Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 lægt henni. Hún var mikils metin sem leikskólakennari og leiðtogi í Leikskólanum Sólborg. Hún var glaðleg, fjörkálfur, rösk, gafst ekki auðveldlega upp, fagleg í vinnu, vandvirk, skilaði engu frá sér nema hún væri ánægð með verkið, mjög metnaðarfull, rök- viss, þrjósk, góður vinnufélagi, góður hlustandi, gaf góð ráð, alltaf tilbúin, hvetjandi en þó enginn dýrlingur En umfram allt góður vinur sem var til í allt. Hún fór allt of fljótt, við sem þekktum hana feng- um stutta viðvörun, trúðum kannski ekki öðru en hún myndi hrista þetta af sér því Ragga var baráttukona, hristi allt af sér. Hennar er sárt saknað. Við vorum ekki búnar að dansa síðasta dansinn, síðasta partíð var aldrei haldið. Gummi, Rósa Guðbjörg, Rósa og fjölskyldan öll, hugur minn er hjá ykkur. Sjöfn. Kær vinkona, Ragnheiður Þóra Kolbeins, hefur kvatt hinn jarð- neska heim. Ragnheiður eða Ragga eins og við kölluðum hana alltaf bjó alla tíð í Reykjavík en var með sterk tengsl við sveitina fyrir austan fjall. Sveitin hennar Röggu var Sandhóll í Ölfusi sem jafnframt var bernskuheimili Rósu móður hennar. Ragga unni sveitinni og það var rökrétt fram- hald að hún og Gummi eignuðust sumarhúsið Sjónarhól í landi Sandhóls. Ef Ragga hefði fengið lengri tíma hefði hún vafalítið var- ið æ fleiri stundum í sveitasælunni með Gumma, Rósu Guðbjörgu og stórfjölskyldunni allri. Því miður verða samverustundir Röggu með fjölskyldu og vinum ekki fleiri. Á sorgarstundu er gott að líta um öxl og rifja upp dýrmætar minn- ingar. Ég kynntist Röggu þegar við hófum nám í Fósturskóla Ís- lands. Ragga varð fljótt leiðtogi A bekkjarins og lagði sitt af mörkum til að halda hópnum saman. Hún bauð bekkjarfélögunum heim til sín á Túngötu í fyrsta partýið og fyrsta matarboðið. Ragga var ábyrg fyrir sínu heimili og gætti þess ætíð að allt færi vel fram. Eitt sinn gerðist það að gleðilætin í okkur skólasystrunum urðu helst til mikil. Röggu mislíkaði hávað- inn, náði í strákúst og rak okkur á dyr með orðunum „út með ösku- rapa“. Ógleymanlegt skemmtiat- riði sem lifir í minningunni. Í Fósturskólanum voru Ragga og Guðrún Sólveig ávallt reiðubúnar til að taka að sér ábyrgðarhlut- verk og störfuðu sem ein mann- eskja hvort heldur sem var í hlut- verki formanns nemendafélagsins, varaformanns eða gjaldkera þess. Ragga var í mörgum aukavinnum samhliða námi, hún vann í versluninni Hár- prýði, tók að sér skúringar og þjónaði í veislum. Ragga var orku- mikil og lífsglöð manneskja sem hafði gaman af hvers kyns útivist, ferðalögum og fjallamennsku. Ragga spilaði badminton í áratugi og þar áttum við líka samleið ásamt fleiri góðum vinum. Að námi loknu tókum við Ragga ákvörðun um að sækja um starf í Sólborg við Vesturhlíð sem þá var að opna. Jónína Konráðsdóttir leikskólastjóri sýndi okkur mikið traust, réð okkur í deildarstjóra- stöður og veitti okkur tækifæri til að móta og þróa leikskólastarfið ásamt fjölmennum hópi fagfólks. Fljótlega var Ragga ráðin í starf aðstoðarleikskólastjóra, því starfi gegndi hún af fagmennsku þar til hún varð frá að hverfa vegna veik- inda. Fyrir Sólborgarsamfélagið er mikið áfall að missa farsælan leiðtoga sem ávallt hafði hag leik- skólans að leiðarljósi. En það er ekki bara nám, vinna og áhugamál sem við áttum sameiginleg. Ragga kynnti mig fyrir Gauju æskuvin- konu sinni. Fyrir það erum við henni ævinlega þakklátar. Að lokum læt ég hugann reika til sumarsins 2019. Ragga var að byrja í sumarleyfi, hún var glöð og eftirvæntingarfull. Fram undan voru bjartar sumarnætur sem hún ætlaði að eiga með fjölskyldunni í sælureitnum að Sjónarhóli. Þenn- an sólríka sumardag kom hún í heimsókn og ætlaði að sækja reið- hjólið sitt. Það var meira af vilja en mætti að hún gæti hjólað. Ragga bar sig vel, kvartaði ekki en ljóst mátti vera að hún var ekki við góða heilsu. Okkur grunaði ekki að um langt gengið krabba- mein væri að ræða en sú var raun- in. Á hinstu kveðjustundu er það er huggun harmi gegn að hugsa til þess að Ragga átti yndislegt og hamingjuríkt líf með góðri fjöl- skyldu og vinum. Ég votta fjölskyldu og ástvin- um öllum mína dýpstu samúð. Emilía Rafnsdóttir (Emma) Minningar um Röggu sækja á, og af nægu er að taka því við eig- um sameiginlegar minningar í yfir 40 ár. Skólagangan, skátarnir, fimleikarnir, handboltinn, Dun- haginn, Norðurleið, Akureyri, Sandhóll, Hárprýði, Túngatan, Bandalagið, Kiwanis, ferðalögin, partíin, matarboðin, útilegurnar, Sólborg, Meðalholtið, Sjónarhóll og Langahlíðin. Hún Ragga okkar var fé- lagslynd, glaðvær, röggsöm, þver, þrjósk, ábyrg og vinnusöm. Hún passaði vel upp á fólkið sitt, dótið sitt og fjármálin. Hún var uppá- tækjasöm, þótt hún væri kannski ekki ævintýragjörn. Það var alltaf gott að vera með Röggu, það var gaman, hún var miðpunktur sam- skipta okkar stelpnanna og líka við strákana. Ragga átti sérdeilis gott með að tala í síma, enda dóttir Rósu á Landssímanum og bjó í símamannablokkinni. Af æskuheimilinu flutti Ragga á Túngötuna ásamt þremur vin- konum, þá rétt rúmlega tvítug. Hún reddaði íbúðinni, hélt utan um kommúnuna í tíu ár, stýrði hverjir fluttu inn og sjaldan vesen. Þarna komst á gott skipulag þrifa, bókhald yfir heimilisinnkaupin og símanotkun. Ragga byrjaði í Fóst- urskólanum og var oftast í tveim- ur vinnum, hjá Birnu í Hárprýði og svo skúraði hún á Bandalaginu. Þegar Ragga okkar slakaði á reif hún af sér alla hringana og þótt hún hafi ekki verið mikið fyrir fót- anudd eða bakklór, þá fannst henni alveg næs að kúra saman undir teppi, þótt hún allra helst vildi sitja ein í stólnum með skem- ilinn. En vá hvað við áttum marg- ar góðar stundir saman á Túngöt- unni sem tengdi okkur stelpurnar allar enn betur saman, vini okkar og félaga, og vinahópurinn stækk- aði. Ragga varð fyrst til að kaupa sér bíl, bílstjóradóttirin. Hún var auðvitað langbesti bílstjórinn, og alltaf við stýrið. Við lögðum ým- islegt á hana í gegnum árin og treystum henni út í það endalausa. Ragga keypti íbúð í Meðalholti og fannst gaman að rifja upp að pabbi hennar ólst upp í eins íbúð, níu systkinin. Ragga var ekki í vandræðum með að fylla íbúðina, því stuttu síðar hóf hún búskap með Gumma sínum og þar fæddist sólargeislinn þeirra, hún Rósa Guðbjörg. Sveitin átti alla tíð stóran sess í lífi Röggu og stundum fengum við stelpurnar að koma, kíkja í fjár- húsin hjá Palla frænda, taka upp rófur eða kartöflur. Þegar Ragga eignaðist eigin fjölskyldu reistu þau sér hús á Sandhóli, Sjónarhól. Þar var hún í sínu besta formi og lét sig stundum dreyma um að flytja austur. Ragga bauð okkur árlega til haustveislu á Sjónarhól og þá gistum við allar. Þaðan eig- um við margar dýrmætar minn- ingar af dásamlegum samveru- stundum í litla húsinu þar sem við komumst samt allar fyrir, skipt- umst á að vaka og sofa, spjalla og þegja saman. Við þökkum Röggu fyrir saumaklúbbinn, sem hún stofnaði fyrir um 30 árum til að tryggja að við hittumst reglulega. Og við náð- um að fara í ógleymanlegar ferðir saman, líka með mökum og fjöl- skyldum. Við eigum Röggu svo ótalmargt að þakka og við náðum líklega ekki að þakka henni nóg- samlega fyrir allt. Kannski af því Ragga var ekkert á því að kveðja okkur, þessi elska. Kærleikskveðja frá saumó, Birgitta, Gauja, Guðlaug Hildur (Laulau), Guðrún Edda, Kristjana (Dúdú), Móeiður (Móa) og Sigríður (Sigga). Undanfarnar vikur frá því hún Ragnheiður Þóra svilkona mín dó hafa verið sorgarvikur í fjölskyld- unni. Ragga var reyndar ekki bara svilkona mín heldur afmæl- issystir mín. Okkur þótti svolítið merkilegt, tengdabörnum Hrafn- hildar, að eiga saman afmælisdag- inn, 1. apríl. Efst í huga eru minn- ingarnar um samverustundirnar á Sjónarhóli, sælureitnum í Ölfus- inu, minningar sem hlýja okkur sem söknum hennar. Ragga naut þess að fá fólk í heimsókn og það var gaman að koma að Sjónarhóli. Ég þekkti aðallega fjölskyldukon- una. Þó vildi svo til að í nokkur ár kom ég öðru hvoru í leikskólann Sólborg að sendast með eða sækja Auði yngri og hugsa nú líka um fallega leikskólann sem Ragga lagði alúð sína við og hafði metnað fyrir. Ég þakka samfylgd- ina. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. Allir sem að þekktu elsku bestu Röggu vita hversu mikið gull af konu hún var. Alltaf góð og glað- lynd. Alltaf hlý og umhyggjusöm. Alltaf traust og góður hlustandi. Alltaf ráðagóð og bjartsýn. Alltaf hreinskilin og fordómalaus. Alltaf jákvæð og viljug til verka. Við vorum svo heppin að hafa hana sem stóran hluta af lífi okkar og fyrir það erum við eilíflega þakklát. Allur hlýhugurinn, vel- viljinn, áhuginn og góðmennskan hverfa okkur aldrei úr minni og megi Guð gefa að við verðum slík- ir vinir og velunnarar í hugum frændsystkina okkar í framtíð- inni. Elsku besta Ragga, öll orðin eru svo lítils virði á þessum erfiðu tímum. Við söknum þín svo, en yljum okkur við góðar minningar um dásamlega og hlýja konu sem snerti við hjörtum allra í kringum sig. Dillandi hláturinn þinn og fal- lega röddin hljóma þegar við rifj- um upp ljósið sem fylgdi þér alla daga. „Því það er engin eins og þú.“ Elsku amma Rósa, Guðmund- ur, Rósa Guðbjörg og aðrir ná- komnir sem eiga um sárt að binda; megi allir Guðs englar vaka yfir ykkur á erfiðum tímum og veita ykkur styrk í sorginni. Rósa Birna, Birkir Rafn og Vilhjálmur Steinar. Elsku Ragga. Takk fyrir vináttuna, tryggð- ina, hlýjuna og alla gleðina sem þú gafst. Það er eitthvað svo óraun- verulegt að hugsa framtíðina án þíns dillandi hláturs og gleðinnar sem fylgdi þér hvert sem þú fórst. Brosið sem náði alla leið til augn- anna gat svo sannarlega dimmu í dagsljós breytt. Þú varst fórnfús á tíma þinn og orku og allar stundirnar sem Sól fékk að eiga með þér eru ómet- anlegar. Fyrir vináttu okkar er- um við þakklát, vináttu sem aldrei bar skugga á. Minning þín mun lifa með öllum sem þig þekktu. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Gumma, Rósu Guð- bjargar og ástvina. Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna, vita ekki að vináttan er, verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Sigurbjörn, Ellen og Júlíana Sól. Ragga útskrifaðist úr Fóstur- skóla Íslands árið 1994 og hóf þá starfsferil sinn á leikskólanum Sólborg. Örlögin höguðu því svo að Sólborg varð hennar eini vinnu- staður eftir útskrift. Sólborg hóf starfsemi í júlí 1994 í nýju hús- næði staðsettu í vestanverðri Öskjuhlíð með Fossvogskirkju á vinstri hönd. Friður hvílir yfir staðnum og innan skólans eru hvorki múrar milli barna né full- orðinna. Fordómar eru víðs fjarri og allir eiga möguleika á að kom- ast áfram og þroska sína hæfi- leika. Ég kalla þennan stað á köfl- um himnaríki. Til að ná slíkum gæðum í starfi skóla þarf að vera til staðar löngun til að gera vel og sýna fram á að hægt er að ná ár- angri. Ragga var einn stofnenda og aðstoðarleikskólastjóri Sólborgar. Ásamt Jónínu Konráðsdóttur fyrrverandi leikskólastjóra vann hún metnaðarfullt uppbyggingar- starf samkvæmt hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu. Þær störf- uðu af alúð og nákvæmni að því að bjóða fötluðum börnum uppeldi og nám við hlið ófatlaðra jafnaldra í samræmi við meginmarkmið skól- ans. Fjórum árum eftir að skólinn tók til starfa var leikskólahluta Vesturhlíðaskóla lokað og hann fluttur yfir á Sólborg. Leikskólinn varð þar með sérhæfður leikskóli fyrir íslenska táknmálið. Ég tók við starfi leikskólastjóra Sólborgar þann 1. janúar 2014. Ragga hafði einnig sótt um stöð- una en þrátt fyrir það lagði hún sig alla fram til að koma mér inn í starfsemi skólans og kann ég henni bestu þakkir fyrir leiðsögn- ina, sem ég mun alltaf búa að. Við Ragga vorum ólíkar að flestu leyti og hefur samstarf okkar örugg- lega tekið á hana í fyrstu. Með tímanum hætti ég þó að koma henni á óvart og milli okkar ríkti skilningur. Ragga hringdi í mig í byrjun sumarlokunar Sólborgar í júlí 2019 og sagði: „Jæja, Guðrún Jóna, þú ert víst búin að smita mig, ég er að drepast í öxlinni, ég ætlaði mér að vinna hér að ýmsum verkum á Sjónarhóli en sit hér í stól með gagnslausa hönd.“ Þetta fannst okkur fyndið þar sem hún leysti mig af í nokkra mánuði vegna axlaraðgerðar sem ég fór í fyrir sumarlokun. Þetta símtal markaði upphafið að lokum okkar samstarfs sem við áttum hvern dag í fimm og hálft ár og þakka ég fyrir alla þá daga. Hjarta Röggu sló fyrir Sólborg. Henni var því ekki auðvelt að fara í veikindaleyfi frá skólanum þar sem hún hafði unnið í 25 ár. Eng- inn veit hvað langan tíma við fáum í þessu jarðlífi en eitt er víst að SJÁ SÍÐU 30 Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, ELIAS EVAN MONTEJO, Skálarima, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 10. janúar. Hjartans þakkir til starfsfólks fyrir ómetanlega aðstoð og stuðning. Bálför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Helga Einarsdóttir Gunnar Vito Eliasson Montejo Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR frá Kollsvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Laugarási fyrir hlýju og góða umönnun. Aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Nönnufelli, Reykjavík, lést á heimili sínu 9. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey. Ólöf Sigrún Björgvinsdóttir Ágúst Örn Guðmundsson Aldís Björgvinsdóttir Hlynur Jóhannesson Pálmi Ernir Pálmason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, ODDNÝ SVEINSDÓTTIR, áður Goðheimum 21, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 25. desember. Sálumessa hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til starfsfólks 4. hæðar suður á Mörk sem umvafði Oddnýju kærleika og væntumþykju sl. tvö ár. Einnig fær starfsfólk Fríðuhúss kærar þakkir fyrir einstaka umhyggju í mörg ár. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð. Ósa Knútsdóttir Jón Hagbarður Knútsson Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAURA FREDERIKKE CLAESSEN, Aflagranda 40, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 13. janúar. Hjörtur H.R. Hjartarson Signý Halla Helgadóttir Halla Hjartardóttir Kristinn Valtýsson Eggert Hjartarson Claessen Gríma Huld Blængsdóttir Laura Hjartardóttir Walter Ragnar Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGRÍMUR HEIÐBERG AÐALSTEINSSON leigubílstjóri, frá Flögu í Hörgárdal, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 9. janúar. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 18. janúar klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Grundar fyrir umönnun hans. Guðrún Kristjánsdóttir Guðrún B. Ásgrímsdóttir Gunnar Þórðarson Aðalsteinn S. Ásgrímsson Herborg Berndsen Ómar A. Ásgrímsson Valborg Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, EYÞÓR JÓNSSON, Miðleiti 5, Reykjavík, lést laugardaginn 9. janúar. Útför hans fer fram 20. janúar að viðstöddum nánum ættingjum og vinum. Erna Baldvinsdóttir Kristjana G. Eyþórsdóttir Jón Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.