Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 2
Litir Viðvaranir klukkan 12 í dag. Gul og appelsínugul veðurviðvörun tók gildi á stórum hluta landsins í nótt og árdegis í dag, þar sem vind- hviður geta farið í 45 m/s og ekkert veður verður til ferðalaga. Viðvörunin verður appelsínugul á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og miðhálendi, en gul á Ströndum og Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið á austurhluta landsins en appelsínugular viðvaran- ir áttu að taka þar gildi í nótt og gilda fram til síðdegis í dag. Þar verður snjókoma, skafrenningur og stórhríð á köflum. Nauðsynlegt er að tryggja lausa- muni til að forðast foktjón, þar sem fjúkandi brak getur verið hættulegt. Ekkert ferðaveður verður, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Draga fer úr vindi síðdegis í dag að nýju en frost verður á bilinu 3 til 12 gráður. Hlé verður af þessum sökum gert á hreinsunarstarfi á Seyðisfirði um helgina en veðurspá þar er slæm og búist er við norðvestan 20-28 m/s með snjókomu og skafrenningi og stórhríð á köflum. Ofsaveður á Austurlandi  Vara við skafrenningi og stórhríð á köflum  Ekkert ferðaveður verður 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus.is EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar. - Öll hönnun á burðarvirki, festingumog efnisval er skv. íslenskri byggingarlöggjöf. KLETTAR SUMARHÚS Viltu lækkabyggingar- kostnað? Klettar sumarhús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Einingakerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt landmeð góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Verð frá kr. 8.373.120. - 65 fmgrunnhús + 35 fm svefnloft. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. unarstarfs sem nú stendur yfir. Verkið allt miðast við tímalínu sem gildir fram í miðjan mars, en ætla má að ýmsu verði ólokið þá. Áfram er í gildi hættustig al- mannavarna á Seyðisfirði. „Ég dáist að þrautseigju“ „Mikilvægasta verkefnið núna er að ná utan um íbúana, tryggja vel- ferð þeirra,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, sem kynnti sér stöðu mála á Seyðisfirði í vikunni. Hún var eystra með fulltrúum Minjastofn- unar Íslands og Margréti Hall- grímsdóttur þjóðminjaverði sem meðal annars kynntu sér stöðuna í Tækniminjasafni Austurlands. Fjór- ar byggingar þess tók af í flóðunum og segir ráðherrann afar mikilvægt að endurreisa safnið. Þar hafi verið varðveittir munir og minjar sem vitni um það mikilvæga hlutverk sem Seyðisfjörður hafi haft, meðal annars sem tengipunktur Íslands við umheiminn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hreinsunarstarfið gengur ágæt- lega, en verkefnið er risavaxið svo nokkur tími mun líða uns afrakstur fer að sjást,“ segir Vilhjálmur Jóns- son á Seyðisfirði og bæjarfulltrúi í Múlaþingi. Á vef sveitarfélagsins hefur verið birt áætlun og tímalína þess mikla verkefnis sem er hreinsun eftir skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði 18. desember sl. Vegurinn sem aurflóðið féll yfir hefur nú verið opnaður að nýju, svo aftur er orðið fært að frystihúsi Síldarvinnslunnar og út að Hánefsstöðum. Sumir dagar hreinsunarstarfsins verða aðeins fárra daga verk, en stærstu og tíma- frekustu þættirnir eru hreinsun skipasmíðastöðvanna tveggja og svo á húsi Tækniminjasafnsins. Það því sem næst eyðilagðist og fjöldi muna þar fór í svelginn. Reyna á að bjarga því sem bjargað verður – sem raun- ar er leiðarljós alls þess björg- „Ég dáist mjög að þrautseigju Seyðfirðinga, sem ætla að halda áfram. Innan ríkisstjórnarinnar er full samstaða um stuðning við upp- byggingu í bænum. Í mennta- málaráðuneytinu ætlum við bæði að styðja við endurreisn Tækniminja- safnsins og þá öflugu liststarfsemi sem verið hefur í bænum. Að koma austur hafði mikil áhrif á mig, svo sem að tala við börnin og starfsfólk skólanna. Starf þeirra þarf stuðning og raunar mörg fleiri verkefni – og enginn þarf að efast um að Seyð- isfjörður verði endurreistur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Landað við Strandarbakka Á fimmtudag var landað úr togar- anum Gullveri NS á Seyðisfirði. Afli var 65 tonn, mest þorskur og ýsa. Vegna hamfaranna var ekki landað úr skipinu við frystihúsið heldur við Strandarbakka. Ekki hefur áður verið landað fiski þar, það er við bryggjuna þar sem ferjan Norræna er afgreidd öllu jafna. Mikilvægast er núna að tryggja velferð íbúanna  Hreinsun á Seyðisfirði komin á fullt  Fólk ætlar að halda áfram Ljósmynd/Margrét Hallgrímsdóttir Seyðisfjörður Staðan könnuð við Tækniminjasafn Austurlands en hús þess skemmdust og munir fóru í svelginn. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli situr uppi með tæplega ársbirgðir af plast- pokum sem viðskiptavinir verslunar- innar í komusal flugstöðvarinnar hafa nýtt undir sælgæti, áfengi og annan tollfrjálsan varning sem þar má kaupa. Samkvæmt upplýsingum frá fríhöfninni má gera ráð fyrir að birgðirnar samanstandi af 600 til 800 þúsund pokum. „Það hefur verið hagkvæmast fyrir Fríhöfnina til þessa að láta framleiða sem nemur 18-24 mánaða birgðum af sérmerktum plastpokum. Vegna kór- ónuveirufaraldursins dróst fjöldi við- skiptavina fríhafnarinnar mikið og skyndilega saman í mars í fyrra. Vegna þess átti fríhöfnin um áramót tæplega ársbirgðir af plastburð- arpokum,“ segir í svari frá fyrir- tækinu, sem er dótturfyrirtæki Isavia. Ólögleg vara Birgðastaðan væri í sjálfu sér ekki áhyggjuefni vegna þess að ráð er gert fyrir því að flugumferð og fólksflutn- ingar milli landa muni taka aftur við sér. Hins vegar hefur ný löggjöf sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson um- hverfisráðherra lagði fyrir þingið og fékk samþykkta lagt bann við notkun plastpoka frá og með nýliðnum ára- mótum. Situr fríhöfnin því uppi með ólöglega vöru sem engin not eru fyrir. Í lögunum var ekkert sólarlags- ákvæði að finna sem tryggði versl- unum heimild til þess að losa um fyrirliggjandi birgðir þótt ný innkaup á hinum skaðlegu pokum væru ekki heimil. Bræddir í plastkúlur Heimildir Morgunblaðsins herma að slíkur vandi hafi skapast vegna hinna gríðarlegu plastpokabirgða frí- hafnarinnar að málið hafi ratað inn á stjórnarborð Isavia. Að lokum hafi því þó verið komið í farveg og nú hef- ur fríhöfnin náð samningi við Pure North Recycling í Hveragerði um að taka plastpokana alræmdu til endur- vinnslu. Verða pokarnir fluttir þangað í næstu viku og bræddir í litlar plast- kúlur. Verður sú plastafurð aftur seld áfram til einhverra kaupenda sem framleiða aðrar plastvörur úr kúl- unum. Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá PNR staðfestir að samningur sé kominn á og að hann feli í sér óverulegan kostnað fyrir fríhöfnina. „Þetta er hágæðaplast og alveg hreint. Við getum því rennt þessu beint í gegnum tækin okkar án þess að það þurfi að þrífa það. Við höfum ekki nákvæma mynd af því hvað þetta er mikið magn en sennilega ljúkum við við að endurvinna þetta á innan við viku.“ Bendir Áslaug Hulda á að þetta sé farsæl lausn á endalokum plastpok- anna. Umhverfisvænna sé að finna þeim framhaldslíf með tækni PNR en að senda þá í brennslu eða til urð- unar. „Það er vont þegar það er ekki hægt að fylgjast með því hvar plastið endar. En maður spyr sig hvar verið er að koma ónotuðum plastpokum fyrir. Það má gera ráð fyrir því að mikið magn liggi óendurunnið og ég vona að það fari í besta mögulegan farveg. Fríhöfnin hefur sýnt frum- kvæði með því að koma plastpok- unum í besta mögulega farveg og þeir munu enda sem umhverfisvænustu fyrrverandi plastpokar í heimi.“ Ónotaðir plastpokar í endurvinnslu  Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli situr uppi með allt að 800 þúsund ónotaða plastpoka  Mega ekki selja pokana  Sendir til endurvinnslu í Hveragerði í næstu viku  Verður breytt í aðrar plastvörur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Veröld sem var Plastpokar verða fátíð sjón í Keflavík þegar flugið tekur við sér aftur og þá helst í höndum þeirra sem margnýta gamla poka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.