Morgunblaðið - 15.01.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Hafnarfjarðarbær og Icelandair
undirrituðu í gær viljayfirlýsingu
um framtíðaruppbyggingu félags-
ins í bænum. Fyrirhugað er að Ice-
landair færi höfuðstöðvar sínar að
Flugvöllum 1 í Hafnarfirði, en fé-
lagið er nú með hluta starfsemi
sinnar þar. Ráðgert er að starfsemi
Icelandair flytjist því úr Reykjavík
til Hafnarfjarðar í síðasta lagi í lok
árs 2023. Á næstu tveimur árum er
ráðgert að Icelandair ráðist í vist-
væna uppbyggingu á svæðinu.
„Það að eitt stærsta fyrirtæki
landsins ákveði nú að byggja höf-
uðstöðvar sínar í bænum eru frá-
bærar fréttir fyrir Hafnfirðinga og
Hafnarfjörð,“ segir Rósa Guð-
bjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar, í fréttatilkynningu. „Hönn-
un og skipulag nýrra höfuðstöðva
mun taka mið af þörfum starfsemi
félagsins nú og til framtíðar og
mun reynsla okkar af sveigjanlegu
vinnufyrirkomulagi undanfarna
mánuði án efa nýtast okkur vel í
þeirri vinnu sem starfsfólk alls
staðar að úr fyrirtækinu mun taka
þátt í,“ segir Bogi Nils Bogason,
forstjóri Icelandair.
Viljayfir-
lýsing
undirrituð
Morgunblaðið/Eggert
Icelandair flytur höfuðstöðvar flugfélagsins frá Reykjavík í Hafnarfjörð
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlög-
regluþjónn hjá flugstöðvardeild lög-
reglustjórans á Suðurnesjum, segir
það óviðunandi að tillögur sóttvarna-
læknis um aðgerðir á landamær-
unum hafi ekki náð fram að ganga. Á
upplýsingafundi almannavarna og
Embættis landlæknis í gær kallaði
hann eftir því að lög yrðu sett í bráð
sem veittu sóttvarnalækni heimild
til að grípa til þeirra aðgerða sem
hann teldi þarfar.
Vísaði Sigurgeir til tillagna sem
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
lagði fram um hertar aðgerðir á
landamærum Íslands. Þær tillögur
kváðu á um að komufarþegar hér á
landi gætu valið um að fara í skimun
við kórónuveirunni við komuna til
landsins, ellegar fara í 14 daga
sóttkví í farsóttarhúsi.
Fyrir þessu
taldi heilbrigð-
isráðuneytið ekki
liggja lagalegan
grundvöll. Þór-
ólfur þurfti því til
þrautavara að
leggja til að
reglum yrði
breytt á þann veg
að komufarþegar
þyrftu að sýna
fram á neikvætt kórónuveirupróf við
komu til landsins.
Þetta yrði gert til að þétta enn
frekar þær varnir sem fyrir eru á
landamærum, en sífellt fleiri smit
greinast þar nú dag hvern, sem ógn-
að geta góðum árangri innanlands.
Tvö virk smit greindust á landa-
mærum Íslands í fyrradag, sem er
mun minna en síðustu daga. Fjögur
smit greindust innanlands.
„Áfram gakk!“
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í samtali við mbl.is í
gær að ástæða væri til að hrósa
landsmönnum fyrir að hafa staðið
sig vel um síðastliðin jól og áramót
þegar kemur að sóttvörnum.
„Það er ekki hægt að túlka þetta
öðruvísi en að fólk hafi passað sig og
farið eftir settum reglum jafnvel
þótt fólk hafi verið mikið á ferðinni.
Margir voru smeykir við að eitthvað
gæti gerst en svo varð ekki og ég
vona að nú þegar verið er að rýmka
reglur haldi fólk áfram að passa sig
og fari ekki að túlka þessar tilslak-
anir sem tækifæri til þess að halda
partí.“
Óviðunandi að lagaheimild skorti
Yfirlögregluþjónn vill að heimildir sóttvarnalæknis verði rýmkaðar Ekki lagaleg stoð fyrir fyrri
tillögum Þórólfs Jól og áramót gengu vel og landsmenn eigi hrós skilið Fjögur smit í fyrradag
Innanlandssmit:
66 ný smit greindust sl. 14 daga
Nýgengi er: 18,0
Fjöldi í sóttkví: 228
Smit á landamærum:
120 virk smit greindust sl. 14 daga
Nýgengi er: 28,1
Fjöldi í skimunarsóttkví: 1.853
169 eru með virkt smit og í einangrun
Fjöldi smita
frá 30.6. 2020
Heimild: covid.is
júlí ágúst september október nóvember desember jan.
Fjöldi smita innanlands
Fjöldi smita á landamærum
Sigurgeir
Sigmundsson
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- meira fyrir áskrifendur
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Guðmundur Felix Grétarsson raf-
virki, sem missti báða handleggi eftir
slys árið 1998, liggur nú á gjörgæslu á
sjúkrahúsi í Lyon í Frakklandi eftir
að hafa í fyrradag gengist undir
ígræðslu tveggja handleggja. Aðgerð-
in er söguleg en aldrei áður hafa
handleggir verið græddir á mann að
öxlum meðtöldum. Aðgerðin tók fjór-
tán tíma og var gríðarlega flókin, en
sitt hvort teymi lækna sá annars veg-
ar um ígræðsluna sjálfa og að fjar-
lægja handleggi af gjafanum hins veg-
ar. Ástand Guðmundar er sagt
stöðugt að því er fram kemur í frönsk-
um miðlum og munu læknar nú skoða
hvernig líkami hans bregst við
ígræðslunni.
Guðmundur settist að í Lyon árið
2013 þegar ljóst varð að þar gæti
hann mögulega fengið grædda á sig
nýja handleggi. Hann hafði áður kom-
ið sér í samband við franska lækninn
Jean-Michel Dubernard, sem fyrstur
græddi handleggi á mann árið 1998.
Guðmundur hefur beðið í mörg ár
eftir að komast í aðgerð og má í því
sambandi rifja upp orð Diljár Natalíu,
dóttur Guðmundar, sem sagði í viðtali
við Morgunblaðið í nóvember árið
2013: „Ef hann fer í aðgerðina núna í
desember getur vel verið að við höld-
um jólin bara á spítalanum. Kannski
verður pabbi kominn með hendur um
jólin og það yrði sko heimsins besta
jólagjöf.“ Diljá var þriggja mánaða ár-
ið 1998 þegar Guðmundur lenti í slys-
inu.
Guðmundur fær nýja hand-
leggi eftir sögulega aðgerð
Áralöng biða á enda Aðgerðin sú fyrsta sinnar tegundar
Morgunblaðið/Golli
Sögulegt Áralöng bið er á enda.