Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 félags Íslands 2012, Stjórnunar- verðlaun Stjórnvísi 2013 og Þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri 2014. „Áhugamálin hafa mikið snúist um ferðalög. Við hjónin höfum ferðast víða og í öllum heimsálfum, fyrir utan Suðurskautslandið. Við höfum minnst verið í Afríku en höf- um samt farið til Suður-Afríku, Egyptalands, Marokkó og þess fræga lands Namibíu. Ég hef áhuga á klassískri tónlist, sérstaklega óp- erum, og svo ég hef mikinn áhuga á mat og víni og bestu ferðalögin eru þegar þetta sameinast allt saman.“ Fjölskylda Eiginmaður Eddu er Eyjólfur Haraldsson, f. 29.7. 1940, læknir. Þau eru búsett á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði. Foreldrar Eyjólfs voru hjónin Sólveig Eyjólfsdóttir, f. 25.2. 1908, d. 31.1. 2005, húsfreyja og matráðskona í Hafnarfirði, og Har- aldur Þórðarson, f. 30.9. 1893, d. 1.10. 1951, skipstjóri í Hafnarfirði. Fyrri eiginmaður Eddu er Valde- mar Pálsson, f. 2.11. 1950, kennari. Börn Eddu og Eyjólfs: 1) Eggert, f. 22.8. 1981, læknir, búsettur í Hafnarfirði. Maki: Hólmfríður H. Morgan, f. 29.7. 1973, hjúkrunar- fræðingur. Barnabörn eru Lilja María, f. 1999; Danelíus, f. 2007; Sveindís, f. 2009, Björn Ellert, f. 2011, og Guðbjörg Edda, f. 2015; 2) Haraldur Sveinn, f. 15.3. 1985, d. 15.4. 2015, tónlistarmaður. Systkini Eddu: Ellert Eggerts- son, f. 1.8. 1946, flugvirki í Hafnar- firði; Erla María Eggertsdóttir, f. 25.9. 1948, kennari í Hafnarfirði, Eggert Ísak Eggertsson, f. 26.4. 1961, d. 10.11. 1964. Foreldrar Eddu voru hjónin Sesselja Erlendsdóttir, f. 15.7. 1924, d. 24.8. 1995, húsmóðir og sauma- kona í Hafnarfirði, og Eggert Ís- aksson, f. 4.7. 1921, d. 30.3. 2009, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Margrét Runólfsdóttir húsfreyja í Holtsmúla í Landsveit Þorsteinn Þorsteinsson bóndi í Holtsmúla Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Rafnkelsstöðum, síðar í Hafnarfirði Ísak Bjarnason bóndi á Rafnkelsstöðum í Gerðahr. Eggert Ísaksson skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Guðrún Guðmundsdóttir ráðskona í Gerðum Bjarni Vigfússon húsmaður Gerðum í Útskálasókn Jórunn Erlendsdóttir húsfreyja á Litlabæ í Álftanessókn á Mýrum Þorvaldur Þorkelsson bóndi á Litlabæ Erlendur Þorvaldsson söðlasmiður í Reykjavík María Guðmundsdóttir húsfreyja og vinnukona í Reykjavík Rósa Jóhannesdóttir húsfreyja á Sauðárkróki, síðar í N-Dakota og Seattle Guðmundur Magnús Jónsson bakari á Sauðárkróki, síðar í N-Dakota, BNA Úr frændgarði Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur Sesselja Erlendsdóttir húsfreyja og saumakona í Hafnarfirði HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÓFEIGUR ER MÆTTUR Í SÍNA ÁRLEGU LÆKNISSKOÐUN.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa sama skopskyn. SUMIR LEITA EFTIR ANDLEGRI UPPLJÓMUN ÉG ER BARA GLAÐUR ÞEGAR ÉG FINN FJAR STÝRINGUNA ENGAR ÁHYGGJUR, FÉLAGAR! KONUNGURINN ER Á MÓTI PYNDINGUM! NEI, ÞAÐ ER HANN EKKI! HAFIÐ ÞIÐ HEYRT ÞENNAN ÁÐUR? „ÞAÐ ER ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ GANGA AF GÖFLUNUM – EN EF ÞAÐ VÆRI ÁSTÆÐA TIL ÞESS, HVERNIG GERUM VIÐ ÞAÐ?” Sigurður Hansen á Kringlumýri íSkagafirði sendi vinum sínum svofellda áramótakveðju: Áraraðir renna hjá rennslið maður temur. Æskan hraða, ellin grá ekkert staðar nemur Gunnar Rögnvaldsson á Löngu- mýri í Skagafirði sendi Sigríði Björnsdóttur á Kálfsstöðum í Hjaltadal svohljóðandi afmæl- iskveðju: Lífsins klukka lipran gang leiki á þína strengi. Allt það besta falli í fang, til framtíðar og lengi. Íslenska landsliðið í handbolta yf- irspilaði hið portúgalska í seinni hálfleik, – Guðmundur Arnfinnsson orti á Boðnarmiði: „Strákar okkar í stuði“: Landslið vort það fór á flug, færði sport á hærra svið, aftur skorti afl og dug aumt hið portúgalska lið. Ekki er ástandið gott, – Þórður Júlíusson yrkir: Ríkið er klárlega á kúpunni því kreist er allt stöffið úr túpunni. Túrhestar fældust sem allir ásældust og þjóðin – hún situr í súpunni. Stefán Ingi Valdimarsson segist alltaf hafa gaman af „fundnum fyrri pörtum“ og vísar til þess, að hann greip á lofti óbreyttan texta úr fréttum RÚV: Færeyingar meðal fárra sem mega/ fara á barinn á kvöldin Og botnaði: Glaðlyndir drykkina görótta teyga, gleyma hve dimm er nú öldin. Maðurinn með hattinn kveður: Þó Bakkus veki bölið flest og brjáli skynsemd hlýja, honum þjóna þyrstir best og þeir sem lífið flýja. Flett upp í Illgresi. Örn Arnarson kveður: Dýrt er landið, drottinn minn, dugi ekki minna en vera allan aldur sinn fyrir einni gröf að vinna. Hrekkvís kyndir heiftarbál. Hræsnin veður elginn. Aulabárði er alltaf mál orð að leggja í belginn. Mér varð allt að ís og snjó. Oft var svalt í förum. Ekki skaltu undrast þó andi kalt úr svörum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lífsins klukka og fundinn fyrri partur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.