Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 34
34 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
30 ára Birkir ólst upp
á Álftanesi en býr í
Kópavogi. Hann vinnur
við smíðar hjá FF Verk-
tökum.
Maki: Árný Guðjóns-
dóttir, f. 1991, leik-
skólakennari á Sól-
hvörfum í Kópavogi.
Börn: Elmar Logi, f. 2018, og stjúpsonur
er Sölvi Hrafn, f. 2013.
Foreldrar: Elínborg Salóme Jónsdóttir, f.
1962, d. 2017, húsgagnabólstrari, og
Hilmar Breiðfjörð Þórarinsson, f. 1961,
húsasmíðameistari, búsettur á Álftanesi.
Birkir Freyr
Hilmarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er engin þörf á að reyna að
vera klár eða hugsa hlutina upp á nýtt.
Vertu á varðbergi gegn orkusugum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú stendur frammi fyrir vali sem get-
ur haft mjög örlagaríkar afleiðingar í fram-
tíðinni. Treystu viðbrögðum þínum og til-
finningum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Í dag er góður dagur fyrir æv-
intýri. Hlutirnir ganga oft betur og hraðar
fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir um-
hverfinu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú kannt að standa frammi fyrir
vandamáli sem þér finnst þú ekki reiðubú-
inn til þess að glíma við. Láttu ekki hugfall-
ast.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þetta er ekki rétti tíminn til einveru.
Þú verður að ganga í það að leysa þau
verkefni, sem fyrir liggja. Gættu þess að
taka frá tíma fyrir eitthvert létt sprell í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það vefst eitthvað fyrir þér að taka
ákvörðun um framhaldið í erfiðu máli.
Gefðu þér tíma til þess að hugsa málið
vandlega og leysa málið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Undirbúningur er nauðsynlegur, því
það hefnir sín alltaf að æða óundirbúinn af
stað. Vertu sjálfstæður og hlauptu ekki eft-
ir duttlungum annarra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Eitthvað óvænt hendir þig í
dag og það er bara að vera viðbúinn og
njóta þess sem dagurinn gefur. Settu þér
markmið og sæktu að því af dugnaði og
festu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sýndu fjölskyldu og foreldrum
þolinmæði í dag. Nú væri líka ráð að leggja
lokahönd á skapandi verkefni sem þú hefur
unnið að, útkoman mun gleðja þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gerðu sjálfum þér greiða og átt-
aðu þig á því að þú hefur gott af því að fara
eitthvað afsíðis og njóta þess að vera í ein-
rúmi. Tíminn vinnur með þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu ekkert að ræða framtíð-
aráætlanir þínar við aðra, því þú munt ekki
fá þá hvatningu sem þú þarft á að halda.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér
um tíma og engin ástæða til annars en að
halda henni við.
tæka samvinnu við fjölda fólks í skól-
um og sveitarstjórnum. Á Austur-
landi vantaði sárlega sérkennara og
ég er stoltur af því að hafa komið á fót
námi í sérkennslufræðum á Hall-
ormsstað 1987-1989, sem gaf kenn-
urum í umdæminu kost á að afla sér
þessarar menntunar. Þetta var í
fyrsta sinn sem nám á háskólastigi
fór fram utan Reykjavíkur.“ Störfum
fræðslustjóranna í öllum umdæmum
landsins eru gerð góð skil í bók sem
heitir: Allt í öllu. Hlutverk fræðslu-
stjóra 1975-1996 eftir Börk Hansen
og Ólaf H. Jóhannsson. Í ritinu Lit-
sem hann tók við skólastjórastarfi
1961. „Næstu árin voru bæði anna-
söm og gefandi og þegar stofnað var
til skóla í Breiðholti, nýjasta úthverfi
Reykjavíkur, var ég ráðinn skóla-
stjóri og tók til starfa haustið 1969.
Sérlega eftirminnileg er herferð
gegn reykingum sem hófst hjá 6.
bekkingum í skólanum síðla árs 1976 í
samvinnu við Krabbameinsfélag
Reykjavíkur. Haldin voru námskeið
og starfshópar úr bekkjunum sinntu
afmörkuðum verkefnum og kynntu
niðurstöður fyrir skólasystkinum,
kennurum, framkvæmdastjóra
Krabbameinsfélagsins og lands-
kunnum íþróttamönnum á sal. Fleiri
skólar fylgdu í kjölfarið og herferðin
var kynnt í sjónvarpi og öðrum fjöl-
miðlum. Árangurinn af þessu starfi
var gríðarlegur og reykingar í efstu
bekkjum lögðust nær af.“
Síðasta starfið sem Guðmundur
gegndi var fræðslustjóri á Austur-
landi. „Fluttum við hjónin ásamt
tveimur yngstu börnunum á Reyð-
arfjörð 1977. Næstu 20 árin sinnti ég
þessu víðfeðma umdæmi, sem náði
frá Bakkafirði í norðri og suður í
Öræfasveit. Þetta var fjölbreytt og
krefjandi starf sem bauð upp á víð-
G
uðmundur Magnússon
fæddist 9. janúar 1926 á
Reyðarfirði, fjórða barn
foreldra sinna, sem
eignuðust níu börn á 10
árum. Tvær dætranna voru teknar í
fóstur og lítil stúlka lést nokkurra
vikna gömul. Fyrstu árin flutti fjöl-
skyldan margsinnis, en lengst af
leigðu þau aðra íbúðina í Bifröst á
Reyðarfirði.
„Leiksvæði okkar barnanna voru
af öllu tagi, milli fjalls og fjöru. Skól-
inn var okkur athvarf og mikilvægt
mótvægi kreppunnar sem var á þess-
um árum, en jafnframt mennta- og
menningarstaður þorpsins. Ég
fermdist vorið 1939. Móðir mín var
fárveik og lést þremur dögum síðar.
Faðir minn hélt heimili með aðstoð
elstu systur minnar til vorsins 1940,
en eftir það fórum við hvert í sína átt-
ina. Næstu árin var ég við alls konar
vinnu, einkum til sjós, víða um land.
Ég var á síldarbáti norður á Raufar-
höfn 1944, þegar ég fékk tilkynningu
um skólavist í Héraðsskólanum á
Laugarvatni. Ég hafði fengið afsvar
nokkrum vikum fyrr, en þegar skóla-
stjóranum var sagt að ég spilaði á
harmonikku ákvað hann að bjóða mér
um borð. Héraðsskólinn á Laugar-
vatni var gagnfræðaskóli og merki-
legt menningarsetur. Ég var kosinn
formaður félags nemenda, tók virkan
þátt í félagslífinu og þandi nikkuna.“
Eftir útskrift vorið 1946 hóf Guð-
mundur nám í Kennaraskólanum. „Í
bekknum mínum var úrvalsfólk og
við höfum hist reglulega, allt fram á
þennan dag. Síðar á ævinni fór ég í
kynnis- og námsferðir utanlands, þar
sem þriggja mánaða vist í Bandaríkj-
unum, á styrk frá Fulbright-
stofnuninni, ber hæst.“
Starfsferill
Haustið 1948 var Guðmundur ráð-
inn að skólanum á Reyðarfirði, þar
sem hann leysti skólastjórann af og
kenndi öll almenn fög. „Þar trúlof-
uðumst við Anna, en fjölskylda henn-
ar bjó einnig í Bifröst.“ Haustið 1949
hóf hann störf við Laugarnesskóla í
Reykjavík og kenndi þar til 1960.
Barnafjöldinn var mikill og skólinn
þrísetinn, svo tekin var ákvörðun um
að byggja Laugalækjarskóla, þar
ríkt land – lifandi skóli, sem kom út í
tilefni af sextugsafmæli Guðmundar
1986, rituðu 16 höfundar fjölbreyttar
greinar um störf hans, baráttumál
og áherslur í skólamálum.
Félagsstörf
Guðmundur tók ríkan þátt í
nefndar- og félagsstörfum. Hann var
organisti í Reyðarfjarðarkirkju um
skeið og stýrði samsöng eldri borg-
ara í Kópavogi. Hann var varaborg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykja-
vík 1974-77. Eftir að Guðmundur
lauk störfum skrifaði hann bókina
Saga Reyðarfjarðar 1883-2003, en
áður hafði hann ritað Skólasögu
Reyðarfjarðar sem kom út 1998.
Hann ritaði fjölda greina í dagblöð
og tímarit.
Áhugamál Guðmundar hafa alla
tíð verið mörg. „Þar er tónlistar-
iðkun ofarlega á blaði, en einnig úti-
vist, stangveiði, taflmennska, bridge,
fótbolti og þjóðlegur fróðleikur.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Anna
Arnbjörg Frímannsdóttir, f. 15.1.
1930 á Skriðuklaustri í Fljótsdal,
húsmóðir og ritari í Hvassaleitis-
Guðmundur Magnússon, fyrrverandi fræðslustjóri – 95 ára
Fjölskyldan Anna, Guðmundur, börn og tengdabörn í níræðisafmæli Önnu. Frá vinstri: Anna Dóra, Magnús, Anna
Ragnheiður, Guðmundur Frímann, Sigríður, Hermann, Arnbjörg, Leó Geir, Rósa Hrund og Jóhann.
Annasamur og gjöfull æviferill
Hjónin Anna og Guðmundur árið 1996
þegar þau voru kvödd á Reyðarfirði.
30 ára Harpa ólst upp
á Álftanesi en býr í
Reykjavík. Hún er við-
skiptafræðingur frá HÍ
og er í meistaranámi í
verkefnastjórnun. Hún
vinnur á skrifstofu
Hrafnistu en er í fæð-
ingarorlofi.
Maki: Ingólfur Steinar Pálsson, f. 1985,
vinnur í fyrirtækjaþjónustu Tölvulistans.
Börn: Aníta Sól, f. 2017, og Glódís Lea, f.
2020. Stjúpdóttir er Birta Marín, f. 2013.
Foreldrar: Elínborg Salóme Jónsdóttir
og Hilmar Breiðfjörð Þórarinsson.
Harpa Björk
Hilmarsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Glódís Lea Ingólfsdóttir
fæddist 20. júní 2020 á Landspít-
alanum eftir 34 vikna meðgöngu. Hún
vó 2.212 g og var 45 cm löng. For-
eldrar hennar eru Harpa Björk
Hilmarsdóttir og Ingólfur Steinar
Pálsson.
Nýr borgari