Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 Ármúli 7, 2 hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Sérfræðingar í sölu fyrirtækja • Myndarlegt matvinnslufyrirtæki á Vesturlandi, fyrirtækið er með sterka stöðu á Vesturlandi.Meðal viðskiptavina eru veitingahús, stofnanir og sveitafélög. Velta er rúmar 100 milljónir. • Áhugaverð sérverslun á Laugaveginum með mikla sérstöðu og mikil tækifæri þegar ferðamenn birtast á ný. • Öflugt fyrirtæki í barnavörum, velta tæpar 200 milljónir, góður hagnaður. • Lítil heildverslun með sælgæti. Velta um 60 milljónir. • Við vinnum að sölu á herrafataverslun, verslunin er með góð viðskiptasambönd. Góður hagnaður hefur verið af starfseminni um árabil. • Við höfum til sölu kvenfataverslun í Kringlunni, velta um 100 milljónir. • Sérhæft matvælafyrirtæki sem veltir um 130 milljónum, mikill vöxtur. • Bílasprautun með samning við öll tryggingarfélögin. Næg verkefni. Við vinnum að nokkrum söluverkefnum sem snúast um sterk merki í veitingarekstri sem velta frá 200 til 400 milljónum. Töluverð eftirspurn er eftir fyrirtækjum á verðbilinu 50 til 200 milljónir. Mest er spurt eftir fyrirtækjum í heildsölu, innflutningi, veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækjum og verktakafyrirtækjum auk þess er eftirspurn eftir fyrirtækjum í sjávarútvegi. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða sölu á þínu fyrirtæki. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Oddur Þórðarson Slakað verður á samkomutakmörk- unum hér á landi miðvikudaginn 13. janúar og eiga nýjar reglur að gilda til og með 17. febrúar næstkomandi, þó með þeim fyrirvara að faraldur kórónuveirunnar fari ekki á flug hér á landi. Þegar nýjar reglur taka gildi munu 20 mega koma saman í stað 10 eins og nú er. Íþróttaiðkun er leyfi- leg, bæði meðal barna og fullorðinna og með eða án snertingar og þá mega 50 vera viðstaddir keppnir og æfingar. Í líkams- og heilsuræktar- stöðvum má aðeins sækja hópatíma en ekki tækjasali, búningsklefar mega ekki vera opnir og gestir stöðvanna mega ekki deila neinum búnaði með sér. Sviðslistir heimilar Fyrirkomulag takmarkana mun breytast á veitingastöðum þar sem 20 mega koma saman í stað 15 og þá er skemmtistöðum enn gert að hafa lokað. Sviðslistir eru heimilar en þó ekki með fleiri en 50 manns á sviði og 100 sýningargestum í merktum sæt- um, þá verða fullorðnir að bera and- litsgrímu við þau tilefni. Þá er jafn- framt sérstaklega tekið fram að skíðasvæði megi vera opin og um þau segir að samkvæmt 4. reglu í út- gefnum reglum skíðasvæðanna í landinu skuli í skíðalyftum tryggt að þeir sem eru einir á ferð þurfi ekki að deila lyftustól með öðrum og að halda skuli tveggja metra nálægðar- mörk og sömu reglur gilda um grím- unotkun og annars staðar. Segir góða stöðu innanlands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að þótt hægt sé að ráðast í tilslakanir á samkomutak- mörkunum nú sé enn mikið tilefni til þess að hafa varann á. Tvö kórónu- veirusmit greindust í gær og níu á landamærum, báðir sem greindust innanlands voru í sóttkví við grein- ingu. „Staðan er sú að þó að við séum með góða stöðu innanlands er farald- urinn á bullandi siglingu í löndunum í kringum okkur. Ef við förum í þess- ar afléttingar gerum við það að því gefnu að við höldum faraldrinum áfram í skorðum og við verðum bara að fara mjög varlega. Við teljum ástæðu til þess að vanda okkur alveg sérstaklega þegar við erum að fara í afléttingar á þessum tímapunkti,“ sagði Svandís við mbl.is í gær. „Við leggjum upp með það núna til að tryggja eins mikinn fyrirsjáan- leika og hægt er. Við þurfum öll að vera tilbúin fyrir þann ófyrirsjáan- leika sem veiran færir okkur, en þetta er svona miðað við það að við höldum sjó,“ bætir hún við. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hefur lagt til að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sýnatöku ellegar verði þeir sendir í 14 daga sóttkví í farsóttarhús. „Þetta snýst um að treysta kerfið enn betur þannig að það sleppi ekki veira inn um landamærin. Við sjáum aukinn þrýsting þar í samræmi við aukn- ingu í nánast öllum löndum í kring- um okkur,“ segir Svandís. Illskiljanleg reglugerð Deildar meiningar eru um tilmæli sóttvarnayfirvalda að þessu sinni þegar kemur að heilsu- og líkams- ræktarstöðvum. Þröstur Jón Sig- urðsson, eigandi Sporthússins, sagði við mbl.is í gær að hann skildi illa hvað raunverulega væri heimilað samkvæmt nýrri reglugerð. „Maður verður eiginlega að bíða eftir því að sjá hvað Þórólfur setur fram um leiðbeiningar um sóttvarn- irnar. Þetta er náttúrulega rosalega flókið í starfsemi eins og okkar þar sem við erum með ótal mismunandi námskeið og hópa, CrossFit, Boot Camp, allt mögulegt, fótboltasali og fleira. Hvað má, hvað má ekki? Ég veit það ekki enn þá,“ sagði Þröstur. Stjórnvöld létta á takmörkunum  Samkomutakmarkanir úr 10 í 20 manns  Líkamsræktarstöðvar mega aðeins bjóða upp á tíma fyrir hópa fólks  Tækjasalir fyrir einstaklinga enn lokaðir  Erfitt að skilja, segir eigandi Sporthússins Tilslakanir á tak mörk un um vegna kóróna veiru Líkamsræktarsalir opnaðir á ný með takmörkunum. Hámark 20 í hóptíma og allir séu fyrirfram- skráðir í tíma. Al menn ar fjölda tak- mark an ir verða 20 man ns í stað 10 áður. Skíðasvæðum verður heim ilt að hafa opið með tak mörk un um. Sund- og baðstaðir megi áfram hafa opið fyrir 50% af leyfi leg- um hámarksfjölda gesta. Verslanir Einn viðskipta vinur á hverja 4m² að hámarki. Hámark 100 viðskipta vinir í rými. Íþróttaæfi ng ar barna og full orðinna verða heim il ar með og án snert ing ar inn an- og ut an dyra. Ekki mega vera fl eiri en 50 manns í rými. Íþrótta keppn ir barna og full orðinna verða heim il ar en án áhorf enda. Sviðslist ir, bíó sýn ing ar og aðrir menn- ing ar viðburðir Á sviði mega vera allt að 50 manns. Gest ir í sal mega vera allt að 100 full- orðnir og 100 börn. Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar verða áfram lokaðir. Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22. Nándar- regla verður áfram tveir metrar. Gestir verði að hámarki 20. Ljósmynd/Jorri Þjóðleikhúsið Leikritið Vertu úlfur verður frumsýnt 22. janúar en æfing fór fram í gær. Hér teiknar aðalleikarinn Björn Thors jólakúlu á sviðið með táknrænum hætti. Unnur Ösp Stefánsdóttir, kona Björns, leikstýrir honum. Ragnhildur Þrastardóttir Oddur Þórðarson Ísland á rétt á helmingi fleiri skömmtum af bóluefni lyfjafyrirtæk- isins Pfizer við kórónuveirunni vegna nýs samnings sem Evrópusambandið undirritaði í gær. Ísland er í sam- starfi við Evrópusambandið um bólu- efnakaup og mun Ísland því fá 500 þúsund skammta fyrir um 250 þús- und Íslendinga en sóttvarnayfirvöld ráðgera að bólusetja um 280 þúsund manns hér á landi. Hins vegar liggur ekki enn fyrir hvenær þessir 500 þúsund skammtar verði afhentir, en hingað til hefur að- eins verið staðfest að afhentir verði þrjú til fjögur þúsund skammtar á viku og mun afhending þeirra hefjast 20. janúar. Ísland hefur að auki veitt bóluefni Moderna markaðsleyfi hér á landi og mun bólusetning með því bóluefni hefjast innan skamms. Alveg að gefast upp á Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, sagði í samtali við mbl.is í gær að viðræður hans og Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við Pfizer um tilraun til hjarðónæmis hér á landi gangi hægt. Fyrirhugað var að fá hingað til lands bóluefni sem nægði til að bólusetja um 60- 70% landsmanna og ná þannig hjarðónæmi. Kári segist ekki hafa gefist upp á við- ræðunum enn, en bætir við að hann sé þó alveg að gefast upp. Nú er ljóst að ísraelsk stjórnvöld hafa tryggt samning við Pfizer um af- hendingu nægilegs magns bóluefnis til þess að bólusetja alla íbúa landsins, eldri en 16 ára, fyrir marslok. Þetta segir Kári vera skýrt merki um hve mikilvægt er að geta samið um bólu- efnakaup sem sjálfstætt ríki. Spurður hvort líklegra hefði verið að ná ár- angri í viðræðum við Pfizer, hefðum við ekki verið í samfloti við ESB segir Kári að svo sé ekki endilega. „Nei. Það var ekkert óskynsamleg ákvörðun á sínum tíma að slást í hóp- inn með Norðurlöndunum og Evr- ópusambandinu en það er að koma í ljós núna að Evrópusambandið hefur staðið sig býsna illa.“ Ísland fær tvöfalt fleiri skammta  Kári segir ESB standa sig illa Kári Stefánsson Utanríkisráðuneytið hefur vakið at- hygli á breyttum ferðatakmörk- unum í Bretlandi og Danmörku. Í Danmörku hefur verið ákveðið að enginn fái að koma inn í landið nema viðkomandi framvísi vottorði um neikvætt kórónuveirupróf sem ekki er eldra en sólarhringsgamalt. Þá þurfa allir að hafa lögmæta ástæðu til þess að ferðast til landsins. Í Bretlandi hafa sams konar regl- ur tekið gildi. Þar verða komu- farþegar að framvísa vottorði um neikvætt kórónuveirupróf sem ekki er eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þeir farþegar sem koma frá lönd- um sem ekki eru á lista breskra stjórnvalda yfir græn svæði verða hins vegar að fara í 10 daga sóttkví þrátt fyrir að geta sýnt fram á nei- kvætt kórónuveirupróf. Ísland er á lista Bretlands yfir græn svæði. Í tilkynningu frá Icelandair segir að félagið muni hafa samband við alla sem eiga bókað hjá þeim á sunnudag, mánudag og þriðjudag til Kaupmannahafnar og bjóða þeim að breyta flugbókunum sínum. Fara fram á veiru- vottorð  Bretar og Danir herða takmarkanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.