Morgunblaðið - 27.01.2021, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn berastfregnir affrekari
ógöngum Evrópu-
samstarfs um öfl-
un bóluefnis, sem
ríkisstjórn Íslands
batt sig illu heilli
við, en um helgina var sagt frá
því að lyfjafyrirtækin Pfizer
og AstraZeneca muni minnka
afhendingu bóluefnis til Evr-
ópuríkjanna um allt að 60% á
fyrsta ársfjórðungi. Þetta eru
ömurlegar og grafalvarlegar
fréttir ofan á það gegndar-
lausa klúður sem þetta Evr-
ópusamstarf hefur reynst.
Um alla Evrópu – nema á
Íslandi – hefur verið rekið upp
ramakvein vegna þessa og í
Brussel er lyfjafyrirtækj-
unum hótað málaferlum. En
það þarf ekki að rýna mikið í
þessi bólefnisvandræði til
þess að átta sig á því að hann
má að mestu rekja til Evrópu-
sambandsins sjálfs.
Ísraelsmenn hafa bólusett
um 45% þjóðarinnar nú þegar,
en Bretar um 11% og Banda-
ríkjamenn um 7%. Á meðan er
Evrópa aðeins í um 2%. Og á
Íslandi er hlutfallið litlu
skárra þó að hér hefðu að
ýmsu leyti átt að vera kjör-
aðstæður til að vera meðal
fremstu þjóða í þessum efn-
um. Við blasir að það þarf
nánast kraftaverk til þess að
helmingur íbúanna verði bólu-
settur fyrir mitt ár líkt og
stjórnvöld fullyrða enn. Þau
skulda fólki svör um það, á
hverju sú trú er byggð.
Í Evrópu kenna stjórnmála-
menn vondu lyfjarisunum um
allt saman, en hafa þó ekki
getað rökstutt það. Á hinn
bóginn verður ekki sagt að
Lyfjastofnun Evrópu liggi líf-
ið á við að veita leyfi fyrir
bóluefnum. Það hefur þannig
enn ekki leyft Oxford-
bóluefnið frá AstraZeneca,
þrátt fyrir að Evrópusam-
bandið hafi pantað ógrynni af
því. Það verður fróðlegt að
fylgjast með málshöfðunum
ESB á hendur fyrirtækinu
vegna bóluefnis sem það hefur
sjálft ekki leyft.
Það er ekki hægt að líta
fram hjá því að Evrópusam-
starfið um öflun bóluefnis hef-
ur klúðrast nær fullkomlega,
að miklu leyti vegna þess að
þar var dýrmætum tíma eytt í
að prútta um verð, sem öllum
öðrum var ljóst að væru smá-
aurar hjá þeim kostnaði sem
hlýst af hálflokuðum sam-
félögum um alla álfu og efna-
hagslífi í lamasessi, nýjum af-
brigðum og hækkandi
dánartíðni. Sú níska er að
reynast dýrkeypt-
ari en þola má.
Ríkisvaldið ís-
lenska situr við
sinn keip um að
þetta hafi verið
eina leiðin án þess
þó að hafa látið
uppi sannfærandi rökstuðning
fyrir því, eða upplýst um
hvernig ákvörðun um þetta
var tekin eða af hverjum.
Morgunblaðið hefur leitað
svara við því hjá heilbrigðis-
ráðherra en þau svör sem þó
hafa fengist hafa ekki aðeins
borist hægt heldur einnig ver-
ið ófullnægjandi. Það er óvið-
unandi í svo afdrifaríku máli
fyrir alla þjóðina og til þess
verður að gera kröfu að allar
upplýsingar verði veittar um
þessa ákvörðun sem þegar má
ljóst vera að hefur reynst lítt
farsæl svo ekki sé meira sagt.
Hins vegar hafði sóttvarna-
læknir þegar upplýst að meðal
þeirra skilyrða sem Ísland
hafi undirgengist í Evrópu-
samstarfinu væri að það leit-
aði ekki sjálft fyrir sér um öfl-
un sömu bóluefna.
Þar hefur einhver samið illa
af sér fyrir Íslands hönd.
Verði ekki upplýst um annað
hlýtur að þurfa að draga þá
ályktun að ákvörðun um þá
samninga hafi verið tekin í
heilbrigðisráðuneytinu, en
vitaskuld ber því ráðuneyti að
taka af allan vafa í þessum
efnum og upplýsa landsmenn.
Nóg hefur verið rætt um upp-
lýsingaóreiðu í tengslum við
faraldurinn og hafa fulltrúar
hins opinbera lýst áhyggjum
af að upplýsingar um þetta
málefni séu í sérstakri hættu
að verða óreiðunni alræmdu
að bráð. Ríkisvaldið hlýtur að
vilja stuðla að því að minnka
þá óreiðu en auka hana ekki.
Eins og komið er fyrir
þessu Evrópusamstarfi má
hins vegar ljóst vera að van-
efndirnar eru svo miklar og
svo afdrifaríkar, að Ísland
getur ekki verið bundið af
þeim samningi. Nú hljóta ís-
lenskir ráðamenn að verða að
leita allra leiða til að tryggja
landsmönnum sem bestan að-
gang að bóluefni úr því sem
komið er, óháð samningi sem
bersýnilega dugar ekki.
Hermt er að Ísraelsmenn
hafi tryggt sér nægt bóluefni
frá Pfizer með því að greiða
um 4.000 kr. fyrir skammtinn,
um helmingi meira en ESB
var tilbúið til að semja um. Ef
Íslendingar keyptu það sama
verði mætti bólusetja gervalla
þjóðina fyrir innan við 3 millj-
arða króna. Er það flókið
reikningsdæmi?
Stjórnvöld verða að
veita skilmerkilegar
upplýsingar um
hvernig ákvarðanir
voru teknar}
Mislukkað Evrópu-
samstarf um bóluefni
Í
slensk pólitík snýst að mestu leyti um
völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur
völd getur tekið ákvarðanir án þess að
þurfa að miðla málum. Því meiri völd,
því færri málamiðlanir. Á Íslandi hópa
flokkar sig saman í meirihlutastjórn til þess að
ráða öllu. Til þess að taka öll völd og fækka
málamiðlunum.
Völd stjórnmálaflokka á Íslandi eru mjög
mikil, sérstaklega ef þeir standa sig vel í kosn-
ingum. Til þess að auka líkurnar á velgengni
reyna flokkarnir að fá til liðs við sig nafntog-
aða einstaklinga í aðdraganda kosninga, því
frægðarljómanum fylgir yfirleitt ákveðið
traust. Vandinn er að það fylgir því líka ákveð-
in áhætta að stíga inn á pólitíska sviðið.
Sérstaklega ef flokksfélagar telja önnur en hin
nafntoguðu best til þess fallin að vinna að framgangi
flokksins. Sumir flokkar leysa það vandamál með því að
leyfa flokksfélögum ekki að ráða neinu um uppröðun
frambjóðenda. Þannig telja flokkarnir að hægt sé að
tryggja bæði framgang nafntogaðra nýliða og setu þeirra
sem völdin hafa, eða öfugt. Hvað sem hentar þeim sem
ráða.
Framboðslistinn sem flokkarnir leggja fram í alþingis-
kosningum er svo nánast óbreytanlegur. Kjósendur geta
reynt að breyta röð frambjóðenda með því að strika yfir
eitt nafn eða fleiri á kjörseðlinum. Það er hins vegar nán-
ast ógerlegt að hafa áhrif á þá röðun sem flokkarnir
bjóða upp á, til þess þyrfti gríðarstór hópur kjósenda
þess flokks að strika allur út sömu frambjóðendur.
Frambjóðendaval flokkseigenda hefur því yf-
irhöndina.
Í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eru þessi
völd stjórnmálaflokka minnkuð, þar sem bæði
er boðið upp á einstaklingsframboð og óraðaða
framboðslista. Það þýðir að kjósendur ráða
röðun frambjóðenda 100% á meðan stjórnmála-
samtökin ráða engu um það. Þannig geta ein-
staklingar komið atkvæði sínu fram hjá ægi-
valdi flokkakerfisins.
Þetta er meðal ótal ástæðna fyrir því að
Píratar vilja nýju stjórnarskrána. Ekki aðeins
til að virða lýðræðislega niðurstöðu þjóðar-
atkvæðagreiðslu heldur jafnframt til að efla
lýðræðið enn frekar. Færa völdin frá flokk-
unum, eigendum þeirra og reykfylltum bakher-
bergjum. Gefa þjóðinni tækin til að taka málin í
sínar hendur þegar valdhafar klúðra málunum eða láta
geðþótta ráða för.
Það þarf kjark til að treysta lýðræðinu, sem er kannski
stærsta ástæðan fyrir því að gömlu flokkarnir leita leiða
fram hjá því. Takmarka aðkomu eigin félaga að vali á fram-
bjóðendum og þykjast ekki kannast við þjóðaratkvæða-
greiðslur. Allt til þess að standa vörð um völd flokksins.
Þangað til lýðræðisumbætur nýju stjórnarskrárinnar
verða að veruleika eigum við að dæma flokka út frá afstöðu
þeirra til valds og lýðræðis. Velja flokka sem þora að
treysta lýðræðinu. Flokka sem þora að takmarka eigin
völd. Flokka eins og Pírata.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Uppstillt lýðræði
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Evrópusambandið (ESB)sendi lyfjaframleiðend-unum AstraZeneca ogPfizer tóninn í gær og
krafðist þess að þeir stæðu í einu og
öllu við gerða samninga, hótaði þeim
lögsóknum og hreyfði þeirri hug-
mynd að útflutningstakmarkanir
yrðu settar á bóluefni frá Evrópu.
„Fyrirtækin verða að afhenda núna,“
sagði Ursula von der Leyen í gær.
Sverðaglamrið í Brussel kemur í
kjölfar tilkynninga lyfjaframleiðend-
anna um að vegna framleiðsluörð-
ugleika gætu þeir ekki afhent jafn-
mikið af bóluefni á fyrsta
ársfjórðungi og til stóð, hugsanlega
ekki nema um 40% af því sem um var
samið. ESB grunar hins vegar að
þeir láti aðra kaupendur ganga fyrir,
sem hafi samið um hærra verð.
Ekki er nema von að ráðamenn í
Evrópu séu gramir (eða óttaslegnir),
því Evrópa hefur dregist langt aftur
úr sambærilegum löndum eins og
Ísrael, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Litlar vonir þykja því til þess að
70% fullorðinna Evrópubúa verði
bólusett fyrir ágústlok, líkt og von
der Leyen hét aðeins í síðustu viku.
Í ljósi þess að Íslendingar eru
háðir ESB um öflun bóluefna vekur
það einnig spurningar um hvaða lík-
ur séu á því að meirihluti Íslendinga
verði bólusettur á fyrri hluta þessa
árs, líkt og Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra sagði á dögunum,
hvað þá þorri þjóðarinnar, eins og
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði á Alþingi í gær.
Evrópusambandið gagnrýnt
ESB hefur sætt harðri gagnrýni
fyrir sleifarlag við öflun bóluefnis,
þar sem verðið virðist hafa skipt
meiru en að fá sem mest af bóluefni
sem fyrst. Þá hefur Lyfjastofnun
Evrópu í Amsterdam verið átalin
fyrir seinagang við leyfisútgáfu bólu-
efna og að hafa tekið allt of mikið til-
lit til þrýstihópa á móti bóluefnum al-
mennt. Þannig hefur AstraZeneca
ekki enn fengið leyfi í Evrópusam-
bandinu þrátt fyrir að hafa fengið
leyfi í Bretlandi fyrir áramót. Það
mun þó standa til bóta í lok mánaðar-
ins eftir að framkvæmdastjórnin
þrýsti á stofnunina. Loks hefur fram-
kvæmd bólusetninga í Evrópu ekki
þótt til fyrirmyndar, þar sem pólitík
og skriffinnska hefur þvælst fyrir
dreifingu.
Frá upphafi heimsfaraldursins
var ljóst að hann yrði ekki kveðinn
niður nema með bóluefni. Allar sótt-
varnaráðstafanir miðuðust við það að
tefja fyrir honum svo heilbrigðis-
kerfin hefðu undan. Eftir sem áður
yrði farsóttin aðeins stöðvuð með svo
almennri bólusetningu að hjarð-
ofnæmi myndaðist.
Þess vegna gegnir nokkurri
furðu hve víða stjórnvöld virtust alls-
endis óundirbúin fyrir bólusetningu.
Ekki síst á það við í Evrópusamband-
inu, sem enn hefur ekki náð að bólu-
setja 2% íbúanna. Þeir eru 400 millj-
ónir, en útlit er fyrir að á fyrsta
ársfjórðungi náist ekki að bólusetja
nema 25 milljónir. Ef allt skyldi nú
ganga að óskum héðan í frá.
Meðal íbúa Evrópu vekur það
spurningar eins og hver hafi borið
ábyrgð á öflun bóluefna og gagnvart
hverjum hann sé ábyrgur. Svarið er
að það gerði Stella Kyriakides, sem
fer með heilbrigðismál í fram-
kvæmdastjórn ESB. Sem aftur vek-
ur spurninguna um það hversu vel til
fundið það er að reynslulaus þing-
maður frá Kýpur sé látinn annast
stærsta og mikilvægasta verkefni
Evrópu frá lokum seinni heimsstyrj-
aldar. Við blasir að hún hefur ekki
reynst vandanum vaxin.
Samkeppnisvandamál
Stöku vitringar á Evrópuvett-
vangi hafa maldað í móinn og sagt að
bólusetningin sé ekki kapphlaup. Um
það gætu þeir tæpast haft rangara
fyrir sér. Auðvitað er hún kapphlaup
við tímann og dauðans alvara. Líf
hundraða þúsunda geta oltið á því og
allir græða á því að hún gangi sem
hraðast fyrir sig. Að ógleymdum hin-
um efnahagslegu fórnum, sem mikið
liggur á að geta unnið upp. Þar skipt-
ir hver dagur máli.
Svo er hitt, að það er engin leið
til þess að meta hvort mönnum miðar
betur eða verr, hvort heilbrigðis-
kerfið gæti virkað betur, nema með
því að gera samanburð á þjóðum.
Þegar Bretar bólusetja fleiri um eina
helgi en Frökkum hefur tekist frá
upphafi, hafa Frakkar ljóslega eitt-
hvað að læra af Bretum. Og ætli allar
þjóðir heims gætu ekki lært sitt hvað
af Ísraelsmönnum í þessum efnum?
Evrópusamstarfinu um öflun
bóluefna var beinlínis komið á til
þess að koma í veg fyrir samkeppni
Evrópuríkja um bóluefni, aðallega til
þess að halda verðinu niðri. Í ljósi
efnahagsáfalla faraldursins mátti þó
ljóst vera að sá kostnaður væri full-
komin afgangsstærð. En mögulega
hefur sá skortur á samkeppni aukið
vandann. Með því að fela ESB öflun
bóluefna gátu stjórnvöld um alla
Evrópu – líka á Íslandi – bandað
vandanum frá sér og bent á Brussel.
Það er ekki fyrr en nú, þegar í óefni
er komið, sem ráðamenn í höfuð-
borgum álfunnar eru að átta sig, en
það er fullseint séð.
Og auðveldast að kenna lyfja-
framleiðendum um.
Evrópusamstarf um
bóluefni komið í óefni
Gangur bólusetninga í nokkrum ríkjum
Hlutfall bólusetningar íbúa
20.12. 26.12. 1.1. 8.1. 15.1. 22.1. 25.1.
45%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Ísrael
S.a. furstadæmin
Bretland
Bandaríkin
Ísland
Evrópusambandið