Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 24

Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 ✝ Margrét Lofts-dóttir fæddist í Reykjavík 23. des- ember 1992. Hún lést 28. desember 2020. Foreldrar henn- ar eru Loftur Ólaf- ur Leifsson, graf- ískur hönnuður, f. 20. nóvember 1958 og Júlíana Hauks- dóttir aðstoðar- skólastjóri, f. 1. apríl 1962. Systkini Margrétar eru: 1. Brynjar, f. 2. september 1987, maki hans er Kristrún Krist- jánsdóttir, f. 3. ágúst 1988. Dótt- ir þeirra er Birta Karen, f. 8. apríl 2018. 2. Ólöf Ylfa, f. 7. september 1998. Margrét ólst upp í Grafarvogi og gekk í Húsaskóla og tók síð- an stúdentspróf frá Kvennaskól- anum í Reykjavík. Því næst stundaði hún nám í Myndlista- skólanum í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan með diploma í málaralist. Hún hélt síðan til Englands lauk BA- gráðu í myndlist frá University of Cumbria vorið 2019. Margrét tók þátt í tveimur sam- sýningum, 2018 Málaradeildin, Listamenn Gallerý og 2019 Whack – the Pharmacy í Carlisle. Margrét hélt einkasýningu á verkum sínum í ágúst 2019 í Stokkur Art Gallery. Með námi vann Margrét í Sundlaug Graf- arvogs. Margrét hóf störf í Blóð- bankanum í Reykjavík sumarið 2019 við móttöku og öflun blóð- gjafa. Margrét verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju 15. janúar 2021, hefst athöfnin kl. 15 og verður streymt á Facebook: Útför Margrétar Loftsdóttur https://tinyurl.com/y6d8nb8v Virkan hlekk á streymi má finna: https://www.mbl.is/andlat Elsku besta systir mín, ég get talið upp svo ótal marga hluti sem ég á eftir að sakna að gera með þér. Ég á eftir að sakna þess að hlæja að þér við matarborðið á jólunum þegar þú ert að nostra við humarinn þinn einbeitt eins og þú værir að mála eitt af þínum ótrúlegu listaverkum. Ég á eftir að sakna þess að fá þig í heim- sókn og horfa á þig og Birtu Kar- en veltast um á gólfinu í hláturs- kasti yfir einhverjum góðum prumpubrandara. Ég á eftir að sakna þess að þú hneykslist á því að ég bjóði þér upp á „instant“ kaffi. Ég á eftir að sakna þess að segja þér einhverja ótrúlega heimskulega lygi og svo þurfti ég alltaf að leiðrétta lygina nokkrum mínútum síðar því þú trúðir öllu upp á mig, sama hversu heimsku- legt það var. Þú rifjaðir það upp við mig tveim vikum áður en þú kvaddir þennan heim sögu frá því við vorum lítil sem var einmitt lýsandi fyrir þetta. Þegar við átt- um heima í Veghúsum áttum við gamlan sófa sem var með gati í og ég sagði við þig að Högni vinur minn hefði prumpað svo fast í sóf- ann að það hefði komið gat og viti menn, þessu trúðir þú án þess að efast um stóra bróður þinn og síðan fylgdu ótal margar ótrúleg- ar sögur sem ég þurfti að leið- rétta. En það sem ég á eftir að sakna mest er það að fá ekki að sjá samband þitt við Birtu Karen halda áfram að þróast. Það var svo gaman að fylgjast með ykkur fíflast og brasa eitthvað skemmtilegt saman. Það verður erfitt að fá ekki senda eina góða „selfie“ af ykkur vinkonunum saman. Ég get þó huggað mig við það að ég á líklega þúsund þannig myndir og myndbönd sem ég get skoðað með henni Birtu Karen svo hún muni aldrei gleyma þér, elsku Margrét mín. En eitt er víst að ég er hand- viss um það að hvar sem þú ert stödd þá ertu umvafin þeim sem þú elskaðir svo heitt og saknaðir svo mikið. Þú byrjar líklega alla daga á því að vakna og fá þér gott kaffi og síðan farið þið afi Leifur út í göngutúr með pensla og málningu og málið fallegar myndir í náttúrunni. Síðan hell- irðu þér upp á annan bolla og leggur kapal með afa Hauki og tekur eftir því að hann svindlar til að láta hann ganga upp og þykist vera voða hissa að hann hafi gengið upp en þú segir ekkert. Svo farið þið í bíltúr á Fjallarauð í Sundhöllina og hann sýnir þér öll húsin sem hann byggði á leiðinni. Eftir sundferðina kíkirðu á nöfnu þína ömmu Maddý og þið sitjið í sófanum saman undir hlýju teppi, hún að sauma og þú að teikna. Svo enda allir dagar á því að þú og Unnur frænka sitjið saman og borðið dýrindis osta og drekkið rauðvín sem grætur fallega og spilið skrafl fram á nótt. Ég elska þig að eilífu, elsku Margrét mín. Brynjar Loftsson. Elsku Magga mín. Ég á svo erfitt með að átta mig á því að þú sért farin frá okkur. Ég trúi ekki að ég þurfi að læra að lifa lífinu án elsku systur minnar. Þú stóðst við bakið á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og varst alltaf til í að hjálpa mér ef þú gast það. Fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Þú varst mér svo góð systir og vinkona. Í okkar huga vorum við ekki líkar þó svo að aðrir ættu það til að rugla okkur saman og hef ég oft fengið að heyra „vá, hvað þú ert lík systur þinni“. Það er ekki ósjaldan að mamma og margir aðrir í fjölskyldunni hafa kallað mig Margréti. Þó svo að þetta hafi farið örlítið í taugarnar á mér þegar ég var yngri þá finnst mér eiginlega huggandi í dag. Ég veit ekki af hverju það er en ég held að vitneskjan um það að fólk hugsi til þín veiti mér einhverja hugarró. Mér finnst það vera heiður að fólk líki mér saman við jafn fallega, yndislega og skemmtilega manneskju og þig. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig er aulahúmorinn þinn. Það var svo oft sem þú sagðir ein- hvern kjánabrandara og hlóst langhæst sjálf og oftar en ekki tók mamma undir hláturinn með þér og ekki annað hægt en að hlæja með ykkur. Það er líka gaman að hugsa til hláturs- kastanna sem við mæðgur feng- um oft af mismiklum ástæðum. Þannig vil ég minnast þín og okk- ar tíma saman. Hlæjandi svo mikið og dátt að við náðum varla andanum. Ég á erfitt með að hugsa út í það að þú munir ekki vera hjá Birtu Karen þegar hún elst upp. Þið voruð svo góðar vinkonur og það var alltaf svo gaman hjá ykk- ur. Þú varst svo dugleg að leika við hana og naust þess í botn. En við munum sjá til þess að hún viti hver Magga frænka var og hversu mikið þú hélst upp á hana. Það er gott að hugsa til þess að það er fólk þarna uppi sem tekur vel á móti þér. Ég er viss um að þú og Unnur frænka eigið eftir að drekka rauðvín, borða osta og leysa krossgátur saman. Ég horfi á myndir af þér og hugsa um allar dásamlegu minn- ingarnar sem við eigum saman og finnst erfitt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Vonandi finnur þú frið í hjartanu þar sem þú ert núna. Ég elska þig svo ótrúlega mikið elsku systir mín og ég mun varðveita minningu þína svo lengi sem ég lifi. Þín systir, Ólöf Ylfa. Elsku Magga frænka mín. Mér finnst orðið „frænka“ ekki vera nálægt því að lýsa öllu því sem þú varst fyrir mér, en það er það eina sem ég kann að kalla þig. Þú varst traust vinkona og fyrirmynd. Ég hef alltaf litið svo mikið upp til þín. Þegar ég var krakki og þú unglingur fannst mér þú svo töff og ég var svo montin að þekkja þig og það gladdi mig svo þegar þú nenntir að vera með litlu frænku þinni. Það þurfti ekki meira en pínulitla athygli frá þér til þess að gera daginn minn betri og láta mér líða eins og ég skipti máli. En það var ekki fyrr en síðar, þegar við vorum báðar orðnar fullorðnar, sem vinátta okkar tók vaxtarkipp. Við áttuðum okkur á að við ættum nokkuð margt sam- eiginlegt en fyrst og fremst var það áhugi okkar á myndlist. Við vorum báðar í Myndlistaskólan- um í Reykjavík og hittumst mikið á þeim tíma. Við áttum það til að fara á kaffihús eftir skóla eða um helgar og teikna saman. Þetta varð svo algengt að við tókum upp á því að leigja saman vinnu- stofu. Tíminn sem ég varði með þér á vinnustofunni er mér dýrmætur, ég upplifði þar 100% öryggi og frelsi. Þar gat verið friður og ró eða svaka stuð og hlutir voru bara eins og þeir voru. Ef það var ekkert að tala um var það allt í lagi og samt einhvern veginn gaman. Ef það var flipp og galsi í okkur leyfðum við bara öllu að flakka. Á þessum tíma var þetta öruggasti og hlýjasti staður sem ég gat farið á, þarna var ekkert nema þín góða nærvera og for- dómaleysi. Þú gerðir svo margt fyrir mig á þessum tímum og þú áttaðir þig örugglega ekki einu sinni á því. Ekki segja neinum en ég held að ég hafi lært miklu meira á að vera með þér á vinnu- stofunni en í skólanum. Svo man ég að það leiðinlegasta sem þú gerðir var að þvo burstana þína, mig minnir að þú hafir sagt eitt- hvað eins og „ef ég hætti nokkurn tímann að mála, þá verður það vegna þess að ég nenni ekki að þvo þessa fjandans bursta!“ Ég man líka tímana okkar í sundlauginni. Ég vonaðist alltaf til þess að fá að vera með þér á vakt. Þegar ég fékk að vinna með þér gerðum við allskonar skemmtilegt til þess að stytta okkur stundir. Þú varst alltaf með svo sniðugar aðferðir til þess að fara út fyrir rammann og búa til sameiginleg verk. Svo ef okkur datt ekkert í hug teiknuðum við bara fólkið sem var í sundi, okkur fannst ekki leiðinlegt að fá frí módel til að teikna og vera á laun- um í þokkabót. Mér þykir óendanlega leitt að ég hafi ekki getað gert fyrir þig allt það sem þú gerðir fyrir mig. Ég vona að þú hafir notið stund- anna okkar saman jafn mikið og ég, að þú hafir átt marga góða daga og að þú hafir fundið frið. Hluti af þér lifir í hjarta mér, ég lofa að vernda hann og gefa honum gleði og langt líf. Takk fyrir allt, elsku Margrét mín, ég mun sakna þín alltaf að eilífu. Þín frænka, Eygló Hildur. Það er sárara en tárum taki þegar ungt fólk sem er að móta stefnu sína til framtíðar er kallað á annað tilverustig langt fyrir aldur fram, eins og hún frænka mín með fallega hárið. Þessi hæfileikaríka listakona átti svo margt ógert í listinni og lífinu, því ekki tímabært að kveðja svona snemma á lífsleiðinni sem raun ber vitni. Engan í stórfjölskyld- unni grunaði að hún glímdi við þunglyndi fyrr en hún kvaddi þennan heim. Brosið, gleðin og fögnuðurinn þegar Magga hitti einhvern af Akurgerðisfólkinu leyndi sér ekki, og engan grunaði líðan hennar. Okkar samveru- stundir voru ekki margar, aðeins þegar stórfjölskyldan kom saman af einhverju tilefni. Hún elskaði frændgarð sinn, þar átti yngsta kynslóðin hug hennar allan eins og glöggt má sjá í listsköpun hennar. Margrét bjó að yfirnátt- úrulegum hæfileikum í ljóslifandi myndverki sem hún skóp og heill- aði alla sem sáu. Mér er minn- isstæð mynd, „Hönd Gauju ömmu‘‘, snilldarverk sem sýnir karakter, geðslag og lífsbaráttu ömmu hennar, sem ég er viss um að heldur í hönd Möggu og leiðir hana á góðan stað í hóp forfor- eldra hennar. Ég er þess fullviss að Margrét er ekki hætt að skapa list. Er ég horfi til himins um ókomin ár, og sé kynjamyndir í háloftaskýjum og norðurljósum, er hún frænka mín með fallega hárið að minna á sig. Elsku Júlíana, Loftur, Ólöf Ylfa og Brynjar og Kristrún. Megi allar góðar vættir styðja ykkur og blessa á þessum sorg- artímum. Páll Hauksson. Þegar ég hugsa til elsku Mar- grétar frænku minnar fæ ég hlýju í hjartað. Ég elskaði hvað við vorum ólíkar en náðum þrátt fyrir það vel saman. Hún hló að vitleysunni í mér og ég að vitleys- unni í henni því við vorum svo ólíkar en alltaf mikill kærleikur á milli okkar. Mér hefur alltaf fundist ég vera í besta frænku- hópnum, systur hennar mömmu hafa gefið mér svo mikið í gegn- um tíðina og við „yngra“ gengið erum mjög nánar og miklar vin- konur. Þegar ég var lítil þótti mér alltaf skemmtilegt að fara í pöss- un hjá Júllu frænku eða Guffu frænku. Ég man þó að Margréti fannst langbest að koma í pössun til Unnar frænku sinnar, mömmu minnar, og þá sérstaklega ef Margrét var ein í pössun. Henni fannst það svo kósý. Engin læti í systkinum og vinum, bara hún að njóta að vera heima hjá frænku sín (eins og mamma hefði sagt) og dunda sér í þögninni eða við söng mömmu. Það var alltaf fal- leg og sterk tenging á milli þeirra. Margrét var mikil mömmustelpa og fannst ekkert betra en að sitja í fanginu á mömmu sinni, alveg til tvítugs eða lengur. Margréti fannst líka rosa gott að vera í fanginu á mömmu minni og viðurkenni ég það fúslega að ég, stóra frænkan, var stundum afbrýðisöm yfir því. Eru mér sérstaklega minnisstæð ein áramótin þegar mamma vafði hana inn í pelsinn sinn því Mar- grét var smá hrædd við þessi flugeldalæti. Við Margrét hlóg- um að þessu þegar við urðum eldri. Margrét var yndisleg mann- eskja, hjartahlý og góð við alla. Hún var mikil barnagæla og allt- af vinsæl hjá börnunum. Sonur minn hélt mikið upp á hana og sérstaklega krókódílaleikinn, enda er krókódíll uppáhaldsdýrið hans í dag. Margrét elskaði fjöl- skyldu sína meira en allt og fannst ekkert skemmtilegra og hlýrra en að vera í kringum alla sína nánustu. Það fann ég svo sterkt á ættarmótinu í sumar þar sem hún naut sín með öllu sínu uppáhaldsfólki. Hún var mikil listakona og held ég að flestir ættingjar hennar eigi fallegt mál- verk eftir hana uppi á vegg. Elsku Margrét, það er svo sárt og erfitt að kveðja þig. Ég vona að þið mamma dundið ykkur saman og syngið saman falleg lög. Ég mun segja Hermanni Erni fullt af sögum af þér og hversu stór partur þú varst af okkar lífi. Hvíldu í friði elsku frænka, ég elska þig. Sunneva Ólafsdóttir. Elsku hjartans Margrét mín, það tekur mig svo sárt að vera að skrifa þessa grein svona allt of snemma. Ég er þakklát fyrir hvað við vorum nánar og áttum góðar stundir saman. Þegar við vorum yngri og for- eldrar okkar hittust í kaffi um helgi báðum við oftast um að fá að gista. Á þessum gistinóttum vor- um við duglegar að spila, borða yfir okkur af nammi og oftar en ekki liggja í hlátursköstum af svefngalsa. Ég man eftir öllum bústaðar- ferðunum og útilegunum sem við fórum í saman. Öll útiveran hvort sem það voru fjallgöngur, sund eða golf. Þú varst svo efnilegur golfari og það var svo gaman að spila með þér og njóta með þér keppninnar sem golfið er. Þegar það kom út ný íslensk bíómynd hugsaði ég til þín og vissi að þú myndir koma með mér. Þú varst alltaf svo jákvæð, sama hvert til- efnið var varstu alltaf til. Fjölskyldurnar okkar voru alltaf saman á jóladag og um ára- mótin. Þú varst mikil spilakona og jóladagur fór oft í spila- mennsku á milli át-tarna. Ára- mótin voru hins vegar þín hátíð, þér fannst mjög gaman að spá fyrir um það hvernig skaupið yrði og mikilvægast var hvort loka- lagið væri gott. Ég kom þér á óvart síðasta vor með komu minni til þín til Car- lisle og við höfðum nokkra daga til að dúlla okkur saman í Eng- landi. Ég kíkti á útskriftarsýn- inguna þína og var alveg heilluð af verkunum þínum, þau voru að mínu mati það flottasta á sýning- unni. Það var svo notalegt að vera með þér og við áttum svo góðar stundir þarna úti að dóla okkur saman, það var nefnilega þannig þegar maður var með þér þá þurfti ekki að vera brjálað pró- gram. Við fórum meðal annars í spa, billiard og enduðum ferðina á að fara til Edinborgar en borgin var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum ekki síst vegna tenging- arinnar við Harry Potter. Þú varst mikil listakona og ég er svo gríðarlega stolt af þér og listinni þinni og montaði mig af því að þú værir frænka mín. List- in smitaðist svo út í áhuga þinn á eldamennsku enda varstu lista- kokkur. Þegar ég keypti mér mína fyrstu íbúð bauðst þú til þess að koma í heimsókn og elda fyrir okkur og fljótt kom í ljós hversu illa græjuð ég var í eld- húsinu þar sem ég þurfti að banka upp á hjá nágrannanum til að fá lánaðan dósaopnara. Þú varst svo mikill matgæðingur og nostraðir alltaf við matinn þinn eins og það væri þín síðasta mál- tíð. Þú kenndir mér til dæmis að setja rjóma í kaffið og að mojito er ekki almennilegur nema mað- ur geri sykursíróp. Ég er svo þakklát fyrir að litli drengurinn minn fékk að hitta Margréti frænku sína en á sama tíma þykir mér sárt að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að kynnast þér betur. Ég mun segja honum sögur af dásamlegu lista- konunni og frábæru frænkunni sem við áttum. Elsku Margrét mín, það eru svo margar stundir sem mér mun finnast svo mikill missir að hafa þig ekki með okk- ur. Jólin, áramótin og allar þær stundir sem við vorum vanar að verja saman verða ekki eins án þín. Ég sakna þín svo sárt, lífið er ekki eins fallegt án þín, ég mun ávallt geyma þig í hjartanu mínu. Þín frænka, Auður. Elsku hjartans Margrét frænka mín. Ég sit hér með hníp- ið hjarta eftir skyndilegt og óraunverulegt fráfall þitt. Við vorum vissulega ekki í daglegum samskiptum en við vissum vel hvor af annarri og tókum þátt í lífsviðburðum hvor annarrar enda mæður okkar systur. Við komum úr samheldinni fjöl- skyldu sem telur níu systkini og arfleifð þeirra sem er nálægt stóru hundraði. Við tökum þátt í sorgum hvert annars sem og sigrum. Ég þarf ekki að grafa djúpt í hugarfylgsni mín til þess að finna þar minningu um fallegt bros þitt og þitt ljúfa, hægláta fas. Þú hafðir listræna hæfileika sem blómstruðu og ég á eftir þig nokkur afar falleg og frumleg málverk og teikningar sem hafa alltaf verið mér mikils virði vegna þess að það varst þú sem varst listakonan og mér þótti vænt um þig. Þú varst óhrædd við að fara nýjar leiðir í listinni, nota strig- ann til þess að tjá þig og jafnvel orð. Þú áttir svo mikið meira eft- ir. Þú varst 21 ári yngri en ég en mér fannst þú vera gömul sál. Ég gætti þín oft þegar þú varst lítil og við brölluðum margt skemmti- legt saman. En svo snerust hlut- verkin við eitt haustmisseri fyrir nokkrum árum en þá tókstu að þér að vera liðveislan mín en til- gangurinn með henni var að draga úr félagslegri einangrun minni vegna veikinda. Og þú varst virkilega góður, skemmti- legur og þægilegur félagsskapur. Okkur þótti gott að fara í sund, enda varstu vatnadís mikil. Þá fórum við oft í mat til fjölskyld- unnar þinnar og þar var alltaf glatt á hjalla og skemmtilegt að vera enda afar samrýnd fjöl- skylda, sem stórt skarð hefur nú verið höggvið í. Við ræddum það aldrei, þú veist. Ég kynnist þunglyndinu reglulega í geðhvarfaköstum mínum en við töluðum aldrei um það, kannski einu sinni. Ég held að þú hafir ekki viljað það. En þú varst ljósið, Margrét, þú varst ljósið og þannig ætla ég að minn- ast þín, fallega, listræna og ljúfa frænka mín. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Elsku hjartans frænka mín. Það er komið að kveðjustund svo óraunveruverulegt sem það er. Ég reyni að halda tangarhaldi í þig en þú ert farin. Ég votta þinni kæru fjölskyldu, Júlíönu, Lofti, Ólöfu Ylfu, Brynjari, Kristrúnu og Birtu, mína innilegustu sam- úð. Megi allar góðar vættir vera með þeim og styðja í sorginni. Unnur Hrefna. Elsku Margrét mín. Mér þykir svo vænt um stundirnar sem við áttum saman. Til dæmis þegar við fórum í Ásmundarsal í mód- elteikningu, það var svo gaman að fylgjast með þér teikna, þú varst svo hæfileikarík og mikill listamaður. Þegar ég var í námi í New York og þú í Bretlandi og við vorum að tala saman á netinu um námið okkar og verkefni. Það var svo gaman að fá að fylgjast með vinnunni þinni og ferlinu. Þú varst að teikna sýningarrými meðan við vorum að tala saman, þegar þú varst að segja mér hvað það færi mikil málning í verkin og hvað þau væru lengi að þorna. Þetta fannst mér allt mjög spennandi að fá að fylgjast með og var svo stolt af þér. Það var svo gaman að tala við þig í göngutúrunum sem við fór- um oft saman í, og yfir kaffibolla þar sem við spjölluðum um lífið og listina. Mun ég sárt sakna þín elsku frænka og vinkona. Megi englar og góðar vættir vaka yfir þér og munu dýrmætu minningarnar um þig lifa í hjarta okkar. Innilegar samúðarkveðjur elsku fjölskylda. Ást og kveðja, Petra. Elsku Magga, það er sárt að þurfa að kveðja svona unga og hæfileikaríka konu í blóma lífs- ins. En enginn gat getið sér til Margrét Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.