Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa& útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefn PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 26. janúar. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. janúar SÉRBLAÐ Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hinn nýstofnaði listhópur AFSAKIÐ (með striki yfir) opnar kl. 17 á morg- un, fimmtudag, sýninguna Afsakið mig í Ásmundarsal og verður fjölda- takmarkana gætt og gestum gert að bera grímur. Fjöldi kvenna úr ólíkum listgreinum kemur að sýningunni en hugmyndina að henni áttu þær Sísí Ingólfsdóttir og Íris Stefanía Skúla- dóttir sem jafnframt eru listrænir stjórnendur hópsins og báðar eiga þær verk á sýningunni. Sísí sér um myndlistarhluta sýningarinnar á meðan Íris sér um sviðslistahlutann. Stofnuðu þær listhópinn með það markmið að taka pláss, skapa pláss og gefa pláss, eins og þær lýsa því sjálfar í sýningarskrá. „Við tökum rými, sköpum aðstæður og gefum listakonum og öðrum pláss sem hafa ekki fengið rými til listsköpunar við núverandi aðstæður. Við leggjum áherslu á ungar konur í sem víðustu samhengi,“ stendur þar. Borðstofa, setustofa, svefn- herbergi og skrifstofa Afsakið mig tekur yfir allt húsið, öll möguleg sýningarrými og er lýst sem samfélags- og upplifunarsýn- ingu. Gestum er boðið inn á „heimili konunnar“ og er sýningunni skipt niður í ólík rými þess heimilis. Þann- ig er í salnum uppi borðstofa og setu- stofa konunnar, búið er að dekka þar borð en á stofuborði má sjá tómar áfengisflöskur og glös og greinilegt að þar hefur gleðskapur átt sér stað. Í gangi uppi og á salerni má sjá verk sem fjallar um tíðahringinn og blóðmissi konunnar; í Gryfjunni er svefnherbergi konunnar og í kjall- aranum er skrifstofa hennar og allt það sem konan vill ekki að aðrir sjái, hún felur sína leyndardóma og til- finningar þar í glærum kössum. Á salerni jarðhæðar er konan sem kýs að eignast ekki börn og á kaffihúsinu er konan sem er sífellt að afsaka sig en þar munu einnig fara fram við- burðir tengdir sýningunni undir yfir- skriftinni Setið við sama borð. Þær Sísí og Íris segja flottan hóp kvenna hafa tekið þátt í því að búa til sýninguna en þær eru norska lista- konan Mari Bö, Rósa María Óskars- dóttir, Sigríður Eir Zophoníasdóttir, svikaskáldin Þóra Hjörleifsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, hljómsveitin Eva, hljómsveitin Post Performance Blues Band og sam- félagsmiðlaráðgjafinn Jewells Cham- ber. Framkvæmdastjóri hópsins er Guðrún Mist Sigfúsdóttir og listrænn ráðgjafi Jóní Jónsdóttir. „Við erum að reyna að hætta því að afsaka okkur,“ segir Íris þegar hún er spurð út í nafngift hópsins. „Það fyrsta sem ég geri svo þegar ég kem hingað er að biðjast afsökunar á því hvað ég er sein,“ bætir hún við glettin og Sísí tekur undir þetta. „Já, ég held ég hafi afsakað mig fullmikið í gegn- um ævina,“ segir hún. Þær eru sam- mála blaðamanni í því að kynslóðir formæðra þeirra hafi þó verið meira í því að afsaka sig, þ.e. mæður, ömmur og langömmur. Það fyrsta sem blasir við, þar sem blaðamaður hittir þær Írisi og Sísí í sal Ásmundarsafns, er dúkað lang- borð með útsaumuðum afsökunum sem margir kannast eflaust við, af- sökunum á borð við „afsakaðu þetta smáræði“ og flestir tengja eflaust við ömmur sínar og langömmur. Kon- urnar sem héldu heimilunum gang- andi, strituðu við þrif, barnauppeldi og eldamennsku. Konurnar sem létu borðin svigna undan kræsingum og báðust svo afsökunar á þeim og eigin frammistöðu. Grátur og fullnægingarljómi „Þetta er ekki söguleg sýning en þú finnur samt að það er mismunandi tíðarandi eftir rýmum, þetta er ein- hvers konar þróunarsaga konunnar án þess þó að vera sú saga,“ útskýrir Sísí. Á sjónvarpsskjá má sjá tvær konur úr hópi Svikaskálda að lesa upp ljóðabálkinn Eftirvænting sem saminn var fyrir sýninguna. Hann horfir til framtíðar og er fullur bar- áttuanda. Í stofunni erum við stödd á tímum rauðsokkahreyfingarinnar, bendir Sísí á. En þó árið sé 2021 held- ur baráttan áfram og ljóðskáldin tala um „þriðju vaktina“. „Þær eru báðar mæður og tala inn í það mengi. Það er sama hversu æðislegan mann þú átt – ef þú ert í heterósexúal sam- bandi – það er alltaf ætlast til þess, einhvers staðar í samfélaginu, að það sé meira í eðli konunnar að taka til, laga púðana, elda, kaupa gjafirnar og panta læknatíma,“ bendir Íris á. Í Gryfjunni er rúm, rauðvínsglas til hliðar, titrari og sæng í kuðli. Á vegg eru sjálfsmyndir af konum, sælum á svip, með fullnægingar- ljóma. Myndirnar tóku konurnar af sér að nýlokinni sjálfsfróun. Íris nefnir þessu tengt hljóðverk eftir hana sjálfa með frásögnum kvenna af sjálfsfróun. Frásagnirnar má líka finna á bók. „Svo verður líka hljóð- verk á salerninu niðri þar sem ég hef verið að safna sögum kvenna sem kjósa að eignast ekki börn, sem er ennþá tabúumræða sem er svo merkilegt og eiginlega bara fyndið. Þær eru að tala um hvernig það er að vera kona í þessu samfélagi og kjósa að eignast ekki börn,“ segir Íris. Hún segir þetta mikið og viðkvæmt mál hér á landi og svo virðist sem Íslend- ingar séu þarna fastir í ákveðnum hjólförum. Á gangi má sjá verk unnið út frá tíðahring norskrar listakonu, blóð- missir hennar í fjölda tíðahringja skráður með málningu á vegg. Konan er ekki lengur á afsakanastiginu hér, nú erum við komin inn í líkama henn- ar og upplifun hennar af honum, ef svo mætti að orði komast. Í dimmu kjallaraherbergi er svo kafað ofan í vitund konunnar. Sísí líkir því rými við skápinn sem öllu draslinu er sóp- að inn í þegar gest ber óvænt að garði. „Allt draslið er þarna og þarna er líka vídeóverk eftir Sigríði Eiri, sem er í hljómsveitinni Evu, þar sem hún tók sig upp að gráta og hún er að gráta í raun og veru,“ segir Íris. Vöfflugjörningur við opnun Blaðamaður spyr þær Sísí og Írisi að því hvort Afsakið mig sé sýning með tilgang, þ.e. hvort þær séu að reyna að uppfræða fólk eða ná ákveðnu markmiði með henni. „Já, á mjög mildan hátt,“ svarar Sísí og Íris bætir við að þær séu að reyna að ramma inn þetta konsept, meðvirku konuna sem sé að afsaka sig. „Fárán- leikinn í öllum afsökununum er svo mikill en svo margar og mörg sem tengja við þetta,“ segir hún og að konur átti sig á því, þegar þær sjái sýninguna, að þær séu alltaf að af- saka sig og hafi notað sömu afsakanir og sjá megi í nokkrum verkum. Sísí segir fólk tengja við þetta umfjöll- unarefni. „Að vera alltaf að minnka sig og afsaka sig,“ bætir hún við. Á morgun, við opnun sýningar- innar, verður hægt að fá sér kaffi og vöfflur og segja Sísí og Íris að Post Performance Blues Band, hljómsveit skipuð Sögu Sigurðardóttur, Hrefnu Lind Lárusdóttur og Álfrúnu Örn- ólfsdóttur, muni standa fyrir vöfflu- gjörningi. „Þær eru algjörir meist- arar,“ segir Íris um tríóið. Þær Sísí benda að lokum á viðburði sem boðið verður upp á á sýningartímanum. „Þar erum við að bjóða konum að taka plássið. Samfélagsmiðlaráðgjaf- inn okkar er frá Bandaríkjunum og mun fjalla um hvernig er að vera dökk kona á Íslandi og mun fá fleiri með sér í það,“ segir Íris. Fekari upplýsingar um sýninguna og við- burðina má finna á vefnum asmund- arsalur.is og á Facebook og Insta- gram. Fáránlegar afsakanir  Gestum sýningarinnar Afsakið mig er boðið inn á heimili konunnar  Hópur listakvenna tekur, skapar og gefur pláss  Afsakanir, tíðahringurinn og fullnægingarljómi meðal umfjöllunarefna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samstarfskonur Íris Stefanía Skúladóttir og Sísí Ingólfsdóttir við langborðið í salnum í Ásmundarsafni. Gryfjan Svefnherbergi konunnar og vídeóverk eftir Mari Bö á vegg. Afsakanir Útsaumuð verk eftir Sísí á vegg í kaffihúsi safnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.