Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 15
byrjuð að taka til morgunmat-
inn. Hún kyssti hann og bað
hann að setjast við borðið og fá
sér hafragraut og slátur. „Þú
verður að borða vel því ég ætla
að biðja þig að fara fyrir mig í
sendiferð niður í frystihús og
kaupa einn þorsk í matinn.“ Elli
fylltist stolti yfir að vera trúað
fyrir þessu verkefni og lét sig
hafa það að borða nokkrar
skeiðar af graut og eina sneið af
súru slátri. Hann lagði síðan af
stað niður í frystihús með túkall
í vasanum. Verkstjórinn tók vel
á móti honum og þegar hann
heyrði að þetta væri fyrir Guð-
björgu á Ekru snaraðist hann
inn í móttökuna og valdi einn
vænan þorsk sem hann rétti
drengnum. Elli tók annarri
hendinni um hausinn eins og
hann sá verkstjórann gera, en
þurfti að halda hendinni í axl-
arhæð til að sporðurinn færi
ekki í gólfið. „Heldurðu að þú
ráðir við þetta?“ „Jú, jú! Hann
er ekkert þungur þessi!“ svaraði
drengurinn borginmannlega.
Á leiðinni heim fór fiskurinn
fljótlega að síga í og Elli varð
brátt að skipta um hönd og síðan
að bera hann með báðum hönd-
um. Að lokum varð hann að
leggja niður fiskinn á grasblett
ofan við kaupfélagið til að hvíla
sig. Við hliðina á kolastíunni var
hann farið að verkja í axlirnar
og ennþá löng leið fyrir höndum,
öll brekkan frá Bræðraborg,
framhjá kirkjunni og alla leið
upp að Ekru. Hann gat ekki ver-
ið þekktur fyrir að skilja fiskinn
eftir hér og biðja afa að hjálpa
sér, hann sem var svo slæmur í
fæti. Það varð því úr að hann dró
fiskinn á eftir sér upp túnið og
lagði hann stoltur á stéttina
framan við íbúðarhúsið. Amma
Guðbjörg sagði: „Almáttugur,
ekki hélt ég að þeir hefðu látið
þig fá svona stóran þorsk. Var
þetta ekki erfitt, Elli minn?“
„Iss nei! Þetta var ekkert!“
svaraði Elli brosandi.
Seinna um sumarið kom
mamma Ella með Esjunni að
sækja hann. Morguninn eftir
þegar þau settust við eldhús-
borðið sagði Björg: „Mamma,
ekki gefa honum Ella hafra-
graut! Hann borðar ekki graut!“
„Jú víst! Sérð’ ekki að hann er
að borð’ann!“
Björn Björnsson.
Kveðja frá Skógar-
mönnum KFUM
Margir eiga góðar minningar
um þátttöku í starfi KFUM í
gegnum tíðina. Einn þeirra var
Erlingur Lúðvíksson. Hann
kynntist ungur starfi KFUM.
Þar hitti hann meðal annars þá
Árna Sigurjónsson og Bjarna
Ólafsson sem voru leiðtogar í
starfinu í Reykjavík. Þeir létu
sér annt um drengina sem sóttu
fundi hjá þeim og lauk þeirri
væntumþykju ekki þegar fund-
unum lauk. Þess fékk Erlingur
að njóta þegar hann þurfti þess
með. Meðal annars sáu þeir Árni
og Bjarni til þess að Erlingur
fékk að vera heilt sumar í
Vatnaskógi þegar aðstæður
heima voru ekki sem bestar fyr-
ir ungan dreng.
Margar aðrar stundir átti Er-
lingur í Skóginum eftir það.
Honum þótti greinilega vænt
um staðinn og starfið þar því í
gegnum árin hefur Erlingur
stutt við starfið með ýmsum
hætti. Fjárhagslegur stuðning-
ur hans við byggingu Birkiskála
2 var kærkominn þegar Skóg-
armenn þurftu hjálp til að ljúka
við hálfbyggt húsið. En það
hafðist og fyrir vikið njóta ótal
börn bættrar aðstöðu á staðn-
um, þökk sé Erlingi og hans lík-
um.
Skógarmenn KFUM þakka
Erlingi allt gott og senda fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. Skógarmanna KFUM,
Ársæll Aðalbergsson og
Ólafur Sverrisson.
Nú er Elli vinur minn dáinn
eftir löng og erfið veikindi.
Leiðir okkar Ella lágu fyrst
saman fyrir alvöru árið 1968
þegar við störfuðum báðir hjá
Slökkviliði Reykjavíkur. Reynd-
ar vissi ég áður hver hann var en
svo háttaði til að við vorum báðir
þátttakendur í félagsskapnum
Kristilegt félag ungra manna
KFUM sem starfaði í Laugar-
nesi.
Strax í upphafi samstarfs
okkar myndaðist milli okkar
samband sem einkenndist af
vináttu og virðingu hvors í ann-
ars garð og hélst það svo alla tíð.
Á þessum árum var Slökkvilið
Reykjavíkur mjög sérstakur, og
ég verð að segja skemmtilegur,
vinnustaður þar sem öflugt fé-
lagsmálastarf þróaðist og ýmsar
magnaðar og framsæknar hug-
myndir þrifust vel og náðu
margar fram að ganga. Þarna
var Elli á réttri hillu og féll vel
að þessu umhverfi með útsjón-
arsemi og áræði að leiðarljósi.
Á stundum sem þessum leitar
hugurinn til baka og upp rifjast
margar minningar, bæði tengd-
ar starfinu hjá SR og ekki síður
einkalífinu og því sem þar var
brallað svo sem við húsbygging-
ar og aðrar verklegar fram-
kvæmdir. Elli lærði húsasmíði
ungur að árum undir stjórn hag-
leiksmannsins Bjarna Ólafsson-
ar sem þá var einn helsti leiðtogi
hjá KFUM ásamt því að vera
smíðakennari í Laugarnesskóla.
Elli aflaði sér meistararéttinda í
húsasmíði og því lá beinast við
þegar við, ásamt fleiri félögum
okkar, byrjuðum að brasa við
húsbyggingar að Elli tæki að
sér stjórn verklegra fram-
kvæmda. Varð hann því sjálf-
kjörinn byggingarmeistari á
þeim húsum sem við byggðum
enda fagmaður góður. Elli var
hugmyndaríkur, víðsýnn og með
mikla skipulagshæfileika en
fyrst og fremst drengur góður.
Ekki var mulið undir Ella í
æsku og hann fæddist ekki með
silfurskeið í munni heldur þurfti
hann alla tíð að berjast áfram í
lífinu og beita hugarflugi sínu til
að ná árangri. Í því sambandi
langar mig að nefna þegar
Brunavarðafélag Reykjavíkur
þurfti árið 1988 að taka á móti
stórum hópi slökkviliðsmanna
frá Norðurlöndum og halda
þessum stóra hópi uppi hér á
landi en fé vantaði til verksins.
Þá fékk Elli ásamt fleirum þá
snilldarhugmynd að við slökkvi-
liðsmenn fengjum leyfi til að
staðsetja sumarhús og byggja
þau á lóð slökkviliðsins. Húsin
voru byggð fyrir Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar og í
framhaldinu settum við þau nið-
ur við Úlfljótsvatn. Þarna fór
Elli fremstur í flokki og beitti
sér á þann hátt að hagsmunir
heildarinnar voru hafðir að leið-
arljósi.
Sem dæmi um það traust og
fagmennsku sem Elli ávann sér
má nefna að þegar verslunar-
miðstöðin Kringlan var byggð
og síðar Smáralind skipuðu yf-
irmenn Slökkviliðsins hann til
sérstakra starfa á þeim vett-
vangi; að gæta þess að reglum
um brunahönnun og eldvarnaör-
yggismál í þeim byggingum
væri fylgt.
Elli var mikill fjölskyldumað-
ur. Undirritaður átti því láni að
fagna að kynnast fjölskyldu
hans, eiginkonu, börnum og for-
eldrum hans.
Með söknuði kveð ég nú góð-
an vin. Við Svandís sendum
Bínu, Inga, Björgu og Elvari
sem og fjölskyldum þeirra okk-
ar bestu samúðar- og saknaðar-
kveðjur.
Guðbrandur Bogason.
Kær vinur og fyrrverandi
samstarfsfélagi, Erlingur Lúð-
víksson, kvaddi þessa jarðvist á
þrettándanum, um leið og land-
inn kvaddi jólin sem voru með
öðru og einfaldara sniði en við
höfum átt að venjast.
Erlingur var fæddur að sumri
árið 1939, þegar fyrirferð var
ekki mikil við hátíðahöld Íslend-
inga frekar en í hversdeginum
og var af nægjusamari kynslóð
en við sem yngri erum. Árið
1939 stóð heimsbyggðin á
þröskuldi heimsstyrjaldar sem
leiddi af sér hörmungar og höft
á frelsi fólks. Að vissu leyti
kveður Erlingur samfélag
mannanna því á keimlíkum stað
og það var þegar jarðvist hans
hófst, þrátt fyrir hinar miklu
samfélagslegu breytingar sem
hafa átt sér stað á æviskeiði
hans.
Erlingur hóf störf hjá
Slökkviliði Reykjavíkur, forvera
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis-
ins, við afleysingar í maí 1968 og
var ráðinn brunavörður 15. jan-
úar 1969. Lengstan hluta ferils
síns hjá slökkviliðinu starfaði
hann sem aðalvarðstjóri og var
bæði vinsæll og virtur í starfi
sínu.
Elli, eins og við kölluðum
hann, stjórnaði vaktinni sinni af
festu. Þar var allt á hreinu og
allir tilbúnir í útkallið þegar
kallið kom og fékk ég að kynn-
ast því að starfa við hlið hans á
vettvangi og það oft við mjög
krefjandi aðstæður. Elli hugsaði
einnig mjög vel um vaktina sína
og náði það langt út fyrir veggi
slökkviliðsins.
Á sínum tíma sinnti Elli einn-
ig verklegri þjálfun slökkviliðs-
manna. Hann kenndi einkum
reykköfun og þótti með ólíkind-
um hversu erfitt reyndist að
bera þennan netta mann út úr
rými, því hann hafði einstakt lag
á því að gera sig máttlausan svo
nemendur fengju eins fullkomna
þjálfun og hægt var.
Hann tók ötulan þátt í að
rækta samband slökkviliðs-
manna við kollega í Þýskalandi.
Ásamt öðrum stóð hann m.a.
fyrir því að sumarbústaðir fyrir
BSRB væru smíðaðir á planinu
hjá okkur í Skógarhlíð til þess
að fjármagna heimsókn Þjóð-
verjanna til Íslands.
Elli var húsasmiður að mennt
og kom sú menntun honum vel
sem slökkviliðsmaður og síðan
stjórnandi innan liðsins. Iðulega
var leitað til hans eftir ráðlegg-
ingum vegna húsnæðismála
slökkviliðsins, m.a. tók hann
tímabundið hlé frá störfum sem
aðalvarðstjóri til þess að sjá um
verkstjórn og uppbyggingu
slökkvistöðva liðsins. Í lok árs
1999 tók Elli alfarið við umsjón
húseigna slökkviliðsins og sinnti
því hlutverki af kostgæfni og al-
úð þar til hann lauk störfum árið
2003.
Eftir að Elli hætti hjá okkur
hélt hann áfram góðum
tengslum við liðið, var virkur í
félagsstarfi eldri slökkviliðs-
manna og heimsótti okkur oft.
Við minnumst Ella með hlýju,
hann var traustur vinur, leiðtogi
og lærifaðir yngri starfsmanna
og mjög oft vitnað í hann þegar
leysa þurfti flókin verkefni.
Hans verður sárt saknað.
Um leið og ég þakka Erlingi
samfylgdina og þjónustu hans
við íbúa höfuðborgarsvæðisins
votta ég Jakobínu, börnum
þeirra og öðrum ástvinum mína
innilegustu samúð.
Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins.
Nú er fallinn frá gamall og
góður vinur og vinnufélagi, Er-
lingur Lúðvíksson eða Elli Lúð-
víks, eins og hann var ávallt
kallaður.
Ég kynntist Ella er ég hóf
störf hjá Slökkviliði Reykjavík-
ur árið 1981. Þar fór ég fljótlega
á C-vaktina þar sem Elli var
varðstjóri og síðar aðalvarð-
stjóri. Elli var „nagli“ eins og
við lýstum oft harðduglegum og
metnaðarfullum mönnum sem
kunnu til verka. Það var gott að
vinna undir hans stjórn, ekki
síst þegar mikið lá við í stórum
og krefjandi útköllum.
Hann var úrræðagóður og at-
hugull, með góða yfirsýn yfir að-
stæður og verkefni líðandi
stundar. Hann var einn þeirra
manna sem hafa ætíð allt sitt
allt á hreinu, hélt vel utan um
sína vakt, starfsmenn, tæki og
tól, starfsanda og skipulag. Það
var oft gaman að fylgjast með
Ella ef upp komu álitamál. Hann
gat þá verið mjög ákveðinn og
stífur á sínu ef svo bar undir,
eins og títt er um menn sem
hafa mikinn áhuga á starfi sínu
og eru ráðhollir með gott sjálfs-
traust.
Áhugi Ella á slökkviliðinu og
starfinu þar kom svo ekki síður
fram á sviði fræðslu og þjálfun-
ar. Saman fórum við ásamt fleiri
slökkviliðsmönnum í slökkviliðs-
skóla í Sandö í Svíþjóð og síðar í
Baden Württemberg í Þýska-
landi. Þetta voru mjög skemmti-
legar og fræðandi ferðir þar
sem við kynntumst ýmsum nýj-
ungum í slökkvistarfi. Elli var
leiðbeinandi við kennslu í
slökkvistörfum hjá Slökkviliði
Reykjavíkur um árabil og var
þar sjálfum sér líkur, öflugur og
skipulagður.
Elli var húsasmíðameistari að
mennt og tók að sér ýmis tré-
smíðaverkefni, stór og smá,
samhliða starfi sínu hjá slökkvi-
liðinu, en á þessum árum tíðk-
aðist það að slökkviliðsmenn
ynnu gjarnan utan vakta í sinni
iðngrein. Hann var mikill fé-
lagsmálamaður, var ÍR-ingur
frá fornu fari og keppti um skeið
með meistaraflokki liðsins í
handbolta. Hann sat í stjórn
Brunavarðafélags Reykjavíkur,
sem var starfsmannafélag
slökkviliðsmanna í Reykjavík.
Félagið tók að sér smíði á
nokkrum sumarhúsum fyrir
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar sem sett voru upp við
Úlfljótsvatn. Þar fór Elli
fremstur í flokki vaskra slökkvi-
liðsmanna í að skipuleggja verk-
ið, koma því á rekspöl og loks að
ganga frá uppsetningu húsanna.
Þá má geta þess að Brunavarða-
félag Reykjavíkur er í vinasam-
bandi við slökkviliðið í Seelen-
berg í Schmitten í Þýskalandi,
en Elli tók virkan þátt í því
starfi og hafði alltaf mikla
ánægju af þessum samskiptum.
Elli var ákaflega vel metinn,
sem yfirmaður og samstarfs-
maður. Hann var ávallt traustur
félagi og mikill vinur vina sinna.
Hann var mér góð fyrirmynd
þegar ég fór að stússast í fé-
lagsmálum á sínum tíma. Hann
hvatti mig mjög til allra góðra
verka og ég fann ætíð fyrir
traustum stuðningi hans í því
sem ég tók mér fyrir hendur.
Undanfarin ár hefur þessi
góði félagi átt við vanheilsu að
stríða sem hann hefur barist við
af mikilli elju. Ég vil að lokum
þakka Ella fyrir góða vináttu og
samfylgdina í slökkviliðinu í
gegnum árin. Votta ég Bínu og
öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Björn Gíslason.
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
LAURA FREDERIKKE CLAESSEN,
Aflagranda 40,
lést á Landspítalanum Fossvogi
miðvikudaginn 13. janúar.
Hjörtur H.R. Hjartarson Signý Halla Helgadóttir
Halla Hjartardóttir Kristinn Valtýsson
Eggert Hjartarson Claessen Gríma Huld Blængsdóttir
Laura Hjartardóttir Walter Ragnar Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
ÞÓRÐUR HAUKUR ÁSGEIRSSON,
Árbraut 10, Blönduósi,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 10. janúar, verður jarðsunginn
frá Blönduóskirkju laugardaginn 23. janúar klukkan 14. Vegna
aðstæðna verða einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd
en hægt verður að nálgast streymi á facebook-síðu
Blönduóskirkju.
Þorbjörg Kristín Jónsdóttir
Ásgeir Hauksson Þorbjörg Sveinsdóttir
Þórdís Hauksdóttir Gunnar Tryggvi Halldórsson
Guðrún E. Hartmannsdóttir Alexander Freyr Tamimi
Stefán Haukur Ásgeirsson Halldór Smári Gunnarsson
Torfi Sveinn Ásgeirsson Elísabet Kristín Gunnarsdóttir
Skírnir Eldjárn Gunnarsson Haukur Eldjárn Gunnarsson
Hulda Ásgeirsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNA G. PÁLSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
Hafnarfirði 4. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Hrefna Nelly Ragnarsdóttir Jón Sigurbjörnsson
Kristín Stefánsdóttir Jón Sverrir Erlingsson
Kolbrún Kjartansdóttir Ásþór Ragnarsson
Páll Bjarni Kjartansson Þuríður Pálsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
GUNNAR BREIÐFJÖRÐ
KRISTJÁNSSON,
Bugðustöðum, Dalabyggð,
lést á Landspítalanum 12. janúar.
Útförin fer fram frá Snóksdalskirkju
laugardaginn 23. janúar klukkan 14, að viðstöddum ættingjum
og vinum.
Erla Guðrún Kristjánsdóttir Halldór Magnússon
Kristín Inga Kristjánsdóttir
Ásdís Erna Halldórsdóttir Tómas Gunnarsson
og fjölskylda
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
GUÐMUNDUR KORT KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi bóndi á Brekku,
Ingjaldssandi,
Hringbraut 57, Keflavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
miðvikudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 22. janúar klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða
einungis nánustu ættingjar viðstaddir athöfnina.
Gylfi Freyr Guðmundsson Gunnhildur Gunnarsdóttir
Kristján Guðmundsson Kristín Rún Sævarsdóttir
barnabörn og systkini hins látna
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HEIÐDÍS NORÐFJÖRÐ
rithöfundur,
sem andaðist á Hlíð fimmtudaginn 7.
janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 21. janúar klukkan 13.30. Útförinni verður streymt
á facebook-síðunni jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar
útsendingar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Einihlíðar fyrir
ómetanlega umönnun og alúð.
Gunnar Jóhannsson
Gunnar Gunnars. Norðfjörð Gréta Matthíasdóttir
Jón Norðfjörð Ragnheiður Svavarsdóttir
Jóhann V. Norðfjörð Linda Björk Rögnvaldsdóttir
ömmu- og langömmubörn