Morgunblaðið - 09.01.2021, Side 8

Morgunblaðið - 09.01.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 o e s i e m .is Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu á vegumUppbyggingarsjóðs EES, verður kynnt á vef-fundi 14. janúar kl. 10:00-11:00 Sjá nánari upplýsingar á vef Orkustofnunar os.is Markmið verkefnanna er að auka endurnýjanlega græna orku, auka orkuöryggi og auka samstarf milli Íslands, Lichtenstein, Noregs og Rúmeníu. Sjömilljónum evra verður varið til fjármögnunar verkefna. Veittur er stuðningur við verkefni með eftirfarandi áherslur: a) endurbygging eða endurnýjun núverandi, lítilla eða stórra vatnsaflsvirkjana til að auka raforkuframleiðslu og hagkvæmni; b) smíði nýrra lítilla vatnsaflsvirkjana (<10MW uppsett afl); c) stækkun á uppistöðulónum virkjana, getur verið hluti af verkefninu; d) þjálfun starfsfólks í notkun og viðhaldi búnaðar sem útvegað er af birgjum fyrirtækisins, getur verið hluti af verkefninu. Morgunblaðið fjallaði í gær ogfyrradag um mikla uppbygg- ingu í Vestmannaeyjum og á Suð- urlandi. Athygl- isvert er að sjá hve mikill kraftur er í bygging- arstarfsemi á þess- um svæðum, bæði byggingar at- vinnuhúsnæðis og íbúða. Eitt af því sem er umhugs- unarvert er að töluverður hluti húsnæðisins eru einbýlishús og rað- hús, en afar lítið framboð hefur verið á slíku húsnæði í höfuðborg- inni. Í umfjölluninni kemur fram að fimmtán milljónum króna geti munað á einbýlishúsalóð á Suður- landi og á höfuðborgarsvæðinu, sem án efa skýrir að margir kjósa að byggja þak yfir sig og fjölskyldu sína fyrir austan fjall frekar en í Reykjavík.    En það eru ekki bara lóðir undireinbýli og raðhús sem skortur er á í Reykjavík, langstærsta sveit- arfélaginu á höfuðborgarsvæðinu, heldur er líka skortur á hagstæðum íbúðum. Ástæðan er sú að Reykja- víkurborg vill helst bara byggja upp í miðri byggð, sem tefur fram- kvæmdir og gerir þær dýrar.    Annað sem kann að skýra að fólksækir á Suðurlandið er sam- göngustefna höfuðborgarinnar. Gísli Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Árborgar, nefnir umferð- ina á höfuðborgarsvæðinu sem skýringu á flutningum fólks og seg- ir að verði ekki breyting á haldi þessi þróun áfram.    Ekkert bendir til að stefnameirihlutans í Reykjavík fari að breytast, svo bæjarstjórar á Suð- urlandi geta haldið áfram skipu- leggja byggð í gríð og erg og taka á móti nýjum íbúum. Gísli Halldór Halldórsson Reykjavík þéttir byggð á Suðurlandi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegna flókins undirbúnings hefur skatturinn ítrekað þurft að fresta opnun fyrir umsóknir um tekjufalls- styrki, sem samþykktir voru sem lög frá Alþingi í byrjun nóvember. Nú sér hins vegar fyrir endann á vinnunni þar sem stefnt er að því að móttaka umsókna um tekjufalls- styrki geti hafist eftir helgi. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá skattinum í gær er allt útlit fyrir að það geti gengið eftir eins og stað- an er í dag. „Verið er að leggja loka- hönd á rafrænan umsóknarferil og prófanir. Nánar verður sagt frá þessu á vefsíðu skattsins á mánudag- inn kemur,“ segir Kristín Gunnars- dóttir, sérfræðingur hjá skattinum, í svari við fyrirspurn. Frestur til að sækja um tekjufalls- styrkina er til 1. maí næstkomandi og skv. upplýsingum skattsins á af- greiðsla umsóknar einungis að taka örfáa daga ef umsókn er fullnægj- andi jafnvel þótt skatturinn hafi tvo mánuði til þess. Fram hefur komið að flókið sé að smíða rafrænt umsóknarferli þar sem taka þurfi tillit til margra atriða sem hafi áhrif á útreikninga á styrknum. T.d. voru nokkrar leiðir lögfestar til að reikna tekjufallið sem er meginforsenda fyrir styrknum. omfr@mbl.is Stefnt að opnun eftir þessa helgi  Leggja lokahönd á rafrænan um- sóknarferil tekjufallsstyrkja og prófanir Morgunblaðið/sisi Þjónusta Skattinum var falin fram- kvæmd úrræða vegna faraldursins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þorramaturinn fær alltaf góðar viðtökur og rýkur út,“ segir Karl Hafsteinsson, verslunarstjóri Krón- unnar í Lindum í Kópavogi. Þótt enn séu tæpar tvær vikur í þorrann, sem gengur í garð með bóndadegi, 22. janúar, er búið að taka súrmeti og annað góðgæti úr trogum og kössum og setja fram í verslunum. Í verslunum Krónunnar fást nú sérstakir hjónabakkar, sem ætla má að margir nýti sér þegar þorrablótin verða haldin heima vegna samkomutakmarkana. Af súrmeti í pökkum þessum má nefna hrúts- punga, lundabagga og lifrarpylsu. Hvað nýmeti viðvíkur má svo nefna harðfisk, hákarl og karrísíld. „Af þorramatnum sleppi ég helst því súrsaða, en er veikur fyrir og vil sviðasultu og rófustöppu,“ segir Karl verslunarstjóri. Sterk hefð er fyrir því meðal Ís- lendinga að blóta þorra og eru þær skemmtanir jafnan vinsælar og vel sóttar. Reglur um sóttvarnir ráða því að allt annað yfirbragð verður á skemmtanahaldi þessu í ár. Hjá ÍR verður blótið að þessu sinni haldið rafrænt, það er að fólk getur pantað þorramat í gegnum vefsíðu félagsins og svo ýmist fengið sendan heim í Breiðholti í Reykjavík ellegar sótt á skrifstofu félagsins í Mjódd. Fólk kemur svo saman hvað í sínum ranni – 20 manns mest – og getur þá fylgst með skemmtiatriðum og tónlistarflutningi í gegnum vefsetur félagsins. Fyrirkomulag þorrablóts Skagamanna á Akranesi verður með líku lagi, eins og kynnt er á face- booksíðu þess viðburðar, og ætla má að víða verði útfærslan á þessum þjóðlegu viðburðum svipuð. Súrmetið komið í verslanir tveimur vikum fyrir þorra  Ég vil sviðasultu og rófustöppu, segir verslunarstjórinn Morgunblaðið/Eggert Þorrinn Karl Hafsteinsson, verslunarstjóri Krónunnar í Lindum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.