Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 32

Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa& útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefn PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 26. janúar. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. janúar SÉRBLAÐ 60 ára Sigrún er frá Reyðarfirði en býr í Hafnarfirði. Hún er upplýsingafræðingur og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ og er forstöðu- maður Bókasafns Hafnarfjarðar. Maki: Ívar Andrason, f. 1962, flugvirki. Börn: Anna María, f. 1980, og Saga Ýr, f. 1994. Stjúpsonur er Andri Valur, f. 1980. Barnabörn eru Ylfa Vár og Stormur Bragi, börn Önnu Maríu. Foreldrar: Guðni Arthúrsson, f. 1937, húsasmiður, bús. á Reyðarfirði, og Hall- gerður Pálsdóttir, f. 1943, d. 1993, hús- móðir. Sigrún Guðnadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur legið í dvala svo nú er kom- ið að því að láta hendur standa fram úr erm- um. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Eigirðu við fjárhagserfiðleika að etja leysirðu þá aðeins með því að setja þér markmið og fylgja þeim eftir. Notaðu pen- ingana skynsamlega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur þörf fyrir að ræða áhyggj- ur þínar við einhvern. Ekki treysta loforðum sem vinir þínir hafa gefið þér í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum er betra að láta það vera að segja öðrum hug sinn og leyfa þeim að komast að niðurstöðu sjálfir. Þú þarft að breyta því hvernig þú hugsar um tiltekið mál. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt sjálfsagt sé að taka hlutina alvar- lega er óþarfi að vera svo stífur að geta ekki brosað út í annað, þegar svo ber undir. Haltu þínu striki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að hafa stjórn á skaps- munum þínum, sérstaklega verður þú að forðast að láta þín mál bitna á öðrum. Vertu staðfastur og forðastu að falla í freistni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er algjörlega undir sjálfum þér kom- ið hvort hamingjan er þér hliðholl eða ekki. Búðu þig undir að hlutirnir fari öðruvísi en áætlað er. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitt og annað drífur á dagana og það svo, að þér kann að finnast nóg um. Hafðu andvara á þér því alltaf getur eitthvað komið upp á og þá er gott að vera við öllu bú- inn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér hættir til að vera óskipu- lagður og gleyminn. Þér væri fyrir bestu að gera lista yfir þau verk sem þú hefur trassað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugsanir eru til alls fyrstar og því verðum við að gæta vel að hugsunum okkar. Þú mátt ekki láta deigan síga, heldur sækja fram af fullri djörfung til þess sem þú vilt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt leggja þig verulega fram við það að fá vilja þínum framgengt í dag og finnur fyrir miklum áhuga og eldmóði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Búðu þig undir miklar breytingar sem dynja yfir innan skamms. Gættu þess að slá ekki aðra út af laginu. verið í nokkrum kórum, er enn í Karlakórnum Stefni og geri stundum texta fyrir hann. Æfingar í þeim kór hafa farið fram í gegnum fjarfunda- búnað (Zoom) undanfarnar vikur. Það gengur misjafnlega, en lagaðist tals- vert þegar söngstjórinn benti okkur á að stilla tölvurnar okkar á „mute“. Það var mikill léttir fyrir hana. Ég stundaði frjálsar íþróttir á sín- um tíma, aðallega hlaup. Mér gekk úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmunds- dóttur Wright. Höskuldur hefur alltaf haft áhuga á tónlist. „Ýmsir ágætir kennarar reyndu að kenna mér að spila á píanó, m.a. í Tónlistarskóla FÍH og Tón- heimum. Takmarkaður árangur er ekki þeim að kenna. Ég fékk nokkra útrás fyrir þennan tónlistaráhuga í ýmsum hljómsveitum á sínum tíma, aðallega sem söngvari. Ég hef líka H öskuldur Þráinsson er fæddur 15. janúar 1946 í Reykjavík en uppalinn í Mývatns- sveit. „Grunnskóla- gangan var þægileg í upphafi af því að við áttum alltaf heima í skólanum, hvar sem hann var, og foreldrar mínir kenndu þar.“ „Höskuldur fór í Héraðsskólann á Laugum, tók landspróf þar og stúd- entspróf frá MA 1966. Eftir BA-próf í íslensku og sagnfræði frá HÍ 1969 kenndi hann í einn vetur við Kennara- skólann en fór síðan til Kiel í Þýska- landi, kenndi íslensku við háskólann þar í tvö ár, stundaði nám í málvís- indum og lauk fyrrihlutaprófi. Hann lauk cand.mag.-prófi í íslenskri mál- fræði frá HÍ 1974, en kenndi um tíma við MH með námi. Síðan fór hann til náms við Harvardháskóla í Banda- ríkjunum og lauk doktorsprófi í mál- vísindum 1979. Hann byrjaði þá að kenna við HÍ, varð prófessor í ís- lensku nútímamáli og gegndi því starfi til 2016, að undanskildum fjór- um árum (1991–1995) þegar hann var í launalausu leyfi frá HÍ og var gisti- prófessor við málvísindadeild Har- vardháskóla. „Ég hlýt að vera gefinn fyrir að trana mér fram því að ég virðist alltaf hafa þurft að vera að stjórna ein- hverju,“ segir Höskuldur um fé- lagsmálin. Hann var t.d. formaður skólafélagsins á Laugum, formaður skólafélags MA, formaður stúdenta- ráðs HÍ, deildarforseti heimspeki- deildar HÍ, stjórnarformaður Málvís- indastofnunar HÍ, stjórnarformaður Hugvísindastofnunar HÍ, formaður Öldungaráðs Frjálsíþróttasambands- ins og formaður Karlakórsins Stefnis. „Nú er auðvitað orðin minni eftir- spurn eftir svona framagosa.“ Höskuldur hefur aðallega fengist við rannsóknir á íslensku, vestur- íslensku og færeysku og hefur birt greinar á íslensku og erlendum mál- um, skrifað bækur, ritstýrt fræðibók- um og tímaritum. Tvær málfræði- bækur sem Höskuldur skrifaði voru tilnefndar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna á sínum tíma, hann hef- ur fengið viðurkenningu háskólarekt- ors fyrir rannsóknastörf og verðlaun yfirleitt því betur sem hlaupin voru styttri, en nú skokka ég lengra og hægar. Á tímabili náði ég að tengja íþróttaáhugann og tónlistaráhugann saman. Það var í hljómsveitinni 4x100, sem var líka boðhlaupssveit, eins og nafnið bendir til. Önnur tómstundastörf eru m.a. fólgin í því að sinna æðarvarpi norður á Skaga. Þar eigum við jörð í félagi við frændfólk konunnar minnar og þang- Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus – 75 ára Í æðarvarpinu Höskuldur og Sigga með dætrum sínum, Guðrúnu Þuríði og Margrét Láru, og börnum þeirra. Gefinn fyrir að trana sér fram Hjónin Höskuldur og Sigga í skíðaferð í Seefeld í Austurríki 2017. Afmælisbarnið Höskuldur merkir æðarkollu í Ásbúðum á Skaga. 40 ára Benedetto ólst upp í 101 og105 Reykjavík en býr á Seltjarnarnesi. Hann er lögmenntaður frá Háskóla Íslands og er lögmaður hjá fjárfest- ingarfélaginu E3 ehf. Maki: Elísabet Ingunn Einarsdóttir, f. 1979, framkvæmdastjóri hjá BBA // Fjeldco. Börn: Ester Brák, f. 2009, og Benedikt Tino, f. 2014. Foreldrar: Valur Tino Nardini, f. 1953, veitingamaður á Veitingahúsinu Ítalíu, og Ragnhildur Valsdóttir, f. 1955, vinnur á frístundaheimili fyrir aldraða. Þau eru búsett í Reykjavík. Benedetto Valur Nardini Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.