Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 25

Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 um hvernig þér leið. Alltaf kímin með fallegt og glettið bros. Það var alltaf gaman í návist þinni eins og þegar við spiluðum golf og fórum í okkar frægu Haukal- ínuferðir, alltaf gleðigjafi og komst fram við alla eins og jafn- aldra. Mikið á ég eftir að sakna þín elsku Magga. Megi ljós og englar vaka yfir þér og fjölskyldu þinni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni (Bubbi Morthens) Elsku Júlla, Loftur, Ólöf, Brynjar, Kristrún og Birta Kar- en, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum, megi guð og góðar vætir gefa ykkur styrk. Ástarkveðja. Þín frænka, Guðríður Anna. Það er með djúpum söknuði og sorg í hjarta sem við starfsfólk Blóðbankans kveðjum kæran vin og samstarfskonu Margréti Loftsdóttur sem lést þ. 28. des- ember sl. þá nýorðin 28 ára. Við ótímabært fráfall Margrétar myndast stór gjá í samheldnum hópi okkar, gjá sem ekki verður auðfyllt. Margrét lét ekkert okkar sem vorum svo lánsöm að kynnast og starfa með henni ósnortið með sinni hógværu og fallegu nær- veru, dugnaði, jákvæðni og síðast en ekki síst glettni en hún var sannarlega lagin við að sjá og benda á spaugilegar hliðar þar sem það átti við. Það voru sann- kölluð forréttindi að fá að hafa hana með okkur í leik og starfi. Auk þess að vera frábær í sínum störfum í Blóðbankanum var Margrét ákaflega hæfileikarík og góð myndlistarkona og skilur hún eftir sig listaverk sem eiga eftir að ylja þeim sem þess fá að njóta um ókomna tíð. Hún samdi einnig ljóð en sama hógværðin einkenndi allt hennar fas varð- andi listina og annað, aldrei að láta bera á sér en það hefði með sanni verið ástæða til. Við munum halda minningu um Margréti á lofti með því að rifja upp öll skemmtilegu og góðu samskiptin okkar á milli, hennar verður sárt saknað. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og ástvinum Margrétar sem við vottum okkar dýpstu samúð. Minningin um elskulega stúlku lifir áfram með okkur. Fyrir hönd starfsfólks Blóð- bankans Anna Garðarsdóttir Edwald, Jóndís Ein- arsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir. Elsku yndislega, fallega og hjartahlýja Margrét. Það er svo erfitt að hugsa til þess að við munum ekki fá að hitta þig á ný og óraunverulegt að þú sért farin frá okkur fyrir fullt og allt. Eins hæfileikarík og þú varst í blóma lífsins. Fyrir rúmum 8 árum fékk ég þann heiður að stíga inn í fjöl- skylduna og hefur það verið skemmtileg ferð allt frá upphafi. Að fá að tilheyra eins náinni fjöl- skyldu og þín er er yndislegt. Ekki einungis þínum innsta hring heldur einnig stórfjölskyldunni. Þegar ég hugsa um þig í þessu samhengi kemur upp í huga mér að þú varst oftar en ekki til í glensið og oft á tíðum fyrst til að stjórna leik eða hefja spil í fjöl- skylduboði, það er því nokkuð ljóst að þú munt án efa skilja risa- stórt skarð eftir þig sem erfitt verður að fylla. Þá minnist ég magnaðrar og hæfileikaríkrar konu og mikillar fyrirmyndar sem mér finnst hafa verið forrétt- indi að kynnast og eiga samleið með. Þá ekki síst þar sem þú stóðst ávallt með mér í þrætum við bróður þinn og varst tilbúin til að taka undir stríðnina frá mér gagnvart honum. Fyrir það er ég þakklát. Það sem nístir mig innst að hjartarótum og er einna helst erfiðast að kyngja er að Birta Karen fái ekki að njóta yndislegr- ar nærveru þinnar lengur. Hún sem var þér svo kær og þú sem tókst hlutverki þínu sem stóra frænka hennar strax frá upphafi með eindæma áhuga, metnaði, umhyggju, ástúð og kærleik. Þú spurðir hana oft að því hver uppáhaldsfrænka hennar væri, oftar en ekki undir dræmum und- irtektum viðstaddra. Þó svo að ég geti ekki svarað fyrir hennar hönd þá veit ég fyrir víst að þú átt stóran sess í hjarta hennar og munt ávallt gera. Við sem eftir sitjum munum gera okkar allra besta og sjá til þess að Birta Kar- en muni ávallt muna eftir Möggu sinni. Hvort sem það er minning af góðu sófa-tsjilli, hlaupandi með þér um alla íbúð undir lagi emmsjé Gauta, syngjandi og dansandi við lög úr Konungi ljón- anna eða Birta hangandi ofan á risastórum tuskukrókódíl og Magga frænka dragandi hana um allar trissur. Þessar minningar, ásamt ótal öðrum, ylja mér um hjartarætur á þessum erfiðu tím- um. Elsku Margrét. Ég vona að þér líði vel á þeim stað sem þú ert í dag og hafir fundið þann frið sem þú leitaðir að. Ég mun ávallt minnast þín sem yndislegrar og kærleiksríkrar ungrar konu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst. Kristrún Kristjánsdóttir. Það er erfitt að trúa því að hún Magga okkar sé farin. Við mun- um samt aldrei gleyma öllum þeim góðu stundum sem við átt- um með henni. Við vorum allar saman í körfunni á unglingsárun- um og þótt við héldum ekki allar áfram að drippla saman þá teygð- ist vinátta okkar langt út fyrir völlinn. Við ólumst upp saman, lærðum á lífið saman og þótt við færum okkar eigin leiðir á full- orðinsárunum þá voru ræturnar sterkar og við héldum alltaf góðu sambandi og hittumst reglulega. Það eru margar minningar sem spretta upp í hugann, körfubolta- ferðir og skemmtiferðir, bæði innanlands og utan. Þar á meðal má telja helgarferðirnar í bústað- inn, venjulegu eftirmiðdagana fyrir og eftir æfingar, spilakvöld- in, rúntana og óteljandi sundferð- irnar. Þessi listi er ótæmandi en ofarlega í huga eru árlegir hitt- ingar síðustu ár þar sem við kom- um allar saman og skemmtum okkur vel. Magga var hugmynda- rík og skipulagði ógleymanlega leiki og ekki vantaði upp á hress- leikann, grínið og peppið fyrir árshátíðardeginum. Magga var hæfileikarík á mörgum sviðum og lengi mætti telja allt það sem hún áorkaði, þar á meðal í myndlistinni og var í raun ein okkar vinkvenna sem hafði yfirburða listræna hæfi- leika. Við dáðumst allar að lista- verkum hennar, hvernig hún fylgdi draumum sínum og erum við óendanlega stoltar af henni og listasýningunni seinasta sumar. En hún Magga var einstaklega barngóð og hjartahlý. Hún var svo góð með dætrum okkar og var alltaf tilbúin í alls konar leiki og gleði með þeim. Við erum gíf- urlega þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með henni og mun- um varðveita þær minningar um ókomna tíð. Við kveðjum hana Möggu okk- ar með tárum og þótt tíminn okk- ar með henni hafi verið allt of stuttur minnumst við hennar með brosi og hlýjum okkur við þær fallegu góðu minningar sem við eigum saman. Við elskum þig Magga. Þínar vinkonur, Bergþóra, Dagbjört, Ester Alda, Guðbjörg, Heiðrún, Sigrún Anna og Sigrún Gabríela. Elsku Margrét mín, með fal- lega hárið, glettna brosið og lúmska húmorinn. Þú barðist við sjúkdóm sem fór svo leynt og bar þig ofurliði þann óendalega sorglega dag 28. desember 2020. Nú kveð ég þig allt of fljótt, frábæra frænka, Haukalína, vin- kona, samstarfskona, heims- kona, listakona og svo margt annað sem þú varst okkur sem þekktum þig. Í frænkuferðum Haukalína höfum við frænkur átt góðar stundir saman og þú lést aldurs- bilið aldrei hafa áhrif og gant- aðist bæði með yngri og eldri frænkum eins og við værum all- ar jafnaldrar. Sem vinkona sagðir þú mér frá draumum þínum og áformum um það sem var fram undan hjá þér varðandi listina. Við töluðum um að fara á fleiri listviðburði saman, líkt og við gerðum einn góðviðrisdag síðasta sumar þeg- ar við fórum á Kjarvalsstaði eftir vinnu. Hér eftir verður þú með mér í anda í heimsóknum á lista- söfn og eflaust mun ég velta fyrir mér hvaða áhrif viðkomandi sýn- ing hefði haft á þig og þína list- sköpun. Sem samstarfskona komumst við starfsfélagar þínir alltaf bet- ur og betur að því hversu hæfi- leikarík þú varst. Öll þau verk- efni sem þér voru falin leystir þú fljótt, vel og auðveldlega, hvort sem þau voru við þjónustu, af listrænum toga eða hefðbundin skrifstofuverkefni. Þú varst mikil heimskona og mér er minnisstætt hvað ég var stolt af þér þegar þú fórst ein í ferðalag til Suður-Ameríku og hvað það var gaman að fylgjast með ævintýrum þínum á sam- félagsmiðlum. Einnig var ég stolt af þér þeg- ar þú fórst í framhaldsnám til Bretlands eftir að hafa lokið námi í málaralist frá Myndlista- skóla Reykjavíkur. Stuttu eftir að þú komst heim frá Bretlandi hélstu þína fyrstu einkasýningu hér á landi í Stokk- ur Art Gallery á Stokkseyri í ágúst 2019. Mér fannst það við- hafnardagur þegar ég fór í bíltúr austur til að skoða sýninguna. Á þessari sorglegu stundu er smá huggun að geta áfram notið list- arinnar sem þú skildir eftir þig. Elsku Margrét, ég sakna þín. Innilegar samúðarkveðjur, ást og umhyggja til ykkar, elsku Júlíana, Loftur, Ólöf Ylfa, Brynjar, Kristrún og Birta Kar- en. Vigdís Jóhannsdóttir. Í miðri hátíð ljóss og friðar þar sem jólaljósin lýsa upp skammdegið og allt er svo hátíð- legt bárust okkur fregnir af and- láti Margrétar Loftsdóttur. Það dimmdi yfir sem dökk ský drægi fyrir sólu. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að vera samferða Margréti og fylgjast með henni vaxa og þroskast. Lítið rauðhært stelpuskott, unglingur, falleg og hæfileikarík ung kona, stutt í húmorinn, myndlistarkona. Við minnumst ljúfra samveru- stunda. Í mörg ár var það hefð að jólin þurftu að vera klár fyrir Þorláksmessu því þá var haldið upp á afmæli Margrétar og ekki mátti missa af þeim fagnaði. Ár- leg Eurovision-partí fjölskyldn- anna þar sem giskað var á hver sigurvegarinn yrði og fylgst með af áhuga og þar var Margrét oft fremst í flokki og búin að kynna sé vel keppendur. Sumarið 2019 þegar Margrét hélt sína fyrstu myndlistarsýningu á Stokkseyri þar sem myndefnið var litað af litlu frændfólki og engum gat dulist að hæfileikar hennar voru miklir. Gangur lífsins er flókinn og nú þegar komið er að leiðarlokum erum við þakklát fyrir minning- arnar. Það er með söknuði og trega sem við kveðjum Margréti en jafnframt þakklæti fyrir góð- ar stundir sem við munum varð- veita í hjörtum okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hugur okkar er hjá ykkur, kæru vinir, Loftur, Júlla, Brynj- ar, Kristrún, Birta Karen og Ólöf Ylfa, ykkar missir er mikill. Heimir, Kristrún, Sólveig og Snorri. Elsku fallega frænka okkar hún Margrét hefur kvatt þennan heim. Það er erfitt og sárt að hugsa til þess að við munum ekki njóta samveru hennar framar og sjá hana blómstra áfram sem unga konu og listakonu. Hún hefur verið hluti af okkar tilveru frá því hún fæddist á Þor- láksmessu fyrir 28 árum. Litla fallega jólastelpan, alnafna ömmu Maddýjar sem var ekki lít- ið stolt af nöfnu sinni. Ótal minn- ingar flæða um hugann. Minningar um feimnislegt glettið bros, fallega rauða hárið, hlýjuna í nærveru hennar og ein- stakan húmor. Sumarfrí með ömmu Maddý og afa Leif í sum- arbústöðum um landið ásamt öll- um krakkaskaranum. Skíðaferð- irnar til Akureyrar og þar áttum við frænkur einu sinni stórleik fastar í 50 mínútur í bilaðri lyft- unni, dinglandi í lausu lofti og sungum til að halda á okkur hita og þola þessa þrekraun „Til ham- ingju Ísland „ svo undir tók í fjall- inu. Þetta var árið sem Silvía Nótt vann í söngvakeppninni. Ár- leg humarveisla stórfjölskyld- unnar sem því miður féll niður í ár vegna ástandsins en þar naut Margrét sín enda sennilega mesti humaraðdáandi fjölskyldunnar. Óborganlegu snöppin sem sýndu svo vel hvernig hún sá spaugileg- ar hliðar hversdagsins, ósjaldan á kostnað móður sinnar. Við nöfnur áttum það sameiginlegt að finn- ast mæður okkar einstaklega fyndnar og hlægilegar (sorrí mamma og Júlla). Margrét var ekki frek á at- hygli en hafði einstaklega hlýja og góða nærveru og maður fann fyrir fallegri sál og hvað hún var næm á umhverfi sitt og spaugi- legar hliðar lífsins. Hún kunni að njóta og sjá fegurð í hversdags- legum hlutum, njóta þess að drekka gott kaffi, borða og búa til góðan mat og vera með fólkinu sínu. Það kom skemmtilega á óvart og gladdi okkur mjög þegar myndlistarhæfileikar hennar komu í ljós. Gaman var að sjá hana svo þróa þá hæfileika áfram og verða að þeirri myndlistar- konu sem hún var. Það er erfitt að kveðja yndis- legu Margréti. Við munum minn- ast hennar með hlýju og söknuði. Ólöf Leifsdóttir (Lóló) og Margrét Anna Atladóttir. Það er á stundu sem þessari sem mér verður hugsað til allra fallegu, fyndnu og fáránlega skemmtilegu minninganna sem ég á um hana Möggu. Að sama skapi verður mér hugsað til allra minninganna sem ég hélt við myndum sjóða saman um ókomna framtíð. En svo verður ekki úr þessu, og það er sárt. Verkurinn fyrir hjartanu er þungur og ófyrirsjáanlegur, enda læðist hann upp að mér þegar ég á síst von á honum. Magga var mér svo kær. Hún var ekki bara náin vinkona, orðið nær einhvern veginn ekki utan um það hversu miklu máli hún skipti mig. Þessi fallega jörð með eldinn á réttum stöðum. Góðmennska, hráleiki, samhygð, einlægni, húmor, kær- leikur, beinskeytni, taktfesta, uppátækjasemi, ábyrgð, ákveðni, mýkt og svo mætti nú lengi fylla út orðalistann þegar stendur til að telja upp þá óteljandi kosti sem hún Magga bjó yfir. Hún bauð hiklaust opinn faðminn þegar þurfti, húmorinn eða alúð- ina t.d. en hún bauð líka upp á spark í rassinn þegar þess þurfti, og hún hafði einstakt lag á að gera upp á milli þess sem þurfti hverju sinni. Það er alveg glatað að geta ekki hlegið meira með henni, sungið eða trallað al- mennt. En það er líka svo leitt að geta ekki setið með henni í þögn- inni heldur, því sú þögn var aldr- ei þrúgandi einhvern veginn, hún bara var. Hún var jafn hrá og einlæg og Magga var sjálf. Kaffi var allra meina bót að hennar sögn, nauðsynlegt á morgnana, dásamlegt í hádeginu og velkomið seinnipart dags. Að drekka kaffi með Möggu var svo dásamlega berskjölduð og hrein stund, ég get ómögulega gleymt þeim óteljandi kaffibollum sem við deildum. Eða blikinu í auganu hennar þegar hún vildi vera extra grand á því og fékk sér rjóma í uppá- hellta pressukaffið, höfðinginn sem hún var. Glettna brosið hennar þegar lúxusaugnablik lífsins heilsuðu upp á, í grámygl- uðum hversdagsleikanum, líkt og þegar starfsfólk kaffikráa var rausnarlegt á froðuna í cappucc- ino-inn hennar, óspurt. Ég mun aldrei gleyma þér Magga mín. Takk fyrir allt og ég hlakka til að hitta þig aftur seinna einhvers staðar allt annars staðar í allt öðru formi. Þangað til þá lifir minning þín og nærvera á góðum stað í hjarta mínu. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr) Elsku Loftur, Júlíana, Brynj- ar, Kristrún, Birta og elsku Ólöf, sem og allir þeir sem syrgja um þessar mundir. Ykkur sendi ég mínar allra innilegustu samúðar- kveðjur, ljós og hlýju á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Karen Björg Jóhannsdóttir. Þær hryggilegu fréttir að Margrét Loftsdóttir hefði látist á milli jóla og nýárs lituðu ár- skiptin sorgarbláma. Þó get ég aðeins ímyndað mér sorgina og söknuðinn sem hennar nánasta fjölskylda hefur fundið. Við svo ótímabæran missi ná- ins ættingja eða vinar verður líf- ið aldrei samt. Við sem hins veg- ar kynntumst Margréti á vettvangi myndlistar vitum líka að íslenskur listheimur varð fá- tækari við fráfall hennar. Þess vegna langar mig til að minnast hennar hér og kveðja sem kollega í listinni. Ég kynntist Margréti þegar hún var nemandi við listmálara- braut Myndlistaskólans í Reykja- vík þar sem ég kenndi henni í tvö ár. Eftir námið fylgdist ég með listrænni þróun hennar, enda hafði ég mikla trú á henni og áhuga á því sem hún vildi miðla í málverki. Margrét sótti áhrif sín til svo- kallaðra holdmálara (e. flesh pa- inters) sem eru t.d. Titian, Rem- brandt, Lucian Freud og Jenny Saville. Hún var sérlega næm fyr- ir áferð og líkamlegri efniskennd, en það var ekki bara hold manns- líkamans sem átti upp á pallborð- ið hjá henni, heldur nálgaðist hún málverkið sjálft sem hold. Þannig vann hún með efnivið málverksins, sneri upp á strig- ann, reif hann og kuðlaði, til að ná fram holdkenndinni. Margrét náði skjótum þroska í málverkinu og var sífellt að bæta sig, enda var hún einstaklega vinnusöm. Prófessor við mynd- listardeild Cumbria-háskólans sagði mér að hún hefði lyft vinnu- viðmiði nemenda á útskriftarári upp um nokkur þrep vegna eld- móðs og markvissrar vinnu sinn- ar. Það lá því fyrir að Margrét ætlaði sér langt í listinni. Hún bjó líka yfir sérstöðu á meðal sinnar kynslóðar lista- manna á Íslandi þar sem djúp- stæð þekking á mannslíkamanum í málverkinu, litbrigðum hans og efniskennd, er af skornum skammti. Sem deildarstjóri list- málarabrautar horfði ég til hæfni hennar á því sviði, en þeir fáu sem búa yfir kunnáttunni sem þarf til að kenna módelmálun hérlendis eru ýmist að nálgast eftirlauna- aldur eða komnir á hann. Næsta ómögulegt er að finna unga listamenn með viðunandi kunnáttu og hæfni til að fylla í skarð þeirra. Margrét hafði hins vegar til- einkað sér þá kunnáttu og stóð til að hún mundi kenna sinn fyrsta áfanga í módelmálun á þessari önn, í deildinni þar sem hún sjálf nam nokkrum árum áður. En ör- lögin völdu annað. Margrét hefur nú málað sitt síðasta verk. Sem fyrrverandi kennari og síðar kollegi er ég afar stoltur af árangrinum sem hún náði á þeim vettvangi og þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni og list hennar. Ég sendi fjölskyldu Margrétar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hennar verður sárt saknað sem manneskju og listakonu. Jón B. K. Ransu Elsku litli frændi minn. Orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín mikið. Fallegar minn- ingar eru það sem ylja á þessum erfiðu tímum og eru þær ótelj- andi margar minningarnar sem ég á með þér, elsku frændi minn. Endalausar fótboltaæfingar í garðinum á Sléttahrauni, allir fótboltaleikirnir sem við fórum á í Kaplakrika, öll kósýkvöldin hjá nammifrænku og svona gæti ég endalaust talið. Þessar minning- ar mun ég alltaf halda fast í og eru þær ljós í lífi mínu. Vonandi fannstu friðinn þinn, Þorlákur Ingi Sigmarsson ✝ Þorlákur IngiSigmarsson fæddist 20. sept- ember 1999. Hann lést 27. desember 2020. Útför Þorláks fór fram 13. janúar 2021. elsku frændi minn. Ég elska þig að ei- lífu. Þín frænka, Ingibjörg Rún. Elsku besti frændi minn. Orð geta ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín. Þú varst minn besti vinur og ég gat alltaf leitað til þín. Þú varst með eina fallegustu sál sem nokkur gæti hugsað sér. Þú varst bestur í heimi og alltaf tókstu það fram hvað þú elskaðir mig mikið og hvað þér þótti vænt um okkar samband. Ég mun sakna þess að sjá þig brosa og hlæja. Ég vona svo innilega að þú hafir fundið friðinn þinn og ég mun minnast þín alla daga, elsku besti frændi minn. Elska þig. Þín frænka Þóra Rún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.