Morgunblaðið - 20.01.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SAMSTARFSAÐILI
Öryggiskerfi
15:04 100%
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Innst inni þráirðu tilbreytingu, æv-
intýri og jafnvel flutning til annars lands.
Skoðaðu alla möguleika og farðu að und-
irbúa framtíðina.
20. apríl - 20. maí
Naut Regla dagsins hljóðar svo: Þú mátt
bara hafa áhyggjur í fimm mínútur. Ungling-
urinn heldur þér á tánum, farðu vel að hon-
um.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er skemmtileg spenna í loft-
inu í dag. Sýndu umburðarlyndi og þolin-
mæði og minntu þig á að oft vægir sá sem
vitið hefur meira.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þorðu að segja sannleikann og það
mun opna ýmsar dyr. Láttu ekki löngun
þína til að gera öðrum til hæfis koma þér í
vandræði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Áhugi þinn beinist að peningum í dag.
Ekki segja frá leyndarmáli sem þér var trú-
að fyrir. Þolinmæði er dyggð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú munt eiga samræður við ein-
hvern sem varpa munu ljósi á málefni sem
þú hafðir ekki hugsað um áður. Láttu aðra
um að finna lausn á sínum málum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér verður hrósað mikið fyrir árangur
þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið.
Gerðu eitthvað skapandi, ekki skortir þig
hæfileikana.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt auðvelt með að ræða
við annað fólk og hafa áhrif á það. Láttu
ekki aðra tala drauma þína niður. Stattu
með þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það þarf að annast sambönd
eins og gæludýr og plöntur. Vini gæti fund-
ist gaman að sjá þig. Vertu á varðbergi, ein-
hver reynir að pranga inn á þig óþarfa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Góðum viðskiptahugmyndum
rignir yfir þig. Farðu rétt í málin því vinslit
eru ástæðulaus út af smáatriðum. Allir hafa
eitthvað til síns máls.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert eitthvað viðkvæm/ur og
þarft umfram allt að halda sjálfsstjórn inn-
an um aðra. Einhver veldur þér vonbrigðum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hefur tekist að koma fjármál-
unum í rétt horf og hefur því efni á að verð-
launa sjálfan þig. Þú ert feginn að ástar-
sambandi þínu er lokið.
um hlut. List og stjórnmál eru um
margt lík enda byggist hvort tveggja
á hugsjón hjá mér. Ég kem til með að
bjóða mig aftur fram í næstu alþing-
iskosningum og vonast til að ná
lagi heilbrigðiskerfið sem varð hvat-
inn að því að ég fór að láta mig þessi
mál varða. Að hafa tekið þátt í að
stofna Bergið Headspace með Sig-
urþóru Bergsdóttur er eitt af þeim
verkefnum sem ég er hvað stoltust af
að hafa átt aðkomu að. Geðheilbrigð-
ismál ungs fólks eru ein þau allra
mikilvægustu og fíknivandi er heil-
brigðisvandamál,“ en Bergið er
stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir
ungt fólk upp að 25 ára aldri.
Sara situr núna á þingi fyrir Pírata
og kemur til með að gera fram á vor.
Hún segir að Alþingi sé skemmtileg-
asti vinnustaðurinn. „Þingmennska
er lærdómsríkasta, áhugaverðasta,
skemmtilegasta og jafnframt óvenju-
legasta starf sem ég get ímyndað
mér. Vinnudagarnir eru oftast lang-
ir, hraðir, intensívir og eins ólíkir
hver öðrum og þeir eru margir. En
enn sem komið er hefur mér ekki
leiðst í eina sekúndu í vinnunni.
Aktívistinn í mér tekur ekki einu
augnablik inni á þingi sem sjálfsögð-
S
ara Elísa Þórðardóttir
fæddist 20. janúar 1981 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Fjölskyldan
bjó á Seyðisfirði þegar
Sara fæddist þar sem faðir hennar
starfaði sem héraðslæknir. Leiðin lá
svo til Reykjavíkur en árið 1985 flutt-
ist fjölskyldan til Bretlands þar sem
foreldrar Söru fóru í nám. „Ég var
fljót að aðlagast bresku samfélagi og
tengdist Skotlandi strax sterkum
böndum sem vara enn.“
Fjölskyldan flutti síðar aftur til Ís-
lands en 17 ára flutti Sara svo ein aft-
ur til Skotlands og kláraði stúdents-
próf þar. Sara lagði stund á
efnafræðinám í fyrstu en fékk svo
inngöngu í Edinburgh College of Art
og útskrifaðist þaðan með ágætis-
einkunn í B.A. (Hons) gráðu í málun
árið 2012.
Listamannsferillinn
Í Skotlandi gekk Sara undir nafn-
inu Sara Oskarsson, og hefur hún not-
að það sem listamannsnafn. Hún hef-
ur haldið fjölmargar einkasýningar.
Fjallað hefur m.a. verið um verk Söru
í Telegraph í Bretlandi og á Arte.Tv í
Frakklandi, Þýskalandi og Austur-
Evrópu. Verk hennar hafa selst til
listaverkasafnara um allan heim; með-
al annars í Bretlandi, Írlandi, Frakk-
landi, Danmörku, Indlandi, Banda-
ríkjunum, Hollandi og Ástralíu. Verk
eftir Söru var tilnefnt til Art Gemini
Prize í Bretlandi árið 2013.
„Efnin sjálf eru þungamiðja í
vinnunni,“ segir Sara. „Ég nota óhefð-
bundin efni og aðferðir sem sitja þó
innan ramma málverksins. Efnafræði
á stóran þátt í að skapa og þróa list
mína sem eru ástríðufullar tilraunir á
striga. Verkin eru byggð á efnafræði,
orku og dýnamík íslenskrar náttúru.
Íslensk náttúra skapar sig sjálfa í
gegnum ægikraft umbrota, með djörf-
um efnasamsetningum sem gefa svo
af sér undurfagrar og stórbrotnar út-
komur. Málverkin vilja spegla sig í
þessum veruleika náttúrunnar en
jafnframt lifa sínu sjálfstæða lífi.“
Stjórnmálaferillinn
Fljótlega eftir að yngsta barn Söru
fæddist, árið 2013, kviknaði áhugi
hennar á stjórnmálum. „Það var sér í
kjöri.“ Sara hefur mikinn áhuga á
núvitund og hefur staðið fyrir viku-
legum núvitundarviðburðum í
kringlu Alþingis.
Afmæli á Alþingi
„Við hefðum jafnvel farið í ferða-
lag til að halda upp á daginn hefði
ástandið verið annað, en það eru for-
réttindi að vera á Íslandi á tímum
heimsfaraldurs,“ segir Sara. Eins
hefði ég gjarnan viljað halda stóra
veislu í tilefni dagsins en auðvitað
bjóða tímarnir ekki upp á það. Þar að
auki verður líklega þingfundur til
miðnættis! En það sakar ekki því að
mér finnst alltaf vera veisla á þingi.
En ég geri mér hins vegar vænt-
ingar um að finna tíma í lok vikunnar
til að halda upp á daginn með ástinni
minni, börnunum, borða indverskan
mat, fá bleikt freyðivín, Nóa konfekt
(marsípanmolana!) og hlusta á Bob
Dylan eða Weekend.
Svo styttist í það að við hjónaleys-
in flytjum í nýju íbúðina okkar sem
Sara Elísa Þórðardóttir, listamaður og sitjandi varaþingmaður – 40 ára
Fjölskyldan Ísól, Sara, Dóra, Daníella og Þórður fyrir framan eitt af verkum Söru, en það heitir Lífsöld.
Skemmtilegasti vinnustaðurinn
Skötuhjúin Sara og Andri Thor.
Jens Valgeir Óskarsson í Grindavík
er áttræður í dag, 20. janúar. Hann
fæddist á Firði í Múlasveit, A-Barða-
strandarsýslu, og ólst þar upp. Hann
fluttist ungur suður til Grindavíkur
og stundaði þar sjómennsku. Hann
lauk vélstjóraprófi og stýrimanna-
prófi og var skipstjóri og síðan út-
gerðarmaður. Hann var einn af þrem-
ur stofnendum útgerðarfélagsins
Hópsnes hf. þar til 1990 en þá stofn-
aði hann fjölskylduútgerðina Jens
Valgeir ehf. og rak til loka 2016. Jens
starfaði með Lionshreyfingunni í
Grindavík um langt árabil. Kona Jens
var Bára Ágústsdóttir, f. 1940, d.
2020 og börn þeirra eru Ólafía Krist-
ín, Óskar, Jón Thorberg, Þormar og
Valgeir.
80 ára
Þýðrún Pálsdóttir frá Stóru-Völlum í
Landsveit varð níræð í gær, 19. jan-
úar. Eiginmaður hennar er Sigurður
V. Gunnarsson vélfræðingur en þau
hjónin eru búsett í Sæviðarsundi 9,
Reykjavík. Þýðrún var lengi forstöðu-
maður leikvallar við Barðavog í
Reykjavík en sá leikvöllur var um
árabil þekktur í hverfinu undir nafn-
inu „Rúnu-róló“ í höfuðið á afmæl-
isbarninu. Við starfslok var henni
veitt viðurkenning frá Reykjavík-
urborg þar sem henni voru þökkuð
vel unnin störf í þágu reykvískra
barna.
Árnað heilla
90 ára