Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
✝ Guðrún Ólafs-dóttir var fædd
á Helganesi í
Strandasýslu 27.
október 1941. Hún
lést á Heilbrigð-
istofnun Vest-
urlands á Akranesi
5. janúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Jó-
hannsson, sjómaður
og verkamaður í
Reykjavík, f. 15.10. 1908, d.
10.10. 1964, og fyrri kona hans,
Kristjana Halldórsdóttir, f.
24.10. 1905, d. 9.2. 1982. Þau slitu
samvistir.
Alsystkini: Halldór Tryggvi, f.
20.1. 1932, látinn. Benjamín, f.
13.1. 1934, látinn. Lúðvík, f.
31.10. 1937. Magndís, f. 7.5. 1939,
látin. Jóhann Karl, f. 2.9. 1940.
Guðlaug, f. 9.10. 1943.
Seinni kona Ólafs var Oddlaug
Valdimarsdóttir. Börn þeirra:
Halldóra, f. 20.4. 1948. Alda Jóna
Ósk, f. 29.8. 1952. Ragnheiður, f.
15.2. 1955.
Hálfsystkini Guðrúnar, sam-
mæðra: Halldór Sveinsson, f.
19.8. 1929. Hann dó á 1. ári. Matt-
hildur Sveinsdóttir, f. 19.8. 1929.
Rún, f. 9.12. 1993, maki Stefán
Arnórsson, f. 20.7. 1987. Þeirra
sonur er Alex Mikael, f. 21.12.
2018.
2. Ólafur Skúli, f. 25.7. 1969.
Ókvæntur.
3. Svanur Þór, f. 6.1. 1977.
Eiginkona hans er Svava Ólafs-
dóttir, f. 6.12. 1978. Þeirra börn:
Stefán Máni, f. 27.5. 2008, og
Guðrún Halla, f. 4.3. 2013.
Dóttir Svans er Emilía Sól, f.
21.8. 2005.
Sonur Svövu er Ólafur
Tryggvi Egilsson, f. 20.1. 2002.
4. Lýður Óskar, f. 31.1. 1980.
Sonur hans er Hólmar Ingi, f.
8.5. 2004.
Skólaganga Guðrúnar var að
þeirrar tíðar hætti í Bjarnarfirði.
Hún fór síðar í Kvennaskólann á
Blönduósi. Þar eignaðist hún
tryggar vinkonur og átti góðar
minningar um dvölina.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Akraneskirkju 15. janúar
2021, kl. 13. Jarðsett verður í
Prestbakkakirkjugarði í Hrúta-
firði sama dag.
Í ljósi aðstæðna geta aðeins
fjölskylda og boðsgestir verið
viðstödd athöfnina, en henni
verður streymt á
https://akraneskirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Látin. Hálfbróðir,
samfeðra: Snjólfur
Fanndal, f. 4.5.
1940.
Uppeldisfor-
eldrar hennar voru
hjónin Ingimundur
Ingimundarson, f.
30.3. 1911, d. 22.7.
2000, og Ingibjörg
Sigvaldadóttir, f.
20.10. 1912, d. 15.5.
2011, bændur á
Svanshóli í Bjarnarfirði, þar sem
hún ólst upp með sonum þeirra,
en þeir eru: Sigvaldi, f. 29.1. 1944.
Látinn. Ingimundur, f. 29.1. 1944.
Pétur, f. 2.5. 1946, Svanur, f. 7.7.
1948. Ólafur, f. 3.12. 1951.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
rúnar er Björgvin Skúlason
bóndi, f. 11. nóvember 1940. Þau
gengu í hjónaband 21. ágúst
1966 og bjuggu alla tíð að Ljót-
unnarstöðum í Hrútafirði.
Börn þeirra eru:
1. Þuríður Ósk, f. 11.4. 1966.
Hennar maður er Ólafur Magn-
ússon, f. 17.8. 1969. Börn þeirra:
Björgvin Freyr, f. 19.10. 1991,
maki Magdalena Bogadóttir, f.
7.8. 1993. Þeirra sonur er Benja-
mín Leó, f. 30.7. 2017. Sigríður
Leiðir okkar Guðrúnar
tengdamömmu lágu saman fyrir
30 árum, þegar ég kom á Ljót-
unnarstaði með dóttur hennar,
henni Þurý eins og hún vildi láta
kalla hana. Það átti aldeilis að
hreyfa við borgarbarninu úr
Reykjavík þegar tilvonandi
tengdamóðir mín slengdi soðnum
sviðahausum á eldhúsborðið fyrir
framan mig og sagði gjörðu svo
vel. Hún vissi ekki að þetta væri
einn af mínum uppáhaldsmat, og
drengurinn borðaði meira að
segja augun.
Þetta kom henni virkilega á
óvart. Guðrún var beinskeytt og
ákveðin kona og lá ekki á skoð-
unum sínum, ef henni líkaði ekki
eitthvað, þá fékk maður að heyra
það vöflulaust. Guðrún kenndi
mér að gera kjötsúpu, en hún var
fræg um allar sveitir fyrir góða
kjötsúpu.
Hún kenndi mér líka að gera
rjómatertu en það var þá alvöru-
hnallþóra með miklum rjóma á
tveimur hæðum. Guðrún hafði
alltaf áhyggjur af því að ég væri
of grannur og hafði oft orð á því.
Guðrún var alltaf dugleg að hafa
samband við fólkið sitt og notaði
símann óspart til þess. Guðrún
kom líka oft til Reykjavíkur að
heimsækja okkur og gisti þá alltaf
hjá okkur hjónum, Þá var ég allt-
af sjálfkjörinn einkabílstjóri fyrir
hana og fór með hana og Björgvin
tengdapabba um allan bæ að
heimsækja fólkið sitt, en hún átti
mörg skyldmenni og góða vini
sem varð að kíkja á. Guðrún var
mikill dýravinur og hafði sérstak-
legan áhuga á golsóttum kindum.
Hún sagði oft að við Þurý yrðum
góðir bændur og vildi alltaf að við
flyttum í sveitina.
Með klökkum huga þig ég kveð,
ég þakka allt sem liðið er,
Guð okkur verndi og blessi.
Það er sárt að kveðjast við dauðans
dyr.
En svona er lífið og dauðinn ei spyr,
hvort finnist oss rétti tíminn til,
dauðinn hann engum sleppir.
(Ingimar Guðmundsson)
Minningin lifir um góða konu
og minnir okkur á að lífið er núna.
Þinn tengdasonur,
Ólafur
Magnússon.
Hún amma mín var með mjög
sterkan persónuleika, hún átti
auðvelt með að vingast hinum og
þessum úr sveitinni. Það þótti
mjög vandræðalegt þegar ég var
yngri þegar hún tók utan um
mann og annan og kyssti. Hún
var full af lífsorku sem hún deildi
með öðrum en hún var snögg til
að hvæsa á fólk ef henni líkað
ekki vel við það! Hún amma átti
alltaf til pönnukökur þegar ég
kom í heimsókn og hún var snögg
í að búa þær til ef ég bað um þær.
Hún kallaði mig alltaf prinsinn
sinn og ömmu verður sárt sakn-
að.
Ömmubarnið (prinsinn),
Björgvin Freyr Ólafsson.
Í minni æsku byrjaði sumarið
ekki almennilega fyrr en ég var
kominn upp í sveit til ömmu og
afa. Þar fékk borgarbarnið að
kynnast töfrum náttúrunnar og
að læra hvernig maður og dýr lifa
saman í þeirri náttúruperlu sem
Hrútafjörður er.
Amma var ótæmandi visku-
brunnur fullur af lífsleikni og
fékk maður kennslustund hvort
sem maður vildi það eða ekki. Því
amma var ákveðnasta kona sem
ég hef hitt á minni lífsleið, en á
sama tíma svo blíð og góð. Hún
kenndi mér að standa á mínu,
faðma fast og lengi og sagði mér
ótal sögur úr sinni æsku sem
hreyfðu mikið við mér.
Næsta afmæli eða stórvið-
burður í mínu lífi verður þung-
bær því að símtalið frá henni
ömmu mun ekki koma í þetta
skiptið. Hún gleymdi manni
nefnilega aldrei. Ég var fyrsta
stúlkubarnabarnið hennar og
kallaði hún mig alltaf prinsessuna
sína.
Amma mín var engum lík enda
kallar þessi tilvera okkar á fólk
sem sker sig úr svo að við getum
horft á lífið í allri sinni litadýrð,
annars er bara allt svarthvítt.
Þegar ég átti erfitt með svefn í
sveitinni hjá ömmu söng hún allt-
af fyrir mig sömu vísuna og geri
ég það ennþá fyrir mitt barn.
Sofðu, unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
(Jóhann Sigurjónsson)
Ég elska þig, amma mín,
hvíldu í friði.
PS. Ég verð alltaf prinsessan
þín. Þín
Sigríður Rún Ólafsdóttir.
Í dag er til moldar borin Guð-
munda Guðrún Ólafsdóttir, upp-
eldissystir okkar Svanshóls-
bræðra. Hún var næstyngst sjö
barna Kristjönu Halldórsdóttur
og Ólafs Jóhannssonar frá
Bakka. En Kristjana og faðir
minn voru bræðrabörn. Foreldr-
ar Gunnu, eins og hún var alltaf
kölluð, slitu samvistir. Móður-
amma hennar Þorbjörg Krist-
jánsdóttir og Svanfríður Þórunn,
Dóda, móðursystir hennar bú-
settar á Svanshóli tóku hana í
fóstur.
Eftir að Þorbjörg dó árið 1953
tóku foreldar mínir við hlutverki
hennar. Þegar hún var tveggja
ára veiktist hún af heilahimnu-
bólgu og bar hún þess merki alla
tíð. Gunna var glaðvær og frænd-
rækin og hringdi í eða heimsótti
ættingja sína vítt um land. Hún
hafði gaman af tónlist sem ung-
lingur.
Hún kynntist tilvonandi eigin-
manni sínum Björgvin Skúlasyni
á dansleikjum í Strandasýslu.
Þau giftu sig 21. ágúst 1966 og
hófu búskap á Ljótunnarstöðum í
Bæjarhreppi. Þau eignuðust
fjögur mannvænleg börn. Fyrir
hönd okkar bræðra vil ég þakka
kynningu í æsku og frændsemi
við okkur og afkomendur okkar.
Björgvin og fjölskyldu sendi ég
innilegar samúðarkveður og bið
góðan Guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Ingimundur Ingimundarson
Í dag er borin til hinstu hvílu
skólasystir okkar Guðrún Ólafs-
dóttir.
Það var fallegan haustdag í
byrjun október árið 1963 að stór
hópur af föngulegum stúlkum
mætti í Kvennaskólann á Blöndu-
ósi til vetursetu. Þær komu úr
flestum sýslum landsins, en hóp-
urinn úr Húnavatnssýslu var með
mesta móti í þetta sinn. Guðrún
kom úr
Strandasýslu og eftir 8 mán-
aða samvistir í heimavistarskóla
voru allar orðnar vel kunnugar.
Guðrún eða Gunna eins og hún
var alltaf kölluð eignaðist þarna
nokkrar góðar vinkonur og hélst
sú vinátta alla tíð. Gunna elskaði
fjölskyldu sína og börnin og
barnabörnin áttu stóran sess í
hennar hjarta. Hún var tryggur
vinur vina sinna og hafði gaman
af að glettast og gat stundum ver-
ið svolítið stríðin. Gunna hafði
gaman af að sauma út í púða og
eins var hún lagin við að mála
myndir eftir númerum. Heilsu
hennar hafði hrakað undanfarið
ár og kvaddi hún þennan heim að
kvöldi 5. janúar. Við kveðjum
hana með þessum fallegu erind-
um og sendum Björgvini og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Minning um vináttu
Á vængjum hugans virði fyrir mér
þá vináttu sem áttum við með þér,
og árin þutu framhjá eitt og eitt
þá aldrei fannst mér breytast myndi
neitt.
Að ylja sér við yndislega stund
er endurminning kær um okkar fund,
nú hlýjar kveðjur allt um heimsins torg
frá hjartanu við sendum þér í sorg.
Við minnumst þín og munum alla tíð
og minningin er trygglynd, heil og blíð.
Á vængjum hugans virði fyrir mér
þá vináttu sem áttum við með þér.
(Jóhanna Helga Halldórsdóttir)
Fyrir hönd Kvennaskóla-
systra,
Sigurlaug.
Guðrún Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA
Ég sendi öllum nákomn-
um Guðrúnu Ólafsdóttur
mínar dýpstu samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu
tímum. Þakka ég þó fyrir
að hafa fengið að kynnast
henni og að hún hafi hitt og
kynnst langaömmubarninu
sínu, honum Alex Mikael.
Samúðarkveðjur frá
okkur feðgum.
Stefán Arnórsson,
Alex Mikael Stefánsson.
✝ Haukur Ár-sælsson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 1. október
1930. Hann lést á
Droplaugarstöðum
7. janúar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Ársæll
Halldórsson, sjó-
maður og bóndi, f.
1884 og Sigrún
Runólfsdóttir, hús-
móðir og verkakona, f. 1891.
Haukur var einbirni.
Eiginkona Hauks var Ólöf
Þorleifsdóttir, f. 15. nóvember
1930, d. 11. febrúar 1994. Þau
giftust 19. maí 1951. Foreldrar
hennar voru hjónin Kristín Val-
entínusdóttir, f. 1908, og Þor-
leifur Gíslason, f. 1904.
Synir Hauks og Ólafar eru: 1)
Gísli Kristinn, f. 1951, maki
vinnuleit. Hann lærði rafvirkjun
í Iðnskólanum á samningi hjá
Ólafi Jensen rafvirkjameistara.
Eftir nokkur ár við rafvirkjun
hóf Haukur störf sem sölumað-
ur og sölustjóri húsgagna, fyrst
hjá húsgagnaversluninni Skeif-
unni og síðar BÁ húsgögnum. Á
þeim árum hóf hann jafnframt
að byggja yfir ört stækkandi
fjölskyldu í Hrauntungu 81 í
Kópavogi. Seint á sjötta ára-
tugnum sneri Haukur aftur í
rafiðnina og réðst til starfa sem
rafmagnseftirlitsmaður hjá Raf-
magnseftirliti ríkisins, sem síðar
rann inn í Löggildingarstofu.
Þar starfaði hann til 74 ára ald-
urs. Síðustu árin bjó Haukur í
Furugrund 76 í Kópavogi.
Útför Hauks verður gerð frá
Kópavogskirkju 15. janúar kl.
13 og verður henni streymt á
vefslóðinni:
https://beint.is/streymi/haukura
Virkan hlekk á slóð má finna
á:
https://www.mbl.is/andlat
Hrafnhildur
Snorradóttir. Börn
þeirra eru Kristín
Berglind, Þorleifur
og Snorri. Barna-
börn eru átta tals-
ins. 2) Ólafur Val-
týr, f. 1953, maki
Sigurlaug Þ. Braga-
dóttir. Dætur þeirra
eru Tinna og Hild-
ur. 3) Ársæll, f.
1954, maki Helga
Haraldsdóttir. Synir þeirra eru
Haraldur og Haukur. Barna-
börn eru átta talsins. 4) Þorleif-
ur, f. 1957. 5) Jóhann Grímur, f.
1959, maki Björk Ásgeirsdóttir.
Synir þeirra eru Ásgeir og Jó-
hann Ari, barnabarn eitt.
Haukur var með foreldrum
sínum á Heiðarbrún og Árbæj-
arhjáleigu í Holtum og fór til
Reykjavíkur 17 ára gamall í at-
Haukur Ársælsson er fallinn
frá eftir að hafa verið aufúsugest-
ur á hótel jörð í rúma níu áratugi.
Haukur var giftur Ólöfu Þorleifs-
dóttur, sem féll frá langt fyrir
aldur fram. Móðir hennar Kristín
og móðir okkar bræðra, Krist-
björg, voru systur. Dagsdaglega
gengu þær yfirleitt undir nöfn-
unum Bía og Budda frænka.
Þau Haukur og Ólöf eignuðust
fimm myndarlega stráka, þá
Gísla Kristin, Ólaf Valtý, Ársæl,
Þorleif og Jóhann Grím. Við
bræðurnir fjórir úr Grundargerði
tókum þeim fagnandi og urðu
samverustundir fjölskyldnanna
margar á heimilunum. Tilhlökk-
unin var ávallt mikil þegar heim-
sækja átti þau Hauk og Ólöfu og
hitta bræðurna fimm. Oftast voru
Bía frænka og hennar maður,
Þorleifur Gíslason, nálæg við þær
heimsóknir.
Haukur lærði rafvirkjun og fór
á samning hjá föður okkar, Ólafi
Pétri Jensen rafvirkjameistara, í
október 1954 og vann hjá honum í
nokkur ár.
Áratugum seinna lærði Jó-
hann Grímur rafvirkjun og bætt-
ist þá við föngulegan hóp raf-
virkja, því áður höfðu Edvard
Pétur Jensen, afi okkar, og bræð-
urnir Eddi og Halldór numið raf-
virkjun. Innan þessarar tiltölu-
legu litlu ættar var nú hægt að
telja saman hóp sex rafvirkja frá
upphafi, þar af fimm samtíma.
Það skal því ekki undra, þegar
Haukur sá í hvað stefndi, að hann
ákvað að verja drýgstum hluta
starfsævinnar í að starfa sem eft-
irlitsmaður með rafmagnsöryggi.
Fyrst hjá Rafmagnseftirliti rík-
isins og seinna hjá Löggildingar-
stofu. Hann var enda góður fag-
maður og veitti öflugt og verðugt
aðhald með rafmagnsöryggi í
okkar landi á sínum langa og far-
sæla starfstíma.
Við minnumst Hauks ekki síst
fyrir hans einstaka jafnaðargeð
og hversu sáttur hann var við lífið
og tilveruna. Eftirfarandi heil-
ræði úr kínverskri speki lýsir því
vel hvernig hann var:
„Þeir, sem sækjast eftir frægð,
hafna því, sem meira er um vert.
Mikil ágirnd veldur miklu tjóni.
Sá, sem er ánægður, hefur ekk-
ert, sem hann getur glatað. Sá
þarf ekki að óttast vanvirðu, sem
kann að stilla í hóf. Hann er ekki í
neinni hættu og lifir lengi.“
(Úr Bókinni um veginn, Lao-
Tse)
Við bræður vottum sonum
Hauks, tengdadætrum, barna-
börnum og börnum þeirra inni-
lega samúð. Um leið þökkum við
Hauki fyrir samveru, vinskap,
léttleika og leiðsögn allan þann
tíma sem hann var til staðar.
Edvard Pétur, Ólafur
Valur, Halldór og Sveinn
Valdimar Ólafssynir.
Haukur Ársælsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
bróðir og mágur,
HEIÐAR ÁRNASON,
Southport, Englandi,
lést þriðjudaginn 12. janúar á sjúkrahúsinu
í Southport, Englandi.
Minningarathöfn auglýst síðar.
Ouza Kwanashie
Helena Rún Heiðarsdóttir
Lucas Árni Heiðarsson
Árni Ragnarsson Ásrún Guðmundsdóttir
Laufey Árnadóttir Kristinn Harðarson
Ingvar Árnason Sigríður Anna Ólafsdóttir
Gauti Árnason
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
ÞÓRÐUR HAUKUR ÁSGEIRSSON,
Árbraut 10, Blönduósi,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
10. janúar.
Útför auglýst síðar.
Þorbjörg Kristín Jónsdóttir
Ásgeir Hauksson Þorbjörg Sveinsdóttir
Þórdís Hauksdóttir Gunnar Tryggvi Halldórsson
Guðrún E. Hartmannsdóttir Alexander Freyr Tamimi
Stefán Haukur Ásgeirsson Halldór Smári Gunnarsson
Torfi Sveinn Ásgeirsson Elísabet Kristín Gunnarsdóttir
Skírnir Eldjárn Gunnarsson Haukur Eldjárn Gunnarsson
Hulda Ásgeirsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og fyrrverandi eiginmaður,
JAKOB KRISTÓFER HELGASON
frá Patreksfirði,
lést á Landspítalanum í Reykjavík
27. desember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Helgi Kr. Jakobsson Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir
María Jakobsdóttir Vilhjálmur G. Vilhjálmsson
Lára Jakobsdóttir Kristján H. Kristjánsson
Íris Jakobsdóttir Sigurður Gröndal
Fjóla Guðbjartsdóttir
barnabörn og langafabörn