Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 13

Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 Kátur Þessi hundur leit yfir í bíl ljósmyndara Morgunblaðsins þegar þeir mættust á rauðu ljósi. Ekki er gott að segja hvor þeirra var forvitnari um hinn, ljósmyndarinn eða hundurinn. Eggert Andstæðingar þess að bjóða út takmark- aðan hlut ríkisins í Ís- landsbanka og skrá hlutabréf bankans í kauphöll hafa ekki pólitískt þrek til að segja það sem þeir sumir vilja í raun og veru; að ríkið haldi áfram að fara með að- alhlutverkið á íslensk- um fjármálamarkaði, að einhvers konar útgáfa af sovésku fjár- málakerfi þjóni hagsmunum þjóð- arinnar best – fyrirtækjum og heim- ilum. Þess vegna er tímasetningin sögð röng, aðstæður ekki hag- stæðar og asinn of mikill. Látum liggja á milli hluta að all- ar ríkisstjórnir hafa allt frá 2012 (þegar umsvif ríkisins á fjár- málamarkaði voru mun minni) með einum eða öðrum hætti stefnt að því að draga úr fjárhagslegri áhættu ríkisins af rekstri fjármála- fyrirtækja. Horfum einnig fram hjá því að tvær síðustu ríkisstjórnir hafa í stjórnarsáttmála stefnt með skýrum hætti að sölu á stórum hluta eigna ríkisins í bönkum. Setj- um 300 blaðsíðna hvítbók um fram- tíð fjármálakerfisins frá 2018 til hliðar. Gleymum umræðum í þing- nefndum og þingsal um skipulag fjármálakerfisins og öllum laga- setningum og hertu reglunum um fjármálamarkaðinn sem náð hafa fram að ganga. Forsagan rennir hins vegar ekki stoðum undir þá fullyrðingu að asi ráði för. Hreyfiafl breytinga og þróunar Mörgum finnst erfitt að taka ákvörðun jafn- vel eftir áralangan undirbúning, skýrslur, ræður, fundi og grein- arskrif. Ákvörð- unarfælni? Hræðsla við breytingar? Kannski. Ekki má gera lítið úr slíkum tilfinn- ingum, en þær eru hvorki hreyfiafl breyt- inga eða framþróunar, heldur leiða til stöðnunar fái þær að ráða. Eftir allt sem á undan er gengið verður því illa haldið fram að hrað- inn sé mikill við að færa íslenskt fjármálakerfi í átt að því sem þekk- ist í öllum vestrænum ríkjum. Sala á takmörkuðum hluta í Íslandsbanka verður seint sögð vera bylting, fremur hænufet í rétta átt. Þeim sem finnst hraðinn vera of mikill, sverja sig í ætt við snigilinn sem kvartaði yfir hraða skjaldbökunnar. En hvað með tímasetninguna? Er þetta rétti tíminn til að taka fyrsta skrefið? Auðvitað er tíminn aldrei réttur í hugum þeirra sem vilja ekki breyt- ingar og/eða eru í hjarta sínu fylgj- andi ríkisreknu fjármálakerfi. Skattaglaðir stjórnmálamenn hafa aldrei fagnað þegar stefnt að því að létta álögum af launafólki í fyrir- tækjum. Fyrir þá er þægilegra og einfaldara að ræða tímasetningar en leggjast þvert gegn skattalækkun- um. Hið sama á við um talsmenn ríkishyggju í fjármálakerfinu. Við hin hugsum bara; loksins, loksins. Flest bendir til að aðstæður til að bjóða út og skrá hlutabréf í Íslands- banka séu góðar. Verðþróun á hlutabréfamörkuðum hefur verið hagstæð. Úrvalsvísitala Kauphallar- innar hefur aldrei verið hærri, fjöldi einstaklinga sem eiga skráð hluta- bréf tvöfaldaðist á síðasta ári, og fjöldi daglegra viðskipta hefur auk- ist verulega. Mikil hækkun hluta- bréfa Arion banka og Kviku banka styrkir fullyrðingar um hagstæð skilyrði. Hlutafjárútboð Icelandair í september síðastliðnum, þar sem umframeftirspurnin var 85%, er önnur góð vísbending. Sögulegar lágir vextir örva að öðru óbreyttu eftirspurn eftir hlutabréfum og ýta undir nauðsynlega fjárfestingu at- vinnuveganna. Styrkir hlutabréfamarkaðinn En það er fleira sem vinnst við út- boð og skráningu hlutabréfanna en að draga úr umsvifum ríkisins og áhættu. Líkt og kemur fram í um- sögn meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar um greinargerð fjár- málaráðherra um fyrirhugaða sölu, þá styrkir og dýpkar skráning hlutabréfa Íslandsbanka innlendan hlutabréfamarkað, „eykur fjöl- breytileika og hefur þar með já- kvæð áhrif á verðmyndun“. Öflugur hlutabréfamarkaður eykur mögu- leika lítilla og stórra fyrirtækja, jafnt rótgróinna sem sprota, til að afla sér áhættufjár, jafnt hlutafjár sem láns- fjár. Þannig verður þróttur atvinnu- lífsins til viðspyrnu meiri. Með öðr- um orðum: Það er beint samhengi á milli öflugs hlutabréfamarkaðar, að- gengis fyrirtækja að áhættufé og lífskjara okkar allra. Hugmyndin um að bjóða aðeins út takmarkaðan hluta eignar ríkisins í Íslandsbanka og skrá hlutabréfin á opinberan verðbréfamarkað er var- færin og kemur á virkri og gagn- særri verðlagningu hlutabréfanna. Þar með er byggt undir hærra heild- arverðmæti til lengri tíma. Endanleg ákvörðun um sölu og skráningu liggur ekki fyrir. Að- stæður kunna að þróast þannig að ekki sé skynsamlegt að taka þetta litla skref á vormánuðum. En lík- urnar eru sem betur fer meiri en minni á að áætlun um útboð nái fram að ganga. Ekki síst þess vegna er skynsamlegt að horfa lengra fram á veginn og ákveða, hvenær og með hvaða hætti ríkið losar fjármuni sem bundnir eru í Íslandsbanka að fullu á komandi árum. Næstu skref Næsta skref – skref tvö – við að draga ríkið hægt og bítandi út úr að- alhlutverki á fjármálamarkaði er ekki flókið. Afhenda á öllum Íslend- ingum allt að 15% eignarhlut í Ís- landsbanka. Þetta skref er hægt að stíga í upphafi komandi árs. Með því er ýtt undir þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og fleiri stoðum er skotið undir fjárhagslegt sjálf- stæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Ég hef ítrekað haldið því fram að það sé bæði eðlilegt og sanngjarnt að almenningur fái að njóta með beinum hætti þess virðisauka sem hefur myndast innan veggja bank- anna frá endurreisn þeirra. Til þess er engin leið betri en að ríkið af- hendi hverjum og einum hlutabréf í bönkunum. Svigrúmið var myndað með vel heppnuðu uppgjöri þrota- búa gömlu bankanna, stöðugleika- samningum og sölu ríkisins á 13% hlut í Arion banka árið 2018. Þriðja skrefið er að ríkissjóður selji hægt og bítandi, eftir því sem aðstæður leyfa, í gegnum hluta- bréfamarkaðinn 15-20% hlutafjár í Íslandsbanka. Fjórða skrefið er skráning hluta- bréfanna á erlendan verðbréfa- markað og í framhaldinu alþjóðlegt útboð á allt að 30% eignarhlut. Öllu þessu er hægt að hrinda í framkvæmd og ljúka áður en nýtt kjörtímabil rennur sitt skeið á enda árið 2025. Og þá geta stjórnvöld – ríkisstjórn og alþingismenn – tekið ákvörðun um hvernig skynsamlegt sé að haga eignarhaldi á Lands- bankanum, hvort og þá hversu stór- an hlut ríkið skuli eiga. Eitt er víst. Ríkishyggjan mun aldrei ná að fylgja örri alþjóðlegri þróun í fjártækni, heldur sitja eftir. Og mun ekki frekar en snigillinn eða skjaldbakan tryggja samkeppn- ishæfni íslenska fjármálakerfisins og þar með atvinnulífsins í náinni framtíð. Eftir Óla Björn Kárason » Tíminn er aldrei réttur í hugum þeirra sem eru í hjarta sínu fylgjandi ríkis- reknu fjármálakerfi. Við hin hugsum bara; loks- ins, loksins. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. Snigill, skjaldbaka og ríkishyggja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.