Morgunblaðið - 13.01.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu
án endurgjalds
Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun
og förum með bifreiðina í skoðun
Allar almennar
BÍLAVIÐGERÐIR
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Hér er allt á fullu og gengur mjög
vel. Framkvæmdir eru á áætlun og
við stefnum á að opna í vor. Tíma-
setningin fer í raun eftir því hvernig
ástandið í heiminum og hér verður
þá. Við vonum það besta en gerum
áætlanir fyrir að bregðast við hinu
versta,“ segir Dagný Pétursdóttir,
framkvæmdastjóri Sky Lagoon, sem
nú er verið að reisa á Kársnesi í
Kópavogi.
Framkvæmdin við baðlónið er sögð
vera ein af þeim stærstu í ferðaþjón-
ustu hér á landi síðustu ár. Áætlaður
kostnaður er rúmlega fjórir millj-
arðar króna. Það er Nature Resort
ehf. sem er uppbyggingaraðili verk-
efnisins en alþjóðlega fyrirtækið
Pursuit verður rekstraraðili baðlóns-
ins en það stendur einnig að baki Fly
Over Iceland úti á Granda.
Staðurinn á að vera fullkominn til
slökunar í íslenskri náttúru sem um-
lykur gesti og gefa séríslenska upp-
lifun. Mikill bergkantur vekur athygli
vegfarenda á Kársnesi og segir
Dagný að mikið hafi verið lagt í hann.
„Það hefur mikil vinna verið lögð í að
búa til náttúrulega umgjörð um lónið.
Innblástur fyrir bergið er sóttur á
nokkra staði, til að mynda á Snæfells-
nes og Suðurland. Klettarnir mynda
faðm um upplifunina og það verður
einstakt að horfa út á sjóinn frá lón-
inu. Við hlökkum mikið til að sýna
fólki lónið og deila upplifun þess. Það
er gaman að fá að taka þátt í að búa
til eitthvað einstakt,“ segir Dagný.
Sky Lagoon státar meðal annars af
stærstu þurrgufu landsins með setu-
svæðum á þremur hæðum. Útsýnið
úr gufunni er beint út á haf þar sem
gestir lónsins geta notið útsýnis yfir
Reykjanesfjallgarð, Bessastaði og
Snæfellsjökul þegar við á. „Fuglalífið
hérna í sjónum fyrir utan er
skemmtilegt og stundum koma selir
og kíkja á okkur. Það er eitthvað svo
ótrúlega róandi og töfrandi við það að
sitja hérna inni og fylgjast með sjón-
arspili hafs og himins leika saman.
Ég er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Hér
er öllu tjaldað til og þetta er til að
mynda stærsta heila rúða sem hefur
verið sett upp hérna á Íslandi. Hún
vegur um 2,4 tonn og ég verð að við-
urkenna að hjartað sló ansi hratt þeg-
ar verið var að hífa hana hérna yfir og
koma henni fyrir á sínum stað. En út-
koman er stórfengleg.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Einstakt Þurrgufan í Sky Lagoon í Kópavogi er að taka á sig mynd og verður gestum hleypt þangað í vor.
Stærsta þurrgufa á
Íslandi með sjávarútsýni
Sky Lagoon opnað á Kársnesi í vor Bað í faðmi kletta
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Brotthvarf frétta Stöðvar 2 úr op-
inni dagskrá eru slæm tíðindi fyrir
lýðræðið á Íslandi því þetta setur
okkur 35 ár aftur í tímann. Eini opni
fréttatíminn verður á vegum ríkisins
og það er engin samkeppni. Eftir
þessa aðgerð verður bara einn leik-
ari á sviðinu,“ segir Páll Magnússon,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, for-
maður allsherjar- og menntamála-
nefndar Alþingis og fyrrverandi út-
varpsstjóri.
„Þetta er líka hættulegt fyrir
fréttastofu Ríkisútvarpsins því ég
held að þeir sem hafa verið lengi á
þessum vettvangi séu sammála um
það að breytingin sem varð á frétta-
stofu Ríkisútvarpsins með tilkomu
Stöðvar 2 hafi verið mikil. Fréttirnar
bötnuðu mjög mikið. Nú erum við
aftur komin á þann stað að ein frétta-
stofa er í opinni dagskrá og það er
áhyggjuefni.“
Páll segir það lengi hafa verið
skoðun sjálfstæðismanna að taka
beri Ríkisútvarpið af auglýsinga-
markaði og skapa þannig vettvang
fyrir óbjagaðan samkeppnismarkað.
Hann gerir því ráð fyrir því að Sjálf-
stæðisflokkurinn muni í stórum
dráttum styðja fjölmiðlafrumvarp
Lilju Alfreðsdóttur mennta- og
menningarmálaráðherra, sem hún
segir fyrsta skrefið að því að taka
Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.
Í kjölfar þess að það verður gert seg-
ir Páll nauðsynlegt að skoða hlut-
verk útvarpsins til framtíðar.
Þriðjungur gjalds yrði frjáls
Undir það tekur Þorsteinn Sæ-
mundsson, þingmaður Miðflokksins
og nefndarmaður í allsherjar- og
menntamálanefnd. Sjálfur kveðst
hann enga skoðun hafa á því hvaða
ákvarðanir Stöð 2 tæki á viðskipta-
legum forsendum, en að nauðsynlegt
væri að taka upp umræðu um stöðu
RÚV á fjölmiðlamarkaði, og minnir á
að þingmenn Miðflokksins hafi ný-
lega lagt fram tillögu þess efnis að
fólki yrði frjálst að beina þriðjungi af
útvarpsgjaldinu að þeim fjölmiðli
sem því hugnaðist.
Árferðið ekki eðlilegt
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
þingmaður Vinstri-grænna og
nefndarmaður í allsherjar- og
menntamálanefnd, segir að tryggja
þurfi fjármögnun RÚV ef taka eigi
stofnunina af auglýsingamarkaði.
„Ég ætla ekki að tjá mig um það
núna hvort þessi aðgerð hjá Stöð 2 sé
bein afleiðing af veru RÚV á auglýs-
ingamarkaði. Eðli málsins sam-
kvæmt hefur verið samdráttur í aug-
lýsingatekjum vegna ástandsins.
Staðan á auglýsingatekjum núna er
ekki endilega sú að hún endurspegli
nákvæmlega stöðuna þegar árferðið
er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Þá sé
vera RÚV á auglýsingamarkaði hag-
ur bæði auglýsenda og neytenda.
„Ég hef sagt að það hljóti að vera
hagur bæði neytenda og auglýsenda
að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem
allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á
landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki
hafa efni á að kaupa sér áskriftar-
stöðvar,“ segir Bjarkey.
Samflokksmaður Bjarkeyjar og
fyrrverandi fjölmiðlamaður, Kol-
beinn Óttarsson Proppé, tekur undir
að afleiðingar þess að taka RÚV af
auglýsingamarkaði þurfi að liggja
fyrir áður en gripið verði til þess.
Hann segir þó að atburðir heimsins
undanfarin misseri undirstriki mik-
ilvægi þess að hafa sameiginlegan
skilning á staðreyndum mála og að í
því samhengi geti ríkisfjölmiðill
gegnt lykilhlutverki. „Ef maður
horfir á samfélög sem hafa ekki öfl-
uga ríkisfjölmiðla heldur hefur
hvern í sínum bergmálshelli að
hlusta á sín viðhorf þá sér maður
mikilvægi eins hlutlausrar framsetn-
ingar og kostur er,“ segir Kolbeinn.
Tímabært að bregðast við
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdótt-
ir, þingmaður Viðreisnar og nefnd-
armaður í allsherjar- og mennta-
málanefnd, segir tímabært að
menntamálaráðherra fari að bregð-
ast við stöðunni, sem hafi verið fyr-
irsjáanleg, með öðru en almennum
yfirlýsingum. Þorbjörg segir að í
grunninn séu tvær leiðir til að
tryggja virka samkeppni og heilbrigt
umhverfi fjölmiðla.
„Það er annars vegar gert með
styrkjum til einkarekinna fjölmiðla
og hins vegar með því að takmarka
hlut ríkisins á auglýsingamarkaði.
Það er jafnvægislist, enda er hagur
samfélagsins alls af því að ríkisút-
varp sem og einkareknir fjölmiðlar
miðli fréttum. Markmiðið hlýtur að
vera að almenningur geti gengið að
vönduðum innlendum fréttaflutningi
vísum.“
Skoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins
Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Tryggja þurfi rekstrargrundvöll stofnunarinnar Mikilvægi
ríkisfjölmiðils sé óumdeilt Hægt hefði verið að sjá þetta fyrir Tvær leiðir til að tryggja samkeppni
Morgunblaðið/Eggert
Efstaleiti Þorbjörg segir að í grunninn séu tvær leiðir til að tryggja virka samkeppni. Um sé að ræða jafnvægislist.