Morgunblaðið - 27.01.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
Immortelle blómið.
Fyrir 200.000 árum síðan bjó náttúran til betri valkost en tilbúið retínól.
Nú hefur nýtt ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum verið bætt við formúlu Divine kremsins.
Það virkar jafn vel og retínól sem gefur húðinni fyllingu og sléttir hana en er jafnframt mildara fyrir húðina.
Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur?
K g 4 2 5 04 w ocrin lan -1 | s. 77-7 0 | w w.l citane.is
aeilíf !
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í gær að Bandaríkja-
stjórn þyrfti að aflétta þeim refsiað-
gerðum sem hún hefði sett á Íran ef
hún vildi bjarga kjarnorkusamkomu-
laginu frá árinu 2015, en framtíð þess
hefur verið í óvissu síðan 2018 þegar
Donald Trump, þáverandi Banda-
ríkjaforseti, sagði skilið við það.
Frakkar telja hins vegar að Íranir
verði fyrst að sýna fram á að þeir fylgi
skilmálum þess, og láta um leið af
frekari ögrunum.
Ummæli Lavrovs féllu á blaða-
mannafundi eftir að hann fundaði
með Mohammad Javad Zarif, utan-
ríkisráðherra Írans, í Moskvu í gær.
Sagði Lavrov jafnframt að Rússar og
Íranir væru á „sömu blaðsíðu“ varð-
andi það hvernig best væri að bjarga
samkomulaginu frá árinu 2015, og að
það fælist í því að refsiaðgerðum
Bandaríkjanna, sem ríkisstjórn
Trumps setti á, yrði aflétt þegar í
stað.
Það myndi svo aftur leiða til þess að
Íranir myndu aftur hlíta þeim ákvæð-
um samkomulagsins sem þeir hafa
gerst brotlegir við á undanförnum
misserum. Sagði Zarif að Íran myndi
þá hætta við að tálma störf eftirlits-
manna Alþjóðakjarnorkumálastofn-
unarinnar. Þakkaði Zarif í ummælum
sínum fyrir fundinn Rússum jafn-
framt fyrir „uppbyggilega og mál-
efnalega afstöðu sína“ til samkomu-
lagsins.
Virði skuldbindingar sínar
Embættismaður innan franska for-
setaembættisins sagði hins vegar við
AFP-fréttastofuna eftir viðræður
Lavrovs og Zarifs að Íran yrði að
standa við samkomulagið frá 2015 ef
þeir vildu að Bandaríkin tækju aftur
þátt í því. „Ef þeim er alvara með við-
ræðum og vilja fá nýjar skuldbinding-
ar frá öllum sem [undirrituðu sátt-
málann] verða þeir fyrst að forðast
frekari ögranir, og í öðru lagi verða
þeir að virða þær skuldbindingar sem
þeir virða ekki lengur,“ sagði hann.
Refsiaðgerðir Bandaríkjanna hafa
leikið olíuframleiðslu Írana grátt og
hindrað tengsl þeirra við hið alþjóð-
lega bankakerfi, með þeim afleiðing-
um að samdráttur er í efnahagslífi Ír-
ans. Antony Blinken, nýskipaður
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að
stefna Trumps gagnvart Írönum
hefði gert þá hættulegri en áður.
Blinken lét þau ummæli falla í yfir-
heyrslu hjá utanríkismálanefnd öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings, þar
sem hann staðfesti jafnframt að
Biden vildi að Bandaríkin tækju aftur
þátt í samkomulaginu frá 2015, en
Biden var þá varaforseti. Hins vegar
yrðu Íranir að virða skuldbindingar
sínar að fullu áður en hægt yrði að
tala um þátttöku Bandaríkjamanna
að nýju.
Verði ekki vísað úr landi
Utanríkisráðuneyti Írans lýsti yfir
fyrr í vikunni að eftirlitsmönnum Al-
þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
yrði ekki vísað úr landi í næsta mán-
uði, þrátt fyrir umdeild lög sem ír-
anska þingið samþykkti í desember.
Þar var skipað fyrir um að eftirlit
með vissum þáttum kjarnorkuáætl-
unar landsins yrði stöðvað ef Banda-
ríkin afléttu ekki refsiaðgerðum sín-
um fyrir 21. febrúar, eða ef hin ríkin
sem undirrituðu samkomulagið frá
2015 veittu ekki aðstoð við að komast
framhjá refsiaðgerðunum.
Hassan Rouhani, forseti Írans, for-
dæmdi lagasetninguna á sínum tíma,
en harðlínumenn eru þar í meirihluta.
Sagði Rouhani að lögin myndu gera
Írönum erfiðara fyrir að ná sam-
komulagi við umheiminn.
AFP
Íran Javad Zarif og Sergei Lavrov takast í hendur eftir fund sinn í gær.
Vilja aflétta þvingunum fyrst
Rússar sammála Íransstjórn um að Bandaríkjastjórn beri að láta af refsiaðgerð-
um sínum Frakkar telja að Írönum beri fyrst að fylgja samkomulaginu frá 2015
Giuseppe Conte,
forsætisráðherra
Ítalíu, baðst í
gær lausnar fyrir
sig og ráðuneyti
sitt, í þeirri von
að hægt yrði að
mynda nýja rík-
isstjórn með
meirihlutastuðn-
ing, en stjórn
hans missti
meirihluta sinn í efri deild þingsins
fyrr í mánuðinum. Sergio Matt-
arella, forseti Ítalíu, mun ræða við
formenn stjórnmálaflokkanna í dag
til þess að ræða næstu skref.
Talið er líklegt að núverandi
stjórnarflokkar muni reyna að fá
aðra flokka til liðs við sig, en einnig
er sagður möguleiki á myndun
utanþingsstjórnar.
Þá gæti Mattarella slitið þingi og
boðað til kosninga, en kannanir
benda til að hægri flokkarnir, sem
nú eru í stjórnarandstöðu, myndu
þar fá meirihluta.
ÍTALÍA
Conte biðst lausnar
fyrir ríkisstjórnina
Giuseppe
Conte
Ríkisstjórn Hollands hyggst ekki
hætta við útgöngubann sitt vegna
kórónuveirunnar, þrátt fyrir að
óeirðir hafi brotist út síðustu þrjár
nætur í mótmælaskyni við bannið.
Hollenska lögreglan handtók 184 í
fyrrinótt eftir óeirðir næturinnar, og
hafa nú fleiri en 400 manns verið
handteknir vegna mótmælanna.
Minnst tíu lögregluþjónar slösuðust
í átökum við mótmælendurna á
mánudagsnóttina, en óeirðirnar
náðu til nokkurra af helstu borgum
Hollands. Voru rúður brotnar og
kveikt í bifreiðum.
Wopke Hoekstra, fjármálaráð-
herra Hollands, fordæmdi ofbeldi
óeirðaseggjanna, og sagði að ekki
væri hægt að láta undan kröfum
fólks sem bryti búðarglugga. „Það
eru úrhrök sem gera svona,“ sagði
Hoekstra. Ferd Grapperhaus dóms-
málaráðherra staðfesti að útgöngu-
bannið yrði áfram í gildi til 9. febr-
úar næstkomandi hið minnsta, en
það verður mögulega framlengt.
AFP
Óeirðir Ástandið þykir viðkvæmt.
Munu ekki
láta undan
„úrhrökum“
Öldungadeild
Bandaríkjaþings
staðfesti í fyrri-
nótt útnefningu
Joes Bidens
Bandaríkja-
forseta á Janet
Yellen í embætti
fjármálaráð-
herra. Yellen er
fyrsta konan til
að gegna emb-
ættinu, en hún var einnig fyrsta
konan til að stýra bandaríska seðla-
bankanum á árunum 2014-2018.
Yellen bíður nú það verkefni að
sannfæra Bandaríkjaþing um að
veita samþykki sitt fyrir neyðar-
pakka Bidens, en hann hefur lagt til
að 1.900 milljörðum bandaríkjadala
verði varið til að koma til móts við
afleiðingar heimsfaraldursins og
ýta undir viðspyrnu bandarísks
efnahagslífs úr núverandi kreppu.
BANDARÍKIN
Yellen staðfest sem
fjármálaráðherra
Janet
Yellen