Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
dæmi þá tók maður eftir því að
Portúgalar ruku af og til út úr
vörninni og klipptu þá út skyttuna
öðruhvorumegin. Gerðu þetta til
dæmis þegar Íslendingar ætluðu að
fara af stað með leikkerfi. Ýmislegt
þess háttar virkaði ágætlega hjá
Portúgal.
Gísli var áræðinn
Í grein í blaðinu á þriðjudag
sagðist ég vilja sjá hina snöggu, og
frekar lágvöxnu leikmenn íslenska
liðsins keyra á varnir andstæðing-
anna á HM. Reyna að sækja eins
hratt og mögulegt væri í þeirri von
að fá hreyfingu á varnir andstæð-
inganna. Margir leikmenn í ís-
lenska liðinu eru góðir í þessu og
við þetta geta skapast glufur sem
bjóða upp á gegnumbrot eða horna-
spil.
Í gær fannst mér einungis einn
af útispilurunum gera þetta og það
var Gísli Þorgeir Kristjánsson. Með
sína góðu fótavinnu og áræði kom
hann varnarmönnum Portúgals
ítrekað í vandræði og var mjög
drjúgur þegar hann fékk tækifæri.
Sóknirnar voru að mér fannst of
hægar og stundum var hægt á þeg-
ar menn voru byrjaðir að keyra
upp hraðann. Elvar Örn Jónsson
þarf til dæmis að ógna af meiri
krafti og þá er hann stórhættu-
legur. En of oft virtist hann ætla að
taka sér of mikinn tíma í aðgerðir.
Svipað má segja um Janus Daða
Smárason sem tapaði boltanum þrí-
vegis snemma í leiknum.
Ágúst Elí tók við sér
Alexander Petersson, Ómar Ingi
Magnússon og Viggó Kristjánsson
fengu allir að spreyta sig hægra
megin en enginn þeirra átti sér-
staklega góðan dag í sókninni. Óm-
ar og Viggó opnuðu þó stundum
skemmtilega fyrir Sigvalda Björn
Guðjónsson í hægra horninu í síðari
hálfleik. Sigvaldi spilaði í síðari
hálfleik og var ferskur. Þess vegna
var sárt fyrir hann að brenna af
hraðaupphlaupi þegar tækifæri
gafst til að minnka muninn í 25:23 á
57. mínútu því Sigvaldi hafði leikið
vel. Þar kom kafli þar sem Ágúst
Elí Björgvinsson hafði tekið hressi-
lega við sér í markinu og sú von
vaknaði að Ísland gæti kannski náð
stigi út úr leiknum.
Portúgal er óvenjulegt lið í nú-
tíma handbolta hvað það varðar að
liðið er ekkert að flýta sér í sókn-
inni. Þær voru oft langar en leik-
menn liðsins eru snjallir að búa til
færi þótt höndin sé komin upp hjá
dómurum til merkis um leiktöf.
AFP
Áræðinn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni tókst oft að komast framhjá sínum manni og draga í sig þann næsta í leiknum gegn Portúgölum í gærkvöld.
Portúgalar voru klókari
Tap í fyrsta leiknum á HM í Egyptalandi Íslenska liðið tapaði boltanum
fimmtán sinnum Lið Portúgals tekur sér mikinn tíma í sóknirnar
Nýja höfuðborgin, HM karla, F-riðill,
fimmtudag 14. janúar 2021.
Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 5:6, 6:7,
9:7, 9:9, 11:10, 15:11, 18:13, 18:16,
20:16, 20:18, 22:18, 24:29, 25:20,
25:23.
Mörk Portúgals: Miguel Martins 6,
Pedro Portela 5, André Gomes 4,
Leonel Fernandes 2, Victor Iturriza 2,
Rui Silva 2, Diogo Branquinho 2, Ant-
ónio Areia 1, Fábio Magalhaes 1.
Varin skot: Alfredo Quintana 10/1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson
6/4, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4,
Elvar Örn Jónsson 3, Alexander Pet-
ersson 2, Ólafur Guðmundsson 2,
Ómar Ingi Magnússon 2/1, Gísli Þor-
geir Kristjánsson 2, Arnar Freyr Arn-
arsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson
10, Viktor Gísli Hallgrímsson 3/1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Rozhodcí Horácek og Jirí
Novotný, Tékklandi.
Áhorfendur: Engir.
PORTÚGAL – ÍSLAND 25:23
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, var skiljanlega svekktur þegar hann ræddi við
RÚV eftir 23:25-tap gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á
HM karla í Egyptalandi í gær.
„Við gerðum allt of mörg tæknimistök í sókninni eða
fimmtán stykki og það gengur ekki upp á meðan þeir
gera sjö. Við færðum þeim boltann of oft á silfurfati og í
svona jöfnum leik þá gengur það ekki upp. Við fórum svo
líka illa með dauðafæri og þar á meðal hraðaupphlaup.
Við vorum sjálfum okkar verstir,“ sagði Guðmundur.
Hann var óánægður með mistækan sóknarleik ís-
lenska liðsins. „Við vissum að þetta yrði 50/50-leikur og
til að vinna svona leik á HM þá þarf margt að ganga upp. Mér fannst ákveð-
ið hik í mönnum þrátt fyrir að við byrjuðum vel en svo förum við að kasta
boltanum frá okkur,“ sagði Guðmundur meðal annars. sport @mbl.is
Sjálfum okkur verstir
Guðmundur Þ.
Guðmundsson.
„Ég er hundfúll með niðurstöðuna,“ sagði Elliði Snær
Viðarsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við
Morgunblaðið eftir 23:25-tap fyrir Portúgal í fyrsta leik
Íslands á HM í Egyptalandi í gærkvöld.
„Varnarleikurinn var allt í lagi. Þeir skoruðu 25 mörk
sem er allt í lagi, en samt var stundum of langt á milli
manna. Þeir komu með tvöfaldar innleysingar sem við
áttum erfitt með. Við vorum svo með allt of marga tap-
aða bolta í sókninni og við koðnuðum niður í sókninni
eftir að við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik.
Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mun jafnari, hann
var stál í stál. Í seinni hálfleik vorum við að elta og þegar
við gátum minnkað muninn í tvö mörk þá fóru færi forgörðum,“ sagði El-
liði eftir sinn fyrsta leik á stórmóti með íslenska landsliðinu en lengra við-
tal er við hann á mbl.is. johanningi@mbl.is
Koðnuðum niður í sókninni
Elliði Snær
Viðarsson
Frakkar lögðu Norðmenn að velli í
sannkölluðum stórleik, 28:24, í fyrstu
umferð riðlakeppni heimsmeistara-
móts karla í handbolta í Egyptalandi í
gærkvöld. Frakkar fengu brons og
Norðmenn silfur á síðasta móti fyrir
tveimur árum. Staðan var 13:13 í hálf-
leik. Kentin Mahe skoraði níu mörk
fyrir Frakka en Sander Sagosen tíu
fyrir Norðmenn.
Sviss sigraði Austurríki í sama riðli,
28:25, og þar með stefnir allt í að
Svisslendingar, sem mættu til leiks á
HM í gærmorgun í stað Bandaríkjanna,
komist áfram í milliriðil þar sem þeir
geta mætt Íslendingum.
Hampus Wanne fór á kostum og
skoraði ellefu mörk þegar Svíar gjör-
sigruðu Norður-Makedóníumenn,
32:20, á HM í Egyptalandi í gærkvöld.
Svíar eru með mjög laskað lið á
mótinu en fengu sannkallaða óska-
byrjun. Norður-Makedónía kom í stað
Tékka með þriggja daga fyrirvara og
þar með er Kiril Lazarov mættur á enn
eitt stórmótið en hann lék á því fyrsta
árið 1999. Lazarov, sem er fertugur,
varð markahæstur sinna manna með
fimm mörk.
Alsírbúar eru næstu mótherjar Ís-
lendinga annað kvöld en þeir mörðu
sigur á grönnum sínum frá Marokkó,
24:23, í gær eftir að hafa lent sjö
mörkum undir. Alsírbúar skoruðu tvö
síðustu mörk leiksins í tómt mark
Marokkóbúa og Daoud Hichem gerði
sigurmarkið. Þá hafði Alsír ekki verið
yfir síðan liðið komst í 1:0 í byrjun. Ís-
land mætir Marokkó í síðasta leik rið-
ilsins á mánudagskvöldið.
Þrír íslenskir þjálfarar stýra liðum
sínum í fyrsta leik á HM í dag og í
kvöld. Alfreð Gíslason og hans menn í
þýska landsliðinu mæta Úrúgvæ, Dag-
ur Sigurðsson stýrir Japönum gegn
hinu öfluga liði Króata og Halldór Jó-
hann Sigfússon, þjálfari Barein, glímir
við sjálfa heimsmeistarana, Dani.
Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir er gengin til liðs við upp-
eldisfélag sitt Breiðablik og skrifar
hún undir tveggja ára samning við fé-
lagið. Þórdís kemur til Blika frá KR þar
sem hún lék á síðustu leiktíð. Þórdís,
sem er 27 ára gömul, á að baki 115
leiki í efstu deild með Breiðabliki,
Stjörnunni, Þór/KA og KR þar sem
hún hefur skorað 23 mörk. Þá á hún
að baki tvo A-landsleiki og 29 leiki fyr-
ir yngri landslið Íslands en hún hefur
einnig leikið með sænsku liðunum
Kristianstad og Älta.
Varnarmaðurinn reyndi Pétur Við-
arsson ætlar að leika áfram með FH-
ingum á komandi tímabili en
hann hefur skrifað undir
eins árs samning við
knattspyrnudeild félags-
ins. Pétur
ákvað að
hætta
eftir
tímabilið
2019 en tók
fram skóna á ný
síðasta sumar og
lék tólf leiki með FH-
ingum í úrvalsdeild-
inni. Hann hefur alls
leikið 188 leiki með FH
í deildinni og er þar
fimmti leikjahæsti leik-
maður félagsins frá
upphafi.
Eitt
ogannað
HM 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ekki hófst þátttaka Íslands á HM í
handknattleik í Egyptalandi eins
og maður hefði viljað heldur tapaði
Ísland fyrir Portúgal 25:23 í fyrsta
leiknum í gær sem fram fór í nýju
höfuðborginni sem ekki hefur verið
gefið nafn. Því miður var Portúgal
betra liðið að þessu sinni og sig-
urinn var því sanngjarn.
Einfaldasta skýringin, og sú sem
blasir við, er að íslenska liðið tapaði
boltanum fimmtán sinnum í leikn-
um. Er það einfaldlega of mikið
gegn liði sem hafnaði í 6. sæti á síð-
asta stórmóti. Að loknum fyrri hálf-
leik var staðan 11:10 fyrir Portúgal.
Fannst manni það vera ágætlega
sloppið því þá höfðu íslensku mark-
verðirnir aðeins varið tvö skot og
manni þótti íslenska liðið eiga
nokkuð inni.
Ísland náði hins vegar aldrei
neinum kafla í leiknum þar sem
menn komust í virkilegt stuð. Leik-
urinn var alltaf erfiður. Ekki síst
vegna þess hve klókir leikmenn
Portúgals voru. Öll þessi skipti sem
Íslendingar tapa boltanum skrifast
ekki bara á taugaspennu eða skort
á einbeitingu. Þar hefur vörn
Portúgals eitthvað að segja. Sem