Morgunblaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021
Ekki eru allir stjórnmálamennendurvinnanleg plastmenni.
Sigmundur Davíð segir í pistli:
Nýja „frjáls-lyndið“ heldur
áfram. Nú er búið
að banna plastpoka
og fyrirtæki sem
áttu birgðir af því
sem fyrir áramót
þótti sjálfsagður
hlutur þurfa nú að
farga pokunum eða láta þá hverfa
með einhverjum hætti. Þetta mun
gert til að draga úr plastmengun í
hafi.
Ég notaði jafnan plastpoka semskólatösku á háskólaárunum
og var stundum hafður að háði og
spotti fyrir vikið. Það var vegna
þess að pokarnir þóttu hallæris-
legir, ekki vegna þess að ég væri
grunaður um að ætla að henda þeim
í sjóinn. En þeir voru praktískir.“
Sigmundur er sagður benda á aðhugsa þurfi plastpokanotkun í
heild sinni og bendir á að bómullar-
pokar séu ekki sérlega umhverfis-
vænir:
Venjulegur plastpoki úr verslunvegur um 5,5 grömm en getur
hæglega borið meira en 10 kíló.
Framleiðsla bómullarpoka losar
hátt í 200 sinnum meira af gróður-
húsalofttegundum og þá er gert ráð
fyrir að plastpokinn sé bara not-
aður einu sinni. Ég átti Hagkaups-
poka sem nýttist mér í rúmlega ár.
Er mikið um að Íslendingar hendi
plastpokum í sjóinn? Varla. Auk
þess halda pokarnir utan um sorp
og koma í veg fyrir að það fjúki í
sjóinn.
Má ekki fara að líta á heildar-myndina í umhverfismálum?“
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
ESB skipar fyrir og
plastmenn hlýða
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
SKILTAGERÐ
Ljósakassar
Ljósaskilti
3D stafir
Hönnun
Ráðgjöf
Uppsetning
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur
skilað skýrslu um brotlendingu flug-
nema í einliðaflugi á Látrabjargi.
Kemur fram að flugmaðurinn hafi
lent í niðurstreymi sem hafi gert það
að verkum að hann hafi ekki haft
nægt afl í hreyfli svo hægt væri að
hækka flugið.
Flugmaðurinn ákvað skömmu fyrir
brotlendingu að koma sér yfir fast
land á Látrabjargi í stað þess að vera
yfir sjó. Brotlenti hann vélinni í eins
konar skarði á Látrabjargi. Hann
slasaðist ekki.
Náði ekki að halda hæð
Fram kemur að neminn hafi flogið
frá Keflavík yfir Akranes og meðfram
vesturströndinni til Breiðafjarðar.
Yfir Breiðafirði varð hann var við
ókyrrð en hélt áfram til Bíldudals.
Þar var vindur einnig óstöðugur og
breytilegur. Frá Bíldudal flaug nem-
inn að Látrabjargi til að njóta útsýnis
og taka myndir af bjarginu.
„Þegar flugvélin nálgaðist Látra-
bjarg (úr vestri) lækkaði flugneminn
flughæðina í 1.500-2.000 feta hæð þar
sem hann var að skoða klettana.
Hann varð þá var við sterkt niður-
streymi og náði ekki að halda hæð.
Við það varð hann óöruggur og ákvað
að fljúga sem næst landi og freista
þess að komast yfir land frekar en að
halda út frá klettunum.
Þegar hann hafði flogið um stund
meðfram klettunum sá hann hvar
klettabrúnin lá niðurávið og myndaði
nokkurs konar skarð eða hvilft. Hann
ákvað þá að beina fluginu inn skarðið
og vera þannig yfir landi frekar en yf-
ir sjó við þessar aðstæður. Þegar
hann var kominn yfir land, náði hann
ekki að hækka flugið nægilega mikið
með þeim afleiðingum að flugvélin
skall í jörðina. Flugneminn slasaðist
ekki, en flugvélin skemmdist tölu-
vert,“ segir í skýrslu nefndarinnar,
sem gerir engar tillögur í öryggisátt
vegna þessa atviks.
Flugnemi brotlenti
á Látrabjargi
Slapp ómeiddur
frá brotlendingunni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Látrabjarg Varasamt getur verið að
stunda útsýnisflug á þessum stað.
Hefðbundin þrettándagleði fellur víðast hvar niður
í kvöld, líkt og margar samkomur vegna kórónu-
veirufaraldursins. Í Reykjanesbæ verður Björg-
unarsveitin Suðurnes með flugeldasýningu kl. 20 á
svæði við Njarðvíkurskóga á milli Reykjanes-
brautar, Þjóðbrautar og Hjallavegar.
Fyrst verður borðið upp á bílaútvarpstónleika
með Ingó veðurguði, sem hefjast kl. 19:15 og gert
ráð fyrir að íbúar Reykjanesbæjar leggi bílum sín-
um og hlusti á Ingó í útvarpinu á FM 106,1. Einnig
verða púkar og kynjaverur á sveimi, eins og segir í
tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Þrettándagleði ÍBV í Vestmannaeyjum verður
sömuleiðis með öðruvísi sniði. Grýla, Leppalúði og
aðrar verur eru komin í sjálfskipaða sóttkví en í
sárabót verður kveikt á eldunum á Molda í Herj-
ólfsdal og þaðan verður flugeldasýning. Jólasvein-
arnir munu horfa til byggða ofan af Há og veifa til
barnanna á slaginu kl. 19.
Þrettándagleði Þórs á Akureyri verður rafræn
þetta árið, þar sem efnt er til myndbandaleiks.
Hægt verður að skila myndböndum þar sem þrett-
ándagleði verður að vera þemað. Skilafrestur er til
22. janúar á netfangið 13glediThors@gmail.com.
Rafræn þrettándagleði í faraldri
Bílaútvarpstónleikar í
Reykjanesbæ með Ingó
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrettándinn Landsmenn kveðja jólin án þess að
horfa á brennur og kynjaverum verður streymt.