Morgunblaðið - 20.01.2021, Síða 28
Húslestur fer
fram í kvöld kl.
20 í Gerðubergi í
Breiðholti. Rit-
höfundahjónin
Bergþóra Snæ-
björnsdóttir og
Bragi Páll Sigurð-
arson munu
koma fram og deila með gestum sínum eftirlætis-
textum, lesa upphátt og rabba sín á milli en vegna sam-
komutakmarkana er hámarksfjöldi gesta 20 manns og
skráning fer fram á vefsíðu Borgarbókasafnsins. Berg-
þóra gaf út sína fyrstu skáldsögu 2019, Svínshöfuð,
sem hlaut mikið lof og hafði áður gefið út textasafnið
Dagar undrabarnsins eru á enda og ljóðabækurnar
Daloon-dagar og Flórída.
Bragi Páll gaf einnig út sína fyrstu skáldsögu 2019,
Austur, sem hefur verið lýst sem harmrænni hrakn-
ingasögu en þó drepfyndinni. Auk þess hefur hann gef-
ið út tvær ljóðabækur, Hold og Fullkomin ljóðabók: ljóð,
eða eitthvað (til hamingju!).
Húslestur rithöfundahjóna
Öll fjögur liðin sem eru með íslenska þjálfara komust
áfram í milliriðla á HM karla í handknattleik í Egypta-
landi. Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar og Barein
undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar komust
áfram í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Bæði lið fara
í milliriðil 2 og mætast mánudaginn 25. janúar í loka-
umferð milliriðlanna.
Áður höfðu Þýskaland og Ísland tryggt sér sæti í
milliriðlum á HM. Alfreð Gíslason stýrir Þýskalandi og
Guðmundur Þ. Guðmundsson liði Íslands. »23
Íslensku þjálfararnir verða allir með
í milliriðlunum á HM í Egyptalandi
hljómsveitin Kaktus með þremur
fyrrverandi Mánum og eins og í
Mánum urðu töluverðar manna-
breytingar á áratug. Hljómsveitarlíf
Labba hélt síðan áfram með Karma
í um 30 ár og á þeim tíma komu
Mánar saman og hituðu upp fyrir
Deep Purple í Laugardalshöll 2004.
„Mánar stálu kvöldinu“ var fyr-
irsögn á umfjöllun Smára Jós-
epssonar.
Húmorinn skín í gegn á hverri
síðu bókarinnar. Bassi spilar á sjálf-
an sig er lítið dæmi og stafavíxlið er
oft óborganlegt. Labbi segir enda
tímabilið hafa verið skemmtilegt.
Mánar hafi verið brautryðjendur og
með þeim fyrstu hérlendis til þess
að gefa út rokkplötu. „Frelsi kom út
1969 og var fyrsta rokkplatan.“
Margir af helstu framlínumönnum
landsins voru í Mánum í lengri eða
skemmri tíma. Þar ber hæst Björk
Guðmundsdóttur enda er sérkafli
helgaður henni í bókinni. „Ég vildi
sýna þá hlið á henni sem fólk virðist
almennt ekki þekkja, en hún var
bara 16 ára, þegar ég bauð henni að
syngja og spila með okkur í Kakt-
usi,“ rifjar Labbi upp. Björk var svo
með Mánum seinna sumarið, þegar
bandið var endurvakið, og vann sem
kaupakona í Glóru. „Hún lagði hart
að sér og gaf ekki þumlung eftir,
nálgaðist verkefnin af virðingu, um-
hyggju og dugnaði.“
Í Glóru varð til Nemi sf., eitt
fyrsta fjölrásastúdíó landsins, Tón-
verk varð síðan til á Selfossi og það
hefur verið endurbætt í Hveragerði.
Labbi hefur líka komið víða við utan
tónlistarinnar, meðal annars í járna-
bindingum og bólstrun. „Ég sest
reglulega við saumavélina og hef
gaman af því rétt eins og öllu öðru
sem ég fæst við.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tónlistarmanninum og textahöfund-
inum Ólafi Þórarinssyni, sem er bet-
ur þekktur sem Labbi í Mánum, fell-
ur aldrei verk úr hendi og um
þessar mundir er hann að slípa til
lag og texta sem hann gerði fyrir
Hestamannafélagið Sleipni á Sel-
fossi fyrir nokkrum árum. „Ég er
orðinn ellibelgur og sestur í helgan
stein, en er samt alla daga í stúd-
íóinu okkar Bassa, sonar míns,
hérna í Hveragerði, tek mikið að
mér að útsetja og semja fyrir aðra.“
Tónlistarferillinn er um 60 ár og
þar ber hæst
árin með Mán-
um 1965 til
1975. „Við lögð-
um Suðurlandið
undir okkur og
áttum stóran
þátt í því hvern-
ig sveitaböllin
þróuðust,“ seg-
ir Labbi, en fyr-
ir nýliðin jól sendi hann frá sér bók-
ina Mánar og saga sunnlenskra
sveitaballa, Labbað í gegnum fer-
ilinn um ævintýraförina undanfarna
áratugi. Þar kemur fram að hann
hafi ákveðið að skrifa bókina til að
leiðrétta misskilning um uppruna
sveitaballa. Þáttagerðarmenn í sjón-
varpi hafi í heimildaþætti um sveita-
böll 2018 talað eins og bandið Skíta-
mórall hafi riðið á vaðið, en það sé
fjarri sanni. „Hljómsveitir sem
slógu í gegn um og upp úr 1990 voru
frekar eins og blómaskreytingar í
útfararveislu sunnlensku sveitaball-
anna,“ skrifar hann. „Bjórinn varð
eiginlega banamein sveitaballanna.“
Björk gaf ekki þumlung eftir
Bróðir Labba, Björn eða Bassi
eins og hann er kallaður, er sjö ár-
um eldri og leiddi litla bróður fyrstu
skrefin á tónlistarbrautinni.
„Ég byrjaði átta ára að fara á
hljómsveitaræfingar með honum og
ekki leið á löngu þar til við Gummi
[Guðmundur Benediktsson] og
Stjáni [Kristján Jens Kristjánsson]
stofnuðum Bimbó tríó.“
Upp úr því stofnuðu Labbi og
Gummi Mána ásamt Ólafi Bach-
mann og Stefáni Ásgrímssyni. Þeg-
ar rokkbandið var komið á endastöð
10 árum síðar varð fljótlega til
Mánar hátt á lofti
Labbi í Mánum rifjar upp ótrúlega og skemmtilega sögu
Morgunblaðið/Eggert
Í Hveragerði Labbi í Mánum hefur nóg að gera í Tónverki.
l last n
rinn a u
sten f
lle fí rík ólkinu
á j .
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING