Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE HOLLYWOOD REPORTER CHICAGO SUN-TIMES Bókin Strendingar inniheld-ur einlæga frásögn af fjöl-skyldulífi og samtaka-mætti. Þar mætast sjónar- horn foreldranna Evu og Péturs, barnanna Silju, Steinars og Ólafíu, heilabilaða afans Bergs og síðast en ekki síst kattarins Mjálmars, sem kallar sjálfan sig reyndar Sahure. Hvert og eitt þeirra, að kett- inum undan- skildum, glímir við sín mannlegu vandamál. Eva lendir í átökum við bæjarbúa í smábænum sem fjöl- skyldan býr í þegar hún setur sig upp á móti áformum sóknarnefnd- arinnar, Pétur er nýbúinn að missa móður sína og þarf að takast á við sjúkdóm föður síns, Silja er að upp- götva sig bæði sem einstakling og kynveru og Steinar skilur heiminn í kringum sig illa. Ólafía sem er ekki enn farin að tala glímir við þann pirr- ing sem verður til þegar fólk skilur hana ekki og heimur Bergs er orðinn óraunverulegur og hugur hans flakk- ar um í tíma og rúmi. Yrsu Þöll Gylfadóttur, höfundi bókarinnar, tekst virkilega vel að leyfa þessum sjö röddum að heyrast án þess að sagan verði flókin eða ruglingsleg. Hver persóna á sína sér- stöku rödd og því er auðvelt fyrir les- andann að greina á milli þeirra. Margröddun sögunnar gerir hana marglaga og fær lesandinn að snerta örlítið á því dýpi sem hver og ein per- sóna hefur upp á að bjóða. Sagan fjallar að stórum hluta um tilfinningar. Þar er rætt á opinskáan hátt um geðheilbrigði og hinn mann- lega tilfinningaskala sem stundum er erfitt að takast á við. Í sögunni finn- ast tilfinningar sem er erfitt að ræða og jafnvel erfitt að festa fingur á og tekst Yrsu með mikilli lagni að greina frá þessum tilfinningum og þannig snerta eitthvað órætt í sál les- andans. Söguþráðurinn er hversdagslegur en einhverri spennu er þó haldið uppi og er það líklega helst hlý frásagnar- aðferðin sem snertir við lesandanum og fær hann til að vilja halda áfram ferðinni um hugarheima fjölskyld- unnar. Bókin býður upp á indæla lesn- ingu, sprenghlægilega á köflum. Yrsa hefur þó ekki fundið upp hjólið með Strendingum og þótt bókin sé einstök er ekki um neitt nýtt eða brakandi ferskt efni að ræða. Ein- faldlega sögu um líf einnar fjölskyldu á jörðinni, fjölskyldu sem mörg okk- ar geta eflaust samsamað sig við. Hversdagurinn tekur sviðið Morgunblaðið/RAX Höfundurinn „Bókin býður upp á indæla lesningu, sprenghlægilega á köfl- um,“ segir gagnrýnandi um Strendinga Yrsu Þallar Gylfadóttur. Skáldsaga Strendingar bbbnn Eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur. Bjartur, 2020. Innbundin, 264 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Hinn kunni breski hljóm- sveitarstjóri sir Simon Rattle hef- ur tilkynnt að eftir tvö ár muni hann láta af störfum sem aðalstjórnandi London Symph- ony Orchestra og taka við stjórnartaumum Útvarpshljómsveitarinnar í München. Rattle, sem er 65 ára, segir ákvörðunina um flutninginn vera persónulegan en eiginkona hans og þrjú börn á skólaaldri búa í Þýskalandi. Í The New York Times er bent á að Rattle hafi, eins og margir aðrir breskir listamenn, verið afar ósáttur við brexit og sagt í viðtölum að hann telji aðskilnað Breta frá Evrópusambandinu koma niður á menningarlífinu og þar á meðal á möguleikum London Symphony til að fara í mikilvægar tónleikaferðir. Haft er eftir Nicholas Kenyon, stjórnanda Barbican-listamiðstöðv- arinnar og ritara ævisögu Rattles, að flutningur stjórnandans verði mikill missir fyrir tónlistarlífið í Bretlandi. Rattle tekur við stjórn í München Helga Björg Kjerúlf hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri myndlistarhátíð- arinnar Sequenc- es. Helga hefur komið að ýmsum listviðburðum í gegnum tíðina, svo sem Lista- hátíð í Reykjavík og myndlistar- hátíðinni Cycle. Hún starfar einnig hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem verkefnastjóri ís- lenska skálans í Feneyjum. Helga útskrifaðist með BA-gráðu í arkitektúr árið 2012 frá Listahá- skóla Íslands. Þá er hún einnig að ljúka meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og nýsköpun og viðskiptaþróun frá viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands. Helga Björg mun stýra Sequences Helga Björg Kjerúlf Verðlaun samtaka bandarískra kvik- myndagagnrýnenda voru veitt á laugardaginn og var kvikmynd leik- stjórans Chloé Zhao, Nomadland, verðlaunuð sem sú besta á nýliðnu ári. Hlaut hún fern verðlaun: besta kvikmynd, besta kvikmyndataka, besta leikstjórn og besta leikkona í aðalhlutverki (Frances McDorm- and). Delroy Lindo hlaut verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Da 5 Bloods, kvikmynd Spike Lee, og Maria Bakalova var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í gamanmyndinni Borat Subsequent Moviefilm. Paul Raci hlaut sömu verðlaun í flokki karla fyrir leik sinn í Sound of Metal. Verðlaun fyrir besta handrit hlaut Eliza Hittman fyrir Never Rarely Sometimes Always og besta erlenda kvikmyndin þótti Collective. Kosning fór þannig fram að gagn- rýnendur völdu þrjár kvikmyndir eða manneskjur í hverjum flokki og röðuðu í fyrsta, annað og þriðja sæti. Voru stig þannig gefin eftir vægi og þá flest fyrir fyrsta sætið, að því er fram kemur á vef kvikmyndatíma- ritsins Variety. Að samanlögðum stigum fengust fyrrnefnd úrslit. Best Frances McDormand í Nomadland sem hlotið hefur fjölda verðlauna. Nomadland best að mati gagnrýnenda Simon Rattle

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.