Morgunblaðið - 13.01.2021, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 10. tölublað 109. árgangur
SKRÁNING
Í KAUPHÖLL
KOSTNAÐARSÖM
TAKA YFIR ALLT HÚSIÐ
HM FER AF STAÐ
OG FYRSTI LEIKUR
LIÐSINS Á MORGUN
AFSAKIÐ Í ÁSMUNDARSAL 24 HANDKNATTLEIKUR 22-23VIÐSKIPTAMOGGINN
Mikil ljósadýrð hefur verið yfir landinu síðustu kvöld svo að-
dáun landans hefur vakið. Mikið sjónarspil og litrík skraut-
sýning var yfir Skjálfandaflóa á mánudagskvöldið, eins og sjá
má á þessari mynd sem tekin var við sjóböðin á Höfðanum við
Húsavík. Heldur mun draga úr virkni norðurljósanna næstu
daga, skv. spá Veðurstofunnar. Hins vegar fara kraftur og afl
sólarinnar vaxandi þessi misserin, eftir ládeyðu síðustu árin,
og því má í næstu framtíð vænta fleiri góðra sýninga í líkingu
við þær sem landsmönnum hafa boðist að undanförnu.
Litrík skrautsýning yfir Skjálfandaflóa
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Staðgreiðsla út-
svars reyndist
heldur meiri á
síðasta ári en bú-
ist var við, sér-
staklega á sein-
ustu mánuðum
ársins. Fram
kemur í saman-
tekt Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga að útsvar sem
innheimt var í staðgreiðslu frá febr-
úar til desember í fyrra var 4%
hærra en á sömu mánuðum á árinu á
undan. Þegar leið að hausti varð
staðgreiðslan meiri, einkum í desem-
ber, og var 7,2% hærri á tímabilinu
júlí til desember í fyrra en á sömu
mánuðum 2019. Allmikill munur var
þó á staðgreiðslunni milli landshluta.
Undir lok nýliðins árs fengu sveitar-
félögin greitt útsvar upp á 3,1 millj-
arð króna, sem hafði verið frestað
fyrr á árinu vegna frestunar gjald-
daga til að mæta afleiðingum veiru-
faraldursins. Komu þessar greiðslur
í árslok sveitarfélögum nokkuð á
óvart. Áætlað er að afkoma A-hluta
sveitarfélaga hafi verið neikvæð um
tæpa 18 milljarða í fyrra. »12
Staðgreiðslan var
7,2% hærri á seinni
hluta ársins en 2019
Útsvar af launum er
stærsti tekjuliður
sveitarfélaga. Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jó-
hannesson segist sjá tækifæri í um-
breytingu á rekstri olíufélagsins
Skeljungs. Sjálfur er hann stjórnar-
formaður félagsins en auk þess hefur
hann leitt fjárfestahópinn Streng
sem nú er með meirihluta í Skelj-
ungi. Í miðopnuviðtali í Viðskipta-
Mogganum segir Jón Ásgeir Skelj-
ung hafa verið spennandi
fjárfestingarkost.
Hins vegar þurfi ákveðin stefnu-
breyting að eiga sér stað hjá fyrir-
tækinu. Hann útilokar ekkert hvað
framtíðaráform Skeljungs varðar, en
kveðst m.a. sjá mikil tækifæri í net-
verslun. Kórónuveirufaraldurinn
hafi enn fremur flýtt þeirri þróun um
heim allan. Jón
Ásgeir segir að
þrátt fyrir það sé
Ísland enn tals-
vert á eftir í þró-
uninni.
Ræðir við
erlenda aðila
Í viðtalinu
greinir Jón Ás-
geir frá því að við-
ræður hafi átt sér stað við öfluga er-
lenda aðila um aðkomu að fjár-
mögnun ákveðinna verkefna á
vegum Skeljungs. Aðspurður segir
hann vel koma til greina að færa
rekstur Skeljungs út fyrir landstein-
ana síðar. Þannig komi jafnframt til
greina að selja dótturfélag olíu-
félagsins í Færeyjum, P/F Magn.
Fjármagnið úr umræddri fjárfest-
ingu megi jafnvel nýta til annarra
fjárfestingarverkefna erlendis.
„Ég sé alveg fyrir mér að Skelj-
ungur verði erlendis síðar meir. Ég
horfi á þetta þannig að félagið er að
stórum hluta í fjárfestingastarfsemi
með því að eiga þennan rekstur í
Færeyjum. Sú fjárfesting gerir lítið
fyrir kjarnastarfsemina á Íslandi.
Hugsanlega verður hægt að um-
breyta þeirri fjárfestingu í aðra fjár-
festingu erlendis,“ segir Jón Ásgeir
sem kveðst horfa til Bretlands í því
samhengi. Þar séu spennandi tæki-
færi, en athafnamaðurinn er með
sterk tengsl þar eftir að hafa átt þátt
í rekstri margra af stærstu vöru-
merkjum landsins.
Mikil tækifæri í
rekstri í Bretlandi
Jón Ásgeir kveðst vilja breyta stefnu olíufélagsins Skeljungs
Jón Ásgeir
Jóhannesson
MViðskiptaMogginn
Kórónuveirusmit greindist hjá sjúk-
lingi á hjartadeild Landspítala í gær
við útskrift hans af spítalanum. Lok-
að hefur verið fyrir innlagnir á deild-
ina og allir 32 sjúklingar skimaðir.
Sýni þeirra reyndust neikvæð þegar
niðurstöður bárust seint í gærkvöldi.
Beðið er niðurstaðna úr skimun
starfsfólks deildarinnar, sem telur á
annað hundrað, en þeirri skimun
lýkur árdegis í dag.
Már Kristjánsson, yfirlæknir
smitsjúkdómadeildar Landspítalans
og formaður sóttvarnanefndar, seg-
ist reikna með því að hægt verði að
greina frá niðurstöðum skimana upp
úr hádegi. »6
Morgunblaðið/Ómar
Smit Landspítalinn við Hringbraut.
Smit á
hjartadeild