apríl 1889, d. 24. sept- ember 1968 og Jón Stefánsson listmálari, f. 22. febrúar 1881, d. 19. nóvember 1962. Hálf- systir hennar samfeðra var Níní Jónsdóttir Andersen, f. 1913, d. 2007. Hinn 22. ágúst 1947 giftist Bryndís Snæbirni Jónassyni, f. 18. desember 1921, d. 16. júlí 1999, verkfræð- ingi og síðar vegamálastjóra. Foreldrar Snæbjarnar voru Herdís Símonardóttir og Jónas Snæbjörnsson, mennta- skólakennari og brúarsmiður. Börn Bryndísar og Snæbjarnar eru: 1) Sigríður, f. 4. júní 1948, hjúkr- unarfræðingur og fv. forstjóri á HSS, maki Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalækn- ir og fv. land- læknir. Börn þeirra: a) Bryndís, f. 1970, smit- sjúkdómalæknir, maki Jón Gunnar Tynes Ólason. Bryndís á þrjú börn með fv. maka. Jón Gunnar á tvær dætur. b) Kristín, f. 1972, rekstrarfræðingur, maki Scott Bricco og eiga þau tvær dætur. c) Guðmundur Ingvi, f. 1977, hrl., maki Magðalena Sig- urðardóttir og eiga þau þrjú börn. 2) Jónas, f. 6. febrúar 1951, verkfræðingur og fv. fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerð- inni, maki Þórdís Magn- úsdóttir, fv. framhaldsskólakennari. Börn þeirra: a) Snæbjörn, f. 1972, Bryndís tengdamóðir mín er látin 95 ára að aldri fáeinum vik- um eftir að hafa greinst með ill- vígan sjúkdóm. Langt dauðastríð hefði ekki verið að hennar skapi. Reyndar vildi hún ekkert af dauð- anum vita, hvorki nú né áður, sagði ekki þegar ég dey, heldur ef ég dey. Hún var þó undirbúin undir dauðann, en ekki tilbúin. Enginn vinnur samt sitt dauða- stríð og hennar var hægt og kyrrt, án þjáninga. Þrátt fyrir sóttarfaraldur var afkomendum, börnum, tengda- börnum og barnabörnum gefinn kostur á heimsækja hana á sjúkrahúsið, allir gátu kvatt, og bæði hún og við skildum sátt. Við erum þakklát fyrir það tækifæri. Kynni okkar hófust fyrir rúm- um 50 árum þegar ég, ungur og ráðvilltur, gerði hosur mínar grænar fyrir heimasætunni á bænum. Ég var óviss um árangur bæði hjá dóttur hennar (hún var að sjálfsögðu aðalatriðið) og reyndar fjölskyldunni allri, minn- ugur þess að hverju kvonfangi fylgir venjulega frændgarður sem ekki verður undan komist. Þau Bryndís og Snæbjörn tóku mér hins vegar opnum örmum frá upphafi og æ síðan, hef alltaf met- ið það mikils. Gott er slíkt vega- nesti. Bryndís ólst upp í gömlu Reykjavík millistríðsáranna, var af Reykjavíkuraðli þess tíma og að henni stendur mikill og öflugur ættbogi. Hún var dóttir einstæðr- ar móður sem rak sitt eigið fyrir- tæki, Ljósmyndastofu Sigr. Zoega & Co., og var hún einn af fyrstu kvenljósmyndurum lands- ins. Þetta var ekki alsiða á þessum árum á tímum heimavinnandi húsmæðra. Bryndís velti vöngum yfir þessu sem unglingur, en alltaf með stolti, enda móðir hennar ein- stök kona. Jón Stefánsson listmál- ari var faðir hennar. Hún dáði hann og virti alla tíð, þó samskipt- in hafi stundum verið stopul. Bryndís var snörp og skörp, mjög persónufróð og mátti fletta upp í henni allt til síðustu stundar. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, allt frá al- múgamönnum til biskupa og for- seta. Þessi eiginleiki dofnaði ekki þó veikindi sæktu að, hún hugsaði til dæmis ekki hlýlega vestur um haf til þeirra sem þar hafa ráðið ríkjum. Hún var mjög trúföst í pólitískum skoðunum, kaus alltaf sama stjórnmálaflokkinn, sama á hverju gekk, kannski þar sem okkur helst greindi á. Hún var glaðsinna og mjög baðstofuhlý, gat þó orðið þykkjuþung ef henni mislíkaði eitthvað. Hún var matriark í bestu merkingu þess orðs, eignaðist 35 afkomendur og fylgdist vel með þeim og reyndar ættmennum öll- um. Bryndís varð ekkja fyrir rúm- um 20 árum og sá eftir Snæbirni eftir rúmlega fimmtíu ára hjóna- band og enn lengri kynni. Hjóna- band þeirra var sérdeilis gæfu- ríkt, þau voru samstiga í gerðum sínum og athöfnum, samband þeirra var markvisst og taktvisst. Lífsgleði þeirra kom fram í sam- bandi þeirra, saman kunnu þau þá list að njóta þess að lifa, njóta stundarinnar, grípa daginn, enda vinmörg og skemmtin. Hjóna- band þeirra hefur orðið okkur Siggu fyrirmynd. Ég kveð tengdamóður mína með mikilli virðingu og þakklæti, áhrifa hennar á okkur sem eftir sitjum mun gæta lengi. Ég vil þakka henni samfylgd- ina. Sigurður Guðmundsson. Það eru forréttindi að kveðja ömmu 95 ára, vitandi það að hún átti 95 góð ár. Það er ekki sjálf- gefið. Hún bjó ein og án aðstoðar eftir andlát afa 1999. Hún var mikil selskapsmanneskja og það voru ófá hlaðborðin og kaffisam- sætin með öllum frændsystkinum sem hún stóð fyrir. Það var fátt skemmtilegra en fjölskylduboð hjá ömmu á Laugarásveginum. Hún fylgdist vel með fréttum og fannst ekkert betra en að fá slúð- ursögur frá okkur um þekkta ein- staklinga, hérlendis og erlendis. Helst vildi hún heyra eitthvað „skemmtilegt“. Hún mundi alla afmælisdaga afkomendanna, enda vel skráðir í afmælisdagbók- inni. Á þessum fordæmalausu tímum síðastliðið ár kom bersýni- lega í ljós hversu skörp hún enn var, horfði á upplýsingafundi, fylgdist með daglegum smittölum og ræddi alvarlegt ástand úti í heimi. Síðastliðna mánuði hefur ömmu eflaust grunað hvert stefndi þótt hún hafi ekki viljað ræða það, enda óumflýjanlegt. Hins vegar varð hún mjög viljug að rifja upp æsku sína, mun meir en áður, um uppeldi sitt og minn- ingar. Við barnabörnin sem skipt- umst á að heimsækja hana á líkn- ardeildina fengum dýrmætan tíma ein með henni þar sem hún hvarf aftur til fortíðar um skamma stund. Það var erfitt fyrir hana að sjá ekki sína nánustu eins mikið og hún hefði viljað þessa síðustu mánuði. Þegar ég sat hjá henni í síðasta sinn spurði hún mig hversu stór dóttir mín, sem er yngst, væri orðin. Ég vissi það varla sjálf en hún vildi tölu og ég skaut á einhverja sentímetra. Hún varð meyr, áttaði sig á því að hún myndi ekki sjá barnabarnabörnin aftur og viðurkenndi hvað henni fyndist leiðinlegt að missa af þessu öllu. Þetta lýsti henni svo vel, því best fannst henni að vera umkringd sínum nánustu. Ég veit að amma mun hvíla í friði, enda sátt við sig og sína. Megum við öll vera svo lánsöm. Bryndís Sigurðardóttir. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Samverustundirnar hafa verið margar í gegnum tíðina og ég óska þess að þær hefðu ver- ið fleiri síðustu vikurnar en við vissum báðar að það var ekki hægt vegna ástandsins í heimin- um. Þú fylgdist vel með því. Við vorum því þakklátar fyrir þær stundir sem við áttum saman og ræddum allt milli himins og jarð- ar. Æskuárin þín og lífið með langömmu, þegar þú hittir afa og þið voruð að slá ykkur saman, vin- konur þínar Bryndísi Þorsteins, Áslaugu og allan saumaklúbbinn. Ferðalögin, bústaðinn og fjöl- skylduna sem þú varst svo þakk- lát fyrir. Við vorum sammála um að þú hefðir átt gott líf og þú þakkaðir fyrir það sem lífið gaf þér. Minningar mínar ná mörg ár aftur í tímann, þið afi að koma í heimsóknir á Krókinn, við að koma suður og gista á Laugarás- veginum og heimsóknir í sum- arbústaðinn þar sem ýmislegt var brallað. Alltaf var mikið spilað og margir kaplar lagðir, seinna áttir þú eftir að endurtaka leikinn með mínum börnum. Við fjölskyldan fluttum í bæinn og samverustund- unum fjölgaði. Þau voru ófá lin- soðnu eggin sem við Bryndís syst- ir borðuðum í hádegismat hjá ykkur afa á menntaskólaárunum. Fjölskylduboðin voru mörg og það sem við skemmtum okkur vel saman, það vorum við líka sam- mála um. Rúnturinn um Reykja- vík í góðu veðri, þú alltaf jafn hissa á að ég kynni ekki öll götu- heitin í hundrað og einum og þekkti ekki allar einstefnurnar. Ég þurfti aldrei að læra það, þú kunnir það. Þú fylgdist alla tíð með okkur barnabörnunum og svo seinna meir okkar fjölskyldum. Síminn hringdi alla afmælisdaga fjöl- skyldunnar, sama hvar í heimin- um við vorum, þú hringdir til að „gratúlera“. Þú fylgdist með lang- ömmubörnunum í skólanum og þeirra áhugamálum. Öll þekktum við nammiskálina þína og ég man aldrei eftir að hún hafi tæmst. Starfsfólki blóð- og krabba- meinslækningadeildar og líknar- deildar Landspítalans sendi ég mínar bestu þakkir enda þjónust- an og umönnun ömmu algjörlega „first class“ eins og hún sagði sjálf. Í dag er mér efst í huga þakk- læti, fyrir alla samveruna og allt sem þú hefur kennt mér. Við fjöl- skyldan munum halda minningu þinni lifandi um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Þín Níní. Það á vel við um Bryndísi heitna Jónsdóttur sem segir í Sól- arljóðum: Sinna verka nýtur seggja hver; sæll er sá sem gott gjörir. Verka hennar njóta einkum þeir sem næst henni stóðu. Hún var glaðlynd og henni var afar annt um velferð fjölskyldu sinnar og þar voru þau Bryndís og eig- inmaður hennar einkar samhent. Bryndís var gift frænda okkar Snæbirni Jónassyni, fyrrverandi vegamálstjóra. Eiginleikar Bryn- dísar, glaðlyndi og umhyggja, koma fyrst upp í hugann þegar við minnumst hennar. Systkini Snæ- björns ásamt mökum og börnum hittust gjarnan á Laugarásvegin- um á myndarlegu heimili hjónanna. Við systkinin, börn Val- borgar, eigum notalegar æsku- minningar frá þessum samfund- um fjölskyldnanna sem voru okkur tilhlökkunarefni. Bryndís tók vel á móti öllum og skapaði notalegt andrúmsloft með gest- risni sinni og höfðingsskap. Með árunum dró nokkuð úr samskipt- um þeirra sem hittust á Laug- arásveginum. Nú eru öll systkin- in, Brjánn, Snæbjörn og Valborg, látin og makar þeirra. Bryndís lifði mann sinn Snæbjörn en hann lést á árinu 1999. En ættarböndin eru traust og því tókum við frændsystkinin að hittast reglulega á ættarmótum. Okkur þótti vænt um að Bryndís var með okkur fyrstu árin á þess- um endurfundum og setti sinn svip á þá. Nú þegar komið er að kveðju- stundu er gott að vera minnug þess að Drottinn leggur líkn með þraut. Við sendum fjölskyldu Bryndísar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Björn, Herdís og Hanna Svavarsbörn. Björt yfirlitum, brosið hlýtt og hláturinn hjartanlegur. Bryndís frænka er órjúfanleg- ur hluti minninga bernsku minnar og systkina minna, enda sam- bandið náið milli heimilanna á 61 og 63 og allar götur síðan hefur taugin verið sterk. Ég þakka fyrir ævilangan vin- skap og tryggð og er viss um að Snæbjörn tekur fagnandi á móti henni í Sumarlandinu og þau sam- einast í langþráðum endurfund- um. Fjölskyldunni allri sendum við Gunnar innilegar samúðarkveðj- ur. Dagný Helgadóttir. Bryndís Jónsdóttir verkfræðingur, maki EricaEastick og eiga þau eina dótt- ur. b) Kristjana, f. 1974, maki Þorsteinn Krüger og eiga þau þrjú börn. c) Bryndís, f. 1978, grunnskólakennari, maki Ög- mundur Sigfússon og eiga þau þrjú börn. d) Níni, f. 1978, hjúkrunarfræðingur, maki Kristinn Örn Sverrisson og eiga þau fjögur börn. 3) Herdís, f. 8. nóvember 1953, fv. fulltrúi hjá Eimskip. Dóttir hennar með fv. maka, Björgvini Þorsteinssyni, er Steina Rósa, f. 1976, hún á fjög- ur börn og tvö barnabörn. Bryndís lauk stúdentsprófi frá MR 1945. Hún gekk í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hún tók við rekstri ljósprentstofu móður sinnar, Ljósprentstofu Sigr. Zoëga & Co., og rak hana til ársins 1978. Bryndís var fé- lagi í Inner Wheel og kven- félaginu Hringnum. Útför Bryndísar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík 6. janúar klukkan 15 og verður athöfn- inni streymt þaðan: https://youtu.be/6mgsNgYudf8/. Nálgast má virkan hlekk á: https://www.mbl.is/andlat/.  Fleiri minningargreinar um Bryndísi Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minn kæri faðir, STEINGRÍMUR KRISTJÁNSSON, fyrrverandi apótekari, lést laugardaginn 26. desember. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir umönnun hans síðustu árin. Kristján Steingrímsson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.