Morgunblaðið - 27.01.2021, Side 6

Morgunblaðið - 27.01.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 CHANEL kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 27.-29. janúar • Við kynnum nýja Rouge Allure Laque varaliti - Glansandi varalitir sem haldast vel á vörunum • Nýjan farða Ultra Le Teint - Olíulaus mattur farði með silkimjúka áferð • Líkamskrem í Gabrielle ilmlínuna • Nýtt Le Lift Lotion og Serum Gréta Boða verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf 20% afsláttur af CHANEL vörum kynningardagana Verið velkomin Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það eru skiptar skoðanir um þetta og svo hefur verið lengi,“ sagði Þor- björg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýr- dalshrepps, um áform um nýja legu Hringvegarins í hreppnum. „Maður vonar að umhverfismatið hjálpi fólki að taka ákvörðun,“ bætti Þorbjörg við. Hún sagði sveitar- stjórnina einhuga um að vilja lág- lendisveg um Reynishverfi og um jarðgöng í gegnum Reynisfjall eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi. „Þeir sem tala fyrir þessu tala fyrst og fremst um umferðaröryggi meðan andstæðingarnir hafa áhyggjur af ásýnd vegarins hér við þorpið, að hann byrgi fyrir útsýni, og Reynishverfismegin eru áhyggj- ur af því að vegurinn fari yfir lönd og hafi óafturkræf áhrif á náttúr- una,“ sagði Þorbjörg. Þá er nokkur andstaða á meðal eigenda frístunda- húsa og brottfluttra Mýrdælinga. Frummat framkvæmdarinnar á að vera tilbúið í október 2021 og umhverfismat í mars 2022. Þor- björg sagði að tilraunaboranir vegna gangagerðar í Reynisfjalli ættu að hefjast í febrúar. Íbúafundur á netinu Drög að tillögu að matsáætlun vegna færslu Hringvegar um Mýr- dal voru kynnt á opnum íbúafundi sem Vegagerðin hélt á netinu í gær. Tilgangurinn var að vekja athygli íbúa, landeigenda og annarra sem hagsmuna eiga að gæta á að fyrsti áfangi matsferlisins sé hafinn. Upp- taka af fundinum og glærur verða birtar á vef Vegagerðarinnar. Þorbjörg Sævarsdóttir, verk- fræðingur hjá Vegagerðinni, og Erla Björg Aðalsteinsdóttir, um- hverfis- og auðlindafræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, greindu þar frá for- sendum verkefnisins og gangi mats- ferlisins. Á meðal markmiða með fram- kvæmdinni er aukin greiðfærni á veturna fyrir alla umferð, bætt um- ferðaröryggi, betri sjónlengdir, mýkri beygjur og minni halli en er á núverandi vegi. Þá á að færa þjóð- vegarumferðina út úr þorpinu í Vík auk þess sem leiðin mun styttast. Opnuð hefur verið vefsjá (vik- hringvegur.netlify.app) og er það nýjung. Þar eru birtar upplýsingar varðandi verkefnið og matsferlið. Auk þess verða birtar þar ýmsar landupplýsingar og tenglar. Einnig er hægt að koma á framfæri ábend- ingum og athugasemdum. Þær má líka senda á tölvupóstfangið erla- @vso.is. Frestur til að gera athuga- semdir við drögin að matsáætlun- inni rennur út 1. febrúar. Margar ábendingar komnar Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 var samþykkt árið 2013. Þar er gert ráð fyrir nýrri veglínu Hringvegar (1) um Mýrdal, í gegn- um jarðgöng sunnarlega í Reyn- isfjalli og sunnan við byggðina í Vík. Samgönguáætlun 2020-2024 gerir ráð fyrir fjármagni í þessa veglínu. Á fundinum kom fram að frá því að aðalskipulag Mýrdalshrepps var samþykkt 2013 hafi umferð vestan Reynisfjalls og á Reynishverfisvegi næstum fjórfaldast. Umferð á Hringvegi austan Víkur hafði meira en fimmfaldast. Vegagerðin vinnur nú að forhönnun og undirbúningi á mati á umhverfisáhrifum þar sem gengið er út frá veglínunni sem er í aðalskipulaginu. Auk hennar eru þrír aðrir kostir til skoðunar og eru þeir sýndir í vefsjánni. Kostirnir verða bornir saman með tilliti til umhverfisáhrifa. Halda á annan íbúafund þegar matsferlið liggur fyrir og verður þá gerð grein fyrir athugasemdum sem bárust og hvernig brugðist var við þeim. Einnig verða framvind- ufundir þegar frummatsskýrsla verður gerð. Nú þegar hafa borist um 270 ábendingar í vefsjána. Þar á meðal lýsir fólk áhyggjum sínum vegna áhrifa þessarar vegagerðar á lífríki Dyrhólaóss og svo hvaða áhrif hún kunni að hafa á upplifun ferða- manna í Reynisfjöru og Víkur- fjöru. Drög að matsáætlun nýs vegarkafla kynnt  Láglendisvegur að Vík í Mýrdal  Göng um Reynisfjall Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dyrhólaós Horft til vesturs af Reynisfjalli. Hugmyndin er að Hringveg- urinn fari um láglendið og um jarðgöng í gegnum fjallið. Matsferli er hafið. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Svo virðist sem um það bil 95% landsins verði skilgreind sem svæði þar sem alfarið er bannað að byggja upp vindorkuver eða viðkvæm svæði þar sem uppbygg- ing þarf að fara til umfjöllunar í verkefnisstjórn rammaáætlunar. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, telur þetta blasa við þegar skoðuð er vefsjá sem verið er að útbúa til að sjá flokkun landsins samkvæmt tillögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Vefsjáin er unnin fyrir Náttúru- fræðistofnun vegna vinnu verkefn- isstjórnar fjórða áfanga ramma- áætlunar. Tekið er fram að þetta eru ófrágengin drög og verður að hafa þann fyrirvara við birting- una. Páll Erland bendir jafnframt á að á þeim litla hluta landsins sem lendir á grænu svæði, þar sem alltaf verði heimilt að nýta vind- orku, séu staðir sem tæknilega ómögulegt sé að nota fyrir vind- orkuver vegna fjalllendis og ann- arra aðstæðna. Einfaldari málsmeðferð Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, bendir á að í núverandi fyrir- komulagi sé þess krafist að öll áform um vindorku fari til mats hjá verkefnisstjórn rammaáætl- unar og öll slík áform séu bönnuð á friðlýstum svæðum. „Það er nýtt í þessum tillögum að fleiri svæði falla undir þann flokk svæða þar sem ekki má ráðast í vindorku. Einfaldari málsmeðferð verður fyrir áform á viðkvæmum svæðum í flokki tvö sem koma til skoðunar hjá verkefnisstjórn rammaáætl- unar. Enn einfaldari málsmeðferð verður fyrir áform í þriðja flokki sem aðeins fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum og í hefðbundið skipulagsferli,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að mikil krafa hafi verið um að setja reglur um nýt- ingu vindorkunnar. Með tillögum um breytingar á lögum um rammaáætlun og stefnumörkun um flokkun landsins í þingsálykt- unartillögu sé verið að svara því kalli. Fylgt sé fyrirmynd frá Skot- landi og telur ráðherra að það fyr- irkomulag sé gott. Hann neitar því að verið sé að loka nánast öllu landinu fyrir upp- byggingu vindorku. Þegar áform eru um uppbyggingu á við- kvæmum svæðum sé eðlilegt að skoða hvort það komi til greina í ljósi aðstæðna. „Ef niðurstaðan verður eitthvað í þá átt sem lagt er til verður kom- in miklu skýrari rammi um nýt- ingu vindorku sem ætti að mínu mati að skila sér í skilvirkari og hraðari ákvörðunum á þeim svæð- um þar sem nýting vindorku verð- ur leyfð,“ segir Guðmundur Ingi. Óskað eftir skilvirku kerfi Páll Erland segir að Samorka hafi verið að kalla eftir því að um- gjörð um nýtingu vindorkunnar verði bætt þannig að samfélagið geti nýtt þau tækifæri sem það hafi í þeirri orkuknýtingu, þó þannig að tryggt verði að vandað verði til verka. Vindorkuverkefnin hafi ekkert komist áfram í núver- andi fyrirkomulagi og því séu til- lögurnar komnar fram. „Samorka hefur verið að óska eftir einföldu og skilvirku kerfi í kringum vindorkuna. Það frum- varp sem nú er verið að leggja fyr- ir, er ekki að uppfylla það að okk- ar mati. Við höfum bent á að um vindorkuna geti gilt hefðbundið skipulagsferli sveitarfélaga með eðlilegum almennum skilmálum. Gæta þarf að náttúruvernd, fugla- lífi og fleiri þáttum. Samorka hefur ekki talað fyrir því að vindurinn sé í rammaáætlun vegna þess flækju- stigs sem það kallar á,“ segir Páll. Telur hann öruggt að Samorka muni tala fyrir ákveðnum úrbótum á þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram til kynningar og vonar að breytingar náist fram sem komi samfélaginu til góða. Um 95% lands með bann eða hömlur  Umhverfisráðherra segir að fyrirliggjandi tillögur skapi skýran ramma um nýtingu vindorkunnar  Samorka er ekki fylgjandi því að vindorkukostir fari til mats hjá verkefnastjórn rammaáætlunar Vindheimavirkjun Garpsdalur Sólheimar Alviðra Búrfell Tillaga að takmörkun vindorkuvera Öll uppbygging vindorkuvera verði óheimil Viðkvæm svæði, vindorkuver gætu þó komið til greina H ei m ild : N át tú ru fr æ ði st of nu n Nokkrir vindorkukostir Uppbygging vindorku verði heimil Guðmundur Ingi Guðbrandsson Páll Erland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.