Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 33

Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Tunguhálsi 10 Sími 415 4000 www.kemi.is kemi@kemi.is „LÖGFRÆÐITEYMIÐ MITT GETUR SKÝRT ÞETTA ALLT SAMAN ÚT.” „ÉG HEF ALDREI HEYRT UM NEINN SEM LÆRIR FYRIR SJÓNPRÓF.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að geta loksins stundað hámhorf saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! ENN EITT ANDLEGA ÖRVANDI SAMTALIÐ UM TENNIS BOLTANN MÁ ÉG SKREPPA FRÁ? ÉG ÞARF AÐ FARA TIL TANNLÆKNIS! NEI, ÉG MÁ EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ NEINN ANNAR FARI SNEMMA! HVER ANNAR FÓR SNEMMA? HANN LARS! að förum við á hverju vori til að sinna æðarvarpinu. Það er skemmtilegt starf. Við erum líka byrjuð að merkja kollurnar til að fylgjast betur með þeim. Svo eigum við afdrep norður í Mývatnssveit í félagi við systkini mín. Það er ekki síðra en allt öðruvísi.“ Fjölskylda Eiginkona Höskuldar er Sigríður Magnúsdóttir, f. 11.8. 1946, dósent emeritus og talmeinafræðingur. Þau er búsett í Hjarðarlandi í Mosfellsbæ. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Magn- ús Ásmundsson, f. 21.4. 1907, d. 26.4. 1970, verkstjóri og bifreiðarstjóri á Siglufirði, og Guðrún Sigurhjartar- dóttir, f. 28.10. 1915, d. 27.11. 1979, húsmóðir og veitingakona á Siglufirði. Börn Höskuldar og Sigríðar eru 1) Steinar Höskuldsson, f. 28.6. 1969, tónlistarupptökumaður í Los Angeles. Maki: Georgiana Höskulds kvik- myndagerðarkona. Fyrri maki: Leslie Carole Ginsberg hjúkrunarfræð- ingur. 2) Guðrún Þuríður Höskulds- dóttir, f. 5.5. 1981, læknir í Gautaborg. Maki: Einar Haukur Óskarsson, golfvallarstjóri og verkstjóri. 3) Mar- grét Lára Höskuldsdóttir, f. 14.4. 1985, kennari og umbrotshönnuður í Mosfellsbæ. Sambýlismaður: Finnur Freyr Stefánsson körfuboltaþjálfari. Barnabörn eru Sidney Kier Hösk- ulds, f. 1999, Sigríður Sóllilja Ein- arsdóttir, f. 2010, Helga Margrét Ein- arsdóttir, f. 2015, Elísa Guðrún Finnsdóttir, f. 2016, og Höskuldur Hrafn Finnsson, f. 2019. Systkini Höskuldar: Stúlka Þráins- dóttir, f. 26.5. 1950, d. 10.6. 1950; Brynhildur Þráinsdóttir, f. 26.7. 1951, d. 10.4. 2011, kennari í Torfunesi í Kinn; Sólveig Þráinsdóttir, f. 5.3. 1953, sjúkraþjálfari í Reykjavík; Steinþór Þráinsson, f. 4.10. 1954, kennari og söngstjóri í Klettholti í Mývatnssveit; Hjörtur Þráinsson, f. 26.6. 1963, jarðskjálftaverkfræðingur í München. Foreldrar Höskuldar voru hjónin Þráinn Þórisson, f. 2.3. 1922, d. 23.7. 2005, skólastjóri á Skútustöðum í Mý- vatnssveit, og Margrét Lárusdóttir, f. 20.7. 1924, d. 3.12. 2011, kennari og húsmóðir á Skútustöðum. Höskuldur Þráinsson Valgerður Gísladóttir húsmóðir á Mosfelli Magnús Þorsteinsson prestur á Mosfelli í Mosfellssveit Kristín Magnúsdóttir húsmóðir í Tröllagili í Mosfellssveit Lárus Halldórsson skólastjóri Brúarlandsskóla, bjó í Tröllagili Margrét Lárusdóttir húsmóðir og kennari á Skútustöðum Vilborg Pálsdóttir húsmóðir á Króksstöðum Halldór Ólafsson bóndi á Króksstöðum í Miðfirði Sólveig Guðrún Pétursdóttir húsmóðir í Baldursheimi Sigurður Jónsson bóndi í Baldursheimi Þuríður Sigurðardóttir húsmóðir í Baldursheimi Þórir Torfason bóndi í Baldursheimi í Mývatnssveit Guðrún Snorradóttir húsmóðir á Birningsstöðum Torfi Sæmundsson bóndi á Birningsstöðum í Laxárdal Úr frændgarði Höskuldar Þráinssonar Þráinn Þórisson skólastjóri á Skútustöðum í Mývatnssveit Á feisbók rifjar Indriði á Skjald-fönn upp gamla mannlýsingu eftir Ríkarð Jónsson myndhöggv- ara og segir að hún eigi enn við: Refs er auga, refs er tönn, refs er nef og glottið. Þessi líking þykir sönn þó hann vanti skottið. Þetta kallar fram í hugann frá- sögn af því, að í Blönduhlíð hafi bú- ið karl nokkur afar ómannblendinn. Í Blöndu segir frá því að Gísli Kon- ráðsson var beðinn að yrkja til minningar eftir hann en Gísli afsak- aði sig með því að hann gæti ekkert um karlinn sagt því að hann hefði hvorki gert gott né illt af sér. Var þá leitað til Hallgríms læknis Jóns- sonar um eftirmælagerð. Hann hafði frétt orð Gísla og kastaði þeg- ar fram þessari eftirmælastöku: Satt um manninn segja ber, sjálfs af efnum bjó hann. Engum gerði illt af sér eða gott; svo dó hann. Helgi R. Einarsson yrkir og kall- ar „Bjartsýni“: Allir nú brosa breitt því brátt verður sólríkt og heitt. Sælan mun ríkja og raunirnar víkja 2021. Hér eru „Áheit á nýju ári“ eftir Helga: Verndum orð og æði, einnig ró og næði, sálarfrið, fiskimið, fjöll og sendin svæði. Á Boðnarmiði kallar Guðmundur Arnfinnsson þetta „Óskhyggju“: Ef sjá vil ég gjósa Geysi og grænsápu hann ég eys í, uns vex honum kraftur, þá vonandi aftur verður hann alveg kreisí. Um „Dauðyfli“ yrkir Guð- mundur: Kvonbæna seinn var til svifa hann Sveinn og því einn mátti lifa, en hélt sínu striki og hlóð á sig spiki, svo honum ei neinn mátti bifa. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir: Oft sé ég ungnaut og kálfa dagana heilu og hálfa á netinu naga hinn nauðbitna haga sem breytir þeim sumum í bjálfa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gömul mannlýsing og á enn við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.