Morgunblaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 12
Þróun 75% örorkumats, fjöldi og nýgengi
Fjöldi með 75% örorkumat á öllu landinu í janúar 2000 til 2021
Nýgengi 75% örorkumats 2010 til 2020 (fjöldi)
2.000
1.500
1.000
500
0
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
'10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
'00 '03 '06 '09 '12 '15 '18 '21
Heimild: Tryggingastofnun
1.243 1.162 1.272 1.254 1.233
1.469
1.790
1.501
1.611
1.273 1.223
10.332
12.316
14.466
15.923 16.553
17.833
19.487 19.749
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nú í janúar 2021 eru 19.749landsmenn metnir með75% örorku en þeir voru20.078 fyrir réttu ári og
19.999 í janúar 2019, samkvæmt upp-
lýsingum á heimasíðu Trygginga-
stofnunar. Nýgengi 75% örorkumats,
fjöldi þeirra sem metnir eru með 75%
örorku, fer lækkandi. Það var 1.223 í
fyrra, 1.273 árið 2019 og 1.611 árið
2018.
„Við erum að fá fleiri mál inn til
okkar en áður þar sem fólk hefur
ekki fengið örorkumat sem það telur
sig þurfa,“ sagði Þuríður Harpa
Sigurðardóttir, formaður Ör-
yrkjabandalagsins (ÖBÍ). „Þetta er
fólk sem hefur ekki lengur færni til
að stunda vinnu vegna heilsubrests
eða slysa. Einnig hefur komið fleira
fólk sem var með 75% örorkumat en
fór svo í endurmat og var lækkað nið-
ur í 50% örorku.“
Hún sagði að með slíkri lækkun
á örorkumati ætti fólk ekki lengur
rétt á örorkulífeyri. Upphæð hans
ræðst af ýmsum þáttum. Til dæmis
skerðist hann eigi fólk rétt í lífeyr-
issjóði og hann fellur niður þegar 67
ára aldri er náð. Þeir sem eru metnir
með 50% örorku eiga rétt á örorku-
styrk sem er um 36 þúsund krónur á
mánuði. Þá segir Þuríður að fólk sem
telur sig eiga rétt á örorkumati hafi
ekki fengið það.
„Við höfum velt því fyrir okkur
hverju þetta sætir og sjáum ekki enn
hvar þessir einstaklingar sem ekki fá
75% örorkumat lenda. Eitthvað er
þess valdandi að þeir telja sig þurfa
að vera á örorku,“ sagði Þuríður.
Hún sagði að merki séu um að sveit-
arfélög hafi þurft að auka fjárhags-
aðstoð en hvort bein tengsl eru þar á
milli kvaðst hún ekki vita.
Breytt framkvæmd
Þuríður sagði að uppsveifluna
sem kom í nýgengi 75% örorku árið
2016 mætti líklega rekja til þess að
þá ákvað Tryggingastofnun að vinna
upp langan hala umsókna. Hún
minnti á að Tryggingastofnun hefði
markað nýja stefnu í örorkulífeyris-
málum og stefnt að því að lækka ný-
gengi örorkumats, sjá fylgifrétt. Það
gæti skýrt fækkun í nýgengi 75% ör-
orkumats undanfarin tvö ár. „Við
höfum talið að þessi breytta fram-
kvæmd eigi sér ekki stoð í lögum,“
segir Þuríður. Þess vegna sé ekki
heimilt að þrengja skilyrði ör-
orkumats og útiloka fólk frá því að
sækja um það. Hún segir að ÖBÍ viti
ekki hvaða afleiðingar þetta muni
hafa. „Við sjáum heldur ekki að
endurhæfingarúrræðum hafi verið
fjölgað samhliða lækkun nýgengis ör-
orkumats. Hafi það verið gert hefði
verið eðlilegt að hafa samráð við hags-
munaaðila. Það er hagur okkar allra
að fötluðu fólki sé sinnt.“
Hún sagði að ÖBÍ hefði velt því
fyrir sér hvort endurhæfing og
greiðsla enduræfingarlífeyris hefði
aukist þegar nýgengi 75% örorkumats
lækkaði. Þuríður bendir á að áður hafi
ungt fólk með einhverfu eða þroska-
hömlun farið sjálfkrafa á 75% ör-
orku við 18 ára aldur. Nú fari þessi
hópur, sem sannarlega þurfi lífeyri,
gjarnan á endurhæfingarlífeyri.
„Við viljum gjarnan að ung-
menni sem hafa misst áttirnar
í lífinu af ýmsum ástæðum fái
einnig viðeigandi aðstoð og
endurhæfingu við að fóta
sig á ný og verða virk í
samfélaginu,“ sagði
Þuríður.
Færri fá nú 75%
örorkumat en áður
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikið hefurveriðfjallað um
notkun geðlyfja hjá
ungu fólki. Hún er
ekki síður mikil hjá
öldruðum. Í
Morgunblaðinu í
gær var greint frá
grein í nýjasta tölublaði Lækna-
blaðsins þar sem fram kemur að á
tímabilinu 2003 til 2018 höfðu að
meðaltali 60,0% íbúa á
hjúkrunarheimilum á Íslandi ein-
hverja geðsjúkdómagreiningu og
tæp 70% íbúanna tóku einhvers
konar geðlyf að staðaldri á þessu
tímabili. Um fimmtungur íbú-
anna tók einhvers konar geðlyf að
staðaldri án greiningar.
Þetta er uggvekjandi staða og
höfundar greinarinnar í Lækna-
blaðinu, Páll Biering geðhjúkr-
unarfræðingur og Ingibjörg
Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldr-
unarhjúkrun, benda þar á að
aldraðir séu viðkvæmir fyrir
skaðlegum aukaverkunum geð-
lyfja og þau aukist enn með fjöl-
lyfjanotkun. Þau ítreka að „geð-
lyfjanotkun aldraðra sé byggð á
nákvæmri geðskoðun“ og leggja
sömuleiðis áherslu á að „þróa
önnur úrræði til að efla geðheilsu
íbúa íslenskra hjúkrunarheim-
ila“.
Höfundarnir benda á að eftir
því sem árunum fjölgi sé líklegra
að fólk þurfi að glíma við ástvina-
missi auk þess sem félagsleg
hlutverk breytist og geta til at-
hafna daglegs lífs minnki. Þetta
séu taldar meginorsakir þess að
með hækkandi lífaldri versni geð-
heilsa fólks.
Í þeim efnum er reyndar ekki
víst að allt sé sem sýnist. Í evr-
ópsku heilsufars-
rannsókninni 2015,
sem fræðast má um
á vef Hagstofu Ís-
lands, voru
þunglyndiseinkenni
mest hér á landi á
aldursbilinu 15 til 24
ára og mun meiri hjá
körlum en konum. Einkennin
voru minnst hjá körlum á aldurs-
skeiðinu yfir 65 ára aldri, en voru
þá farin að vaxa á ný hjá konum.
Hvað sem því líður er ekki
óeðlilegt að geðræn vandamál séu
algengari meðal íbúa hjúkrunar-
heimila en hjá öldruðum almennt.
Enda segja höfundarnir að geð-
lyfjanotkun sé ekki síst mikil á
öldrunarstofnunum.
Páll og Ingibjörg fjalla um
notkun sterkra geðrofslyfja í öðr-
um tilfellum en mælt sé með og
vitna til þess hversu algengt sé að
gefa íbúum á heilabilunardeildum
slík lyf. Íslensk rannsókn frá 1999
sýni að allt að 62% íbúa á heilabil-
unardeildum fái geðrofslyf sam-
anborið við 15% íbúa í þjónustu-
rými. Þau segja að vísbendingar
séu um að sumar gerðir geðrofs-
lyfja geti dregið úr óróleika eða
hegðunarvanda heilabilaðra, en
árangurinn sé of lítill til að mæla
með þeim, ekki síst vegna hætt-
unnar á skaðlegum áhrifum.
Grein Páls og Ingibjargar gef-
ur tilefni til þess að fara rækilega
ofan í þessi mál. Geðlyf eru vissu-
lega nauðsynleg, en það þarf í
lengstu lög að reyna að fara aðrar
leiðir til þess að bæta geðheilsu
þeirra sem búa á hjúkrunar-
heimilum, ekki síst ef hætta er á
að geðlyfjagjöfin geti spillt heilsu
fólks. Lækningin má ekki vera
verri en vandamálið.
Margir glíma við
geðræn vandamál á
hjúkrunarheimilum
og notkun geðlyfja
er gríðarleg}
Geðheilsa aldraðra
Nú þegar Bretarhafa endan-
lega kvatt Evrópu-
sambandið, ESB, er
töluverður kraftur í
umræðum þar í
landi um þau tæki-
færi sem landið
stendur frammi fyr-
ir, laust úr viðjum tollmúra og
reglufargans.
En útganga Breta hefur líka
áhrif handan Ermarsundsins og
þar hafa menn fulla ástæðu
einnig til að velta afleiðingunum
fyrir sér. Daily Express segir
frá því að samkvæmt nýlegri
könnun Euronews vilji 45% Ítala
fara úr ESB verði útganga
Breta að veruleika. Það hefur nú
gerst. Hlutfall útgöngusinna í
Frakklandi var 38%, á Spáni
37% og í Þýskalandi 30%. Þetta
eru ótrúlega háar tölur miðað
við þá einstefnu sem lengst af
hefur ríkt í stjórnmálum, fjöl-
miðlum og annarri opinberri
umræðu í álfunni um þessi mál.
Þessar tölur koma þó valda-
mönnum ESB ekki á óvart.
Daily Express greinir frá því að
nokkrum dögum eftir að Bretar
ákváðu að yfirgefa sambandið, í
kosningum í júní
2016, hafi utan-
ríkisráðherrar sam-
bandsins hist í
Berlín til að ræða
hvernig lappa mætti
upp á það. Þar var
meðal annars rædd
skýrsla þýska utan-
ríkisráðherrans þar sem fram
komu áhyggjur af því að Frakk-
land, Holland, Austurríki, Finn-
land og Ungverjaland kynnu að
reyna að losna út úr sambandinu
eftir Brexit.
Ýmsar áhyggjur af sama toga
um þróun ESB komu fram frá
aðildarríkjum þess í kjölfar
Brexit sem skýrir að stórum
hluta þá óbilgirni sem Bretar
mættu þegar þeir leituðu út-
göngu.
Þeir sluppu út, naumlega þó,
en hvernig ætli verði með önnur
ríki, til dæmis þau sem nefnd
voru í þýsku skýrslunni? Getur
verið að einhver þeirra eða ein-
hver önnur hugsi sér til hreyf-
ings á næstunni? Af því hafa
stjórnmála- og embættismenn
Evrópusambandsríkjanna enn
ástæðu til að hafa verulegar
áhyggjur.
Þýsk skýrsla frá
2016 sýnir vel þær
áhyggjur sem ríkja
innan stofnana ESB
og aðildarríkja þess}
Fjölgar í útgönguliðinu?
S
á, sem á að vera brjóstvörn lýðræðis
í heiminum, ræðst á undirstöður
þess í heimalandi sínu. Flestir með
sæmilega dómgreind átta sig á að
maðurinn er galinn. Hverjum dett-
ur þá í hug að kjósa svona mann? Í skoðana-
könnunum var allt útlit fyrir að hann gjörtap-
aði. Samt fékk forsetinn meira en 74 milljónir
atkvæða. Gamall félagi minn sem hefur
ferðast þvers og kruss um Bandaríkin á liðn-
um árum segist aldrei, aldrei, hafa hitt neinn
sem segðist hafa kosið Trump. Hverjir gera
það þá?
Í Tímanum birtist frétt fyrir um 25 árum:
„Um það bil 5.000 manns hafast við í dimmum
rangölum undir New York-borg. Þau kallast
„moldvörpufólkið“ og sumir fara aldrei út í
sólarljósið, heldur hafast við allan sólarhring-
inn í neðanjarðarhíbýlum sínum.“ Eru þetta þeir sem
styðja forsetann valdasjúka? Hann er einmitt frá New
York sem sannar tilgátuna. Moldvörpufólkið hefur fjölg-
að sér (hvað annað á það að gera?) og teygt anga sína vítt
og breitt um Bandaríkin.
Eins víðáttuvitlaus og þessi kenning er, þá er hún
engu fráleitari en þær meinlokur sem forsetinn og fylgi-
fiskar hans halda fram. Djúpríkið er „ósýnilegt og leyni-
legt bandalag hagsmunaafla innan og utan stjórnkerf-
isins til að koma í veg fyrir að kjörnir fulltrúar þjóðar
hverju sinni geti ráðið gangi mála,“ svo vitnað sé í fyrr-
verandi ritstjóra Morgunblaðsins. Kjölturakkar Trumps
innan Bandaríkjaþings, sem vilja núna hunsa vilja kjós-
enda, gætu vitnað í ritstjórann. Þeir eigi að
ráða, ekki kjósendur.
Ekki hafa allir repúblikanar tapað vitglór-
unni. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður
flokksins frá Nebraska, sagði kollegum sínum
að þeir væru að leika sér að eldinum. Fulltrú-
ar lýðræðisins beini nú byssu að hjarta þess.
Sumir tala um „andlitslausa embættis-
menn“ sem hafi rænt völdum frá stjórn-
málamönnum og standi vörð um reglurnar.
En reglur eru einmitt vörn samfélagsins gegn
hættulegum stjórnmálamönnum og fylgis-
mönnum þeirra. Í Bandaríkjunum stóðu
regluverðirnir, dómstólar og embættismenn
ríkjanna, sig á meðan annars flokks stjórn-
málamenn vísa til samsæriskenningasmiða.
Sá hópur þingmanna, sem nú er á valdi óttans
við forsetann, getur aldrei svarið af sér að
hafa snúist gegn lýðræðinu og stjórnarskránni. Sasse
bætti við að „ekki einn einasti þingmaður tryði því í raun
að svindlað hefði verið í kosningunum, enginn. Aftur á
móti heyri ég þá tala um áhyggjur af því hvernig þeir
muni líta út í augum áköfustu stuðningamanna Trumps.“
Flestir eru tregir til að viðkenna stuðning við ruglu-
dalla, því líkur sækir líkan heim. Skoðanakönnun á Ís-
landi sýndi þó að tæplega helmingur stuðningsmanna
Miðflokksins viðurkenndi að vilja kjósa Trump og nær
einn af hverjum fimm í Flokki fólksins og Sjálfstæðis-
flokki. Þar glittir í moldvörpufólkið.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Moldvörpurnar koma í ljós
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Tryggingastofnun greindi frá því
28. febrúar 2020 að árið 2019
hefði nýgengi 75% örorku í
yngsta aldurshópnum, 18-29 ára,
lækkað um fjórðung miðað við
fimm ára tímabil þar á undan.
„Stefnt var að því að lækka ný-
gengi örorkumats aldurshópsins
um 25% á árinu 2019 og nú er
ljóst að því markmiði hef-
ur verið náð. Verkefnið
heldur áfram á árinu
2020 og er markmiðið
að auka enn frekar þátt
endurhæfingar hjá
ungu fólki með
skerta starfs-
getu af læknis-
fræðilegum
ástæðum,“
sagði í frétt-
inni.
Endurhæfing
í stað örorku
TRYGGINGASTOFNUN
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir