Morgunblaðið - 27.01.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
„Við teljum einsýnt að þeir aðilar sem
stóðu að þessu muni bæta þetta tjón.
Það er talað um að mistök hafi leitt til
þessa og við fengum kynningu á
þessu í morgun,“ segir Jón Atli Bene-
diktsson, rektor Háskóla Íslands, í
samtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins um ábyrgð á vatnsleka í nokkrum
byggingum háskólans í síðustu viku.
Hann olli miklu tjóni.
„Það er alveg til fyrirmyndar
hvernig staðið hefur verið að upplýs-
ingagjöfinni gagnvart okkur,“ bætir
Jón Atli við.
Við framkvæmdir á vegum
Veitna við Suðurgötu voru gerð mis-
tök sem ollu því að stofnlögn vatns fór
í sundur þegar gríðarlegt magn af
vatni flæddi inn í byggingar háskól-
ans. Þetta er niðurstaða greiningar
Veitna á atvikinu en bráðabirgðanið-
urstöður hafa verið kynntar trygg-
ingarfélagi Veitna.
Umfang tjónsins óljóst
Jón Atli segir að enn sé verið að
vinna að því að hreinsa út eftir lekann
og ekki sé hægt að leggja mat á tjónið
enn sem komið er. Það verði þó ekki
kennt í þeim kennslustofum þar sem
flæddi inn fyrr en næsta haust.
„Það er áfram verið að hreinsa
út og vinna í málum, rífa út og fjar-
lægja það sem hægt er. Það eru
skemmdir á veggjum, hurðum, gólf-
um og út um allt. Það þurfti að rífa
teppin öll upp,“ útskýrir Jón Atli.
Framkvæmdaaðilar muni
bera ábyrgð á mistökunum
Mogrunblaðið/Kristinn Magnússon
Leki Veitur líta lekann alvar-
legum augum, skv. tilkynningu.
Mistök ollu því
að stofnlögn vatns
fór í sundur
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Gífurleg spurn er eftir orlofshúsum
stéttarfélaga um þessar mundir og
nánast full nýting á þeim húsum sem í
boði eru. Einstök félög hafa jafnvel
þurft að auglýsa eftir fleiri bústöðum
til leigu. Talsmenn stærstu stéttar-
félaga eru á einu máli um þetta. ,,Það
er metaðsókn. Það fer allt sem er í
boði, á öllum tímum og alls staðar.
Þetta er merki um að fólk er að nýta
sér þessa þjónustu í meira mæli en
áður og líklegast út af kófinu,“ segir
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, sem er stærsta stéttarfélag
landsins.
Sá fjöldi orlofshúsa sem er í eigu
VR víða um land dugar ekki alltaf til
og segir Ragnar Þór félagið reyna að
bregðast við þessari miklu eftirspurn
með því að auglýsa eftir sumarhúsum
til leigu til að endurleigja félags-
mönnum. Unnið sé að því að bæta við
húsum, kaupa fleiri eignir og byggja
og leigja enda sýni sig að þetta sé
þjónusta sem kemur félagsmönnum
VR mjög vel um þessar mundir.
Gjafabréf tóku kipp
Nýting orlofshúsanna hefur verið
sérlega góð í vetur og nánast allt
fullbókað á vinsælum stöðum yfir
veturinn. Einnig hefur verið opnað
fyrir bókanir orlofshúsa næsta sum-
ar og er stór hluti þegar fullbókaður.
Þegar jákvæðar fréttir berast af
bóluefni gegn kórónuveirunni hefur
einnig spurn eftir gjafabréfum í ut-
anlandsflug tekið kipp. „Við höfum
verið einn af stærstu viðskiptavinum
flugfélaganna um árabil með gjafa-
bréfakaupum því við niðurgreiðum
líka þá þjónustu. Eftir að Wow air
féll erum við með gjafabréfasölu til
Icelandair og það hefur verið um-
talsverð sala á þeim, sérstaklega
þegar góðar fréttir bárust en svo
dregst það fljótt saman þegar fréttir
koma um að bólefnaafhendingar
frestast. Þetta sveiflast því nokkuð,“
segir hann.
Byggja 12 ný orlofshús
„Við höfum aldrei séð annað eins,“
segir Sveinn Ingvason, forstöðu-
maður orlofshúsa og eignaumsýslu
hjá Eflingu, öðru stærsta stéttar-
félagi landsins. Síðasta sumar var
einnig mjög mikil ásókn í orlofshús
Eflingar og húsin hafa nánast verið
fullnýtt í vetur. „Ég er búinn að vera í
þessu í 25 ár og þetta var fyrsta sum-
arið þar sem hver einasti dagur fór út
í öllum húsunum,“ segir Sveinn.
Frá því vetrarleigan byrjaði 1.
september hafa aðeins innan við tíu
helgar dottið út í 56 orlofshúsum Or-
lofssjóðs Eflingar sem staðsett eru
víðs vegar um landið og fullbókað var
t.d. yfir bæði jól og áramót. Ekki er
búið að opna fyrir sumarúthlut-
anirnar en Sveinn segir að næstu
fimm vikur séu alveg fullbókaðar og
raunar allt rifið út fram yfir páska
enda eftirspurnin gríðarleg og engin
leið að anna því öllu.
Félagið er nú að byggja tólf ný or-
lofshús í Reykholti og er helmingur
þeirra þegar kominn í notkun en hin
sex húsin sem eru rúmlega fokheld
eiga að vera fullbúin til útleigu fyrir
mitt næsta sumar. „Mér sýnist að í
þessum nýju húsum okkar uppi í
Reykholti sé bara allt farið fram að
1. júní,“ segir hann.
Efling hefur einnig samið um
gistiafslætti innanlands hjá viður-
kenndum þjónustuaðilum og þannig
niðurgreitt gistingu fyrir fé-
lagsmenn á ferðalögum um landið.
Sveinn segir að bætt hafi verið veru-
lega í þetta í fyrra sem hafi fallið í
mjög góðan jarðveg og margfald-
aðist eftirspurnin á milli ára. „Við
ætlum að halda áfram með þessa
gistiafslætti innanlands. Gefa bara
vel í og koma til móts við fólkið sem
er að ferðast innanlands.“
Allar helgar uppfullar
„Aðsókn hefur verið mjög mikil
hjá Sameyki miðað við sama tíma í
fyrra. Allar helgar eru uppfullar á
öllum eignum frá síðastliðnu hausti
til dagsins í dag,“ segir Axel Jón Ell-
enarson, upplýsingafulltrúi Sam-
eykis, stærsta stéttarfélags op-
inberra starfsmanna. Hann segir að
80% nýting hafi verið á sömu orlofs-
eignum árið áður, 2019. „Einnig hef-
ur útleiga aukist í miðri viku miðað
við sama tíma í fyrra. Sameyki á um
70 orlofshús bæði innanlands og ut-
an, þar af eru nokkur í endurbygg-
ingu, og síðastliðið sumar voru allar
orlofseignir Sameykis í útleigu,“
segir hann. Því megi segja að ásókn-
in hafi aukist töluvert mikið þar sem
nýtingin er nú 96%.
„Höfum aldrei
séð annað eins“
Metaðsókn í orlofshús stéttarfélaga
Morgunblaðið/Eggert
Pottafjör Margir eru í ferðahug og
mikil ásókn í orlofshús um allt land.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umhverfis- og samgöngunefnd hef-
ur verið að fjalla um frumvarp um-
hverfisráðherra um breytingar á
lögum um varnir gegn snjóflóðum og
skriðuföllum. Lauk móttöku gesta í
gær og reiknar Jón Gunnarsson,
framsögumaður málsins af hálfu
nefndarinnar, með því að hægt verði
að afgreiða málið til annarrar um-
ræðu í þinginu eftir um það bil tvær
vikur.
Gagnrýni kemur fram á efni frum-
varpsins í umsögnum til nefndarinn-
ar, að hluta til þær sömu og komu
fram þegar frumvarpið var kynnt í
samráðsgátt stjórnvalda.
Harðast gengur Fjallabyggð fram
sem og Leyningsás sem er sjálfs-
eignarstofnun sem sveitarfélagið á
aðild að. Leggst Fjallabyggð alfarið
gegn því að frumvarpið verði sam-
þykkt og rökstyður sjónarmið sín í
ítarlegri greinargerð.
Gildissvið laganna þrengt
Telur Fjallabyggð að frumvarpið
leggi skuldbindingar á sveitarfélög
og ríki mikil óvissa um fjárhæðir út-
gjalda í framtíðinni. Í því sambandi
er nefnt að sveitarfélögum sé fært
fullt eignarhald á varnarvirkjum og
þar með full ábyrgð á kostnaði vegna
viðhalds og reksturs. Þá sé ætlunin
að þrengja gildissvið laganna til
muna, meðal annars með því að
margvíslegar eignir sem kunna að
verða ónothæfar vegna nýrra hættu-
mata Veðurstofu, muni ekki eiga
möguleika á að fást bættar úr Ofan-
flóðasjóði eftir uppkaup sveitarfé-
laga.
Nefnt er að ætlun ráðherra sé að
færa ábyrgð á eftirliti með mögu-
legum ofanflóðum á skipulögðum
skíðasvæðum til rekstraraðila sem
færi þeim aukinn kostnað.
Veðurstofan sá ástæðu til að senda
umhverfis- og samgöngunefndinni
athugasemdir við umsagnir Fjalla-
byggðar og Leyningsáss ses. Leggur
Veðurstofan áherslu á að hún hafi
aldrei haft með höndum eftirlit á
skíðastöðum heldur hafi það verið í
höndum rekstraraðila, í samræmi
við reglugerð. Þar hafi viðkomandi
sveitarfélag einnig mikilvægu hlut-
verki að gegna.
Háar sektir
Í frumvarpinu er lagt til það ný-
mæli að heimilt verði að sekta fólk
fyrir brot á lögunum. Gengið er út
frá því að eigendum húseigna á
hættusvæði sé óheimilt að dvelja
í eða heimila dvöl í húseigninni í
trássi við heimilaðan nýt-
ingartíma samkvæmt
þinglýstri kvöð. Sekt-
ir eru allt að 500 þús-
und krónum. Í grein-
argerðinni er rætt
um varnaðaráhrif
slíks.
Morgunblaðið/Eggert
Aurskriður Seyðisfjörður varð illa úti í skriðum sem féllu um bæinn í desember. Mörg hús eyðilögðust eða skemmdust.
Óviss útgjöld lögð á
herðar sveitarfélaga
Gagnrýna frumvarp um varnir gegn snjóflóðum og skriðum
Nefndarmenn í umhverfis- og
samgöngunefnd vinna nú að
gerð nefndarálits eða -álita. Jón
Gunnarsson, framsögumaður
málsins fyrir hönd nefndar-
innar, telur að vilji sé meðal
nefndarmanna til að gera ein-
hverjar breytingar á frumvarp-
inu og vísar í því efni til um-
sagna sveitarfélaga um áhrif
breytinganna á fjárhag þeirra.
Telur hann að skoða þurfi
ákvæði um skráningu eignar-
halds á varnarvirkjum og skipt-
ingu kostnaðar við stærra við-
hald á þeim. Einnig þurfi að
skoða tilvik eins og nú er
uppi á Siglufirði, að flytja
þurfi skíðalyftur og önnur
marnnvirki vegna breyt-
inga á mati á snjóflóða-
hættu. Eins þurfi að
fara yfir at-
hugasemdir um
eftirlit vegna snjó-
flóðahættu á
skíðasvæðum.
Breytingar
til skoðunar
UMHVERFIS- OG
SAMGÖNGUNEFND
Jón
Gunnarsson