Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
THE HOLLYWOOD REPORTER
CHICAGO SUN-TIMES
LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE ROGEREBERT.COM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nýtt myndlistargallerí, MUTT, hef-
ur formlega starfsemi að Laugavegi
48 klukkan 18 í kvöld með opnun
sýningarinnar 2+2=5 með mál-
verkum eftir Úlf Karlsson. Úlfur
lauk námi við Kvikmyndaskóla Ís-
lands árið 2008 og BA-námi við
Listháskólann í Gautaborg árið
2012. Verk hans hafa verið á mörg-
um einka- og samsýningum hér á
landi og erlendis; meðal annars var
sýning á verkum hans í D-sal Lista-
safns Reykjavíkur árið 2017.
Í tilkynningu frá galleríinu segir
að dægurmenning og ádeila séu
undirliggjandi stef í verkum Úlfs á
sýningunni, þar sem hann dregur
fram einkenni kynslóðar sem ólst
upp við teiknimyndir á morgnana,
óljósar fréttir um stríð langt í burtu
og íþróttir. Persónurnar sem koma
við sögu í verkunum séu þó aftengd-
ar sakleysi barnæskunnar og eru
staddar í nútímanum í kunnuglegum
heimi á ókunnum stað.
„Kýldi bara á það“
Júlía Marinósdóttir á og rekur
MUTT og segir markmiðið með
stofnun gallerísins vera að styrkja
flóru myndlistar í Reykjavík með
sýningum eftir fjölbreyttan hóp
myndlistarmanna, auk þess að
styðja við starfsemi listamannanna.
Júlía hefur starfað hjá Listasafni Ís-
lands, hún er með BA-gráðu í list-
fræði frá Háskóla Íslands og lagði
stund á framhaldsnám í markaðs-
fræði og alþjóðaviðskiptum. Hún
segist lengi hafa haft áhuga á að fara
út í rekstur og þegar hún sá þetta
fína rými við Laugaveginn standa
tómt í kórónuveirufaraldrinum
fannst henni það vera kjörið fyrir
gallerírekstur.
„Ég kýldi bara á það, fór að hafa
samband við listamenn og athuga
hvort þeim litist á sýningu og Úlfur
var að vinna að nýjum verkum og
tilbúinn með önnur svo við hófum
undirbúning að sýningunni með
verk sem eru flest ný,“ segir Júlía.
Hún segir þetta vera drauma-
staðsetningu fyrir galleríið, á góðum
stað við Laugaveginn. „List á svo
mikið erindi við almenning að mínu
mati og því er plús að hún sé staðsett
þar sem fólk hafi gott aðgengi að
henni.“
Hyggst Júlía starfa með föstum
hópi listamanna?
„Ég fer út í þetta með opnum
huga og það er mjög mikið af hæfi-
leikaríkum listamönnum á Íslandi
sem eiga erindi og mætti koma bet-
ur á framfæri. Ég tel vera svigrúm
fyrir fleiri gallerí í Reykjavík og vil
bæta við íslenska listasenu með því
að sýna nýtt og áhugavert efni og
gefa listamönnum sem eru að gera
spennandi hluti pláss. MUTT er í
ákveðnu flæði og með tímanum tek-
ur það á sig mynd. Mér finnst best
að vera ekki að formfesta hlutina um
of.“
Áhersla á fjölbreytta miðla
Júlía bætir við að það hefur alltaf
verið markmið að leggja áherslu á
fjölbreytta miðla. „Ég vil eins og
kostur er sýna list í sínu fjölbreytt-
asta formi. Í desember settum við
upp hér vídeóinnsetningu eftir Har-
ald Karlsson en hún sást aðeins af
götunni, nú erum við með málverk á
fyrstu formlegu sýningunni og næst
verður hér ljósmyndasýning.“
Júlía ítrekar að hún vilji með
rekstri MUTT styrkja myndlistar-
flóruna í borginni með fjölbreyttum
sýningum. Hún segir að á sýningu
Úlfs séu 13 málverk, málverk sem
tala við samtímann á kröftugan og
áhugaverðan hátt.
„Í verkunum opnast nýir heimar
þar sem persónur og atburðir koma
saman úr ólíkum áttum. Nýtt óraun-
verulegt samhengi verður til og
minnir okkur á hversu óraunveru-
legur sjálfur veruleikinn getur verið,
nú á okkar tímum,“ segir hún.
MUTT verður opið frá kl. 14 til 18
frá miðvikudegi til sunnudags.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í MUTT Myndlistarmaðurinn Úlfur Karlsson og galleristinn Júlía Marinósdóttir á sýningunni með verkum Úlfs.
„Í verkunum opnast nýir heimar þar sem persónur og atburðir koma saman úr ólíkum áttum,“ segir Júlía.
„List á svo mikið erindi“
Nýtt gallerí við Laugaveg, MUTT, verður opnað í kvöld með sýningu á
verkum Úlfs Karlssonar „Tel vera svigrúm fyrir fleiri gallerí í Reykjavík“
Hrólfur Sæ-
mundsson barí-
tón og Bjarni
Frímann Bjarna-
son, píanóleikari
og tónlistarstjóri
Íslensku óper-
unnar, koma
fram á söng-
skemmtun í
Norðurljósasal
Hörpu í kvöld kl.
20. Á efnisskránni verða ýmsar
þekktar aríur og sönglög í sérstöku
uppáhaldi hjá listamönnunum og
munu þeir kynna lögin á tónleik-
unum sem verður jafnframt
streymt þar sem takmarkaður
fjöldi miða verður til sölu og sótt-
varna gætt.
Um Hrólf segir á vef Íslensku óp-
erunnar að hann hafi sungið hlut-
verk Germont í uppfærslu Íslensku
óperunnar á La traviata í Eldborg
árið 2019 og fengið frábærar við-
tökur. Hrólfur hefur sungið í óper-
um víða um lönd en þó aðallega
starfað í Þýskalandi. Hann starfar
nú við óperuna í Aachen.
Hrólfur og Bjarni
á söngskemmtun
Hrólfur
Sæmundsson
Unnar Ari Bald-
vinsson opnaði í
gær sýningu á
málverkum sín-
um á kaffihúsinu
Mokka. Sýningin
ber titilinn
Slyngir hringir
og má á henni sjá
15 málverk í fjór-
um stærðum þar
sem hringformið
ræður för. „Hann er slunginn og í
fullkomnu ójafnvægi,“ skrifar Unn-
ar Ari í tilkynningu og segir hug-
myndina að verkunum hafa setið
lengi í kollinum á honum og hann
hafi verið svolítið smeykur við ein-
faldleikann. „Hringirnir eru stað-
settir þannig að þeir gefa verkun-
um ójafnvægi en myndirnar jafna
sig sjálfar með að samþykkja stöðu
sína. Litirnir búa til kontrast og
spila á móti formunum,“ skrifar
Unnar Ari sem er fæddur árið 1989
og stundaði myndlistarnám á Ítalíu.
Unnar Ari sýnir
málverk á Mokka
Unnar Ari
Baldvinsson