Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það styttist óðum í þingkosn-ingar í Noregi en þær farafram 13. september nk. ogbendir allt til þess, miðað
við það hvernig mál standa nú, að
vera Noregs í EES-verði tekin til
skoðunar í kjölfar kosninganna þrátt
fyrir að flokkar sem vilja verja
samninginn fái meirihluta á þinginu.
Ein mesta breyting í norskum
stjórnmálum undanfarin misseri er
gríðarleg fylgisaukning norska Mið-
flokksins (n. Senterpartiet) í könn-
unum. Flokkurinn, sem á síðustu öld
var landsbyggðarflokkur sem hall-
aðist til hægri, hefur á 21. öldinni
orðið smáflokkur sem hallar frekar
til vinstri. Hefur hann átt aðild að
svokallaðri rauð-grænni fylkingu
norskra stjórnmála sem árin 2005 til
2013 myndaði ríkisstjórn Jens Stolt-
enberg, þáverandi formanns Verka-
mannaflokksins.
Miðflokkkurinn, sem nú mælist
með um 19-20% fylgi, er samkvæmt
nýjustu könnunum annaðhvort
næststærsti eða þriðji stærsti flokk-
ur landsins. Þennan aukna styrk í
könnunum hefur hann nýtt til að
setja EES-samninginn aftur á dag-
skrá ásamt Sósíalíska vinstriflokkn-
um (n. Sosialistisk venstreparti), en
flokkarnir hafa í áraraðir verið and-
snúnir samningnum.
Vilja annan samning
Það er hins vegar ekki aðeins
fylgisaukning sem gefur flokkunum
tilefni til þess að endurvekja um-
ræðuna um EES-samninginn heldur
vilja fulltrúar þeirra meina að Bret-
ar hafi með sínum samningi við Evr-
ópusambandið vegna útgöngu þeirra
úr sambandinu fengið mun betri
kjör en Noregur fær í gegnum EES,
að samkomulagi Breta og ESB um
fiskveiðar undanskildu.
„Bretland hefur nú fengið
samning sem gefur þeim meira frelsi
og aukið sjálfstæði,“ hefur Klasse-
kampen eftir Marit Arnstad, þing-
flokksformanni Miðflokksins. Telur
Arnstad að með samningnum hafi
Bretar tryggt aðgang að innri mark-
aði ESB án þess að skuldbinda sig
gagnvart stöðugt aukinni samþætt-
ingu regluverks aðildarríkjanna sem
setja hömlur á sjálfsákvörðunarrétt
ríkja. Kveðst hún hins vegar setja
fyrirvara varðandi tilhögun sam-
komulagsins um fiskveiðar.
Undir þetta tekur Heming
Olaussen, stjórnarmaður í miðstjórn
Sósíalíska vinstriflokksins. „Brexit-
samningurinn sýnir að það er aug-
ljóslega hægt að finna betri valkosti
en EES. Brexit sannar að viðskipti
við ESB séu ekki háð aðild að EES.“
Opna á úttekt
Samkvæmt könnun sem dag-
blaðið VG birti sl. fimmtudag fá
vinstriflokkarnir meirihluta á
norska Stórþinginu. Hins vegar er
einnig ljóst að ríkisstjórn vinstri-
flokka verður ekki mynduð án sósí-
alista og miðflokksmanna enda
mælist Verkamannaflokkurinn að-
eins með 20,5%.
Verkamannaflokkurinn hefur
ávallt verið talsmaður aðildar Nor-
egs að EES-samningnum og hefur
jafnframt stutt aðild að ESB. Var
því eðlilegt að Jonas Gahr Støre, for-
maður Verkamannaflokksins, lýsti
því yfir í Dagsavisen á dögunum að
flokkurinn hyggist ekki eiga aðild að
ríkisstjórn sem ekki hefur EES-
aðild sem grundvallaratriði í stefnu
sinni. Hefur formaðurinn þó sagst
reiðubúinn til að láta undan kröfu
um að láta gera úttekt á valkostum
öðrum en EES. Sagði Støre þetta
þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að
flokkurinn telji ekki tilgang í að
„nota tíma og orku á þessa tegund af
úttektum miðað við stöðuna sem rík-
ir í Noregi í dag“. Flokkurinn, þrátt
fyrir afdráttarlausa afstöðu sína til
EES, er ekki einungis í þeirri stöðu
að verða fyrir þrýstingi mögulegra
samstarfsflokka heldur er einnig um
að ræða þrýsting að innan. Norska
alþýðusambandið LO á sæti í mið-
stjórn flokksins og hefur Felles-
forbundet, stærsta stéttarfélagið
innan LO, lýst því yfir að félagið
krefjist þess að leitað verði leiða og
valkosta sem ekki fela í sér áfram-
haldandi aðild að EES-samn-
ingnum.
Í annarri fylkingu
Eini stóri bandamaður Verka-
mannaflokksins í spurningunni um
EES er Hægriflokkurinn (n. Høyre)
sem hefur í áraraðir, eins og Verka-
mannaflokkurinn, talið hag Noregs
best borgið innan ESB. Flokkurinn,
sem leiðir ríkisstjórnarsamstarf
hægriflokka, stefnir að verulegri
fylgisaukningu og mun verða sam-
kvæmt könnunum stærsti flokkur
Noregs. Mælist hann með 25,6%
fylgi, en samstarfs- og stuðnings-
flokkar hans ná ekki nægilegu fylgi
til að ríkisstjórnin haldi meirihluta á
þingi.
Andstæðingar aðildar Noregs
að EES-samningnum gætu því end-
að í oddastöðu í kjölfar kosninganna
í haust. Eina leiðin fram hjá því væri
að Verkamannaflokkurinn og
Hægriflokkurinn myndi samstarf,
en litlar líkur eru á því.
Telja Brexit betri kost
en EES-samninginn
Ljósmynd/Stortinget
Kostir Marit Arnstad segir Brexit-samninginn betri en EES-samninginn.
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Klúður Evr-ópusam-bandsins í
bólusetningarmálum
blasir við. Á miðviku-
dag höfðu 1,3 millj-
ónir manna fengið fyrri bólusetn-
inguna við kórónuveirunni af
tveimur á Bretlandi, en aðeins 1,1
milljón í öllum aðildarríkjum sam-
bandsins. Það eru næstum tveir af
hundraði Breta, en aðeins 0,2% af
íbúum ESB.
Þetta er kaldhæðnislegt vegna
þess að þegar Bretar drifu í að
samþykkja bóluefnið frá Pfizer og
Biontech fitjuðu þeir sem fóru með
þessi mál í Evrópusambandinu
upp á nefið og sögðu fullir vand-
lætingar að Bretar væru með
hroðvirkni, en ESB vandvirkni.
Leyfi fyrir lyfinu var síðan veitt
með hraði þegar gremja fór að
safnast upp innan ESB yfir því að
sitja eftir í startholunum.
Forsaga klúðurs ESB er fróð-
leg. Sambandið hefur tekið til sín
ýmsa málaflokka í áranna rás, en
heilbrigðismál hafa hingað til verið
á forræði aðildarríkjanna. Þegar
faraldurinn braust út sá fram-
kvæmdastjórn ESB sér leik á
borði til að láta einnig til sín taka í
heilbrigðismálum. Nú skyldi Evr-
ópusambandið veita forystu í að
útvega bóluefni. Sagði Ursula von
der Leyen, forseti framkvæmda-
stjórnar ESB, að með því yrði
komið í veg fyrir skaðlega sam-
keppni um takmarkaða auðlind.
Allir myndu leggja í púkkið og
kaupmáttur stærstu viðskipta-
blokkar heims myndi tryggja
miklu betri aðgang og kjör en byð-
ust ef hvert ríki þyrfti að semja
fyrir sig. Með því að verja íbúa
ESB fyrir mestu ógn, sem steðjað
hefði að í heilan mannsaldur, væri
hægt að sýna fram á mátt sam-
bandsins. Framkvæmdastjórnin
hefur líklega séð fyrir sér að þegar
faraldurinn yrði afstaðinn yrði
henni ekið um í opnum bílum um
breiðgötur höfuðborga aðildarríkj-
anna við fagnaðarlæti fjöldans.
Ekki voru allir sannfærðir um
að þetta myndi ganga upp. Bretar
ákváðu að segja nei takk, enda á
útleið úr sambandinu. Íslensk
stjórnvöld ákváðu hins vegar að
nýta ferðina. Ekki hefur komið
fram á hvaða forsendum sú
ákvörðun var tekin eða hvernig
framganginum hjá ESB þannig að
hægt væri að meta hvort ástæða
væri til að endurskoða hana.
Ekki báru þó öll ríki ESB traust
til framkvæmdastjórnarinnar.
Strax í vor ákváðu Frakkar, Hol-
lendingar, Ítalir og Þjóðverjar að
grípa til sinna ráða því að þeim
fannst ganga stirðlega. Þeir
sömdu um rúmlega 400 milljón
skammta bóluefnis við AstraZe-
neca, meðal annars til að þrýsta á
framkvæmdastjórnina. Þetta var
harðlega gagnrýnt í Brussel og á
endanum skrifuðu leiðtogar
ríkjanna fjögurra auðmjúkt afsök-
unarbréf fyrir að hafa rofið hina
mikilvægu samstöðu gagnvart
lyfjafyrirtækjunum.
Líklegt er að sú afsökun sitji í
þeim núna. Ljóst er að samn-
ingamenn ESB sömdu um of lítið
af bóluefni og voru það svifaseinir,
sennilega af því að þeir héldu að
með því að bíða
fengju þeir betri
kjör, að sambandið
er með þeim öftustu í
afhendingarröðinni.
Þetta sparnaðar-
sjónarmið mun reynast dýrkeypt
því að sóttvarnaaðgerðir kosta
efnahagslífið svo miklu meira en
leggja hefði þurft út fyrir dýrustu
bóluefnunum að það hefði ekki
einu sinni átt að vera umhugs-
unarefni.
Í þokkabót virðist hrepparígur
hafa orðið til trafala, ef marka má
uppljóstranir þýska vikuritsins
Der Spiegel. Samkvæmt þeim var
ákveðið að panta minna af bóluefni
frá Pfizer og Biontech frá Þýska-
landi en stóð til boða af þeirri
ástæðu að ekki mátti kaupa meira
af þýska fyrirtækinu en franska
fyrirtækinu Sanofi. Lyfið frá
Biontech var fyrst á markað, en
komið er í ljós að lyfið frá Sanofi
verður ekki klárt fyrr en í fyrsta
lagi í lok árs eða upphafi árs 2022.
Nú er Evrópusambandið greini-
lega að taka við sér og í gær bár-
ust fréttir af því að framkvæmda-
stjórnin hefði pantað 300 milljón
skammta til viðbótar af Biontech
og kom fram að það hefði verið
gert vegna þrýstings og óánægju.
Í grein í nýjasta tölublaði tíma-
ritsins The Spectator segir að
staðreyndirnar tali sínu máli.
„Satt að segja er bólusetningar-
herferðin að verða mesta stórslys
ESB frá evrukreppunni 2010-11,“
segir í blaðinu. „Á meðan hún
gerði aðeins þrjú lönd gjaldþrota
og dæmdi heila kynslóð Grikkja til
fátæktar mun þetta leiða til dauða
tugþúsunda manna.“
Í greininni segir að bóluefna-
hneykslið sé að breytast í endur-
tekningu á evrukreppnunni. ESB
setji sér markmið, en það sé von-
laust að því takist að koma sér upp
bolmagni til að ná þeim. Það hafi
komið sér upp sameiginlegum
gjaldmiðili án þess að vera með
neitt af því gangverki sem þurfti
til að það gengi upp. Nú hafi það
búið til stefnu í heilbrigðismálum
án þess að hafa sjóði eða sérþekk-
ingu til að standa við sitt.
Bóluefnamálið hefur afhjúpað
getuleysi, fúsk og vanmátt ESB.
Fögur fyrirheit kunna að hafa
hljómað vel í upphafi, en íslenskir
ráðamenn hefðu átt að kveikja á
því að í óefni stefndi miklu fyrr og
grípa til sinna ráða. Hér ætti að
vera fyrir hendi næg þekking og
sambönd til að gæta hagsmuna Ís-
lands. Til að bjarga málum hafa
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, og Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir
reynt að semja við Pfizer um að
bólusetja stóran hluta þjóðarinnar
í rannsóknarskyni. Í gær sagði
Kári að útlit væri fyrir að það
myndi ekki ganga. Haft var eftir
honum á mbl.is í gær að þar hefði
ekki verið leitað eftir sambæri-
legum samningi og Ísrael hefði
gert, en sá mikli fjöldi bóluefna-
skammta sem Ísraelar hefðu
tryggt sér frá Pfizer sýndi hvað
það gæti verið „mikilvægt að geta
hagað sér eins og sjálfstæð þjóð“.
Þann lærdóm má óhikað draga af
reynslunni af því að fylgja ESB í
bóluefnamálum.
„… mikilvægt að
geta hagað sér eins
og sjálfstæð þjóð“}
Bóluefnaklúður ESB
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þ
ann 10. desember 2020 tók gildi
reglugerð um takmarkanir á sam-
komum vegna farsóttar af völdum
Covid-19. Síðan sú reglugerð tók
gildi hefur staða faraldursins hér-
lendis verið tiltölulega góð. Samstaða meðal
almennings og gildandi sóttvarnaaðgerðir
báru árangur og komu í veg fyrir að farald-
urinn færi vaxandi hér innanlands yfir jól og
áramót. Nú er svo komið að mat sótt-
varnalæknis er að mögulegt sé að aflétta tak-
mörkunum á samkomum að einhverju leyti.
Þó er mikilvægt að við höfum í huga að stað-
an er viðkvæm.
Faraldurinn er á uppleið í löndunum í
kringum okkur, auk þess sem nýtt og bráð-
smitandi afbrigði veirunnar hefur greinst.
Breytingar á reglum um aðgerðir á landa-
mærum eru í skoðun þessa dagana í heilbrigðisráðu-
neytinu með hliðsjón af vexti faraldursins erlendis. Við
þurfum sem fyrr að fara varlega og megum ekki gleyma
mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Nýjar reglur
um takmarkanir á samkomum innanlands taka gildi 13.
janúar nk. og og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Sótt-
varnalæknir setur tillögur sínar fram með fyrirvara um
að þróun faraldursins snúist ekki á verri veg.
Meginefni nýju reglnanna er að fjöldatakmarkanir
verða 20 manns í stað tíu, heilsu- og líkamsrækt-
arstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en
með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis.
Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að
uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþrótta-
keppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðs-
listum verða aukin þannig að 50 manns mega
vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100
börn. Sama gildir um aðra menningar-
viðburði. Þessar afléttingar eru mikilvægar
og eru enn eitt skref í átt að því að við nálg-
umst það að samfélagið okkar komist í eðli-
legra horf.
Á milli jóla og nýárs hófum við bólusetn-
ingar gegn Covid-19, þegar fyrstu skammtar
bóluefnis frá framleiðandanum Pfizer bárust
okkur. Sá áfangi var merkilegur og markaði
þáttaskil í baráttunni okkar við veiruna. Ís-
land hefur þegar tryggt sér bóluefni sem
dugar fyrir alla þjóðina og rúmlega það og á
grundvelli samstarfs okkar við Evrópusam-
bandið um bóluefni er okkur tryggt hlutfalls-
lega sama magn af bóluefnum og aðrar þjóðir í Evrópu-
samstarfinu fá miðað við höfðatölu. Á næstu vikum og
mánuðum halda bólusetningar áfram, um leið og okkur
berast bóluefni hingað til lands. Bóluefni frá framleið-
endunum Moderna er væntanlegt hingað til lands í
næstu viku og meira af bóluefni frá framleiðandanum
Pfizer í seinni hluta janúarmánaðar.
Á vefnum boluefni.is birtast nýjustu fréttir af bólu-
efnamálum, framkvæmd bólusetninga, af forgangs-
hópum og samningum og ég hvet öll til að fylgjast með
þeirri síðu.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Breyttar samkomutakmarkanir
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen