Morgunblaðið - 20.01.2021, Side 2

Morgunblaðið - 20.01.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 STÓRMERKT RIT eftir Hildi Hákonardóttur BÁÐAR SAMAN 7.990, Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Notkun gagnakorta, SIM-korta fyrir gagnaflutninga en ekki símtöl, hefur aukist. Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans, taldi að gagnakort séu fyrst og fremst sett í spjaldtölvur og 4G netbeina. Morgunblaðið frétti af ungu fólki sem notar gagnakort í farsíma í stað hefðbundinna símakorta. Það hring- ir aldrei í símanúmer heldur notar forrit eins og t.d. Facetime eða Messenger ef það vill tala við aðra. Skilyrði er að viðmælandinn sé með sama forrit. Sú spurning vaknaði hvort slíkir notendur fái t.d. neyð- arskilaboð (SMS) sem yfirvöld senda í öll snjalltæki á tilteknu svæði ef hætta steðjar að. „Það er símanúmer á gagnakort- inu þótt það sé lokað fyrir talrásina og þú getir hvorki hringt né svarað venjulegum símtölum. Þú kemst hins vegar á netið. SMS-skilaboð eins og neyðarskilaboð myndu kom- ast til skila og rafræn skilríki virka. Eins er hægt að hringja í neyðarsím- ann 112. Það er bara almenna símtal- ið sem dettur út,“ sagði Guðmundur. Hann gat sér þess til að það sé eink- um yngra fólk sem notar gagnakort í síma. Sá hópur er nýjungagjarn og fljótur að tileinka sér möguleika tækninnar. „Við höfum horft upp á hnignun talsímans og heimasímans. Unga fólkið notar nýjar leiðir til að eiga í samskiptum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefði allt farið að snúast um gagna- magn hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Þar sé þungi notkunarinnar í dag. „Samkeppnin snýst um gagna- magn, hvað er mikið innifalið í áskrift og hvort þjónusta er tak- mörkuð á einhvern hátt. Einnig um hversu öflugt og útbreitt dreifikerfið er. Fyrir kannski tíu árum snerist samkeppnin um mínútur símtala eða fjölda smáskilaboða sem fylgdu áskrift. Nú er það endalaust og alltaf í flestum áskriftum,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að staðan sé svipuð hér og í nágrannalöndunum. Innleiðing 5G-tækninnar Síminn vinnur að því að innleiða 5G og hefur sett upp þrjá prufu- senda á Múlasvæðinu. Þeir eru að- eins aðgengilegir tæknimönnum Símans vegna prófana. Stefnt er að því að opna fyrir þjónustuna á fyrri hluta ársins. Ekki verður um sér- staka 5G-áskrift en tæknin verður aðgengileg tækjum sem styðja 5G. „Sumir framleiðendur þurfa að virkja tækin sín megin frá til að 5G virki í tilteknu landi. Það á til dæmis við um síma frá Samsung og Apple. Þeir vilja gera prófanir og virkja svo tækin með hugbúnaðaruppfærslu. Það var eins þegar 4G kom á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Tala í síma en hringja ekki í símanúmer fólks  Sumir láta sér nægja að setja gagnakort í snjallsímann Unsplash/Raj Rana Myndspjall Þeim fjölgar sem hringja ekki í símanúmer fólks. Ríkið mun veita Landsbjörgu allt að 450 milljóna króna framlag til kaupa á þremur björgunarskipum á ár- unum 2021-2023. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í gær en þar að auki var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. Samkomulagið og viljayfirlýsingin byggjast á tillögum starfshóps um eflingu björgunarskipa Lands- bjargar sem forsætisráðherra skip- aði í desember 2019. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þess að Alþingi vísaði þingsályktunartillögu um efl- ingu björgunarskipaflota Lands- bjargar til ríkisstjórnarinnar í maí 2019. Var forsætisráðherra falið að taka málið til skoðunar og tryggja verkefninu framgang og fjármagn. Þetta kemur fram á vef Stjórnar- ráðsins. Kaupin eru liður í því að endur- nýja skipakost Landsbjargar sem er kominn til ára sinna. Markmiðið er að leggja grunn að enn öflugra starfi Landsbjargar á komandi árum, efla útkallsgetu björgunarsveita og tryggja öryggi skipa og áhafna þeirra, segir enn fremur. Í samkomulagi um kaup á þremur björgunarskipum fyrir Landsbjörg felst að ríkið greiði helming kostn- aðar fyrir hvert skip. Hámarks- kostnaður við hvert skip verði ekki meiri en 300 milljónir, þannig að hlutur ríkisins gæti orðið 150 millj- ónir. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir 450 millj- óna króna framlagi vegna þessa. Morgunblaðið/Eggert Undirritun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirrita samkomulagið fyrir hönd ríkisins. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson fylgjast með. Kaupa þrjú björgunarskip  Ríkið veitir allt að 450 milljónum kr. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda áform um að leggja fram á Alþingi lagafrum- varp sem heimili einstaklingum að hafa í sinni vörslu takmarkað magn ávana- og fíkniefna. Þannig verði bæði varsla og með- ferð efna, sem teljast vera til eigin nota í takmörkuðu magni, gert refsi- laust. Ráðuneytið vísar til þess, að á síð- asta löggjafarþingi voru samþykkt lög um neyslurými en með gildistöku þeirra var veitt undanþága frá því ákvæði laga um ávana- og fíkniefni að varsla og meðferð ávana- og fíkni- efna sé óheimil á íslensku forráða- svæði. Með undanþágunni hafi verið lögfest heimild einstaklinga til að hafa í vörslum sínum ávana- og fíkni- efni sem neyta má í æð í neyslurými. Tilvonandi frumvarpi sé m.a. ætlað að styðja við þessa löggjöf enda talið að hún nái ekki markmiði sínu án af- glæpavæðingar neysluskammta. Fram kemur í umfjöllun ráðuneyt- isins, að í vinnu við frumvarpið hafi verið höfð hliðsjón af efni þing- mannafrumvarps, sem lagt var fram um þetta efni á síðasta þingi og þeim athugasemdum sem bárust vegna þess við þinglega meðferð. Frum- varp ráðuneytisins byggi á hug- myndafræði skaðaminnkunar en hugmyndafræðin vísi til stefna, verkefna og verklags sem miði fyrst og fremst að því að draga úr heilsu- farslegum, félagslegum og efnahags- legum afleiðingum, notkunar lög- legra og ólöglegra vímuefna, án þess að meginmarkmiðið sé að draga úr vímuefnanotkun. „Skaðaminnkun gagnast fólki sem notar vímuefni, fjölskyldum þess, nærsamfélagi notandans og sam- félaginu í heild. Með því að afnema mögulega refsingu vegna vörslu skammta ólöglegra vímuefna ætl- aðra til einkanota væri stigið stórt skref í átt að viðhorfsbreytingu í ís- lensku samfélagi gagnvart fólki sem notar vímuefni, lögleg sem ólögleg. Vísindarannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að refsingar hafa lítil sem engin áhrif til breytingar á hegðun einstaklinga heldur eru margir aðrir samverkandi persónubundnir þættir sem hafa áhrif á áhugahvöt einstak- lings til breytinga,“ segir m.a. í um- fjöllun ráðuneytisins. Megi hafa fíkniefni til eigin nota  Heilbrigðisráðuneytið kynnir áform um lagabreytingar  Varsla og meðferð efna í takmörkuðu magni verði refsilaust  Styðji við löggjöf um neyslurými Morgunblaðið/Júlíus Kannabisræktun Verði frumvarpið að lögum verður varsla og meðferð vímuefna í takmörkuðu magni til eigin nota gert refsilaust. Ungur drengur sem var í bifreið- inni sem hafnaði í sjónum í Skötu- firði í Ísafjarðardjúpi á laugardag lést á Landspítalanum í gær. Hann hét Mikolaj Majewski. Þrennt var í bílnum en móðir Mikolaj, Kamila Majewska, lést á laugardagskvöld. Fjölskyldan var búsett á Flat- eyri og var að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð. Bíll- inn fór út af veginum í mikilli hálku og hafnaði úti í sjó. Hálka og krapi töfðu fyrir björgunarliði á leiðinni á vettvang og þá þurftu vegfarendur sem komu að slysinu að aka annað til að ná símasambandi þannig að hægt væri að hringja í Neyðarlín- una. Tvær þyrlur Landhelgisgæsl- unnar voru kallaðar til og fluttu þær fjölskylduna á spítala í Reykjavík. Drengur- inn látinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.