Morgunblaðið - 20.01.2021, Síða 13

Morgunblaðið - 20.01.2021, Síða 13
Hamborg. | Kosning flokksleiðtoga í Evrópu telst venjulega ekki til stórfrétta, enda eru rúmlega 200 flokkar í löndum Evrópusam- bandsins. En öðru máli gegnir þegar um er að ræða öflugasta stjórn- málaaflið í stærsta og ríkasta landi Evrópu- sambandsins. Um helgina krýndi flokkur kristi- legra demókrata (CDU) í Þýskalandi Armin Laschet formann. Laschet er forsætisráðherra Nordrhein- Westfalen, lætur lítið yfir sér, er með góðlegt andlit og er ekki beinlínis stjarna á heimssviðinu. En leggið nafnið á minnið. Tölfræðilega er kristilegi demókratinn nú efstur á lista veðbókara til að taka við starfi kanslara. Fimm af átta könslurum Þýska- lands eftir stríð komu úr CDU – frá Konrad Adenauer til núverandi handhafa embættisins, Angelu Mer- kel. Og flokkur Merkel er um þessar mundir með stórt forskot í skoð- anakönnun þannig að það er ekki mikil áhætta að veðja á að arftaki Merkel eftir almennu kosningarnar í september komi úr herbúðum íhalds- manna. Skrefin fyrir Laschet eru tvö. Það fyrsta var að ná í formannsstólinn í CDU, síðan að verða kanslara- frambjóðandi. Sögulega hefur for- maðurinn fyrstur tilkall til sætisins þar sem hann er fánaberi flokksins, en það er ekki þar með sagt að það sé tryggt að hann hljóti tilnefninguna, sem á að fara fram í mars. En áður en við förum út í þær flækjur skulum við gefa gaum að Laschet, sem spáð var að myndi tapa í aðdraganda flokksþingsins um helgina. Með óvæntum sigri sínum er hann nú kominn í forustu í kapp- hlaupinu um að vera kanslara- frambjóðandi flokksins. Gerum ráð fyrir að hann muni mynda næstu stjórn. Við hverju er þá að búast? Í fjórum orðum má segja „Merkel að frá- dreginni Angelu“ – nánast óslitnum þræði. Laschet lofar ekki nýrri dögun, eða að horfið verði frá miðjupólitík Merkel með skriði til vinstri. Kórónuveiru- faraldurinn hefur nú hert á þeirri tilhneig- ingu. Faraldurinn knýr nú gríðarlega útþenslu opinberra útgjalda og endurdreif- ingu verðmæta. Billjónir eru veittar til einstaklinga og fyrirtækja sem teljast „kerfislega mikilvæg“. Einnig má búast við „merkelisma“ í utanríkismálum. Þrír sóttust eftir formannsstólnum og keppinautar Laschets – Friedrich Merz og Nor- bert Röttgen – hétu því að endur- meta hagsmuni Þýskalands með því að halla sér meira í vestur: leggja meiri áherslu á varnir og Atlants- hafsbandalagið, minna góðgæti handa Rússum og Kínverjum. Lasch- et myndi, hins vegar, fylgja í fótspor Merkel. Við skulum kalla það „diplómat- íska miðstefnu“. Ekki láta Bandarík- in draga Þýskaland inn í deilur við risana tvo í austri. Halda fjarlægð við Washington. Reyna að halda góðu samkomulagi við alla sem einn eins og hæfir stöðu Berlínar í hjarta Evr- ópu. Sem kanslari myndi Laschet ekki ögra Rússum með því að loka á Nord Stream 2-leiðsluna, sem mun dæla rússnesku gasi beint inn í landið án viðkomu í Póllandi eða Úkraínu og gera Þýskaland háðara Kerml í orku- málum. Þýskaland mun heldur ekki útiloka 5G-tækni Kínverja frá sam- skiptakerfum sínum. Til marks um það sem koma skal er allsherjarsamkomulag Evrópu- sambandsins og Kína um fjárfest- ingar, sem gengið var frá undir for- ustu Þjóðverja aðeins þremur vikum fyrir innsetningu Joes Bidens í emb- ætti forseta Bandaríkjanna. Með samningnum um fjárfestingar urðu vonir Bidens um að fá ESB inn í bandalag gegn Kína að engu. Reynd- ar má segja að í ljósi samstarfssátt- mála 15 Asíuríkja, þar á meðal Kína, frá því í liðnum mánuði hafi samn- ingur ESB og Kína skilið Bandaríkin eftir úti í kuldanum. Í Evrópumálum má vænta þess að framtíðin undir forustu Laschets yrði einnig óslitinn þráður. Það þýðir opnir kranar fyrir evrópska seðla- bankann ásamt síauknum tilflutningi á valdi til að eyða og skattleggja til framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, hins ókjörna fram- kvæmdavalds þess. Á fyrstu árum sínum sem kanslari barðist Merkel með kjafti og klóm gegn umfangsmiklum tilflutningi á ítökum og peningum til ESB. Nú er búið að innsigla að skuldir og tilflutn- ingur fjár séu á borði ESB burtséð frá því hver verður næsti kanslari. Merkel mun því halda áfram að móta framtíð Evrópu jafnvel eftir að hún lætur af völdum. Þótt líklegast sé að Laschet verði kanslari þegar talið hefur verið úr kjörkössunum 26. september mun hann þurfa að leggja hart að sér til að ná einingu í CDU og kristilega syst- urflokknum í Bæjaralandi, CSU. Hann þurfti að vinna upp forskot andstæðings síns frá fyrstu umferð- inni og sigraði með naumindum í seinni umferðinni með 521 atkvæði af 1.001. Ekki bætir úr skák fyrir hann að í könnunum á landsvísu taldi aðeins þriðjungur svarenda að Laschet gæti orðið „góður kanslaraframbjóðandi“. Um 55% nefndu Markus Söcer, leið- toga CSU, sem víst má telja að muni skora Laschet á hólm í baráttunni um tilnefninguna. Reyndar hefur Sö- der látlaust lagt grunninn að því að hreppa hnossið. Fyrir hvað stendur Söder? Ná- kvæmari spurning væri: „Fyrir hvað stendur hann ekki?“ Söder hefur skipt um stefnu af mikilli fimi, fer af mýkt frá hægri til vinstri og til baka, hvort sem um er að ræða þjóðarör- yggismál, inflytjendamál, „fjöl- skyldugildi“, sóttvarnaaðgerðir, iðn- aðarstefnu eða þýsku útgáfuna af „grænum nýja sáttmála“. Söder hef- ur krafist þess að Rússar verði beitt- ir refsiaðgerðum, en var einnig hinn sáttfúsasti við Vladimír Pútín forseta þegar hann heimsótti Kreml. Er mikill munur á leiðtogum vængjanna tveggja í röðum kristi- legra demókrata? Laschet er, svo það sé endurtekið, „Merkel að frá- dreginni Angelu“. Söder er stjórn- málamaður sem reynir að gefa af sér góðan þokka og hugprýði, þótt fortíð hans gefi til kynna linnulausan sveigjanleika, sem einnig kallast óá- kveðni og tækifærismennska. Restina af heiminum varðar litlu hvern flokkurinn tilnefnir í mars. Í Þýskalandi fara fram stjórnmál fjöl- flokka samsteypustjórna og þau eru ekki hönnuð til að geta af sér skyndi- legar vendingar eins og þegar Donald Trump tók við af Barack Obama í Bandaríkjunum. Spurningin er um nokkrar gráður til vinstri eða hægri, mæla dýpið og stýra hjá hættulegum grynningum – um leið og stillt er af næmi inn á breytilegt geðslag kjósenda. Laschet eða Söder í stól kanslara? Merkel-plús eða Bæjari í hlutverki kraftakarls? Þriðji leikandinn er auð- vitað kórónuveiran. Í fyrra sköruðu hinir skilvirku Þjóðverjar fram úr í að halda faraldrinum í skefjum. Nú staulast landið áfram með nýjum og nýjum sóttvarnaaðgerðum og lokn- um og smitin fara upp úr öllu valdi. Ef ófremdarástandið heldur áfram gætu þýskir kjósendur tekið hnellna, fyrirsjáanlega frændann frá Rínar- löndum fram yfir óbeislaðan metnað Bæjarans sem vildi verða kóngur. Eftir Josef Joffe » Þótt líklegast sé að Laschet verði kansl- ari þegar talið hefur verið úr kjörkössunum 26. september mun hann þurfa að leggja hart að sér til að ná einingu í CDU og kristi- lega systurflokknum í Bæjaralandi, CSU.Josef Joffe Höfundur er með rannsóknarstöðu við Hoover-stofnun Stanford-háskóla og situr í ritstjórnarráði þýska viku- ritsins Die Zeit. Merkel að frádreginni Angelu AFP Nýr leiðtogi Armin Laschet, nýr formaður kristilegra demókrata, í ræðu- stól. Í baksýn eru keppinautar hans , Fridrich Merz og Norbert Röttgen. 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021 Kiljur og kaffi Hjá Pennanum-Eymundsson í Austurstræti er hægt að fá úrval bóka, tímarita og ritfanga. Þar er einnig kaffihús á efri hæðinni og m.a. hægt að fá sér hressingu þegar opið er. Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.