Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 Ármúla 24 • rafkaup.is 20% ∙ 50% ∙ 70% ÚTSALA Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-16 Guðmundur G. Þórarinsson fv.alþ.m. og skákforingi skrifar grein í Morgunblaðið í gær:    Nú eru miklar umræður umóróaseggi sem ógna lýðræð- inu. En um er að ræða afleiðingar ástandsins í þjóð- félaginu. Stjórn- völd samþykkja hnattvæðingu án þess að takast á við afleiðingarnar, samþykkja baráttu gegn hlýnun jarðar án þess að tak- ast á við áhrifin á þjóðfélagshópa.    Hin óábyrga hönd markaðarinshorfir til hagvaxtar en ekki misræmis sem skapast, hin óvið- ráðanlega áfergja dauðlegra manna til að eignast allan heim- inn. Við horfum undrandi á hundr- uð metra af biðröðum fólks sem bíður daglangt eftir að fá að kjósa. Þessi tæknivæddasta þjóð sem ferðast um heiminn og krefst lýð- ræðis og mannréttinda getur illa talið atkvæði í forsetakosningum sínum, varð ekki hæstiréttur að skera úr í kosningum Gores og Bush, hvernig er lýðræði og mann- réttindum háttað í helstu vina- löndum Bandaríkjanna, t.d. Sádi- Arabíu? Segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert.    Svo virðist sem milljónumBandaríkjamanna finnist að Trump með alla sína galla sé að berjast fyrir rétti þeirra. Hin ráð- andi stétt sé of langt frá hinu líð- andi og stríðandi lífi fjöldans. Í fornum bókum Íslendinga segir: Á skal að ósi stemma. Takast þarf á við orsakir óróans.“    Væru Staksteinar frjálslyndurvinstrimaður myndi hann bæði banna og ritskoða GGÞ. Guðmundur G. Þórarinsson Loka á hann STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umboðsmanni skuldara bárust í fyrra samtals 905 umsóknir um að- stoð vegna fjárhagsvanda. Umboðs- maður hefur birt yfirlit yfir umsókn- irnar í fyrra og kemur þar fram að umsóknum fækkaði á seinustu mán- uðum ársins og voru fæstar í einum mánuði í desember sl. þegar 43 um- sóknir bárust. Til samanburðar voru umsóknir 53 í desember 2019. Fjöldi umsókna um fjárhags- aðstoð er mjög mismunandi eftir mánuðum. Í janúar í fyrra bárust 118 umsóknir og í júní bárust emb- ættinu 100 umsóknir og 92 í sept- ember. Mikill meirihluti umsækjenda bjó í leiguhúsnæði, 577 manns. 50 voru húsnæðislausir og 92 bjuggu í for- eldrahúsum. Stór hluti umsókna um fjárhags- aðstoð, eða 258, kom frá atvinnulaus- um einstaklingum, en stærsti hóp- urinn eða 352 voru örorku- og lífeyrisþegar. Heldur fleiri umsóknir eða 492 komu frá körlum en konum sem voru 413 af öllum umsækjendum á síðasta ári. Ef litið er á skiptingu umsækj- enda eftir aldurshópum kemur í ljós að stærsti hópurinn, eða 310, er fólk á aldrinum 30-39 ára, 230 umsækj- endur eru á aldrinum 40-49 ára og 214 eru aldrinum 18-29 ára. 905 umsóknir vegna fjárhagsvanda  Meirihluti umsækjenda um aðstoð umboðsmanns skuldara á leigumarkaði Morgunblaðið/Eggert Aðstoð Margir leituðu til umboðs- manns vegna fjárhagsvanda í fyrra. Verið var að útbúa báta Laxa ehf. með fóðurbyssum í gær og byrjar fóðrun laxa í kvíum á Gripalda- svæðinu í sunnanverðum Reyðarfirði í dag. Lax var síðast fóðraður þar á föstudag, en fóðurpramminn Muninn sökk í illviðri aðfaranótt sunnudags. Fuglanet á kvíum eru löskuð eftir veðrið og verður skipt um þau á næstu dögum þar sem þess er þörf. Kvíarnar sjálfar og nótapokar urðu ekki fyrir tjóni og er búnaðurinn hannaður til að standast álag sem þetta. Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa, segir að í gær hafi veður verið stillt í Reyðarfirði og aðstæður góðar fyrir kafara frá Köf- unarþjónutsunni. Jens Garðar segir að ákvörðun um björgunaraðgerðir verði teknar þegar mat Köfunarþjón- ustunnar, tryggingafélags og fleiri liggi fyrir og þá með hvaða hætti og hvenær prammanum verður lyft. Allar aðgerðir eru í samráði við Fjarðabyggðarhafnir, en svæði innan fjarðar telst vera á hafnarsvæði sam- kvæmt samþykktum sveitarfélagsins. Jens Garðar segir að ekki hafi orðið vart við olíu í sjónum þar sem pramminn sökk. Laxar ehf. eru nú með 32 eldis- kvíar í Reyðarfirði og eru 16 þeirra við Gripalda, en laxinn þar verður ekki kominn í sláturstærð fyrr en með haustinu. Slátrun hófst hins vegar í gær á Djúpavogi á laxi úr kvíum út af Bjargi í norðanverðum firðinum eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Flutti brunnbátur um 120 tonn af fiski úr Reyðarfirði til Djúpavogs. aij@mbl.is Aðeins fuglanet gáfu sig á kvíunum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Muninn Fóðurpramminn við eldiskvíar Laxa ehf. í Reyðarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.