Morgunblaðið - 15.01.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
✝ Helgi StefnirKjærnested
fæddist í Reykjavík
12. nóvember 1954.
Hann andaðist 29.
desember 2021.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Kjærnested skip-
herra, f. 29. júní
1923, d. 2. sept.
2005, og Margrét
A. Símonardóttir
Kjærnested húsmóðir, f. 3. sept.
1923, d. 18. sept. 2016. Helgi
var þriðji í röð fjögurra barna
þeirra hjóna en systkini hans
eru: Símon, f. 1945, Örn, f. 1948
og Margrét f. 1960.
Helgi kvæntist 1975 Höllu El-
ínu Baldursdóttur, f. 1955. Son-
ur þeirra er Baldur Már Helga-
son verkfræðingur, f. 1976,
kvæntur Svanhildi Sigurð-
ardóttur stjórnmálafræðingi, f.
1976. Þau eiga þrjú börn, Höllu
Margréti, Kára Björn og Jón
Karl. Helgi og Halla skildu.
Helgi kvæntist 1989 Soffíu Lár-
usdóttur, f. 1960. Dóttir þeirra
er Margrét Rán Kjærnested
lögfræðingur, f. 1986, gift dr.
Jan Prikryl, f. 1987. Þau eiga
tvö börn, Kristian Mími og
Jöklu Margréti. Helgi og Soffía
háseti á Herjólfi og hjá Land-
helgisgæslunni. Hann starfaði
sem smiður fyrir Álftarós, Nils
P. Lund í Malmö í Svíþjóð og
við leikmyndagerð hjá Frost
film. Eftir að Helgi flutti til Eg-
ilsstaða 1986 starfaði hann sem
sölustjóri hjá Brúnás innrétt-
ingum, skrifstofustjóri á Heil-
brigðisstofnun Austurlands og
um 12 ára skeið sem útibús-
stjóri hjá Sjóvá á Austurlandi.
Samhliða starfaði hann sem
sjúkraflutningamaður. Helgi
var um nokkurra ára skeið for-
maður barnaverndarnefndar
Egilsstaða. Síðustu árin starfaði
hann á Fasteignasölu Mosfells-
bæjar.
Helgi var mikill útivist-
armaður. Hann var um tíma
formaður Ferðafélags Fljóts-
dalshéraðs og formaður björg-
unarsveitarinnar Gró.
Útför Helga verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag, 15. jan-
úar 2021, og hefst athöfnin kl.
15. Vegna fjöldatakmarkana
verða einungis nánustu að-
standendur viðstaddir en at-
höfninni verður streymt á
https://www.sonik.is/helgi
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
skildu. Helgi bjó
um tíma með Mar-
gréti Birgisdóttur,
f. 1954. Dætur Mar-
grétar eru Lilja
Jónsdóttir ljós-
myndari, f. 1978,
og Berglind Jónd-
óttir markaðsstjóri,
f. 1989. Berglind er
í sambúð með Hall-
dóri Arnarssyni
sálfræðingi, f. 1989
og eiga þau eina dóttur, Ölmu
Huld. Á síðustu árum bjó Helgi
á Lindarflöt í Garðabæ ásamt
hundinum sínum Stormi.
Helgi ólst upp á Þorfinnsgötu
í Reykjavík en var í sveit í
nokkur sumur á Höll í Þver-
árhlíð. Hann æfði ýmsar íþrótt-
ir með Val á yngri árum, m.a.
knattspyrnu og körfubolta, og
var í körfuboltaliði félagsins
sem varð Íslandsmeistari í ung-
lingaflokki. Helgi útskrifaðist
sem húsasmiður frá Iðnskól-
anum 1977 og húsasmíðameist-
ari 1981. Síðar aflaði Helgi sér
margvíslegra réttinda, í trygg-
ingaskólanum, sem sjúkraflutn-
ingamaður og löggiltur fast-
eignasali. Helgi stundaði ýmis
störf samhliða námi, m.a. sem
sendill hjá Eimskipafélaginu og
Pabbi, elsku pabbi.
Þá er næsta ferðalag þitt haf-
ið, á Suðurskautið, eins og þú
kaust að kalla það.
Kveðjustundin hafði langan
aðdraganda, þú hafðir mikinn
lífsvilja og að berjast við mótlæti
var einn af þínum styrkleikum.
Að alast upp með foreldri sem
var að takast á við krefjandi
sjúkdóm markaði mína æsku. Þú
sinntir samt föðurhlutverkinu af
mikilli alúð þegar þér leið vel, en
í baksýnisspeglinum sé ég að
sjúkdómurinn var að trufla þig
oftar en við áttuðum okkur á.
Við það að taka saman minning-
arorðin geri ég mér grein fyrir
hversu góð fyrirmynd þú varst á
mörgum sviðum og fyllist ég
gleði yfir hversu mörg áhugamál
þín eru nú mín; útivist og ferða-
mennska. Þú varst duglegur að
draga mig upp í fjall á skíði og
varst ávallt reiðubúinn að keyra
mig á skíðamót á unglingsárun-
um. Í raun eru skíðaferðalögin
mínar uppáhaldsminningar úr
æsku, annars vegar Andrésar
Andarleikarnir og síðar þegar
við fórum á mót í nýtt bæjar-
félag um nánast hverja helgi,
keyptum okkur ís og skoðuðum
bæinn.
Fyrir sjö árum hófst nýr kafli
í okkar lífi, kaflinn þar sem við
hófum bæði okkar bataferli. Svo
margar andstæður toguðust á í
okkar lífi, draumasiglingin sem
varð að erfiðustu viku lífs míns.
Þar gerði ég mér grein fyrir að
þú varst einungis að berjast á
móti öðrum sjúkdómnum sem
hrjáði þig. Mánuðirnir sem á eft-
ir komu ristu djúpt en þú bjóst
yfir mikilli seiglu og tókst
ákvörðun um að taka alkóhól-
ismann jafn hörðum tökum og
krabbameinið. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið tækifæri til
að taka þátt í þeim bataferli þín-
um.
Að kynnast afa Helga, þegar
Kristian Mímir og Jökla Mar-
grét fæddust, var skemmtilegur
kafli. Þú hafðir mikið lag á börn-
um og þið Kristian náðuð að
byggja upp einstakt samband,
þar sem þið fóruð saman til Æv-
ars í „slipptöku“ eins og þú kall-
aðir klippingu og í KKKK, þar
sem afi og Kristian fóru á Kaffi-
vagning og fengu sér Kleinu og
Kakó - „kaffihúsið okkar afa“
eins og Krisitian segir. Ég mun
halda minningu þinni á lofti með
þeim.
Ég er þakklát fyrir styrkleika
þína og veikleika, fyrir allan tím-
ann sem við eyddum saman í
skíðabrekkunum, tónleikana sem
við nutum saman og allar sam-
verustundirnar á Hóli og undir
lokin á Lindarflöt. Það eru for-
réttindi að fá að kveðja pabba
sinn vel og ég er þakklát fyrir að
við gátum gert það almennilega,
grátið saman og kvatt í sátt. Það
var í raun ómetanlegt að þú
skyldir búa þannig um hnútana
að gera þínum nánustu kleift að
annast um þig heima alveg þar
til næsta ferðalag hófst. Það var
dýrmætt fyrir okkur fjölskyld-
una. Skapaði ný tengsl og
styrkti gömul.
Takk fyrir lífið pabbi og gangi
þér vel á Suðurskautinu.
Þín
Margrét Rán.
Helgi okkar kvaddi þann 29.
desember eftir hetjulegustu bar-
áttu sem ég gæti trúað að háð
hafi verið við grimman sjúkdóm
sem of mörg okkar þekkja. Sjúk-
dómurinn kom í misstórum
skömmtum yfir u.þ.b. 12 ára
tímabil en alltaf var Helgi ákveð-
inn í að sigra hann með jákvætt
hugarfar og lífsvilja að vopni.
Síðustu ár varð róðurinn þyngri
á köflum en lífsvilji Helga og
kraftur efldist við það og hann
nýtti góðu stundirnar í allt sem
hann langaði að gera, hvort sem
það voru ferðalög, menningar-
viðburðir, veitingahúsaferðir,
kynni við nýtt fólk eða gæða-
stundir með fjölskyldu og vinum.
Þeir sem þekkja okkur Hall-
dór vel þekkja Helga líka. Þann-
ig var Helgi, hann sýndi öllum
sem hann kynntist svo einlægan
áhuga. Hann kom inn í líf mitt
þegar ég var 17 ára og ætlaðist
aldrei til að fá neitt sérstakt
pláss eða setja sig í neitt ákveðið
hlutverk. Ég fékk að ráða ferð-
inni, unglingur sem var að venj-
ast lífinu eftir skilnað foreldra
sinna. Helgi gaf mér algjört
svigrúm til að finna hvar ég vildi
hafa hann í mínu lífi og það var
líklega dýrmætasta stoðin í okk-
ar sambandi. Svo var það Storm-
ur okkar, sem við fengum á
heimilið fyrir 11 árum sem
styrkti sambandið enn frekar.
Þrátt fyrir að leiðir skildi hjá
mömmu og Helga var hann orð-
inn órjúfanlegur partur af mínu
lífi og gerði mér það ljóst í orð-
um og hegðun að ég væri að
sama skapi órjúfanlegur partur
af hans lífi. Við litla fjölskyldan
áttum alltaf samastað hjá Helga
og bjuggum hjá honum þegar
við heimsóttum Ísland á Hol-
landsárunum okkar og eins
fyrstu vikurnar eftir að við flutt-
um heim. Sambúð okkar gekk
auðveldlega fyrir sig og varð
uppsprettan að nánu trúnaðar-
sambandi. Helgi upplifði margt á
lífsleiðinni og samtöl um lífið og
tilveruna entust oft langt fram á
kvöld og þær stundir erum við
svo þakklát fyrir.
Það var hægt að tala um allt
án nokkurs vandræðaleika og
kærleikurinn alltaf svo mikill.
Helgi þakkaði mér nokkrum
sinnum fyrir að samband okkar
hefði gengið svo vandræðalaust
fyrir sig en mér fannst líka full
ástæða til að þakka fyrir mig.
Það sem ég fékk var aukafor-
eldri sem elskaði mig skilyrð-
islaust, vildi styðja mig í einu og
öllu og bauð mér inn í fjölskyldu
sína. Það er ekki sjálfsagt og lík-
lega utan hins hefðbundna
mynsturs að manneskja sem er
nánast komin á fullorðinsaldur
sé tekin inn í fjölskyldu stjúpfor-
eldris með eins miklum kærleik
og börn og fjölskylda Helga tóku
mér og hvað þá eftir að upp-
haflega tengingin slitnaði. Í dag
þekki ég suma fjölskyldumeðlimi
Helga betur en ýmsa sem eru
mér blóðskyldir og ég veit að
samböndin sem hafa myndast
munu endast út lífið þótt Helgi
sé ekki lengur með okkur.
Í lok nýliðins árs gætti Helgi
þess að samverustundirnar yrðu
enn fleiri enda sjúkdómurinn
farinn að toga hann fastar til sín.
Fyrir þessar síðustu samveru-
stundir, hreinskilnu samtölin,
hláturinn, tárin og minningarnar
verð ég ævinlega þakklát. Helgi
var stjúppabbi minn og afi Ölmu
dóttur minnar en fyrst og fremst
náinn vinur sem var partur af
okkar fjölskyldu. Minning hans
mun alltaf lifa í hjörtum okkar.
Berglind Jónsdóttir.
Tengdafaðir minn, Helgi
Stefnir Kjærnested, er fallinn
frá, aðeins 66 ára gamall. Það
var mín gæfa að kynnast einka-
syni hans fyrir 20 árum og ég
fékk Helga í kaupbæti, mann
sem tók mér opnum örmum og
við tók vinátta sem var mér dýr-
mæt. Fyrir okkar stundir er ég
þakklát.
Helgi var rækinn á sitt fólk,
heimsótti okkur reglulega þegar
við bjuggum erlendis, hringdi og
spjallaði og færði fréttir af okkar
fólki heima á Íslandi. Fjölskyld-
an skipti hann máli og það átti
jafnt við um okkur eins og móð-
ur hans, sem hann heimsótti
nánast daglega á æskuheimilið
að Þorfinnsgötu 8 meðan hún
bjó þar. Þegar þriðja barnabarn-
ið varð eins árs og pláss hjá dag-
mæðrum var ekki á lausu hljóp
Helgi í skarðið, hann sá það sem
forréttindi að geta notið lífsins
daglega með drengnum.
Helgi var líka einstaklega ið-
inn, hann elskaði að bardúsa á
Hóli, bústaðnum sínum í Hest-
vík, á meðan heilsan var góð.
Hann fór jafnan með barnabörn-
in með sér og leyfði þeim að
leika frjálsum í kjarrinu, sá
yngsti fékk að leggja sig undir
berum himni vafinn inn í gamalt
og þæft ullarteppi merkt Land-
helgisgæslunni.
Það var afar kómískt að taka
til í bílskúrnum hans sl. haust.
Tvö elstu barnabörnin fengu að
vera með í verkefninu og kynnt-
ust nýjum hliðum á afa sínum
við það. Spurningar á borð við
„afi, hvenær spilaðir þú á gít-
ar?“, var afi í Landhelgisgæsl-
unni?, hvenær keppti afi í Vasa-
loppet? Það var ekki hans stíll að
fara með hangandi hendi í verk-
efni, hann tók þeim með festu í
bland við þrjósku. Græjaði sig
gjarnan vel upp í þeim áhuga-
málum sem heilluðu hann, fór
vel með dótið sitt og geymdi allt.
Helgi glímdi við krabbamein
um 13 ára skeið og meðan hann
barðist við þann vágest kom
glögglega í ljós hversu vinmarg-
ur hann var og hversu vænt
mörgum þótti um hann. Afar
gestkvæmt var á Lindarflötinni
eftir að sjúkdómurinn lagðist
þyngra á Helga og fyrir hvert
viðvik var uppskeran endalaust
þakklæti og gleði.
Síðasta vor áttum við Helgi
góðan fund eftir að ljóst var að
dagar hans væru takmarkaðir.
Eftir erfitt samtal þar sem við
grétum, hlógum, héldumst í
hendur og horfðumst í augu við
raunveruleikann ákváðum við að
horfa á þetta verkefni með sér-
stökum hætti. Við höfðum ný-
lega hlustað á sögu Veru Illuga
um kapphlaup þeirra Amund-
sens og félaga á suðurskautið
upp úr þar síðustu aldamótum
og við bundumst fastmælum um
að horfa á það sem svo að Helgi
væri að fara á suðurskautið ei-
lífa. Slík ferð þarfnaðist undir-
búnings og skipulags, áður en
lagt væri í hann. Helgi undirbjó
sína ferð á suðurskautið vel.
Hann skipulagði nokkur matar-
boð á meðan heilsan leyfði, klár-
aði framkvæmdir á húsinu og
gekk frá öllum lausum endum
ásamt óskum sínum um útförina.
Við sem þekktum Helga erum
fátækari eftir að hann kvaddi og
lagði í sína hinstu för, en við get-
um huggað okkur við að við vit-
um að hann er laus við sjúkdóm-
inn og nýtur sín á
suðurskautinu.
Svanhildur Sigurðardóttir.
Elsku afi.
Ég kem því ekki í orð hvað ég
er þakklát fyrir þig. Þú varst
þolinmóðasti maður sem ég hef
nokkurn tímann kynnst og vildir
öllum svo vel. Sást það góða í
öllu og öllum. Útskýrðir allt sem
ég skildi ekki fyrir mér á manna-
máli. Allir bíltúrarnir sem fóru
frá því að þú skutlaðir og sóttir
mig út um allt í það að ég sótti
og skutlaði þér.
Þrátt fyrir að hafa vitað að
þinn tími væri að koma vegna
veikinda þinna er samt svo erfitt
að kveðja, svo erfitt að sætta sig
við það og í alvörunni trúa því að
þú sért farinn frá okkur.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Halla Margrét Baldursdóttir.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast bróður míns og
kærs vinar, Helga Kjærnested.
Uppvaxtarár okkar á Þor-
finnsgötunni voru viðburðarík og
ævintýrin á hverju horni. Land-
spítalalóðin var okkar leikvang-
ur og þar var klifrað og hlaupið
alla daga. Á sumrin dvöldum við
í sumarbústað fjölskyldunnar á
Rjúpnahæð á Vatnsenda, en
þangað var farið á vorin og voru
sumrin þar ógleymanleg. Helgi
var alla tíð mikið fyrir hreyfingu
og þegar hann stálpaðist gekk
hann í Val og náði þeim merka
áfanga að vera í hópi fyrstu Ís-
landsmeistara Vals í körfubolta
árið 1971.
Helga lá á að verða fullorðinn
og fór hann snemma til sjós og
stofnaði ungur fjölskyldu. Eft-
irminnileg er heimsókn okkar til
Helga til Svíþjóðar þar sem
hann bjó ásamt fjölskyldu sinni
og starfaði sem smiður um tíma.
Þrátt fyrir miklar fjarlægðir
héldum við alltaf góðu sambandi
enda var Helgi einstaklega
þægilegur í allri umgengni og
ljúfur.
Helgi bjó á Egilsstöðum í 25
ár og rifjast upp margar góðar
minningar af ferðum okkar aust-
ur. Helgi var mikill útivistar-
maður og naut þess að ganga á
fjöll. Minnist ég þess þegar
Helgi bauð mér að koma austur
og aðstoða við að bera steypu-
styrktarjárn sem nota átti í
göngubrú á Lónsöræfum. Mér
þótti það sjálfsagt en það runnu
á mig tvær grímur þegar ég
mætti austur og það kom á dag-
inn að „hópurinn“ samanstóð af
okkur tveimur ásamt Ásgrími
Ásgrímssyni, bólstrara á Egils-
stöðum. Byrðarnar reyndust
mjög þungar og komum við á
leiðarenda eftir 12 tíma göngu,
þá að niðurlotum komnir.
Á síðari árum efldust kynni
okkar Helga enn frekar þegar
við ferðuðumst meira saman,
m.a. oft til skíðabæjanna Ma-
donna og Selva á Ítalíu. Helgi sá
um leiðsögn og naut þess að vera
umkringdur hinum undurfögru
Dólómítum á allar hliðar. Það
var draumur hans að heimsækja
fjöllin að sumri, meðan hann
hefði enn heilsu til. Sá draumur
varð að veruleika þegar við
heimsóttum dalina fyrir rúmu
ári og gengum þar saman um
fjöll og firnindi. Sú ferð var ekki
síður verðmæt fyrir mig, full af
dýrmætum minningum og góðri
samveru.
Helgi var mikill mannvinur og
var virkur í AA-samtökunum og
Al-Anon til síðasta dags. Þar
naut hann þess að gefa af sér og
styðja við þá sem þurftu á aðstoð
að halda, m.a. með heimsóknum
í fangelsi.
Helgi lifði lífinu sannarlega
lifandi, kunni að njóta litlu hlut-
anna og sýndi mikið æðruleysi í
áralangri baráttu sinni við ill-
vígan sjúkdóm. Við eigum eftir
að sakna heimsókna þinna, sem
voru margar síðustu árin, þar
sem við sátum saman yfir kaffi-
spjalli og pönnukökum. Þín verð-
ur sátt saknað. Hvíl í friði.
Þinn bróðir,
Örn.
Við viljum minnast bróður,
mágs og frænda sem féll frá eft-
ir hetjulega baráttu við krabba-
mein í 13 ár. Margs er að minn-
ast þegar farið er yfir tíma
okkar saman. Hann lifði lífinu
lifandi og var mikill fjölskyldu-
maður. Helgi var æðrulaus mað-
ur og mikill sáttasemjari.
Hann munaði ekkert um að
keyra frá Egilsstöðum til
Reykjavíkur með smá stoppi á
Kirkjubæjarklaustri til að koma
í jólaboð á Þorfinnsgötuna á
jóladag. Hann hafði gaman af
því að kynnast fólki, átti vini út
um allan heim, til að mynda á
Ítalíu og í Argentínu. Við áttum
því láni að fagna að ferðast með
honum innanlands, til Parísar,
Kaupmannahafnar og Madonna
á Ítalíu. Fjölskyldan fór í nokkr-
ar skíðaferðir saman til Ma-
donna, alltaf var spennandi að
sjá í hvaða skíðagalla Helgi birt-
ist, aldrei í sama gallanum tvo
daga í röð. Þar þekkti hann
nokkra hóteleigendur sem fögn-
uðu honum í hvert sinn sem
hann heimsótti þá. Það sama
mátti segja um veitingahúsin,
allir þekktu Helga og beið hans
ávallt besta borðið.
Hann var höfðingi heim að
sækja hvort sem var á Egils-
staði, á Hól við Þingvallavatn
eða á Lindarflötina þar sem
hann bjó í seinni tíð. Helgi elsk-
aði að borða góðan mat og nut-
um við þess eftir að hann flutti í
Garðabæ að hann kom reglulega
til okkar í mat á kvöldin og
ávallt kom Stormur með. Storm-
ur passaði vel upp á Helga sinn
og fór í fýlu ef Helgi var ekki ná-
lægur.
Helgi var mikill fagurkeri, bjó
sér fallegt heimili og fannst
gaman að vera í fínum fötum,
helst pínu áberandi. Hann naut
sín best í faðmi fjölskyldu og
vina. Núna síðustu mánuði var
hann duglegur að bjóða ættingj-
um og vinum í mat og passaði
sérstaklega upp á að börnin
gleymdust ekki enda alla tíð átt
auðvelt með að ná til þeirra.
Okkur finnst sárt að sjá á bak
Helga sem kvaddi alltof
snemma.
Með aðstoð Heru og ættingja
var hægt að uppfylla óskir hans
um að fá að kveðja heima og
þökkum við þeim fyrir aðstoðina.
Elsku Baldur Már, Margrét
Rán og fjölskyldur, mikill er
missir ykkar en minningin um
góðan föður sem elskaði ykkur
mikið er góður fjársjóður.
Minning þín er ljós í lífi okk-
ar.
Margrét, Pétur og Ásta.
Helgi Stefnir Kjærnested var
næstyngstur barna Guðmundar
H. Kjærnested skipherra og
móðursystur okkar Margrétar
Símonardóttur. Við ólumst upp
hvort á sinni hæðinni á Þorfinns-
götu 8 í húsi afa og ömmu. Mæð-
ur okkar Margrét og Kristín
bjuggu hvor á sinni hæðinni nán-
ast allt sitt líf. Auk þeirra
bjuggu í kjallara, háalofti og
stökum herbergjum ættingjar
og vinir afa og ömmu. Þetta var
fjölskrúðugt sambýli margra
kynslóða þar sem Ingibjörg
amma var sannkölluð ættmóðir.
Í húsinu ríktu ákveðnar reglur
sem við börnin urðum að beygja
okkur undir. Mæður okkar
heimavinnandi, heitur matur í
hádeginu og kvöldin, öll föt
heimasaumuð eða prjónuð, stór-
þvottar þvegnir, garðurinn
ræktaður og slátur tekið að
hausti, mikil samvinna
kvennanna í húsinu, ömmu og
dætranna. Vegna starfa Guð-
mundar var hann oft lengi að
heiman en þegar hann var í landi
urðum við krakkarnir að taka til-
lit til þess.
Helgi var fjörmikill strákur,
skemmtilegur, uppátækjasamur
og gat verið stríðinn. Það gat
verið erfitt fyrir hann að stand-
ast þær freistingar að fá sér rab-
arbara eða gulrót úr garðinum,
en amma hafði haukfrán augu og
slíkt gat því endað illa. Öll geng-
um við í Austurbæjarskólann og
vorum við meira að segja hjá
sama kennaranum allan barna-
skólann, Valborgu Helgadóttur.
Margt var brallað í kjallaranum
á Þorfinnsgötunni og höfðum við
frændurnir meðal annars heilt
herbergi til umráða þar sem sett
var upp bílabraut. Helgi stofnaði
ungur heimili með Höllu Bald-
ursdóttur og eignaðist með
henni Baldur Má. Leiðir Helga
og Höllu skildi og síðar stofnaði
hann fjölskyldu með Soffíu Lár-
usdóttur. Þau eignuðust sólar-
geislann Margréti Rán. Helgi
bjó víða og kom að mörgu. Hann
réðst óhikað í ýmis verkefni á
lífsleiðinni. Hann var mikill úti-
vistarmaður eins og öll hans fjöl-
skylda og var skíðaiðkun þar of-
arlega á blaði. Síðustu árin var
hann á ný kominn á höfuðborg-
arsvæðið og bjó þá m.a. í Úthlíð
11, í nánu sambýli við mig, Sig-
urð. Þá hafði hann greinst með
illkynja sjúkdóm sem setti mark
á líf hans. Það var honum mikið
áfall en hann var staðráðinn í að
takast á við veikindi sín af æðru-
leysi. Gott var að eiga Helga að
þegar skyndilega þurfti að
skipta um vatnslagnir í kjallar-
anum í Úthlíðinni. Helgi stýrði
þeirri stóru framkvæmd af festu
Helgi S. Kjærnested