Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
✝ Páll Árnasonfæddist 21. júlí
1945 í Vestmanna-
eyjum. Hann lést á
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
1. janúar 2021.
Foreldrar hans
voru Guðmunda
Hermannía Jó-
hannsdóttir, f. 14.
júlí 1907, d. 18.
mars 1973, og Árni
Pálsson, f. 16. apríl 1903, d. 17.
mars 1961. Páll var eina barn
foreldra sinna.
Eiginkona Páls var Guðný
Harpa Kristinsdóttir, f. 21. jan-
úar 1947, d. 29. mars 2018, dótt-
ir hjónanna Huldu Ingibjargar
Pétursdóttur, f. 7. júní 1917, d.
15. maí 1994, og Kristins Karls-
sonar, f. 22. október 1919, d. 22.
nóvember 1992.
Sonur Páls og Guðnýjar er
Guðmundur Árni, f. 29. júlí
1973, kona hans María Höbbý
Sæmundsdóttir, f. 30. mars
1977. Börn þeirra eru Andri
Páll, f. 23. mars 2001, Arnar Ási,
f. 7. júní 2007, og
Guðni Sigurður, f.
14. desember 2011.
Fóstursonur Páls er
Kristinn Karl
Bjarnason, f. 9.
mars 1966.
Páll og Guðný
Harpa bjuggu á
Auðsstöðum við
Brekastíg 15b í
Vestmannaeyjum.
Páll var bæði neta-
gerðar- og múrarameistari og
vann á fyrri tíð við netagerð en
seinni tíð í múrverki. Páll
greindist með parkinson-
sjúkdóminn árið 1998 og með
tímanum hætti hann að vinna.
Eftir andlát Guðnýjar flutti Páll
á Hraunbúðir.
Útför Páls fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 15. janúar 2021, klukkan
13.
Streymi á útför:
https://www.landakirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Palli Árna múrari var innan-
girðingarmaður frá Vesturhús-
um en lengst af bjó hann á Auðs-
stöðum við Brekastíg. Palli var
15 ára þegar faðir hans lést og
móðir hans þá sjúklingur og
hann sendur í fóstur hjá móð-
ursystur sinni á Vesturhúsum.
Þar voru fyrir 16 börn og einn
munnur í viðbót ekki málið frek-
ar en að sex frændur deildu litlu
herbergi og öllu varð að deila
jafnt. Palli var vel af Guði gerð-
ur, glæsimenni, hár á velli og
dökkur á brún og brá. Hann var
gæddur góðum hæfileikum sem
hann ræktaði með sér af dugnaði
sem hann var þekktur af til allra
verka. Tónlistina fékk hann í
vöggugjöf og spilaði eins og eng-
ill á píanó og fáir Eyjamenn
höfðu roð við honum við skák-
borðið. Hann var glaðsinna
prúðmenni og sögumaður góður.
Sögustundirnar af Ása í bæ,
samferðamönnum hans og snill-
ingum sem voru vinir hans voru
kostulegar stundir, mikið hlegið
og vísum slegið fram á bæði
borð eins og enginn væri morg-
undagurinn og þar runnu stund-
um saman dagur og nótt. Í slík-
um veltingi naut skemmtileg
röddin, hávær hláturinn og list-
ræn líkamstjáning sín vel og
hann hnippti hvað eftir annað
fast í öxlina á mér og sagði, hef-
ur þú heyrt þetta, hefur þú
heyrt þetta? Palli var handlag-
inn til allra verka, meistari í
múr- og netagerð og sjómaður á
trillunni sinni Árna Páls VE svo
sjaldan féll honum verk úr
hendi. Palli var líka snöggur til
þegar einhver þurfti aðstoðar við
og ef hann hefði metið lífsgæðin
eingöngu eftir veraldlegum gæð-
um hefðu fleiri fengið reikninga
fyrir verkin sem hann vann en
raun varð á. Hann var ríkari af
hjálpsemi en peningum og nú á
kveðjustund stendur góð-
mennskan upp úr. Palli múrari
var samt alltaf að. Sinnti neta-
gerð hjá Ingólfi á vetrarvertíð-
um, gerði út Árna Páls á sumrin
og múraði inn á milli og það sem
eftir var ársins. Það var samt
alltaf tími til að taka eitt lag á pí-
anóið, eina bröndótta skák við
Stebba í Höfðanum og svo var
hann svo andskoti skemmtilegur
í góðra vina hópi. Það var áfall
þegar hann greindist með park-
inson 52 ára gamall sem reynd-
ist honum erfiður förunautur.
Það var mögnuð saga hvernig
hann tókst á við veikindin. Ég og
afastrákarnir okkar löbbuðum
með honum á Hraunbúðir og þá
kom sér vel reynslan að stíga
ölduna á trillunni í kröppum sjó.
Þegar verst lét var varla stætt.
Og þótt ég héldi að hann væri að
falla fyrir borð náði hann alltaf
að stíga ölduna og við náðum inn
í herbergið hans í kröppum
dansi. Þar settist hann við píanó-
ið og náði með erfiðismunum að
fletta nótnabókinni. Þarna náðu
hugur og hönd aftur sambandi
og Palli sló hinn sanna hljóm og
spilað eins og engill hvert lagið á
fætur öðru. Ógleymanleg stund
fyrir okkur peyjana. Magnað
hvað tónlistin sló parkinson al-
veg út meðan fingurnir snertu
nótnaborðið. En lífstónninn
þagnaði eftir 23 ára strögl við
sjúkdóminn og Palli Árna hélt í
sinn síðasta róður. Ég og afa-
strákarnir okkar eigum góðar
minningar um afa Palla á Auðs-
stöðum. Hann var Eyjamaður af
bestu gerð.
Við Sigga vottum tengdasyni
okkar Guðmundi Árna, Maríu
Höbbý og strákunum, Kristni og
fjölskyldunni samúð.
Sigríður og Ásmundur
Friðriksson.
Við Palli vorum skólabræður í
Vestmannaeyjum frá unga aldri.
Það leiddi til þess að hann kom
sem nemi í Netagerð Ingólfs á
sjöunda áratugnum. Hann var
að vinna í netagerð á þeim árum
er mest var að gera, unnið daga
og nætur þegar á þurfti að
halda.
Hann var einn af vöskum
starfsmönnum Netagerðar Ing-
ólfs árið 1973, þegar eldgos hófst
á Heimaey. Í Hafnarfirði var þá
sett upp útibú ásamt starfs-
stöðvum í Grindavík og Þorláks-
höfn, og fluttu Palli og Guðný,
eiginkona hans, tímabundið til
Hafnarfjarðar. Hann var dugn-
aðarforkur og mikið hraust-
menni. Palli hafði skemmtilegan
húmor og var það gott þegar
menn unnu langan vinnudag.
Á áttunda áratugnum breytti
Palli um starfsvettvang og lærði
til múrara, og var afkastamikill
eins og annars staðar til vinnu.
Palli fór í trilluútgerð, hann
var góður skákmaður og var fé-
lagi í taflfélagi Vestmannaeyja.
Hann spilaði á píanó og við
vinnufélagar hans, sem unnum
með honum á gostímabilinu í
Eyjum 1973, nutum góðs af því,
en þá bauð hann okkur heim til
sín og spilaði ásamt vini sínum,
Alfreð heitnum Washington,
lagahöfundi og píanóleikara, og
var þetta ígildi góðra tónleika
þessa kvöldstund.
Palli glímdi lengi við parkin-
sonsjúkdóminn, sem háði honum
mjög.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast látins félaga og vottum
við Jóna aðstandendum innilega
samúð.
Sigurður Ingi Ingólfsson.
Látinn er í Vestmannaeyjum
góður drengur, Páll Árnason eða
Palli múr eins og hann var jafn-
an kallaður í Eyjum.
Páll var múrari og á þeim
vettvangi var hann bæði fram-
sýnn og öflugur. Rétt fyrir síð-
ustu aldamót greindist hann með
parkinson-veiki og barðist hetju-
legri baráttu við sjúkdóminn í
yfir tuttugu ár.
Páll byrjaði sem unglingur í
kringum 1960 að sækja æfingar í
Taflfélaginu og kom á æfingar í
upphafi með föður sínum, Árna
Pálssyni. Næstu áratugina var
Palli einn af traustustu fé-
lagsmönnum og tók þátt í flest-
um mótum og viðburðum í félag-
inu.
Á meðan ég sinnti for-
mennsku í Taflfélagi Vest-
mannaeyja fyrir rúmum áratug
kom Páll jafnan á alla meiri
háttar viðburði til þess að fylgj-
ast með. Hann hafði óbilandi
áhuga á skák og félaginu sínu,
enda verið þar félagsmaður um
áratugaskeið. Á þeim tíma var
hann nánast hættur að taka þátt
í mótum vegna sjúkdóms síns,
en gaman var að sjá og frétta af
því að á síðustu þremur skák-
þingum, 2018 til 2020, tók hann
þátt og stóð sig mjög vel þrátt
fyrir erfið veikindi.
Fyrir rúmu ári hitti ég Pál á
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
þar sem hann dvaldi síðustu ár-
in. Páll vildi strax taka skák og
auðvitað varð úr heljarinnar
rimma við skákborðið. Í þeirri
skák sýndi Palli sínar bestu hlið-
ar sem skákmaður, sókndjarfur
og fylginn sér. Páll hafði þennan
skákstíl að leita nýrra leiða og
lék þá stundum óvenjulega leiki,
sem komu mótherjanum á óvart.
Þessi skákstíll setti þá stöðuna í
slíkt uppnám að engin leið var
að sjá úrslitin fyrir og það gat
Páll oft og tíðum nýtt sér.
Fyrir hönd Taflfélags Vest-
mannaeyja vil ég þakka Páli
samfylgdina og tryggðina sem
hann ætíð sýndi félaginu og
sendi fjölskyldu hans, ættingjum
og öðrum ástvinum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Karl Gauti Hjaltason.
Páll Árnason
✝ Magnús Þor-geirsson fædd-
ist að Víðidalsá í
Steingrímsfirði 27.
ágúst 1932. Hann
lést 8. janúar 2021.
Hann var fyrsta
barna foreldra
sinna þeirra Þor-
geirs Sigurðssonar
og Kristbjargar
Pálsdóttur. Systkini
Magnúsar eru þau
Ingimar Þorgeirsson, búsettur í
Oregon í Bandaríkjunum, Erla
Þorgeirsdóttir (lést árið 2017),
Páll Þorgeirsson og Ágúst Þor-
geirsson.
Sex ára gamall flutti hann
með foreldrum og systkinum til
sinni hús í Espilundi 7 í Garðabæ
og bjuggu þar alla tíð síðan.
Börn þeirra eru Emma Björg
Magnúsdóttir sem er gift Gunn-
laugi Gunnarssyni, Páll Þór
Magnússon sem er giftur Gabrí-
elu Kristjánsdóttur og Brynjar
Már Magnússon. Börn Emmu og
Gunnlaugs eru Magnús Gunnar
Gunnlaugsson og Bergþóra Mar-
got Gunnarsdóttir. Börn Páls og
Gabríelu eru Jóakim Páll Páls-
son, Margét Helga Pálsdóttir, El-
ísabet Emma Pálsdóttir og Krist-
jana Ósk Pálsdóttir. Sonur
Jóakims Páls og Láru Maríu
Karlsdóttur er Kristján Ernest
Jóakimsson.
Magnús var alla tíð mikill fjöl-
skyldumaður. Þrátt fyrir að hafa
flutt frá Hólmavík á þrítugsaldri
var Magnús alla tíð mikill
Strandamaður í hjarta sínu. Því
meir sem árin liðu.
Magnús dvaldi á hjúkr-
unarheimilinu Ísafold síðustu
þrjú árin.
Hólmavíkur. Hann
lærði hús-
gagnasmíði við Iðn-
skólann á Akureyri.
Að námi loknu
starfaði hann á
smíðaverkstæði föð-
ur síns á Hólmavík
þar til hann fluttist
til Reykjavíkur og
starfaði um árabil
hjá Nývirki. Síðar
settu þeir feðgar á
fót smíðaverkstæði í Goðatúni í
Garðabæ. Síðustu árin starfaði
hann hjá Olíufélaginu.
Magnús giftist Margot Häus-
ler árið 1964. Hún er dóttir Paul
og Emmu Häusler. Magnús og
Margot byggðu sér og fjölskyldu
Maggi bróðir fæddist á Víði-
dalsá og var níu árum eldri en
ég. Pabbi byggði húsið Snæfell
á Hólmavík og þangað flutti svo
fjölskyldan. Ég man ekki eftir
þeim ólánsviðburði þegar
Maggi fékk lömunarveikina og
lamaðist það mikið að hann gat
ekki gengið. Fljótlega var
Maggi sendur til Reykjavíkur á
Farsóttarsjúkrahúsið sem rekið
var undir stjórn Maríu Maack,
sem reyndist Magga mjög vel
og talaði hann af miklum hlý-
hug og virðingu um hana. Ég
man fyrst eftir Magga þegar
hann kom heim eftir langa dvöl
á Farsótt og þá með tvær hækj-
ur. Þrátt fyrir allt var Maggi
alltaf í góðu skapi, sem ég er
viss um að hefur hjálpað honum
allt lífið. Maggi fór svo í Iðn-
skólann á Akureyri til að læra
bóklega þáttinn við trésmíða-
námið. Eins og annað sem hann
tók sér fyrir hendur lauk hann
því námi með miklum sóma.
Mestan hluta dvalarinnar var
hann hjá systur mömmu, Þor-
björgu, alltaf kölluð Obba, og
Skúla eiginmanni hennar. Oft
talaði Maggi um það hve vel
þau reyndust honum, sannir
vinir og velgjörðarfólk. Að námi
loknu kom Maggi svo til
Hólmavíkur og fór að vinna
með pabba. Maggi var barngóð-
ur og komu krakkar oft á verk-
stæðið til að fá spýtur o.fl.
Maggi hafði gaman af þessum
heimsóknum og krakkarnir
kölluðu hann góða manninn á
verkstæðinu. Þrátt fyrir veru-
legan bata gat Maggi ekki eins
og við hin hlaupið út um víðan
völl, þá hjálpaði góða skapið.
Árið 1955 urðu góð þáttaskil en
þá eignast Maggi sinn fyrsta
bíl. Nýjan Opel Caravan. Þetta
breytti lífi hans mikið. Síðan
flutti Maggi til Reykjavíkur og
fór að vinna á Trésmíðaverk-
stæðinu Nývirki. Þar áttuðu
menn sig fljótt á því hve góður
smiður hann var. Á þessum
tíma fluttu pabbi og mamma
suður, pabbi byggði hús og
verkstæði í Garðabæ og þar
fóru þeir feðgar seinna að vinna
saman aftur. Maggi gerði fleira
á þessum tíma og það var okk-
ur öllum mikið gleðiefni þegar
hann og Margot ákváðu að
rugla saman reytum. Þar mætt-
ust úrvalsmaður og úrvalskona
sem eignuðust úrvalsfjölskyldu
í húsi sem þau byggðu sér í
Espilundi í Garðabæ. Emma,
móðir Margotar, var með þeim
alla tíð, einstök úrvalskona, sem
gerði allt gott enn betra. Við
Stína nutum oft góðrar aðstoð-
ar Magga við okkar húsnæði.
Hann vildi alltaf allt fyrir alla
gera. Hér í lokin er smá gam-
ansaga af Magga. Hann hafði
gaman af vísum og gerði nokkr-
ar sjálfur þar sem hann sneiddi
fagmannlega fram hjá stuðlum
og höfuðstöfum og og kallaði
það B stíl. Án þess að hann
hefði hugmynd um þá voru sum
þessara B stíls kvæða býsna
góð.
Eitt kvæðið lærði ég og fór
með fyrir þekktan bókmennta-
fræðing. Ég spurði hvort hann
vissi hver hefði ort og svarið
var: Ef ég þekkti ekki Stein
Steinarr út í hörgul myndi ég
segja að þetta væri hann. Nei,
ég þekki ekki höfundinn, sagði
hann. Mér er til efs að nokkrum
öðrum af allmörgum hagyrðing-
um í minni ætti hafi nokkru
sinni hlotnast sá heiður að vera
líkt við Stein Steinarr. Með
mikilli þökk og virðingu kveðj-
um við kæran bróður minn.
Elsku Margot, börn og fjöl-
skyldur, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Páll Þorgeirsson
og fjölskylda.
Mig langar að minnast föð-
urbróður míns, Magnúsar Þor-
geirssonar, í nokkrum orðum.
Hann var í mínum huga alltaf
Maggi frændi en hann var ekki
bara frændi minn heldur varð
ég þess heiðurs aðnjótandi að
kynnast honum einnig sem
vinnufélaga og vini á mínum
unglingsárum á bensínstöð
Esso í Lækjargötu í Hafnar-
firði. Maggi frændi var bros-
mildur maður, hann vildi alltaf
hafa gaman og grínast, átti það
til að bulla og hlæja hátt. Hann
var hrókur alls fagnaðar í
vinnunni og smitaði svo sann-
arlega gleðinni út frá sér. Á
bensínstöðinni í Lækjargötu
kynntist ég líka ástinni, eigin-
manni mínum Hafsteini, en þeir
Maggi unnu saman á bensín-
stöðinni og voru miklir vinir
þrátt fyrir mikinn aldursmun.
Þeir höfðu komið sér upp bull-
máli um orð og athafnir sem
enginn skildi nema þeir, því
sumt var ekki rætt fyrir framan
viðskiptavininn. Eitt orð skildu
þó allir starfsmennirnir, ef
Maggi frændi þurfti að skreppa
á salernið sagði hann „Disede-
labe“ og þá vissum við að ein-
hver þurfti að leysa af á kass-
anum. Þetta var miklu
virðulegra og smekklegra svona
innan um fólk.
Sem barn minnist ég Magga
frænda á trésmíðaverkstæðinu
hjá afa í Garðabænum. Góður
og hjartahlýr frændi sem vildi
alltaf koss á kinnina. Við Haf-
steinn minnumst Magga með
miklum hlýhug og þakklæti
sem kærs vinar og frænda. Við
sendum Margot, Emmu, Palla
og Brynjari og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Kristbjörg Ágústsdóttir.
Elsku Maggi minn, eða afi
eins og ég kallaði þig svo oft því
þú ert afi barnanna minna.
Minningarnar streyma um
góðan og yndislegan mann. Það
var alltaf hægt að leita til þín
þar sem þú gafst manni alltaf
góð ráð um lífið, tilveruna eða
jafnvel veðrið. Við vorum alltaf
miklir vinir og ég minnist
stundanna í bílskúrnum í Espil-
undi. Við áttum það sameig-
inlegt að vera berdreymin og
áttum við margar góðar sam-
ræður um drauma okkar. Þú
varst alltaf sannspár um fæð-
ingardaga og kyn barna okkar
Palla og barnabarna en mér
hefur alltaf þótt það magnað.
Við áttum einstakt samband
og þú kenndir mér svo margt.
Þú kenndir mér að gefast aldrei
upp, halda áfram veginn og
gera mitt besta. Mér þótti gam-
an að fylgjast með ykkur hjón-
um, hvað þið voruð hamingju-
söm og góð við hvort annað.
Þú elskaðir fjölskylduna þína
og þér þótti fátt betra en að
vera heima í faðmi hennar. Við
ferðuðumst saman til Þýska-
lands í einu ferð þína utan og er
sú ferð mér svo minnisstæð.
Við skoðuðum heimaslóðir eig-
inkonu þinnar og talaðir þú
mikið um hvað þú naust þess að
sjá erlenda grundu. Fleiri voru
utanlandsferðirnar ekki, því
eins og þú sagðir - nei takk,
heima er best.
Hólmavík var þinn bær og
elskaðir þú að segja sögur frá
uppvexti þínum og þínu fólki,
enda sannur Strandamaður.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þér fyrir rúmum 30 ár-
um og hlýja ég mér við allar
þær dýrmætu minningar sem
við áttum saman. Guð geymi
þig elsku Maggi minn, við hitt-
umst í draumalandinu.
Hvíl í friði
Þín,
Gabríela.
Elsku afi Maggi okkar. Okk-
ur langar að þakka þér fyrir
allar stundirnar sem við feng-
um með þér. Við erum svo
þakklátar fyrir allar samræð-
urnar sem við áttum og nú hlýj-
um við okkur við þær minn-
ingar. Það var alltaf stutt í
grínið og þegar við hugsum um
minningarnar er fátt annað
hægt en að brosa. Okkur þótti
alltaf gaman að sjá hvað þú tal-
aðir fallega til ömmu og sást
það svo greinilega hvað þú elsk-
aðir hana mikið. Þú kenndir
okkur að taka lífið ekki of al-
varlega og höfum við alla tíð
dáðst að jákvæðni þinni.
Þú varst svo stoltur af afa-
hlutverkinu og minntir okkur á
það í hvert skipti sem við hitt-
umst.
Við vorum stjörnurnar þínar
eins og þú sagðir alltaf, og
munum alltaf vera. Við erum
þakklátar fyrir að hafa getað
kvatt þig og sagt þér hvað okk-
ur þykir vænt um þig.
Guð geymi þig elsku besti
afi, þú munt alltaf eiga stað í
hjarta okkar.
Takk fyrir allt, sjáumst
seinna.
Trítlurnar þínar þrjár,
Margrét Helga, Elísabet
Emma og Kristjana Ósk.
Magnús
Þorgeirsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
HLYNUR HRAFN ÞORKELSSON
verkfræðingur,
lést 10. janúar á Rigshospitalet
í Kaupmannahöfn.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Inga Rós Júlíusdóttir
Katrín Edda
Andrea Rán
Freyja Seselía
Helga Hauksdóttir Þorkell Jónsson
Snæfríður Íris Kjartansdóttir Júlíus Helgi Jónsson
Haraldur Haukur Þorkelsson Sigrún Jenný Barðadóttir
Egill Gauti Þorkelsson