Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 21
og vandvirkni. Þarna nýttist
þekking og reynsla Helga á sviði
smíða og hústjóna. Þegar móðir
okkar féll frá keypti Helgi mið-
hæðina á Þorfinnsgötunni ásamt
Margréti Rán dóttur sinni og
tengslin við Þorfinnsgötuna
héldust.
Síðustu árin ferðaðist Helgi
mikið þrátt fyrir veikindin og
hélt úti öflugri heimasíðu. Þar
voru börnin hans og fjölskyldur
þeirra í forgrunni og styrktu
hann á þessum erfiðu tímum.
Þetta er fríður og föngulegur
hópur, sem Helgi var stoltur af.
Helgi hafði undirbúið brottför
sína úr þessum heimi í þaula.
Hvert atriði vandlega frágengið.
Vinirnir kvaddir, skilaboðin send
út, jólakveðja á Facebook. And-
látsfréttin kom ekki á óvart. Við
kveðjum elskulegan frænda og
vottum fjölskyldu hans samúð.
Sigurður Júlíusson
Lára V. Júlíusdóttir.
Það var árið 1995 að við Helgi
kynntumst í gegnum konur okk-
ar, systurnar Höllu og Soffíu.
Við Helgi náðum strax mjög
vel saman og upp frá því voru
samverustundirnar margar m.a.
á Kirkjubæjarklaustri. Þar
höfðu tengdaforeldrar okkar
Helga sett upp tjaldsvæði og
vann hann þar löngum stundum
og margar helgar ásamt konunni
sinni Soffíu, við uppbyggingu og
síðar gæslu á sumrin. Þar var oft
margt um manninn og naut
Helgi sín vel við tjaldvörsluna og
hafði sterkar skoðanir á um-
gengnisreglum eins og tengda-
móðir hans Ólöf Benediktsdóttir,
sem hafði metnað fyrir því að
allir hlutir væru til fyrirmyndar
hvert sem litið var. Þar voru þau
sammála og náði hann mjög
góðu sambandi við hana og má
segja að Helga væri á sama hátt
umhugað um að standa sína
plikt, ávallt. Helgi var afar barn-
góður og átti auðvelt með að ná
til þeirra og fá börnin með sér í
leiki og störf. Þar gerði hann
engan greinarmun á börnunum,
heldur kom fram af hreinskilni
og einlægni og vann sér trúnað
og traust þeirra. Á sama hátt
kom hann fram í lífinu, sem afl-
aði honum trausts hvarvetna.
Elsku Margrét Rán, Baldur
Már og fjölskyldur.
Við kveðjum góðan dreng.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Guðmundur Gíslason.
Ég kynntist Helga Kjærne-
sted í gegnum sameiginlegt
áhugamál okkar fyrir ekkert svo
löngu, en þrátt fyrir stutt kynni
náðum við að bralla ótrúlega
margt skemmtilegt saman.
Tíminn var nýttur vel, vegna
þess að tíminn var kannski það
eina sem Helga virkilega skorti.
Hann hafði greinst með krabba-
mein nokkru áður en við kynnt-
umst og því lagði hann mikla
áherslu á nýta tíma sinn vel og
hafa gaman af lífinu.
Að umgangast Helga vakti
mann oft til umhugsunar um
hvernig maður nýtir tíma sinn
og var það sannarlega dýrmætur
skóli.
Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki
haft mikinn tíma til stefnu þá
hafði hann alltaf tíma til þess að
hjálpa öðrum og þannig var það
alveg til síðasta dags.
Þótt mikið hafi verið af honum
dregið síðustu vikurnar þá
hringdi hann oft í mig og bað
mig um að aðstoða sig aðeins,
oftar en ekki var erindið að
hjálpa öðrum.
Að nýta sína síðustu krafta í
svona óeigingjarnt starf er sann-
arlega aðdáunarvert.
Helgi talaði opinskátt um það
sem var í vændum og síðastliðið
sumar
þegar við vorum úti að borða
saman þá segir hann við mig að
það sé einn staður sem hann
langi til að heimsækja á meðan
hann hafi orku til. Það séu
Strandir.
Daginn eftir vorum við lagðir
í hann norður á Strandir og átt-
um frábæra daga í dásamlegu
veðri í þessu stórbrotna um-
hverfi. Bílferðin var svo nýtt í að
velja lög í útförina, það var
dæmigert fyrir Helga, hann tók
því sem í vændum var af full-
komnu æðruleysi. Þannig gekk
hann svo fallega frá öllum laus-
um endum áður en hann kvaddi.
Það er ekki sjálfgefið að eign-
ast svona góðan vin eins og
Helga og hans verður sárt sakn-
að.
Ég votta fjölskyldunni mína
dýpstu samúð.
Óskar Páll Sveinsson.
Í nokkrum orðum viljum við
minnast góðs drengs, mikils vin-
ar og félaga sem fallinn er frá
allt of snemma. Það var mikill
fengur fyrir samfélagið á Egils-
stöðum að fá svo atorkumikinn
mann í sveitarfélagið. Alls staðar
þar sem Helgi kom að málum
var hann oftast kominn fremst
og lagði fram sína krafta af mik-
illi óeigingirni. Má þar nefna
störf fyrir barnaverndarnefnd
þar sem hann veitti skjólstæð-
ingum sínum svo miklu meira af
sinni persónu heldur en hægt
var að ætlast til. Hann var for-
maður Ferðafélags Fljótsdals-
héraðs og Borgarfjarðar eystri
og betri en enginn við að afla fé-
laginu tekna/styrkja við upp-
byggingu skála á Víknaslóðum.
Björgunarveitir á Héraði nutu
góðs af Helga og um tíma var
hann formaður Slysavarna-
félagsins á Egilsstöðum ásamt
því að vera í aðgerðastjórn.
Skíðadeildin naut góðs af veru
Helga og þegar dóttir hans fór
að æfa skíði var Helgi aldrei
langt undan. Á Egilsstöðum var
Helgi stór fiskur í lítilli tjörn og
naut sín vel þau 20 ár sem hann
bjó hér og var sárt saknað þegar
hann flutti suður.
Þær eru orðnar margar úti-
vistarferðirnar sem við hjónin
höfum átt með Helga og var auð-
velt að fá hann til þátttöku, sama
hverju stungið var upp á, vildi
hann helst leggja af stað eigi síð-
ar en núna ef eitthvað var orðið
ákveðið, hvort sem það voru
gönguferðir um firði og fjalla-
skörð eða gönguskíðaferðir um
hálendi Austurlands. Í mörg ár
stunduðum við Helgi hreindýra-
veiðar saman og hélt hann því
áfram eins lengi og heilsan
leyfði. Eftirminnileg er ferð sem
við fórum saman til Kúbu og þar
eins og venjulega var Helgi allt-
af kominn í fremstu röð að njóta
þess sem lífið bauð upp á. Helgi
var mikill foringi í gönguferðum
og fór þá oftast fremstur, beint
af augum, og varð ósjaldan við-
skila við leiðsögumanninn ásamt
hluta hópsins sem fylgdi honum
eftir. Kæri Helgi, þín er sárt
saknað.
Viljum við votta Baldri Má,
Margréti Rán og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Guðbjörg og Karl.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þessi orð Káins koma upp í
hugann þegar ég nú kveð kæran
vin minn, Helga Stefni Kjærne-
sted, sem lést 29. desember síð-
astliðinn.
Hugurinn leitar aftur til ung-
lingsáranna á Leifsgötunni í
Reykjavík þegar ég kynntist
Helga, sem þá bjó í húsi stórfjöl-
skyldunnar við Þorfinnsgötuna.
Unglingarnir í hverfinu héldu
vel saman og margir ennþá
minnisstæðir. Hópurinn hittist
þá gjarnan í sjoppunni við Leifs-
götuna, Hallgrímskirkja var í
byggingu og gamla skátaheimilið
við Snorrabrautina ennþá uppi-
standandi.
En unglingsárin vara ekki að
eilífu. Leiðir skildi og hver fetaði
sína lífsins braut og sumir hurfu
sjónum en vinátta okkar Helga
hélst þó órofin alla tíð þótt við
byggjum stundum sitt á hvoru
landshorninu eða sitt í hvoru
landinu. Ýmis tækifæri voru not-
uð til að hittast og gleðjast sam-
an með fjölskyldum og vinum.
Minningarnar eru margar um
skemmtilega samveru, til dæmis
árlegar heimsóknir Helga fyrir
jólin þegar smákökubaksturinn
var tekinn út og gefnar einkunn-
ir fyrir hinar ýmsu sortir.
Á lífsleiðinni hittir maður ein-
staka sinnum fólk sem maður
laðast ósjálfrátt að sökum mann-
kosta þess. Helgi var einmitt
þannig manneskja. Hann hafði
góða nærveru og jákvæðni hans
var einstök og aldrei fékk ég
fullþakkað honum fyrir stuðning
hans við mig í gleði og sorg.
Síðustu árin hagaði svo til að
Helgi bjó hér í hverfinu nærri
okkur Sigurði Rúnari og alltaf
var tilhlökkunarefni að fá hann í
heimsókn til að ræða málin og
fara yfir stöðuna. Ferfætti vin-
urinn Stormur var ávallt með í
för og lagði sitt til málanna.
Helgi var sannur vinur vina
sinna, hreinn og beinn og maður
vissi alltaf hvar maður hafði
hann og treysti honum og hann
sagði manni hlutina á hreinskil-
inn og umbúðalausan hátt.
Umfram allt bar þó Helgi hag
fjölskyldu sinnar fyrir brjósti,
barnanna sinna og afabarna sem
hann elskaði út af lífinu. Í sam-
skiptum við þau birtust allir
bestu mannkostir Helga.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga.
Vort sumar stendur aðeins fáa daga.
En kannske á upprisunnar mikla
morgni
við mætumst öll á nýju götuhorni.
(Tómas Guðmundsson)
Við Sigurður Rúnar sendum
Baldri Má og Margréti Rán,
mökum þeirra, börnum og fjöl-
skyldunni allri einlægar samúð-
arkveðjur.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Jóna Rún Gunnarsdóttir.
Góður félagi er farinn frá okk-
ur.
Helgi Kjærnested var léttur í
spori og glaður í lund. Hann tal-
aði alltaf einfalt og skýrt mál og
var ekki að flækja hlutina. Ef
það var eitthvert vandamál, þá
var ávalt stutt í lausnina. Helgi
var góður að hlusta og talaði
ekki að óþörfu. Hann var vinur
vina sinna og var til staðar ef
einhver var í erfiðleikum og
þurfti hjálp. Helgi var vel gefinn,
fljótur að hugsa, úrræðagóður,
ábyrgur og áreiðanlegur.
En það var þegar Helgi fór að
veikjast alvarlega sem persónu-
leiki hans og styrkur komu best í
ljós. Það er eins og það hafi gert
hann enn sterkari og enn betri
útgáfu af sjálfum sér. Það heyrð-
ist aldrei í Helga kvarta yfir ör-
lögum sínum eða sársauka.
Sjálfsvorkunn var ekki í boði hjá
Helga. Hann þurfti að fara til
læknis reglulega og Baldur son-
ur hans sá um að fara með hon-
um og skrifa læknisskýrslu fyrir
aðra í fjölskyldunni þannig að
Helgi þyrfti ekki að vera að
ræða svoleiðis leiðindi!
Ég lærði mikið af Helga og
persónuleika hans, sem var fyrst
og fremst að sjá alltaf björtu
hliðarnar, að gera það besta úr
öllu, jafnvel endalokum lífsins.
Helgi lifði í deginum, einn dag í
einu.
Helgi sætti sig við það sem
hann gat ekki fengið breytt.
Helgi lifði í kærleika og umburð-
arlyndi. Helgi hjálpaði öðrum.
Helgi var góður maður.
Ég mun sakna þín, félagi. En
það sem þú stóðst fyrir lifir að
eilífu.
Pétur Einarsson
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
✝ Hilmar Pét-ursson Njarð-
arvöllum 6 í Njarð-
vík fæddist í
Keflavík 12. sept-
ember 1931. Hann
lést 31. desember
2020 á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
nesja í Reykja-
nesbæ. Hann var
sonur hjónanna El-
ínbjargar
Geirsdóttur, f. 22. apríl 1908, dó
17. apríl 1984, og Péturs Frið-
riks Jóramssonar, f. 18. október
1906, dó 25. desember 2003.
Systkini Hilmars voru: Kristján
Geir, f. 27. maí 1933, d. 14. des-
ember 2016, og Dagmar, f. 23.
janúar 1940.
Hilmar kvæntist 5. febrúar
1955 Guðrúnu Kristinsdóttur, f.
17. maí 1932, dó 12. nóvember
2019. Foreldrar hennar voru
Þóra Lilja Jónsdóttir, f. 8. apríl
f. 3. október 1964, maki Guðrún
Finnsdóttir, f. 9. október 1965.
Börn þeirra eru: a) Þór, sam-
býliskona Hekla Jónsdóttir, b)
Hrund, sambýlismaður Þór-
oddur Björn Þorkelsson og sam-
an eiga þau þrjár dætur.
Hilmar var fæddur í Keflavík
og bjó nær alla tíð að Mávabraut
10 b. Á yngri árum vann hann
ýmis almenn störf, var skip-
stjórnarmenntaður og var til
sjós þar til hann slasaðist þegar
brot reið yfir togara úti fyrir
Vestfjörðum. Eftir að sjó-
mennsku lauk vann hann á
vinnuvélum en lengst af var
hann rafvirki og síðar raf-
magnseftirlitsmaður hjá Raf-
veitu Keflavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja.
Útför Hilmars fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag 15. jan-
úar 2020 klukkan 13.
Streymt verður frá útför:
https://www.facebook.com/
groups/hilmarpetursson
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
1905, og Eyjólfur
Kristinn Eyjólfsson,
f. 28. júlí 1888. Börn
Hilmars og Guð-
rúnar eru: 1) Krist-
inn, f. 24. október
1955, maki Sara
Bertha Þorsteins-
dóttir, f. 31. desem-
ber 1955. Börn
þeirra eru: a) Hilm-
ar, sambýliskona
Erla Rut Káradótt-
ir, saman eiga þau tvö börn, b)
Hildigunnur, maki Rafn Markús
Vilbergsson, saman eiga þau
þrjár dætur. 2) Eiríkur, f. 11.
janúar 1958, d. 8. ágúst 2018,
maki Aðalheiður Héðinsdóttir, f.
23. apríl 1958. Börn þeirra eru:
a) Andrea, maki Hafþór Ægir
Sigurjónsson og saman eiga þau
tvær dætur, b) Héðinn, maki
Kristrún Aradóttir og saman
eiga þau eina dóttur, c) Berg-
þóra sem á einn son. 3) Hörður,
Það er komið að því að kveðja
Hilla afa. Hilli afi og Gunna
amma voru mjög stór hluti af
minni barnæsku. Barnabörnin
voru tíðir gestir á heimilinu
þeirra á Mávabraut og þar var
alltaf tekið vel á móti þeim með
kökum og mjólk. Afi var með
góða nærveru, hann var ekki
mikið að trana sér fram en var
alltaf til staðar. Afi var mikill fjöl-
skyldumaður og hann var stoltur
af sínu fólki.
Eftir að ég varð fullorðin
kynntist ég afa betur og við fjöl-
skyldan áttum gott og náið sam-
band við hann. Helena elsta dótt-
ir mín var svo heppin að kynnast
langafa sínum vel. Henni fannst
gaman að spjalla við hann og
hann kom henni alltaf í gott skap.
Eins átti afi gott vinasamband við
Rabba eiginmann minn. Þegar
við komum í heimsókn þurfti afi
oft að fá Rabba til að kíkja á tölv-
una með sér enda notaði afi tölv-
una mikið, m.a. til að eiga sam-
skipti við ættingja erlendis. Afi
var rafvirki og hafði mikinn
áhuga á öllum framkvæmdum á
heimilinu okkar. Hann fylgdist
vel með þeim, vildi sjá myndir og
átti það til að kíkja í heimsókn til
að sjá hvað væri nýtt.
Afi átti 89 ára afmæli í sept-
ember síðastliðnum. Pabbi bað
mig að kíkja til afa og athuga
hvort ég gæti aðstoðað hann með
undirbúninginn fyrir afmælið.
Þegar ég mætti til hans kom í ljós
að hann var búinn að redda ýmsu.
Hann hafði farið í hverfisbúðina
og beðið afgreiðslustúlkuna um
aðstoð því hann vantaði veitingar
fyrir börn. Hún hafði fylgt hon-
um um búðina og tínt til ýmislegt
spennandi. Þaðan hafði hann far-
ið í bakaríið og keypt tertur
þannig að þegar ég kom var ekki
margt sem þurfti að gera. Svona
var afi ótrúlega hress, skýr í
hugsun og úrræðagóður allt til
síðasta dags.
Hilli afi var góður maður og
það var mjög fallegt að fylgjast
með hvað afi hugsaði vel um
ömmu síðustu árin hennar. Ég
mun sakna afa mjög mikið en er á
sama tíma þakklát fyrir öll árin
sem við fengum með honum. Hvíl
í friði Hilli afi og takk fyrir allt.
Hildigunnur Kristinsdóttir.
Í dag kveðjum við Hilmar Pét-
ursson sem andaðist á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja 30. desem-
ber sl.
Leiðir okkar Héðins og heið-
urshjónanna Hilmars og Guðrún-
ar lágu fyrst saman þegar sonur
þeirra Eiríkur og Aðalheiður
dóttir okkar urðu par á unglings-
aldri. Við skynjuðum fljótt að
Hilmar og Guðrún voru fólk sem
gott var að tengjast.
Við tóku námsár unga parsins
og eftir að Eyi útskrifaðist frá
Háskóla Íslands héldu þau ásamt
Andreu dóttur sinni til Banda-
ríkjanna þar sem Eyi fór í fram-
haldsnám og lauk þar doktors-
prófi fimm árum síðar.
Á árunum sem Addý og Eyi
voru búsett í Madison í Wiscons-
in voru á milli okkar Gunnu og
Hilla mikil og góð tengsl. Gæða-
stundirnar í eldhúsinu á Máva-
brautinni eru eftirminnilegar;
þar voru nýjustu sendibréfin sem
okkur höfðu borist yfir hafið frá
ungu fjölskyldunni lesin og
skeggrætt um líf og nám
barnanna okkar í nýjum heim-
kynnum.
Internetið með öllum sínum
miðlum hafði á þessum tíma ekki
haldið innreið sína inn í líf okkar
líkt og er í dag. Því ákváðum við
foreldrarnir snemma að við
myndum hringja til ungu fjöl-
skyldunnar einu sinni í mánuði
hvort okkar. Fyrir utan símtölin
góðu voru það sendibréfin sem
við deildum gjarnan sem gáfu
okkur mikið.
Við deildum gleði þegar tvö ný
barnabörn okkar fæddust í Ma-
dison og fréttir og myndir sem
þaðan bárust urðu okkur enn
dýrmætari.
Hilli var glaðlyndur maður
með góða nærveru og það var
gott og gaman að njóta gestrisni
þeirra hjóna. Hann reyndist alla
tíð Addý minni sem besti faðir og
kærleikar þeirra á milli voru
miklir.
Barnabörnin voru mjög stór
þáttur í líf þeirra Gunnu og Hilla,
hjá þeim áttu þau sitt athvarf, en
amma og afi nutu þess að dekra
við fólkið sitt og fylgdust vel með
sorgum þess og sigrum.
Hilmar var var mikill Keflvík-
ingur í bestu merkingu þess orðs,
minnugur mjög á samferðar-
menn og lífið í Keflavík fyrri daga
og naut þess að rifja upp og segja
sögur alveg fram til síðasta dags.
Hilmar Pétursson er kært
kvaddur. Sonum og tengdadætr-
um Hilmars og fjölskyldum
þeirra votta ég mína samúð.
Megi algóður guð þína sálu geyma
Gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
Þó kominn sért yfir í aðra heima
Mun þín minning lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Bergþóra G.
Bergsteinsdóttir.
Ég fer í skúffuna að sækja
vasaklút, Kiddi hringdi og sagði
að við mættum heimsækja Hilla
því hann væri kominn á líknar-
stofuna á sjúkrahúsinu og þá veit
ég að vasaklútur þarf að vera
með í för.
Minningarnar um jarðarfar-
irnar sem við Hilli fórum saman í
og vasaklútana alla sem hann
rétti mér þegar tárin fóru að
streyma. Við sátum hlið við hlið
og syrgðum saman, bæði þann
sem við vorum að kveðja og einn-
ig Eyja minn, son hans.
Örlögin höguðu því svo að eftir
að Eyi dó í ágúst 2018 fórum við
Hilli í 7 jarðarfarir saman næstu
mánuði á eftir. Í sameiningu
kvöddum við samferðafólk hans,
foreldra vina minna, mág hans,
mágkonu og báða tengdaforeldra
Kidda, eldri bróður Eyja.
Við Hilli saman að upplifa
söknuð og deila sorginni. Ég
studdi hann því hann var stund-
um aðeins valtur á fótunum og
hann studdi mig því ég var svo
ógurlega sorgmædd og hristist af
ekka.
Þessar stundir í kirkjum
landsins færðu okkur Hilla sam-
an á nýjan hátt. Og þegar Gunna
tengdamamma dó fyrir rétt rúmu
ári vorum við bæði búin að missa
maka okkar. Við gátum talað um
sorgina og missinn. Ástina í lífi
okkar sem við minntumst á í
hvert skipti sem við töluðum
saman. Þessi samtöl sem heiluðu
okkur og við áttum það sameig-
inlegt að finna fyrir nálægð
þeirra. Hann var sannfærður um
það síðustu vikurnar þegar hann
var mikið veikur að Gunna og Eyi
hefðu komið og vitjað hans og að
þau biðu eftir honum.
Eftir að Eyi dó tók ég upp
þann sið hans að hringja í Hilla
þegar ég var á Reykjanesbraut-
inni á leið í eða úr vinnu. Símtölin
byrjuðu alltaf eins hjá honum:
„Hvar ertu núna?“ Svo var tekið
fyrir hvað á daga okkar hefði
drifið síðan síðast og svo hvernig
okkur leið. „Hvernig líður þér
núna?“ spurði hann og ég á móti.
Svo „Hvert ertu komin?“ þegar
við kvöddumst.
Hilli tengdapabbi var mikill
sögumaður og sagði skemmtilega
frá körlunum á sjónum og vinnu-
félögum ásamt frændfólki. Hann
las mikið og hafði ánægju af öll-
um fróðleik. Hann fylgdist með
öllu sínu fólki og vissi hvað var að
frétta af börnum og barnabörn-
um.
Þegar dagarnir voru tilbreyt-
ingarlitlir og lítið um heimsóknir
voru fréttir af fólkinu okkar
skemmtilegastar.
Nokkrum dögum fyrir jól
heimsótti ég Hilla. Hann var í
rúminu orkulítill en hress í anda
að vanda. Hann sagði mér frá því
þegar hann sem ungur maður í
Stýrimannaskólanum slasaðist á
sjónum. Honum hafði boðist
pláss á bát um jólin og pening-
arnir kæmu sér vel. Þau Gunna
leigðu herbergi í Reykjavík á
meðan hann var í skólanum.
Í þessum túr fékk báturinn á
sig brot. Hilli var á dekki, kast-
aðist til og slasaðist illa og brotn-
aði mikið í andliti. Þessa sögu
hafði ég aldrei heyrt.
Ég spurði hvernig honum
hefði liðið eftir að hann kom heim
svona slasaður og hélt hann
áfram í skólanum, fór hann aftur
á sjóinn? „Hún Gunna var svo
góð við mig,“ svaraði hann. Hann
mundi bara eftir væntumþykj-
unni og elskunni, þessu sem
skiptir mestu máli.
Farðu sæll elsku Hilli.
Aðalheiður Héðinsdóttir.
Hilmar Pétursson