Morgunblaðið - 20.01.2021, Page 22
HM 2021
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Það eru fáir sem þekkja svissneskan
handbolta betur en Aðalsteinn Eyj-
ólfsson, þjálfari meistaraliðs Kadet-
ten í Sviss, en hann hefur stýrt liðinu
frá því í febrúar 2020.
Ísland mætir Sviss í fyrsta leik
sínum í milliriðli 3 á heimsmeist-
aramótinu í Egyptalandi í borginni 6.
október í dag en Ísland er með 2 stig
í riðlinum en Sviss er án stiga.
Sviss hefur komið á óvart á mótinu
en liðið fékk óvænt sæti á HM, degi
fyrir fyrsta leik,
eftir að Bandarík-
in þurftu að draga
sig úr keppni
vegna fjölda kór-
ónuveirusmita í
herbúðum liðsins.
„Þetta verður
áhugaverð
rimma,“ sagði Að-
alsteinn í samtali
við Morg-
unblaðið.
„Svissararnir eru með góða leik-
menn og koma óvænt og algjörlega
pressulausir inn í mótið. Þeir eru
mjög vel undirbúnir og það eru fá
landslið sem æfa jafn vel og sviss-
neska landsliðið. Það er oft gert hlé á
deildarkeppninni hérna í Sviss, og
oftar en gengur og gerist annars
staðar í Evrópu, til þess eins að
landsliðið fái meiri tíma þess að
vinna saman.
Það hefur ákveðinn uppgangur átt
sér stað í landinu og eins hafa margir
leikmenn héðan verið að feta sig
áfram í þýsku Bundesligunni. Þeir
eru með mjög góða leikmenn eins og
Andy Schmid sem er enn þá í fullu
fjöri með Rhein-Neckar Löwen þrátt
fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.
Alen Milosevic, sem leikur með
Leipzig, er frábær sóknarlínumaður
og Lenny Rubin, leikmaður Wetzlar,
er einnig mjög öflugur. Roman Si-
dorowicz er einnig mjög hættulegur
gegnumbrotsmaður og þessir leik-
menn vita út á hvað þetta gengur.
Það er helst hægra megin þar sem
þeir eru í vandræðum og þunnskip-
aðir en heilt yfir eru þeir með hörku-
leikmenn og þeirra styrkleiki er gott
skipulag. Þeir spila mikið 7 gegn 6
þegar svo ber undir og þetta er
kannski ekkert ósvipað lið og Portú-
gal, þótt Sviss sé kannski ekki alveg
með sömu breiddina og Portúgal-
arnir,“ bætti Aðalsteinn við.
Þurfa að loka á Schmid
Sviss gaf Frakklandi hörkuleik í
lokaleik sínum í riðlakeppninni og
hefur Sviss sýnt lipra takta á mótinu
til þessa.
„Þeir spiluðu í gær [fyrradag]
gegn Frökkum og töpuðu með einu
marki á eigin klaufaskap og óðagoti.
Þeir spiluðu frábæra vörn og fengu
frábæra markvörslu í þeim leik.
Heilt yfir er innri blokkin hjá þeim
gríðarlega öflug og þeir hafa spilað
þessa klassísku 6-0 vörn mjög vel til
þessa á mótin. Þeirra leikur veltur
aðallega á því hvort Andy Schmid og
Alen Milosevic ná sér á strik og ef
það gerist þá verður verkefnið gríð-
arlega erfitt að leysa. Eins ef þeir ná
sér upp varnarlega og markvarslan
dettur inn þá geta þeir sótt hratt á
okkur úr hraðaupphlaupum. Það er
algjört lykilatriði fyrir okkur að loka
vel á Schmid ef við ætlum okkur sig-
ur gegn Sviss og eins að hlaupa vel til
baka.
Það helsta sem háir þeim, öfugt
við okkur Íslendinga, er að þeir eru
frekar lágstemmdir og draga frekar
úr væntingunum en hitt. Þeir líta á
sig sem litlu þjóðina í öllum leikjum,
þótt þeir séu með þessa frábæru
leikmenn innanborðs. Þeir gætu auð-
veldlega sett sér hærri markmið en
þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig
og það er kannski hugarfarið sem
háir þeim einna mest. Ef við værum
enn þá með Ólaf Stefánsson innan-
borðs, topp línumann og góða skyttu
í Bundesligunni þá er ég nokkuð
sannfærður um að við myndum setja
okkur háleit markmið en það er akk-
úrat öfugt í Sviss og það má alveg
segja að þeir séu ekki nægilega stór-
huga oft á tíðum.“
Mikil gleði í Sviss
Guðmundur Þórður Guðmunds-
son, landsliðsþjálfari Íslands, hefur
verið duglegur að hreyfa við sínu liði
á HM og gæti það ráðið úrslitum í
dag.
„Þetta er í fyrsta sinn síðan á HM
1995 á Íslandi sem Sviss er með á
heimsmeistaramótinu og það ríkir
mikil gleði með það í Sviss. Leik-
menn eins og Andy Schmid eru
mögulega að spila á sínu síðasta
heimsmeistaramóti og þeir eru því
ansi vel gíraðir. Eins voru þeir hrika-
lega ánægðir með að klára fyrsta
leikinn gegn Austurríki og tryggja
sig þannig inn í milliriðil. Það var
mikilvægt fyrir svissneskan hand-
bolta því nú eru þeir eru komnir í
hærri styrkleikaflokk sem eykur
möguleika þeirra að komast inn á
stórmót í framtíðinni.
Þeir gætu hins vegar lent í því að
það sé komin ákveðin þreyta í helstu
leikmenn liðsins þar sem þeir spiluðu
allan tímann á sínu sterkasta liði í
öllum þremur leikjum sínum í riðla-
keppninni. Þetta eru átta til níu leik-
menn sem þeir hafa spilað á og þegar
komið er inn í milliriðla gæti orkan
og bensínið verið það sem telur.
Þrátt fyrir að það vanti sterka leik-
menn hjá okkur þá er breiddin orðin
miklu meiri hjá okkur og við höfum
skipt spiltímanum vel á milli leik-
manna liðsins. Það gæti gefið okkur
þessa aukaorku sem til þarf þegar
komið er inn í milliriðilinn,“ bætti
Aðalsteinn við í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Hugarfarið háir svissneska
liðinu kannski einna mest
Ljósmynd/úr einkasafni
Vörn Bjarki Már Elísson, Elliði Snær Viðarsson og félagar þeirra í landsliðinu þurfa að halda vöku sinni gegn Sviss.
Íslenska landsliðið hefur leik í milliriðli gegn Sviss á HM í Egyptalandi í dag
Aðalsteinn
Eyjólfsson
Íslenska landsliðið flutti sig um
set í Egyptalandi í gær og er búið
að koma sér fyrir á hóteli á nýjum
stað. Þar verður liðið meðan á
keppni í milliriðlinum stendur en
Ísland mun mæta Sviss, Frakk-
landi og Noregi í borginni 6. októ-
ber í Egyptalandi.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
fjölmiðlafulltrúa HSÍ, Kjartan Vídó
Ólafsson, í gær var landsliðið á æf-
ingu og dagskráin hafði verið þétt.
Hópurinn færði sig á milli staða,
leikmenn funduðu með þjálfurum
og æfðu í æfingahöllinni. Allir leik-
menn Íslands voru með á æfing-
unni og því er ekki útlit fyrir að
höfuðhöggin sem Elvar Örn Jóns-
son og Gísli Þorgeir Kristjánsson
fengu gegn Marokkó dragi dilk á
eftir sér.
Öll sex liðin í milliriðlinum eru á
sama hóteli sem er staðsett um
500 metra frá píramídunum sem
Egyptar eru frægir fyrir. Að sögn
Kjartans er hópurinn nú skimaður
fyrir kórónuveirunni á hverju
kvöldi. Þar hafa mótshaldarar gef-
ið í vegna þeirra smita sem komið
hafa upp á mótinu. kris@mbl.is
Allir með á æfingunni í gær
LANDSLIÐIÐ FLUTTI SIG UM SET
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
England
West Ham – WBA.................................... 2:1
Leicester – Chelsea.................................. 2:0
Staðan:
Leicester 19 12 2 5 35:21 38
Manch. Utd 18 11 4 3 34:24 37
Manch. City 17 10 5 2 29:13 35
Liverpool 18 9 7 2 37:21 34
Tottenham 18 9 6 3 33:17 33
Everton 17 10 2 5 28:21 32
West Ham 19 9 5 5 27:22 32
Chelsea 19 8 5 6 33:23 29
Southampton 18 8 5 5 26:21 29
Arsenal 19 8 3 8 23:19 27
Aston Villa 15 8 2 5 29:16 26
Leeds 18 7 2 9 30:34 23
Crystal Palace 19 6 5 8 22:33 23
Wolves 19 6 4 9 21:29 22
Newcastle 18 5 4 9 18:30 19
Brighton 19 3 8 8 22:29 17
Burnley 17 4 4 9 9:22 16
Fulham 17 2 6 9 14:25 12
WBA 19 2 5 12 15:43 11
Sheffield Utd 19 1 2 16 10:32 5
FA bikarinn, 3. umferð:
Southampton – Shrewsbury.................... 2:0
Þýskaland
Mönchengladbach – Werder Bremen .... 1:0
Leverkusen – Dortmund ......................... 2:1
Hertha Berlín – Hoffenheim................... 0:3
Mainz – Wolfsburg ................................... 0:2
Holland
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
Maastricht – Excelsior 6:7 eftir vítak. (2:2)
Elías Ómarsson lék allan leikinn og skor-
aði í venjulegum leiktíma og í vítakeppninni
fyrir Excelsior.
Katar
Umm Salal – Al-Arabi ............................. 0:0
Aron Gunnarsson lék allan leikinn með
Al-Arabi og Heimir Hallgrímsson þjálfar.
Olísdeild kvenna
KA/Þór – HK ........................................ 31:19
FH – Valur ............................................ 15:37
Staðan:
Valur 5 4 0 1 146:106 8
KA/Þór 5 3 1 1 115:102 7
Fram 4 3 0 1 107:100 6
ÍBV 4 2 1 1 94:90 5
HK 5 2 0 3 122:125 4
Stjarnan 4 2 0 2 96:95 4
Haukar 4 1 0 3 92:109 2
FH 5 0 0 5 101:146 0
HM karla í Egyptalandi
A-RIÐILL:
Þýskaland – Ungverjaland................. 28:29
Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland.
Úrúgvæ – Grænhöfðaeyjar ................... 10:0
Lokastaðan:
Ungverjaland 3 3 0 0 107:73 6
Þýskaland 3 2 0 1 81:43 4
Úrúgvæ 3 1 0 2 42:87 2
Grænhöfðaeyjar 3 0 0 3 27:54 0
B-RIÐILL:
Spánn – Túnis ....................................... 36:30
Brasilía – Pólland ................................. 23:33
Lokastaðan:
Spánn 3 2 1 0 92:85 5
Pólland 3 2 0 1 89:78 4
Brasilía 3 0 2 1 84:94 2
Túnis 3 0 1 2 90:98 1
C-RIÐILL:
Japan – Angóla .................................... 30:29
Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.
Króatía – Katar..................................... 26:24
Lokastaðan:
Króatía 3 2 1 0 83:73 5
Katar 3 2 0 1 85:80 4
Japan 3 1 1 1 88:89 3
Angóla 3 0 0 3 74:88 0
D-RIÐILL:
Barein – Kongó.................................... 34:27
Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein.
Danmörk – Argentína .......................... 31:20
Lokastaðan:
Danmörk 3 3 0 0 104:59 6
Argentína 3 2 0 1 72:74 4
Barein 3 1 0 2 75:85 2
Kongó 3 0 0 3 68:101 0
Staðan í milliriðli 1:
Ungverjaland 2 2 0 0 73:46 4
Spánn 2 1 1 0 56:55 3
Þýskaland 2 1 0 1 71:43 2
Pólland 2 1 0 1 59:50 2
Brasilía 2 0 1 1 52:62 1
Úrúgvæ 2 0 0 2 32:87 0
Staðan í milliriðli 2:
Danmörk 2 2 0 0 65:40 4
Króatía 2 1 1 0 55:53 3
Katar 2 1 0 1 55:55 2
Argentína 2 1 0 1 44:52 2
Japan 2 0 1 1 58:60 1
Barein 2 0 0 2 41:58 0
Leikir í dag:
14.30 Sviss – ÍSLAND ............... Milliriðill 3
14.30 N-Makedónía – Slóvenía................... 4
17.00 Frakkland – Alsír .............................. 3
17.00 Rússland – Egyptaland..................... 4
19.30 Portúgal – Noregur ........................... 3
19.30 Svíþjóð – Hvíta-Rússland ................. 4
Svíþjóð
Lugi – Sävehof ..................................... 28:27
Hafdís Renötudóttir var ekki í leik-
mannahópi Lugi.
„Hann [Tomas Svensson] hringdi
náttúrulega í mig um leið og baðst
afsökunar. En ég auðvitað gekk á
hann og spurði hann hvað honum
gengi til. Í rauninni er það sem
kemur út úr þessu að það var bara
samskiptaleysi hjá þeim, þjálf-
urunum og innan HSÍ,“ sagði Aron
Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í
handbolta, við RÚV vegna ummæla
Svenssonar, markmannsþjálfara Ís-
lands, í Aftonbladet þess efnis að
læknar íslenska liðsins hefðu ekki
skoðað Aron vegna meiðslanna sem
halda honum frá keppni.
Svensson bað
Aron afsökunar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meiddur Aron Pálmarsson var skoð-
aður af Brynjólfi Jónssyni lækni.
Excelsior tryggði sér í gær sæti í
átta liða úrslitum hollenska bikars-
ins í fótbolta eftir sigur á Maast-
richt á útivelli. Úrslitin réðust í
vítaspyrnukeppni.
Elías Már Ómarsson kom Ex-
celsior yfir á 16. mínútu með marki
úr vítaspyrnu en staðan eftir venju-
legan leiktíma var 2:2 og réðust úr-
slitin í vítaspyrnukeppni. Elías tók
aðra spyrnu Excelsior í vítakeppn-
inni og skoraði en Excelsior nýtti
fimm af sex vítaspyrnum sínum en
Maastricht fimm og komst Excelsi-
or því áfram. johanningi@mbl.is
Ljósmynd/KSÍ
Vítaskytta Elías Már Ómarsson
skoraði tvívegis af vítapunktinum.
Elías Már í
sviðsljósinu