Morgunblaðið - 15.01.2021, Qupperneq 6
Öryggismál í skólum6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Guðni Einarsson
Freyr Bjarnason
Gerð áætlunar um viðbrögð við mögu-
legri vá í framhaldsskólum er langt
komin hjá Skólameistarafélagi Ís-
lands (SMÍ).
„SMÍ hafði frumkvæði að gerð við-
bragðsáætlunar vegna vár eða hættu í
framhaldsskólum, meðal annars
vegna hryðjuverka, skotárása og jarð-
skjálfta,“ segir Kristinn Þorsteinsson,
formaður SMÍ. Hann segir að við-
bragðsáætlunin sé nú til yfirlestrar
hjá ríkislögreglustjóra, verði svo send
mennta- og menningarmálaráðuneyt-
inu til undirritunar og fari þaðan til
skólanna. Reiknað er með að gerð
hennar ljúki á þessu skólaári.
Kristinn segir að undirbúnings-
vinna hafi staðið síðasta ár undir for-
ystu Láru Stefánsdóttur, skólameist-
ara Menntaskólans á Tröllaskaga, í
samvinnu við ýmsa aðila. Hann telur
að náttúruhamfarir eins og jarð-
skjálftar hafi einkum knúið á um gerð
áætlunarinnar.
Árásir erlendis höfðu áhrif
„Þarna eru samt sérkaflar um skot-
árásir, hryðjuverkaárásir og annað
slíkt,“ segir Kristinn og bætir við að
fregnir af ofbeldisverkum í skólum er-
lendis hafi haft sín áhrif hér eins og
annars staðar.
„Við lifum í þessu samfélagi og það
sem gerist erlendis getur gerst hér.
Það hefur vissulega áður komið til
einhverra átaka í íslenskum skólum,
þótt þetta atvik í Borgarholtsskóla sé
með því versta sem ég man eftir,“
segir Kristinn. Hann segir að við-
bragðsáætlun komi ekki í veg fyrir
atburði eins og urðu í Borgarholts-
skóla. Þeir verði fyrirvaralaust og
ekkert í íslensku skólakerfi, eins og
það er í dag, geti komið í veg fyrir
svona atburði. Þar er ekki öryggis-
gæsla og skólarnir eru opnir eins og
flestar stofnanir.
Kristinn bendir á að í faraldrinum
hafi þurft að opna allar dyr skólanna
til að lofti betur um þá. Eins er sum-
um skólum skipt upp í sóttvarnahólf
og þá þarf að nota innganga sem alla
jafna eru ekki notaðir. Skólahúsin eru
því opnari en venjulega.
Ekki hefur verið rætt sérstaklega
um þörf á öryggisvörðum í framhalds-
skólum, að sögn Kristins. „En svona
viðbragðsáætlun gerir ekki gagn
nema starfsmenn skólanna viti til
hvaða ráðstafana á að grípa komi eitt-
hvað upp á. Skólar hafa haft bruna-
æfingar og annað slíkt og svo þarf að
vinna frekar eftir áætluninni þegar
hún tekur gildi,“ sagði Kristinn. „Það
fyrsta sem við gerum í öllum tilfellum
þegar um ofbeldi er að ræða er að
kalla til lögreglu. Þegar hún kemur
þá tekur hún stjórn á vettvangi og
okkur ber að hlýða lögreglunni í slík-
um tilfellum.“ Hann segir að sam-
starf skólanna við lögreglu sé al-
mennt gott.
Kristinn kveðst vona að atvikið í
Borgarholtsskóla hafi verið einstakt
tilfelli. Engu að síður hafi það gefið
tilefni til að fara yfir öryggismálin og
skoða stöðuna. „Á sama tíma má ekki
alhæfa um að við lifum í breyttu sam-
félagi. Ég ætla að vona ekki,“ sagði
Kristinn. „Þetta vakti mikinn óhug
og mínir nemendur eru mjög slegnir
yfir þessu. Svona kemur á samfélags-
miðlum um leið og hér eru allir með
undir höndum upptökur frá atvikinu í
Borgarholtsskóla.“
Lögðu líf sitt í hættu
Skólastarf hófst á ný í Borgar-
holtsskóla í gær. Ársæll Guðmunds-
son skólameistari sagði að starfsfólk
skólans hefði gengið örugglega til
verks þegar átökin brutust út. Eng-
inn kennari meiddist.
„Ég held að þeir hafi bjargað gríð-
arlega miklu. Þeir lögðu líf sitt í
hættu og komu þessum ofbeldis-
seggjum og slagsmálum út úr húsi
þar sem þeir héldu áfram. Að mínu
viti gerðu þeir algjörlega kraftaverk
til að verja hér nemendur skólans og
skólann sinn. Það eru marblettir víða
en það eru allir mættir í vinnu, en all-
ir í spennufalli,“ sagði Ársæll. Hann
taldi það mildi að þessi hópur kenn-
ara og starfsfólks hefði verið nálægt
þar sem átökin brutust út. Þau hefðu
gripið hratt inn í atburðarásina.
Ársæll sagði að atburðirnir hefðu
verið ræddir hispurslaust í skólanum
og að bæði nemendur og starfsfólk
hefðu getað leitað til teymis sérfræð-
inga í áfallahjálp sem var í skólanum í
gær. Einungis aðalinngangur skólans
var opinn í gær en á skólanum eru 19
inngangar.
Viðbragðsáætlun gegn vá í skólum
Gerð viðbragðsáætlunar fyrir framhaldsskóla langt komin Atvikið í Borgarholtsskóla vakti mik-
inn óhug Starfsmenn skólans lögðu líf sitt í hættu við að koma ofbeldismönnunum út úr skólanum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgarholtsskóli Lögreglan var kölluð til þegar utanaðkomandi menn réðust inn í skólann vopnaðir hnífum og
bareflum. Talið er að árásin hafi ekki beinst gegn skólanum heldur verið um uppgjör á milli einstaklinga að ræða.
Móðir nemanda í Borgarholtsskóla
segir að árásin sem var gerð þar á
miðvikudag hafi beinst að syni sín-
um. Hún segir að fyrir nokkrum
mánuðum hafi hann komið í veg
fyrir að annar nemandi gengi í
skrokk á stúlku. Það hafi svo leitt
til þess að syni hennar var hótað of-
beldi og degi fyrir árásina á mið-
vikudag frétti hann að einhverjir
ætluðu sér að ráðast gegn honum
með hnífi og stinga hann, eins og
hún segir í færslu á Facebook.
Móðirin, Inda Björk Eyrbekk Al-
exandersdóttir, sagði í samtali við
mbl.is í gær að báðir synir hennar
hefðu fengið skurði á höfuð eftir
árásina í fyrradag, en sex voru
fluttir á slysadeild. Yngri sonur
hennar var illa laminn að hennar
sögn, bæði með skralli og ítrekað
með hafnaboltakylfu. Inda árétti
við blaðamann að árásin tengdist
ekki fíkniefnum enda hefði sonur
hennar aldrei komið nálægt slíku.
Hún segir best að trúa ekki öllu
sem sagt sé á samfélagsmiðlum og í
athugasemdakerfum.
Segir árásina ekki
tengda fíkniefnum
„Ég fordæmi allt ofbeldi. Það er ljóst að aðstæðurnar í
Borgarholtsskóla voru grafalvarlegar,“ sagði Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Hún
hafði strax samband við Ársæl Guðmundsson skóla-
meistara þegar hún frétti af því sem gerðist og fékk góð-
ar upplýsingar um atburðarásina. „Ég bauð alla þá að-
stoð sem við gátum veitt og fylgdist svo grannt með
þróun mála yfir allan daginn í gegnum skólastjórn-
endur,“ sagði Lilja.
Hún kvaðst telja að Borgarholtsskóli, jafnt kennarar
og nemendur, hefðu brugðist hárrétt við. „Ég vil koma á framfæri þakklæti
til þeirra fyrir viðbrögð þeirra og eftirfylgni. Eins vil ég þakka lögreglunni
fyrir hennar hlut,“ sagði Lilja. Hún sagði að skólastjórnendur hefðu lagt
ríka áherslu á að skólinn yrði opinn í gær. Fulltrúar skólans tóku þátt í
Gettu betur í fyrrakvöld. „Skólastjórnendur héldu mjög þétt utan um nem-
endurna. Ég fann það strax og var ánægð með það,“ sagði Lilja.
Hún mun funda með skólameisturum á reglubundnum fundi sem hald-
inn verður í dag. Þar verða öryggismál rædd sérstaklega og farið yfir það
sem gerðist í Borgarholtsskóla. „Ég legg áherslu á að við búum í frjálsu og
mjög góðu samfélagi og við viljum halda í þá samfélagsgerð,“ sagði Lilja.
„Við leggjum höfuðáherslu á að umhverfi skólasamfélagsins sé öruggt og
viljum tryggja öryggi allra.“ Hún sagði að ofbeldi eins og í Borgarholts-
skóla í fyrradag hefði ekki áður sést í framhaldsskóla í hennar tíð sem
mennta- og menningarmálaráðherra.
„Ég fordæmi allt ofbeldi“
LILJA ALFREÐSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Lilja Alfreðsdóttir
Piltur var í gær úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 21. janúar í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Það
var gert á grundvelli rannsókn-
arhagsmuna vegna líkams-
árásar í Borgarholtsskóla í
fyrradag. Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu óskaði eftir
gæsluvarðahaldinu.
Þrír voru í haldi lögreglunnar
í gær eftir árásina og voru tekn-
ar skýrslur og reynt að afla
frekari upplýsinga um það sem
gerðist og allir þættir málsins
skoðaðir.
Enginn af þeim sem voru
fluttir á slysadeild eftir árásina
slasaðist lífshættulega og var
búið að útskrifa alla af sjúkra-
húsi í gær, að sögn Margeirs
Sveinssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns. Hann kvaðst ekki
vita nánar um meiðslin sem
fólkið varð fyrir. freyr@mbl.is
Einn í gæslu-
varðhaldi
LÖGREGLURANNSÓKN
Kristinn
Þorsteinsson
Ársæll
Guðmundsson