Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 1

Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  12. tölublað  109. árgangur  REYNSLAN NÝTIST TIL AÐ HJÁLPA ÖÐRUM ROSALEGA LANGT FERÐALAG SPÁÐ Í SPILIN FYRIR KOMANDI ÞINGKOSNINGAR GEIM-MÉR-EI 36 FRAMBOÐ FLOKKANNA 16SKÓLAR 24 SÍÐUR Of lítið samráð er haft við marga hagsmunaaðila innan lífeyriskerf- isins þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar. Þetta er mat Ólafs Páls Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins. Bendir hann á að stefnumarkandi ákvarð- anir um kerfið séu gjarnan teknar við samningaborðið milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Sá hópur hafi þó ekki að- komu að nema 7 lífeyrissjóðum af þeim 21 sem starfandi er í landinu. Þeir sjóðir hafi með höndum innan við helming þeirra verðmæta sem kerfið byggir grundvöll sinn á. Í samtali við Morgunblaðið bend- ir Ólafur Páll á mikilvægi þess að fleiri sjónarmið f́ái að komast að. „Það þarf að hleypa fleirum að borðinu, bæði sjóðum opinberra starfsmanna og öðrum hags- munaaðilum. Það er eina leiðin til þess að ná víð- tækri sátt um kerfið.“ Segir hann einnig gagn- rýnivert að ráð- ast eigi í veiga- miklar breytingar á líf- eyriskerfinu áður en endurskoðun á því eigi sér stað. „Það á að ráðast í þessar breyt- ingar og í kjölfarið er ráðist í gerð grænbókar um kerfið. Þarna er farið í hlutina í öfugri röð miðað við það sem eðlilegt mætti teljast. Það birt- ist enda í umsögnum um frumvarpið þegar það var lagt fram til kynn- ingar í lok árs 2019. Þar er mjög kvartað undan samráðsleysi.“ »12 Minnihluti með mestu áhrifin  Segir lítið samráð um lífeyriskerfið Ólafur Páll Gunnarsson Illa gekk að eiga við Portúgala í fyrsta leiknum á HM í handknattleik í Egyptalandi í gær. Portú- gal vann Ísland 25:23 og íslenska liðið fær því enga óskabyrjun í mótinu. Ísland mætir Alsír á morgun og Marokkó á mánudaginn í F-riðli keppninnar. Tvö efstu liðin munu komast áfram í milliriðil og íslenska liðið þarf því að vinna næstu tvo leiki. Á myndinni er skyttan snögga, Andre Gomes, kominn í gegnum íslensku vörn- ina. Arnór Þór Gunnarsson fyrirliði, Ómar Ingi Magnússon (14) og Elliði Snær Viðarsson ná ekki að koma í veg fyrir það. »35 AFP Engin óskabyrjun á HM í Egyptalandi Guðni Einarsson Freyr Bjarnason „Ég fordæmi allt ofbeldi. Það er ljóst að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla voru grafalvarlegar,“ sagði Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, um atvikið sem varð í skólanum í fyrradag. Hún kveðst telja að Borgarholtsskóli, jafnt kenn- arar og nemendur, hafi brugðist hár- rétt við. Lilja mun funda með skólameist- urum í dag. Þar verða öryggismál rædd sérstaklega og farið yfir það sem gerðist í Borgarholtsskóla. „Ég legg áherslu á að við búum í frjálsu og mjög góðu samfélagi og við viljum halda í þá samfélagsgerð,“ sagði Lilja. „Við leggjum höfuðáherslu á að umhverfi skólasamfélagsins sé öruggt og viljum tryggja öryggi allra,“ sagði Lilja við Morgunblaðið. Gerð áætlunar um viðbrögð við mögulegri vá í framhaldsskólum er langt komin hjá Skólameistarafélagi Íslands (SMÍ). „SMÍ hafði frum- kvæði að gerð viðbragðsáætlunar vegna vár eða hættu í framhalds- skólum,“ sagði Kristinn Þorsteins- son, formaður SMÍ. Reiknað er með að gerð áætlunarinnar ljúki á þessu skólaári. Kristinn telur að náttúruhamfarir eins og jarðskjálftar hafi einkum knúið á um gerð áætlunarinnar. „Þarna eru samt sérkaflar um skot- árásir, hryðjuverkaárásir og annað slíkt,“ segir Kristinn. „Það hefur vissulega áður komið til einhverra átaka í íslenskum skólum, þótt þetta atvik í Borgarholtsskóla sé með því versta sem ég man eftir.“ Piltur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. janúar í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Það var gert að ósk lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á grundvelli rannsóknar- hagsmuna vegna líkamsárásar í Borgarholtsskóla í fyrradag. Aðstæður í Borgarholts- skóla voru grafalvarlegar  Menntamálaráðherra ræðir öryggismál við skólameistara Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borgarholtsskóli Árásin sem þar var gerð skaut fólki skelk í bringu. MÖryggismál í skólum »6 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir ferðamálaráðherra segir ólík- legt að spár um 900 þúsund erlenda ferðamenn í ár muni rætast. Ríkisstjórnin sé meðvituð um erfiðleika í ferða- þjónustunni og opin fyrir því að skapa hvata fyrir Íslendinga til að ferðast innan- lands í sumar. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að 193 þúsund manns hafi notað ferðagjöf fyrir 743 milljónir króna. Takmarkanir reyndust meiri „Við breyttum lögunum fyrir jól til þess að framlengja gildistímann. Þegar við smíðuðum lögin gerðum við ekki ráð fyrir að vera með svona miklar takmarkanir í lok árs. Þannig að það var eðlilegt að lengja gildis- tímann til að fólk sem hefði ekki nýtt gjöfina hefði tækifæri til að nýta hana fram á vorið,“ segir Þórdís. Mörg veitingahús eiga í miklum rekstrarvanda. Þórdís Kolbrún segir til mikils að vinna að stjórnkerfið hrindi tillögum OECD um úrbætur í framkvæmd varðandi íþyngjandi regluverk og skatta. »12 Frekari ívilnanir í skoðun  Ráðherra boðar skoðun á regluverki Þórdís Kolbrún Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.