Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
England
Arsenal – Crystal Palace ........................ 0:0
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal í leiknum.
Staða efstu liða:
Manch. Utd 17 11 3 3 34:24 36
Liverpool 17 9 6 2 37:21 33
Manch. City 16 9 5 2 25:13 32
Leicester 17 10 2 5 31:21 32
Everton 17 10 2 5 28:21 32
Tottenham 17 8 6 3 30:16 30
Southampton 17 8 5 4 26:19 29
Aston Villa 15 8 2 5 29:16 26
Chelsea 17 7 5 5 32:21 26
West Ham 17 7 5 5 24:21 26
Arsenal 18 7 3 8 20:19 24
Grikkland
Atromitos – Lamia................................... 2:1
Theódór Elmar Bjarnason var ekki í
leikmannahópi Lamia.
Spánn
Meistarabikarinn, undanúrslit:
Real Madrid – Athletic Bilbao ................ 1:2
HM karla í Egyptalandi
E-RIÐILL:
Austurríki – Sviss................................. 25:28
Noregur – Frakkland........................... 24:28
Staðan:
Frakkland 1 1 0 0 28:24 2
Sviss 1 1 0 0 28:25 2
Austurríki 1 0 0 1 25:28 0
Noregur 1 0 0 1 24:28 0
F-RIÐILL:
Alsír – Marokkó.................................... 24:23
Portúgal – Ísland.................................. 25:23
Staðan:
Portúgal 1 1 0 0 25:23 2
Alsír 1 1 0 0 24:23 2
Marokkó 1 0 0 1 23:24 0
Ísland 1 0 0 1 23:25 0
G-RIÐILL:
Svíþjóð – Norður-Makedónía.............. 32:20
Staðan:
Svíþjóð 1 1 0 0 32:20 2
Egyptaland 1 1 0 0 35:29 2
Síle 1 0 0 1 29:35 0
N-Makedónía 1 0 0 1 20:32 0
H-RIÐILL:
Slóvenía – Suður-Kórea....................... 51:29
Hvíta-Rússland – Rússland................. 32:32
Staðan:
Slóvenía 1 1 0 0 51:29 2
Hvíta-Rússland 1 0 1 0 32:32 1
Rússland 1 0 1 0 32:32 1
Suður-Kórea 1 0 0 1 29:51 0
Leikir í dag:
14.30 Katar – Angóla.................................. C
17.00 Þýskaland – Úrúgvæ........................ A
17.00 Spánn – Brasilía ................................ B
17.00 Króatía – Japan................................. C
17.00 Argentína – Kongó ........................... D
19.30 Ungverjaland – Grænhöfðaeyjar .... A
19.30 Túnis – Pólland ................................. B
19.30 Danmörk – Barein............................ D
Dominos-deild karla
Stjarnan – Höttur................................. 97:70
KR – Tindastóll................................. 101:104
Njarðvík – Haukar ............................... 85:87
ÍR – Valur.............................................. 90:96
Staðan:
Stjarnan 2 2 0 188:156 4
Þór Þ. 1 1 0 105:97 2
Valur 2 1 1 182:181 2
ÍR 2 1 1 177:179 2
Haukar 2 1 1 184:190 2
Keflavík 1 1 0 94:74 2
Grindavík 1 1 0 101:94 2
Njarðvík 2 1 1 177:167 2
Tindastóll 2 1 1 187:188 2
KR 2 0 2 181:196 0
Þór Ak. 1 0 1 74:94 0
Höttur 2 0 2 164:198 0
NBA-deildin
Charlotte – Dallas .............................. 93:104
Detroit – Milwaukee ........................ 101:110
New York – Brooklyn ...................... 109:116
Minnesota – Memphis...................... 107:118
Oklahoma City – LA Lakers ............. 99:128
LA Clippers – New Orleans ............ 111:106
Sacramento – Portland .................... 126:132
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
HS Orkuhöllin: Grindavík – Þór Ak ... 18.15
Blue-höllin: Keflavík – Þór Þ............... 20.15
1. deild karla:
Ísafjörður: Vestri – Selfoss ................. 19.15
Borgarnes: Skallagrímur – Hamar..... 19.15
Ice Lagoon-höll: Sindri – Hrunamenn 19.15
Smárinn: Breiðablik – Álftanes................ 20
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: Ármann – Fjölnir b ...... 20
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – Selfoss U ................. 19.30
Hertz-höll: Kría – Haukar U ............... 20.30
Framhús: Fram U – Fjölnir ................ 20.30
Í KVÖLD!
sterkari á lokamínútunum og inn-
byrtu sinn fyrsta sigur á tímabilinu
sem mun eflaust gefa þeim mikið
sjálfstraust, farandi inn í næstu leiki,
en Shawn Glover átti stórleik fyrir
Tindastól og skoraði 30 stig.
Íslandsmeistarar KR hafa hins
vegar tapað báðum leikjum sínum til
þessa í deildinni og bíða ennþá eftir
sínum fyrsta sigri á tímabilinu.
„Í fjórða leikhluta tók KR yfir
fyrri hluta leikhlutans og jafnaði
metin í 85:85. Eftir það var allt í
járnum og skiptust liðin á að skora.
Á ögurstundu, þegar 5 sekúndur
voru eftir á klukkunni og staðan
102:101, rann Sabin í lokasókn KR-
ingar, Viðar Ágústsson náði bolt-
anum af honum og skoraði síðustu
körfu leiksins fyrir Tindastól,“ skrif-
aði Gunnar Egill Daníelsson meðal
annars á mbl.is í umfjöllun sinni um
leikinn.
Haukar sterkari í Njarðvík
Njarðvíkingar voru án tveggja
lykilmanna þegar Haukar komu í
heimsókn í Njarðtaksgryfjuna í
Njarðvík. Maciej Baginski var að
glíma við ökklameiðsli og Anthony
Hester var fastur í sóttkví eftir kom-
una til landsins.
Njarðvíkingar voru lengi í gang og
Haukar náðu snemma góðu forskoti í
leiknum. Hafnfirðingar leiddu með
átta stigum í hálfleik, 47:39.
Haukar juku forskot sitt í þriðja
leikhluta og virkuðu líklegir til þess
að stinga af í stöðunni 57:43 en þá
fékk Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkinga, nóg og tók leikhlé.
Það hristi vel upp í hans liði og
Njarðvíkingar náðu að jafna metin í
84:84 þegar mínúta var til leiksloka.
Haukar skoruðu hins vegar þrjú síð-
ustu stig leiksins og fögnuðu 87:85-
sigri.
Austin Magnus Bracey var stiga-
hæstur Hauka með 17 stig en fyrir-
liðinn Logi Gunnarsson átti sann-
kallaðan stórleik fyrir Njarðvíkinga
og skoraði 30 stig.
„Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi þegar Njarðvíkingar
hlóðu í enn eitt áhlaupið að Haukum
enn gestirnir stóðust áhlaupið og
fögnuðu 87:85-sigri,“ skrifaði Skúli
B. Sigurðsson meðal annars í um-
fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Í Hertz-hellinum í Breiðholti
áttu erlendu leikmenn Vals, þeir Sin-
isa Bilic og Miguel Cardosa, mjög
góðan leik, en þeir skoruðu báðir 22
stig í fyrsta sigri Vals á tímabilinu.
Valsmenn voru með yfirhöndina í
leiknum framan af en ÍR-ingar
leiddu með fjórum stigum fyrir
fjórða leikhluta.
Valsmenn nýttu alla sína reynslu í
fjórða leikhluta og unnu 96:90-sigur,
þrátt fyrir stórgóðan leik ÍR-ingsins
Everage Richardsons sem skoraði
27 stig.
Þá er Stjarnan eina lið deild-
arinnar sem er með fullt hús stiga
eftir stórsigur gegn nýliðum Hattar í
Mathús Garðabæjar-höllinni í
Garðabæ, 97:70.
Hattarmenn voru vel inni í leikn-
um framan af og var staðan 42:39,
Hetti í vil, í hálfleik. Það var fljótt að
breytast í síðari hálfleik og Garðbæ-
ingar stungu af í þriðja leikhluta.
Ægir Þór Steinarsson var stiga-
hæstur Garðbæinga með 15 stig en
Matej Karlovic skoraði mest fyrir
Hött eða 19 stig en Hattarmenn bíða
ennþá eftir sínum fyrsta sigri í deild-
inni.
Körfuboltinn
fór af stað
með látum
Spennusigrar Tindastóls og Hauka
í Vesturbænum og Njarðvík
Morgunblaðið/Eggert
Öflugur Pétur Rúnar Birgisson var drjúgur fyrir Tindastól gegn KR í gær-
kvöld með 12 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst í Vesturbænum.
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Úrvalsdeild karla í körfuknattleik,
Dominos-deildin, fór af stað með lát-
um en önnur umferð deildarinnar
hófst í gær, hundrað dögum eftir að
Þór á Akureyri tók á móti Keflavík í
lokaleik fyrstu umferðar deild-
arinnar í Höllinni á Akureyri.
Spennan var rafmögnuð í Vestur-
bænum þar sem Íslandsmeistarar
síðustu sex ára í KR tóku á móti
meistaraefnunum í Tindastóli.
Liðin hafa eldað grátt silfur saman
undanfarin ár og háð harða baráttu
um Íslandsmeistaratitilinn en liðin
mættust í úrslitum Íslandsmótsins
tímabilið 2014-15 og 2017-18. KR
hafði betur í bæði skiptin, 3:1.
Lið Vesturbæinga var talsvert
breytt frá fyrstu umferðinni þar sem
liðið tapaði á heimavelli fyrir Njarð-
vík, 92:80, en Roberts Stumbris og
Ante Gospic voru báðir horfnir á
braut. Í stað þeirra var mættur Ty-
ler Sabin frá sænska úrvalsdeild-
arliðinu Wetterbygden Stats en
hann átti sannkallaðan stórleik og
skoraði 47 stig.
Tindastóll mætti með óbreyttan
leikmannahóp úr fyrstu umferðinni
en Sauðkrækingar náðu yfirhöndinni
snemma leiks og leiddu með sex stig-
um í hálfleik, 61:55.
Tindastóll jók forskot sitt um tvö
stig í þriðja leikhluta en í fjórða leik-
hluta komust KR-ingar yfir, 95:91,
þegar tæplega þrjár mínútur voru til
leiksloka.
Stólarnir reyndust hins vegar
Bandaríska körfuknattleiksfélagið
Brooklyn Nets staðfesti í gær að
það hefði fengið James Harden til
liðs við sig frá Houston Rockets.
Mikil félagaskiptaflækja fjögurra
annarra leikmanna og fjögurra liða
ásamt nýliðarétti í framtíðinni
fylgir vistaskiptum hans. Harden
hefur verið einn besti leikmaður
NBA-deildarinnar um árabil og
hann hefur verið stigahæsti leik-
maður hennar síðustu þrjú ár.
Brooklyn er fyrir með þá Kevin
Durant og Kyrie Irving í sínum röð-
um og því komið með öflugan hóp.
Harden kominn
til Brooklyn
AFP
Flytur James Harden er kominn til
liðs við Brooklyn Nets.
Arsenal fékk ekki á sig mark í
fjórða leik sínum í röð þegar liðið
gerði markalaust jafntefli við Crys-
tal Palace í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á Emirates-leikvang-
inum í London. Liðið hefur nú feng-
ið tíu stig í síðustu fjórum leikjum í
deildinni ásamt því að sigra New-
castle í bikarkeppninni um síðustu
helgi. Þetta hefur þó aðeins dugað
til að fleyta Arsenal upp í ellefta
sætið. Palace var nær sigri í gær-
kvöld, James Tomkins átti skalla í
þverslá og Bernd Leno varði mjög
vel frá Christian Benteke.
Arsenal heldur
markinu hreinu
AFP
Einbeittir David Luiz og Christian
Benteke í leiknum í gærkvöld.
Handknattleiksdeild Fram kom
handboltaunnendum á óvart í gær
þegar birt var á heimasíðu félags-
ins að Stella Sigurðardóttir, fyrr-
verandi landsliðskona, væri orðin
leikmaður Fram á ný eftir sjö ára
hlé frá handknattleiksiðkun.
„Langt er síðan ég hef kastað
bolta og það tekur örugglega tíma
að koma öxlinni í gang. Í janúar eru
sjö ár síðan ég spilaði síðast og það
er ansi langur tími. Ég kem ekki til
með að vera eins leikmaður og ég
var áður en ég fór utan þegar ég
var 22 ára. Ég verð ekki nein stór-
skytta og verð líklega frekar í ein-
hvers konar varnarhlutverki,“
sagði Stella í samtali við Morg-
unblaðið í gær en lengra viðtal við
hana er á að finna á mbl.is/sport/
handbolti síðan í gær.
Stella segist jafnframt byrja ró-
lega og engin pressa sé sett á hana
af hálfu Fram. Stella varð Íslands-
meistari með Fram árið 2013 og
bikarmeistari 2010 og 2011 en lék
síðast með SönderjyskE í Dan-
mörku. kris@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Reynd Stella hætti keppni snemma árs 2014 vegna höfuðáverka.
Stella gæti komið
við sögu hjá Fram