Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
Bæjarlind 4, Sími: 510 7900, www.fastlind.is
Byggingaraðili: Hönnun:
LIND FASTEIGNASALA KYNNIR NÝJAR OG GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR
VIÐ SKÓGARVEG 6-8 Í FOSSVOGSDALNUM Í REYKJAVÍK
GLÆSILEGAR
NÝJAR ÍBÚÐIR
Vandaðar innréttingar, myndavéladyrasími,
gólfhiti. Sér þvottahús í flestum íbúðum.
Öll hjónaherbergi með fataherbergi.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna
en flísar verða á votrýmum.
Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og
klætt með álklæðningu. Timbur-álgluggar.
Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu.
Stærð: 90,3-119,9 m2
Herbergi: 3-4
Verð frá: 63.900.000 kr.
Afhending er áætluð í
lok árs 2021 og vor 2022.
LÁRA ÞYRI
EGGERTSDÓTTIR
Löggiltur fasteignasali
B.A. í lögfræði
899 3335
lara@fastlind.is
Nánari upplýsingar veitir:
Aðeins örfáar íbúðir eftir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verð á tollkvóta nautgripakjöts,
svínakjöts og alifuglakjöts hækkaði
við útboð fyrir innflutning frá Evr-
ópusambandinu vegna fyrstu fjög-
urra mánaða þessa árs. Verðið
hækkaði verulega frá síðasta ári
vegna breyttra útboðsreglna. Þótt
verðið sé hærra en það var á síðasta
ári þegar það var í lágmarki er það
lægra en var fyrstu árin eftir að
samið var við ESB um heimildir til
aukins innflutnings. Verð á toll-
kvótum fyrir osta hefur verið jafn-
ara en er samt lægt en verið hefur
undanfarin fimm ár.
Þrátt fyrir samdrátt í eftirspurn
eftir búvörum vegna fækkunar
ferðafólks hefur innflutningur hald-
ið áfram, meðal annars samkvæmt
samningi Íslands og ESB sem tók
gildi á árinu 2018. Innflutningur á
lágum tollum, samkvæmt sérstök-
um samningum, hefur aukist mikið
frá því sem áður var. Hefur inn-
flutningurinn valdið vandræðum í
innlendu framleiðslunni enda má
segja að samdráttur vegna brott-
falls erlendra ferðamanna af mark-
aðnum hafi bitnað að mestu leyti á
innlendu framleiðslunni. Þannig
jukust birgðir verulega á síðasta
ári.
Neitaði að fresta útboðum
Tollar af innfluttum búvörum frá
ESB ráðast af verði á tollkvótum í
útboði meðal innflytjenda. Sam-
keppni var um þessar innflutnings-
heimildir og verðið var tiltölulega
hátt.
Í byrjun árs 2020 var viðhaft nýtt
fyrirkomulag á útboði tollkvóta
ESB, svokallað jafnvægisútboð, sem
ætlað var að lækka verðið og koma
neytendum til góða. Það virkaði og
verð tollkvóta lækkaði á árinu um
leið og á árinu lækkaði innkaups-
verðið einnig vegna kórónuveiru-
faraldursins í heiminum.
Bændasamtök Íslands óskuðu
ítrekað eftir því á síðasta ári að út-
boðum á tollkvótum yrði frestað
vegna ástandsins. Það taldi landbún-
aðarráðherra ekki heimilt. Eina
breytingin var sú að útboð sem aug-
lýst var fyrir áramót var látið gilda
fyrir skemmri tíma en áður, eða
fyrstu fjóra mánuði ársins 2021 í stað
hálfs ársins eða ársins í heild.
Styrkir samkeppnisstöðu
Vegna áhrifa kórónuveirufarald-
ursins ákvað Alþingi að tillögu land-
búnaðarráðherra að taka upp gamla
fyrirkomulagið tímabundið. Var
niðurstaða fyrsta útboðsins kynnt í
gær. Þá hækkaði verð á tollkvótum
vegna kjötinnflutnings aftur, eins og
sést á meðfylgjandi línuriti.
Þannig hækkaði verð á tollkvóta
vegna nautgripakjöts um 65%, svo
mest sláandi dæmi sé tilgreint. Þessi
hækkun styrkir væntanlega sam-
keppnisstöðu innlendu framleiðsl-
unnar. Minni verðhækkun var á toll-
kvótum annarra kjöttegunda. Aftur
á móti komu þessi áhrif ekki fram í
innflutningi á osti. Tollkvótinn lækk-
aði frá því sem var á síðasta ári.
Verð á tollkvótum hækkar
Útboðsfyrirkomulagi tollkvóta vegna innflutnings búvara frá ESB var breytt í
þágu innlendrar framleiðslu Verð tollkvóta fyrir nautgripakjöt hækkaði um 65%
Verð tollkvóta í útboðum v. innflutnings frá ESB
Meðalverð, kr./kg
1.000
800
600
400
200
0
jan.-des. jan.-júlí júlí-des. jan.-des. maí-des. jan.-júní júlí-des. jan.-júní júlí-des. jan.-apríl
2016 2021
204
619
330
642
2017 2018 2019 2020
560
458
255
357
Nautgripakjöt Alifuglakjöt
Svínakjöt Ostur
Morgunblaðið/Eggert
Veisla Nautasteik úr innfluttu kjöti mun væntanlega hækka í verði.
Viðvörunarkerfi sem á að gefa frá
sér tilkynningu ef manneskja er
hreyfingarlaus á botni sundlaugar
var til staðar í Sundhöll Reykjavíkur
þegar maður fannst látinn á botni
laugarinnar sl. fimmtudag. Nú er
kannað hvort kerfið hafi brugðist.
Þetta staðfestir Steinþór Ein-
arsson, skrifstofustjóri hjá íþrótta-
og tómstundaráði Reykjavíkur-
borgar.
Að sögn hans er þess ekki krafist
að kerfi sem þetta sé til staðar í
sundlaugum hérlendis.
Gestur í lauginni gerði sundlaug-
arvörðum viðvart um manninn sem
lést.
Hinn látni hét Guðni Pétur
Guðnason. Hann var 31 árs gamall
og lætur eftir sig foreldra og tvo
bræður. vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sundhöllin Gestur gerði laugar-
vörðum viðvart á fimmtudag.
Viðvörun-
arkerfi til
staðar
Kanna hvort kerf-
ið hafi brugðist