Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is Í dag, miðvikudaginn 27. janúar fagnar VR 130 ára afmæli. Af því tilefni verður sérstakur afmælisviðburður í kvöld kl. 19.30, í streymi á vr.is og visir.is. Við þökkum samfylgdina í 130 ár og höldum baráttunni áfram! 130 ára barátta fyrir lífsgæðum Afmælisviðburður VR í streymi í kvöld ÁRA Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í fyrra var allt á síðustu stundu enda voru afbókanir frá erlendum ferðamönnum að berast seint. Núna erum við að vinna markvisst að því að verða með annað flott Íslendinga- sumar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í síðustu viku búa hótelrek- endur sig undir sumarið og í ljósi óvissu um komu erlendra ferða- manna eru vonir bundnar við það að Íslendingar verði á faraldsfæti, rétt eins og í fyrra. Því horfa margir til þess að bjóða upp á spennandi tilboð í gistingu, mat og afþreyingu. Erfitt að fá starfsfólk í fyrra Markaðsstofur landshlutanna taka ríkan þátt í því að undirbúa ferðaþjónustuaðila fyrir sumarið. „Það er ýmislegt sem menn geta lært af sumrinu í fyrra. Við erum til að mynda að undirbúa fund í næstu viku með fyrirtækjum á svæðinu þar sem farið verður yfir það hvað þau geta nýtt sér í markaðssetningu fyr- ir sumarið og fólk getur miðlað reynslu sinni,“ segir Arnheiður Jó- hannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún segir að í fyrra hafi fólk í ferðaþjónustunni ekki vitað hvað væri í vændum þegar sumarið gekk í garð. Af þeim sökum hafi ýmsir hnökrar verið á þjónustu sem ætti ekki að verða í ár. „Við verðum ekki í jafn miklum vandræðum með mann- skap. Í fyrra var ekkert ráðið inn fyrir sumarið út af óvissu en síðan þegar þessi sprenging kom þá var erfitt að fá inn fólk. Það setti ákveð- inn flöskuháls á þjónustuna.“ Arnheiður segir enn fremur að í fyrra hafi margir rennt blint í sjóinn með verðlagningu. „Þetta var svolít- ið í líkingu við villta vestrið. Ég á von á því að nú verði línur skýrari og bókunarferlar eðlilegri. Verðlagning var of lág í fyrra, sérstaklega þegar kom að gistingu. Það verða eflaust einhver tilboð í gangi en það verða ekki endalaus undirboð og verðin verða nær raunkostnaði.“ Arnheiður getur þess að gisti- staðir hafi lækkað verð mikið í fyrra en veitingastaðir hafi á sama tíma haft það þokkalega gott yfir hásum- arið. „Það var reyndar áhugavert að þeir þurftu fleiri þjóna fyrir Íslend- ingana. Íslendingar þurftu meiri þjónustu, hraðinn þurfti að vera meiri og þeir sýndu ekki eins mikla biðlund. Það var ýmislegt hægt að læra af þessu sumri í fyrra,“ segir hún í léttum tón. Uppbókað á veitingastöðum María segir að á Austurlandi hafi verið áberandi að minni staðir hafi ekki verið tilbúnir fyrir holskeflu ís- lenskra ferðamanna í fyrra. „Íslend- ingarnir stoppuðu margir lengur á hverjum stað en útlendingar gera og gáfu sér tíma til að skoða aðra staði en þeir gera. Margir staðir sem eru ekki í alfaraleið voru ekki með neitt kynningarefni á íslensku og þurftu að snúa öllu við á skömmum tíma. Það var uppbókað á mörgum veit- ingastöðum og stundum þurfti að bóka borð með dags fyrirvara,“ seg- ir hún og kveðst búast við því að annað verði uppi á teningnum í ár. „Svo slógu til að mynda Vök Baths og Stuðlagil algjörlega í gegn. Eitt af því sem við erum að gera í und- irbúningi fyrir sumarið er að vinna með landeigendum á vinsælum stöð- um til að allt gangi vel fyrir sig.“ Auk þess hefur verið lögð vinna í að hvetja fólk fyrir austan til að ferðast innan fjórðungsins og versla í heimabyggð. „Við höfum líka verið að horfa á nærsamfélagið. Við horf- um til nágranna okkar og bjóðum þá velkomna.“ Verð hækkar en þjónusta batnar  Markaðsstofur landshlutanna búa sig undir annað „Íslendingasumar“  Markvissari vinna í ár en í fyrra  Bætt úr hnökrum á þjónustu  Hærra verð á gistingu  Íslendingar sýna ekki mikla biðlund Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Líf og fjör Ferðamenn gátu fylgst með síldarsöltun á Siglufirði síðasta sumar. Margir sýndu fornum háttum áhuga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.